Konungsannáll

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk Latin
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif Dansk.gif
Original.gif Latin Cross.svg


Annálar og nafnaskrá

Guðni Jónsson

bjó til prentunar
Reykjavík 1948


Konungsannáll




  848.   Fæddr Haraldr hárfagri.
  858.   Upphaf ríkis Haralds hárfagra.
  868.   Einvald Haralds hárfagra Nóregskonungs.
  870.   Passio sancti Edmundi regis Anglie. Ingólfr Arnarson kom til Íslands.
  871.   Dáinn Eiríkr Svíakonungr. Björn tók þar ríki.
  875.   Upphaf Íslands byggðar Ingólfs.
  898.   Haraldr hárfagri skipti ríki með sonum sínum.
  918.   Fæddr Hákon Aðalsteinsfóstri. Dáinn Þórólfr Mostrarskegg. Fæddr Þorsteinn þorskabítr, sonr hans.
  922.   Dáinn Björn Svíakonungr. Eiríkr sigrsæli ok Óláfr, synir hans, tóku þar ríki.
  927.   Úlfljótr kom með lög til Íslands.
  928.   Haraldr konungr hárfagri gerði Eirík blóðexi, son sinn, yfirkonung annarra sona sinna. Fæddr Haraldr gráfeldr, sonr Eiríks konungs.
  930.   Hrafn, sonr Ketils hængs, tók lögsögu á Íslandi.
  931.   Dáinn Haraldr konungr hárfagri. Eiríkr blóðöx tók ríki í Nóregi.
  932.   Fall Óláfs ok Sigröðar konunga Haraldssona.
  933.   Hákon Aðalsteinsfóstri kom í Nóreg ok tók þar konungdóm ok gaf konungsnafn Tryggva ok Guðröði.
  934.   . . . Eiríkr konungr blóðöx varð landflótti ór Nóregi fyrir Hákoni konungi, bróður sínum.
  938.   . . . Fæddr Þorgrímr, faðir Snorra goða.
  944.   Víga-Glúmr drap Sigmund Þorkelsson.
  949.   Ottó keisari herjaði í Danmörk. Þá var skírðr Haraldr konungr Gormsson ok Gunnhildr, kona hans, ok Sveinn, sonr hans.
  950.   Þórarinn legifer.[1]
  952.   Útkváma Þorbjarnar súrs.
  953.   Fall Gamla konungs ....
  957.   Fæddr Haraldr grenski.
  960.   Fall Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra. Haraldr gráfeldr Eiríksson ok bræðr hans tóku ríki í Nóregi.
  962.   Dráp Sigurðar Hlaðajarls. Upphaf ríkis Hákonar Sigurðarsonar blótjarls í Þrándheimi. Blund-Ketilsbrenna.
  963.   Dráp Þorgríms, föður Snorra goða. Fæddr Snorri goði.
  965.   Kórónaðr Ottó keisari inn mikli. Dáinn Tungu-Oddr ok því nær Þórðr gellir.
  968.   Dráp Guðröðar konungs Bjarnarsonar ok Tryggva konungs Óláfssonar. Fæddr Óláfr Tryggvason.
  970.   Þorkell legifer.
  971.   Óláfr Tryggvason hertekinn til Eistlands.
  974.   Víg Brodd-Helga. Ottó inn rauði tíu ár.
  975.   Fall Haralds konungs gráfeldar ok Gull-Haralds Knútssonar at Hálsi í Limafirði. Einvald Hákonar blótjarls í Nóregi. Óöld.
  977.   Óláfr Tryggvason kom í Garðaríki. Orrosta á Dinganesi.
  978.   Váru sénar eldligar fylkingar á himni um alla nótt fimmta kal. Novembris.
  979.   Fæddr Þorkell Eyjólfsson.
  981.   Friðrekr byskup kom til Íslands.
  983.   Hrísateigsbardagi.
  984.   Kirkjugerð Þorvarðar Spak-Böðvarssonar. Otto inn ungi átján ár.
  985.   Utanferð Friðreks byskups. Þorgeirr legifer.
  986.   . . . Óláfr Tryggvason fór ór Garðaríki. Eiríkr rauði byggði Grænland.
