Fornmanna Sögur: Formáli tólfta bindis

Fra heimskringla.no
Revisjon per 31. des. 2013 kl. 22:24 av JJ.Sandal (diskusjon | bidrag)
(diff) ← Eldre revisjon | Nåværende revisjon (diff) | Nyere revisjon → (diff)
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Tólfta bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1837


Formáli.


Að lokinni útgáfu vorri af þessum Norðrlandanna FORNMANNA SÖGUM höfum vér álitið nauðsynlegt að láta hið tólfta bindi fylgja þeim undanförnu, til nauðsynlegrar útskíríngar og leiðarvísis námfúsum lesurum, og hefir það þannig þessa aukaritlínga og registr að innihalda:

1. a) Ríkisár Noregs-konúnga frá Haraldi hárfagra til Magnúsar lagabætis og

b) Danakonúnga frá Gormi gamla til Eiríks Kristóferssonar.

c) Áratal markverðustu viðburba á Norðrlöndum frá 831 til 1273. Allt samið af fornritadeildarinnar meðlim Aðjúnktus Sveinbirni Egilssyni.

2. Vísur í öllum þessum sögum, færðar tii rétts máls, af sama höfundi.
3. Registr yfir landa-, slaða-, þjóða- og fljóta nöfn í sömu sögum, i öndverðu samantekið, og að nokkru leiti lagað eptir deildarinnar meðlims Registraior N. M. Petersens á Dönsku samda frumriti sama efnis í OLDNORDISKE SAGAER 12TA BINDI, af Hra. Stepháni Eiríkssyni, sem, því miðr, áðr enn hann hafði því fullkomlega lokið, lagðist af þúngum sjúkdómi, var lengi rúmfastr og andaðist á næstliðnu vori. Var það síðan, til prentunar, hreinskrifað af tveimr höfundsins hér stúderandi landsmönnum og loksins gegnumséð af Prófessor Finni Magnússyni.
4. Annað registr yfir hluti og efni, - og loks
5. hið þriðja yfir sjaldgæf orð eðr orðstiltæki í sjálfum sögunum, bæði samin af Aðjúnktus Sveinbirni Egilssyni.

Lector við háskólann i Christianiu Herra P. A. Munch, sem mjög hefir stundað Noregs sagnafræði og líka í nokkr ár með mikilli kostgæfni yðkað gegnumlestr gamallra norrænnra lögbóka og skinnbréfa, hefir, eptir bón vorri, látið oss fá nokkrar athugasemdir viðvíkjandi þeim af oss við útgáfu 8da, 9da og 10da bindinis brúkuðu skinnbókum, og mannanafna registrinu yfir þau öll. Útlagðar á Íslendsku fylgja þær nærveranda bindi.

Þeim námgjörnu Íslendingum er með athygli lesa þennan, Noregi, Danmörk og Svíaríki mest viðvíkjandi, söguflokk, verðr það því auðveldara að ná svo fullkominni þekkíng sem orðið getr um nám og ástand sinnar egin fóstrjarðar á fyrri öldum, sem að miklu leiti orsökuðust eðr smámsaman löguðust af þeim helztu viðburðum er skeðu í meginlandsins nálægu ríkjum. Þannig var ofríki Haralds hárfagra í Noregi aðalorsök til Íslands byggingar, en uppreist og sigrvinníngar Birkibeina í konúngsríkinu leiddu loks til landsins undirokunar af Hákoni gamla; án herfara Þýzkalands keisara til Danmerkur, og inntöku Englands af Danakonúngum, mundi kristnin vart svo snemma hafa fest fót í Noregi eðr Íslandi. Þannig ryðr útlend sagnafræði ljósastan veg til hinnar innlendu, - og nú virðist þessvegna Félagi voru tækr tími kominn til að láta sjálfar ÍSLENDINGA SÖGUR, þessum næst, á prent útgánga, að loknum þeim undirbúningi til þess starfs er mjög mikils ómaks og aðgætnis krefr. Vér vonum staðfastlega að þessi og önnur vor viðleitni virðist af góðfúsum lesendum á hægra veg, og óskum loksins Íslandi af öllu hjarta þess heiðrs og heilla er það að fornu og nýu verðskuldað hefir.

Kaupmannahöfn, þann 29da Sept. 1837.