  987.   . . . Víg Geitis.
  989.   Bardagi í Böðvarsdal.
  993.   Óláfr Tryggvason skírðr í Syllingum.
  994.   Dráp Haralds konungs grenska. Jómsvíkinga-bardagi á Hjörungavági.
  995.   Fæddr Óláfr inn helgi. Upphaf ríkis Oláfs Tryggvasonar í Nóregi. Dráp Hákonar blótjarls.
  996.   Óláfr konungr boðaði kristni í Vík austr.
  997.   Óláfr konungr átti þing á Dragseiði ok boðaði kristni. Þá sendi hann Þangbrand prest til Íslands at boða þar kristni. Víg Arnórs í Skógum.
  998.   Óláfr inn helgi skírðr á Upplöndum. Kristnaðir Þrændir. Dráp Eyvindar keldu. Fæddr Knútr inn ríki. Bardagi í Eyvindardal.
  999.   Dráp Guðröðar konungs Eiríkssonar. Óláfr konungr kristnaði Hálogaland.
1000.   Varð landskjálfti mikill í þýðersku landi. Kristni í lög tekin á Íslandi. Fall Óláfs konungs Tryggvasonar. Eiríkr jarl ok Sveinn jarl Hákonarsynir tóku ríki í Nóregi. Dáinn Hugi tapez Frakkakonungr. Róbert höfuð, sonr hans, ríkti í Franz þrjátigi ár.
1002.   Grímr legifer.
1003.   Heinrekr keisari ríkti tuttugu ok tvau ár. Dráp Kjartans Óláfssonar.
1004.   Brjánsorrosta. Þorfinnr jarl Sigurðarson ríkti í Orkneyjum sextigi ok tvau ár. Skafti legifer.
1007.   Óláfr inn helgi fór í hernað. Orrosta Óláfs konungs ok Sóta víkings. Óláfr konungr var í Leginum í Svíþjóð.
1008.   Dáinn Sveinn tjúguskegg Danakonungr. Knútr inn ríki, sonr hans, tók konungdóm í Danmörku. Óláfr inn helgi kom til Englands.
1009.   Óláfr konungr inn helgi ok Aðalráðr Englakonungr unnu Lundúnaborg.
1010.   Njálsbrenna.
1011.   Dáinn Aðalráðr Englakonungr. Edmundr inn sterki, sonr hans, ríkti níu mánuði. Knútr inn ríki ríkti tuttugu ok fjögur ár.
1012.   Eiríkr jarl Hákonarson fór til Englands ok vann Lundúnaborg með Knúti konungi inum ríka, mági sínum. Hákon jarl Eiríksson tók ríki í Nóregi ....
1013.   Dáinn Eiríkr jarl Hákonarson. Óláfr inn helgi kom í Norðmandí ór vestrvíking.
1014.   Óláfr konungr inn helgi kom í Nóreg. Hákon jarl Eiríksson fanginn af Óláfi konungi ok fór ór landi. Upphaf ríkis Óláfs konungs ins helga í Nóregi.
1015.   Nesjabardagi með Óláfi konungi inum helga ok Sveini jarli Hákonarsyni. Dáinn Sveinn jarl Hákonarson. Dráp Ásgauts ármanns.
1016.   Dráp Eilífs gauzka.
1017.   Dráp Hróa skjálga ok Guðleifs gerzka ok Þorgauts skarða. Fundr Óláfs konungs ins helga ok Rögnvalds jarls Úlfssonar. Fangnir fimm konungar af Óláfi konungi inum helga á Upplöndum.
1018.   Dáinn Sigurðr konungr sýr. Björn, stallari Óláfs konungs, fór til Svíþjóðar ok gerði sætt milli Óláfs ins helga Nóregskonungs ok Óláfs sænska Svíakonungs. Ingigerðr, dóttir Óláfs konungs sænska, var fest Óláfi Nóregskonungi. Brugðit sætt konunga.
1019.   Óláfr konungr inn helgi fekk Ástríðar, dóttur Óláfs konungs sænska, en Jarizleifr konungr í Hólmgarði Ingigerðar. Sætt Óláfs Nóregskonungs ok Óláfs Svíakonungs í Elfi.
1020.   Óláfr konungr kristnaði Hálogaland. Dráp Einars jarls rangmunns í Orkneyjum.
1021.   Dráp Ölvis á Eggju. Þorfinnr jarl ok Brúsi jarl Sigurðarsynir gáfu Orkneyjar í vald Óláfs konungs.
1022.   Dáinn Óláfr sænski Svíakonungr. Önundr, sonr hans, tók þá ríki í Svíþjóð. Rudduvetr. Ræntr Ásbjörn selsbani.
1023.   Dráp Þóris sels. Óláfr konungr kristnaði Vors ok Valdres.
1024.   Fæddr Magnús góði. Dráp Ásbjarnar selsbana.
1025.   Konráðr keisari fimmtán ár. Knútr konungr inn ríki kallaði til ríkis í Nóregi.
1026.   Dráp Karla. Fundr Óláfs konungs ok Önundar Svíakonungs í Elfi. Dráp Þórálfs ór Dimun. Dáinn Þorkell Eyjólfsson.
1027.   Orrosta í ánni helgu með Óláfi konungi ok Önundi Svíakonungi ok Knúti konungi inum ríka. Dráp Úlfs jarls Þorgilssonar. Víg Þorsteins Kuggasonar.
1028.   Knútr inn ríki kom til Nóregs ok lagði ríkit undir sik ok setti þar yfir Hákon jarl Eiríksson, systurson sinn. Dráp Karls mærska. Dráp Grankels. Fall Erlings Skjálgssonar.
1029.   Óláfr konungr fór austr í Garðaríki. Drukknan Hákonar jarls Eiríkssonar.
1030.   Passio sancti Olavi regis. Sveinn konungr Alfífuson tók ríki i Nóregi. Dáinn Róbert höfuð Frakkakonungr. Heinrekr, sonr hans, ríkti þrjátigi ár. Dáinn Skafti lög[sögu]maðr.
1031.   Translatio sancti Olavi regis. Dáinn Snorri goði. Steinn legifer.
1033.   Fall Tryggva Óláfssonar. Vígðr Alibrandr erkibyskup til Brima.
1034.   Þorkell legifer.
1035.   Dáinn Knútr konungr inn ríki. Magnús konungr góði tók ríki í Nóregi, en Haraldr Knútsson í Englandi.
1036.   Vilhjálmr bastarðr tók hertogadóm í Norðmandí. Dáinn Sveinn konungr Alfífuson. Sætt Magnúss konungs góða ok Hörða-Knúts Danakonungs.
1037.   Dáin Gunnhildr, dóttir Knúts konungs ins ríka.
1040.   Heinrekr keisari inn mildi ríkti sjautján ár. Dáinn Haraldr Knútsson Englakonungr. Hörða-Knútr, bróðir hans, ríkti þar tvau ár.
1041.   . . . Dáinn Yngvarr inn víðförli.
1042.   Dáinn Hörða-Knútr Danakonungr. Magnús konungr góði tók ríki í Danmörku, en Eðvarðr góði í Englandi.
1043.   Passio sancti Hallvardi. Dáinn Alibrandr erkibyskup í Brimum. Aðalbertus var erkibyskup þrjátigi vetra eftir hann. Magnús konungr góði brenndi Jómsborg, ok þá barðist hann við Vindr á Lýrskógsheiði, ok þá átti hann þrjár orrostur við Svein Úlfsson.
1045.   . . . Haraldr Sigurðarson kom til Svíþjóðar. Helganessbardagi með Magnúsi konungi góða ok Sveini Úlfssyni.
1046.   Haraldr Sigurðarson kom til Nóregs. Þá gaf Magnús konungr góði, bróðursonr hans, honum hálft ríki við sik í Nóregi.
1047.   Dáinn Magnús konungr góði. Einvald Haralds konungs Sigurðarsonar í Nóregi, en Sveins Úlfssonar í Danmörku. Svá segir Sæmundr prestr inn fróði, at á þessu ári váru svá mikil frost, at vargar runnu at ísi milli Nóregs ok Danmarkar.
1054.   Gellir legifer.
1056.   Dáinn Heinrekr keisari mildi. Ísleifr byskup vígðr til Skálaholts af Aðalberto erkibyskupi í Brimum. Hann var fyrstr vígðr byskup til Íslands. Fæddr Sæmundr inn fróði. Óöld.
1057.   Heinrekr keisari fjórði ríkti fimmtigi ár. Útkváma Ísleifs byskups.
1060.   Dáinn Heinrekr Frakkakonungr. Filippus, sonr hans, ríkti fjörutigi ok níu ár. Dáinn Bernarðr hertogi af Brúnsvík, faðir Adúlfs hertoga, er átti Úlfhildi, dóttur Óláfs konungs ins helga.
1062.   Í þenna tíma var vígðr Alexander papa annarr í Róma. Hann var páfi ellifu ár. Orrosta fyrir Nitsi á Hallandi með Haraldi konungi Sigurðarsyni ok Sveini Úlfssyni Danakonungi.
1063.   Gunnarr legifer.
1064.   Sætt Haralds konungs Sigurðarsonar ok Sveins konungs Úlfssonar. Bardagi Haralds konungs Sigurðarsonar ok Hákonar jarls Ívarssonar.
1065.   Stríð með Haraldi konungi Sigurðarsyni ok Upplendingum.
1066.   Dáinn Eðvarðr góði Englakonungr. Haraldr Guðinason ríkti þar níu mánuði ok þrettán daga. Sén kómeta á páskum. Haraldr konungr Sigurðarson herjaði til Englands ok fell i orrostu fyrir Haraldi Englakonungi Guðinasyni. Magnús, sonr hans, tók ríki í Nóregi. Vilhjálmr bastarðr hertogi af Norðmandí herjaði til Englands ok felldi í orrostu Harald konung Guðinason. Síðan var Vilhjálmr bastarðr konungr í Englandi tuttugu ok þrjú ár. Kolbeinn legifer.
1067.   Upphaf ríkis Óláfs konungs kyrra í Nóregi. Fæddr Ari inn fróði.
1069.   Dáinn Magnús konungr Haraldsson.
1072.   Dáinn Adúlfr hertogi af Brúnsvík, er átti Úlfhildi, dóttur Óláfs konungs ins helga. Gellir legifer.
1073.   . . . . Dáinn Gellir Þorkelsson, sextugasta ok fimmta ár hans.
1075.   Dáinn Valþjófr comes. Gunnarr legifer.
1076.   Dáinn Sveinn Danakonungr Úlfsson. Haraldr hein, sonr hans, tók ríki í Danmörku. Sæmundr inn fróði kom ór skóla. Sighvatr legifer.
1078.   Snævetr.
1080.   Dáinn Ísleifr byskup. Haraldr Danakonungr hein. Knútr inn helgi tók konungdóm í Danmörku. Dáinn Elfvinus ábóti.
1081.   Upphaf ríkis Alexis Grikkjakonungs.
1082.   Var vígðr Gizurr byskup til Skálaholts af Hardevigo erkibyskupi Magadaburgensi at ráði Gregorii pape, því at Lemmarus erkibyskup af Brimum, er þessa vígslu átti at gera, var þá í forboðum heilagrar kirkju.
1083.   Útkváma Gizurar byskups.
1084.   Markús legifer.
1085.   Dáinn Gregoríus sjaundi papa.
1087.   . . . . Passio sancti Canuti regis Dacie. Óláfr Sveinsson, bróðir hans, tók ríki í Danmörku.
1089.   Dáinn Vilhjálmr bastarðr Englakonungr. Vilhjálmr rauði, sonr hans, ríkti ellifu ár.
1090.   Dáinn Hallr í Haukadal.
1093.   Dáinn Óláfr konungr kyrri. Hákon Magnússon ok Magnús berfættr Óláfsson tóku ríki í Nóregi.
1094.   Dáinn Hákon konungr Magnússon. Magnús konungr berfættr lét af lífi taka Steigar-Þóri.
1095.   Dáinn Óláfr Sveinsson Danakonungr. Eiríkr góði Sveinsson, bróðir hans, tók ríki í Danmörku ....
1096.   Hófst Jórsalaferð af Norðrlöndum.
1097.   Tíundargjald í lög tekit á Íslandi.
1098.   . . . Sigurðr, sonr Magnúss konungs berfætts, hafði ríki í Orkneyjum sjau ár.
1099.   Kristnir menn unnu Jórsalaborg.
1100.   Paskalis papa átján ár ok sex mánuði. Dáinn Godefridus Jórsalakonungr, Vilhjálmr rauði Englakonungr. Heinrekr Vilhjálmsson, bróðir hans, ríkti þrjátigi ok fimm ár.
1101.   Kórónaðr Baldvini Jórsalakonungr í Betlehem.
1102.   Magnús konungr berfættr herjaði til Írlands.
1103.   Dáinn Eiríkr góði Danakonungr. Fall Magnúss konungs berfætts. Synir hans tóku ríki í Nóregi, Sigurðr ok Eysteinn ok Óláfr.
1104.   Erkistóll settr í Danmörku. Upphaf ríkis Nikuláss Sveinssonar Danakonungs. Eldsuppkváma in fyrsta í Heklufelli. Var sét blóð fljóta út af brauði. En jóladag var veðr svá grimmt, at menn máttu eigi komast til kirkju. En þeir, er við leituðu, týndust sumir í ánni Fulda.
1105.   Sandfallsvetr.
1106.   Var vígðr Jón byskup inn helgi til Hóla á Íslandi fyrstr af Özuri erkibyskupi í Lundi at tilskipan Paskalis pape eftir kosningi Gizurar byskups af Skálaholti ok allra landsmanna samþykki á Íslandi. Hákon Pálsson ok Páll jarl, sonr hans, eftir hann ríktu þrjátigi ár í Orkneyjum.
1107.   Heinrekr keisari fimmti ríkti tuttugu ár. Sigurðr konungr fór ór landi til Jórsala.
1108.   Úlfheðinn legifer.
1109.   Lovis digri Frakkakonungr ríkti tuttugu ok átta ár. Sigurðr konungr kom til Jórsala.
1110.   Paskalis papa hertekinn í Pétrskirkju í Róma af Heinreki keisara ok með honum nökkurir byskupar ok kardinálar ok at lyktum lausir látnir. Dáinn Teitr prestr Hallsson.
1112.   . . . Dáin Þuríðr Snorradóttir goða. Þá hafði hon átta tigi ok átta ár.
1116.   . . . Dáinn Óláfr konungr Magnússon.
1117.   Lögfundr. Bergþórr legifer.
1118.   Dáinn Paskalis papa. Gelasius papa eitt ár. Dáinn Arnaldus patriarka, Alexis Grikkjakonungr, Baldvini Jórsalakonungr, Gizurr byskup. Þorlákr byskup Runólfsson var vígðr til Íslands af Özuri erkibyskupi í Lundi at vilja ok ráði Gizurar byskups. Hann var vígðr þrjátigi daga fyrir andlát Gizurar byskups. Þá braut veðr knörr undir Eyjafjöllum, ok þá tók veðr upp Holtavatn ok bar allt í brott. Þá sýndist himin opna páskadag með svá miklu ljósi, at tunglsljós þat varð at engu, er þá átti mikit at vera, ok stóð svá fjórar stundir dags. Ór glugg þessa ljóss sýndist mönnum hanga kross með gulli ok gimsteinum. Í þorpi nökkuru Vormacensi sá menn mikinn fjölda vápnaðra riddara ríða ór fjalli einu til samtals ok at nóni aftr í fjallit. Þá treystist einn af heraðsmönnum, vel signaðr, með hræðslu at fara nær þeim ok særa einn af fólki þeira til sín at segja, hvat mönnum þeir væri. Hann sagði honum ok þetta með: „Vér erum eigi sjónhverfingar, sem þér hyggið, ok eigi riddaralið, sem yðr sýnist, heldr sálur þeira riddara, er skömmu fellu. Vápn ok búnaðr, er oss var í lífi tól til misgerða, þat er oss nú efni til písla, ok allt er þat eldligt, er þér séð oss hafa, þó at þér megið þat eigi líkamligum augum greina.“ — Þá þrútnaði fótr á sveini einum með miklum þrota ok bláma, ok um síðir sprakk sullrinn, ok fór ór mörg korn rúgar ok hafra ok byggs. Roðavetr. Þetta er kallat undraár.
1119.   Dáinn Gelasius papa. Kalixtus annarr papa fimm ár. Víg Þorsteins Hallvarðssonar. Fæddr Tómas inn helgi.
1120.   Særðr Hafliði Másson. Manndauðr mikill.
1121.   . . . Eiríkr byskup af Grænlandi fór at leita Vínlands. Sætt Hafliða Mássonar ok Þorgils Oddasonar.
1122.   Dáinn Eysteinn konungr Magnússon. Vígðr Ketill byskup til Hóla af Özuri erkibyskupi í Lundi.
1123.   Grímuþröng. Særðir Þórðr Áskelsson ok Teitr. Guðmundr legifer.
1124.   Dáinn Kalixtus papa. Honórius papa sex ár. Vígðr Arnaldr Grænlendingabyskup. Deila Ketils ok Þórðar.
1125.   Vöðlaþingsmál.
1126.   Dáinn Heinrekr keisari. Þrír byskupar á Íslandi. Steingrímr í ísum.
1127.   . . . Lótharius keisari ríkti ellifu ár. Svarfdælaskærur. Jónsvetr.
1128.   Víg Þóris prests Simunarsonar.
1129.   Áverkar við Þorstein Höskuldsson. Víg Sölva Magnússonar ok Serks Guttormssonar.
1130.   . . . Dáinn Sigurðr konungr Jórsalafari. Magnús, sonr hans, ok Haraldr gilli Magnússon tóku ríki i Nóregi. Dáinn Hafliði Másson.
1131.   Anakletus stríddi til páfadóms í mót Innocentio papa. Hann sat átta ár í papasæti. Bardagi með Nikulási Danakonungi ok Eiríki eimuna Eiríkssyni á Jalangrsheiði.
1132.   Bardagi í Fótvik á Skáni.
1133.   Dáinn Þorlákr byskup Runólfsson ok Sæmundr prestr inn fróði. Fæddr Þorlákr inn helgi. Sett klaustr at Þingeyrum.
1134.   Fall Nikuláss Danakonungs ok Magnúss, sonar hans, ok sex byskupa. Eiríkr eimuni tók ríki í Danmörku. Þá eyddi hann Hróiskeldu. Bardagi á Fyrileif í Nóregi með Magnúsi konungi ok Haraldi konungi gilla. Vígðr Magnús byskup Einarsson til Skálaholts af Özuri erkibyskupi í Lundi. Múgavetr.
1135.   Haraldr konungr gilli lét blinda Magnús konung Sigurðarson. Líflát Reinalds byskups af Stafangri. Dáinn Heinrekr Vilhjálmsson Englakonungr. Stefnir, systursonr hans, tók konungdóm í Englandi. Eiríkr eimuni Danakonungr lét drepa Harald, bróður sinn, ok sonu hans tvá. Undr í Konungahellu. Hrafn legifer.
1136.   Dáinn Lovis digri Frakkakonungr. Rögnvaldr jarl kali vann Orkneyjar. Sigurðr slembir, sonr Magnúss konungs berfætts, drap Harald konung gilla. Ingi ok Sigurðr, synir Haralds gilla, tóku þá ríki í Nóregi. Víg Þóris Steinmóðssonar.
1137.   Hernaðr Eiríks Danakonungs eimuna í Nóreg. Þá var brennd Hallvarðskirkja ok allr bærinn í Ósló. Orrosta í Portyriu ok í Mynni ok á Krókaskógi.
1138.   Dáinn Özurr erkibyskup í Lundi. Konráðr keisari ríkti fimmtán ár. Dráp Benteins Kolbeinssonar.
1139.   Fall Magnúss konungs Sigurðarsonar ok Sigurðar slembis. Dráp Eiríks eimuna Danakonungs. Eiríkr lamb tók ríki í Danmörku. Upphaf ríkis Lovis Frakkakonungs. Finnr legifer.
1140.   Upphaf taflbyrðings .... Víg Þórarins Eydísarsonar.
1141.   Hvarf skip Hallsteins herkju.
1142.   Eysteinn, sonr Haralds konungs gilla, kom af Írlandi til Nóregs ok tók þar ríki með bræðrum sínum. Dáinn Eyjólfr prestr Gunnvaldsson. Hvarf skip Snæbjarnar.
1143.   Eyjólfr Þórdísarson kom á Írland. Ræntr Þorvaldr auðgi.
1144.   . . . Dáinn Vigfúss Jónsson.
1145.   . . . Dáinn Ketill byskup, Finnr Hallsson prestr. Hvarf skip Ljóts. Íss mikill.
1146.   . . . Utanferð Bjarnar byskupsefnis. Víg Þorgríms assa. Gunnarr legifer.
1147.   Dáinn Eiríkr lamb Danakonungr. Sveinn svíðandi, sonr Eiríks konungs eimuna, ok Knútr Magnússon váru teknir til konunga í Danmörku. Vígðr Björn byskup til Hóla af Áskeli erkibyskupi í Lundi.
1148.   Bæjarbruni í Hítardal. Þar lét Magnús byskup Einarsson líf sitt ok sjötigi ok tveir menn með honum. Dáinn Vilmundr ábóti at Þingeyrum ok Ari prestr Þorgilsson inn fróði.
1149.   . . . Leiðsla Dubgals á Írlandi. Víg Markúss Marðarsonar á alþingi. Hallr prestr Teitsson kosinn til byskups. Dáinn Þorsteinn ranglátr Einarsson ok Klængr Hallsson.
1150.   Vígðr Jón kútr byskup til Grænlands. Dáinn Hallr prestr Teitsson, Þórðr prestr Snorrason, Ingimundr Illugason, Jón Þorvarðsson.
1151.   Dáinn Hreiðarr erkibyskup. Kosinn Klængr til byskups. Jórsalaferð Rögnvalds jarls kala af Orkneyjum ok Erlings skakka. Eysteinn konungr Haraldsson herjaði til Englands. Hann setti Erlend jarl Haraldsson at Orkneyjum. Dáinn Þorgils Oddason, Guðmundr Brandsson, Þórálfr Álofarson, Styrbjörn Böðvarsson, Snorri Bjarnarson. Eldr í Trölladyngjum. Húshríð. Manndauðr.
1152.   Dáinn Konráðr keisari. Hann var eigi kórónaðr. Vígðr Klængr byskup til Skálaholts af Áskeli erkibyskupi i Lundi. Nikulás Albanensis episcopus kardináli kom i Nóreg. Þá var settr erkistóll í Nóregi, ok var Jón byskup af Stafangri fyrstr erkibyskup í Niðarósi. Þá var ok settr byskupsstóll í Hamarkaupangi, ok var Arnaldr byskup af Grænlandi þar fyrstr byskup. Tekinn af vápnaburðr í kaupstöðum í Nóregi. Sóttarvetr.
1153.   . . . Friðrekr keisari ríkti þrjátigi ok sjau ár. Ófriðr í Englandi með Stefni Englakonungi ok Heinreki hertoga af Norðmandí, ok varð þat at sætt með þeim, at Heinrekr skyldi vera næstr konungdómi eftir hann í Englandi. Brottferð Jóns Sigmundarsonar.
1154.   Dáinn Anastasius papa. Síðan var Nikulás Albanensis episcopus kardínáli kosinn til papa ok hét síðan Adrianus fjórði. Sætt Lovis Frakkakonungs ok Heinreks hertoga af Norðmandí. Litlu síðar andaðist Stefnir Englakonungr. Eftir hann var Heinrekr hertogi konungr í Englandi. Sanctus Tómas erkidjákn af Kantia var gerr cancellarius Heinreks Englakonungs at tilskipan Theobaldi erkibyskups af Kantia. Dáinn Hróðgeirr Sikileyjarkonungr. Fall Erlends jarls Haraldssonar í Orkneyjum. Valdimar Knútssyni gefit konungsnafn í Danmörku. Útkváma Nikuláss ábóta. Lagðr vápnaburðr á alþingi á Íslandi. Dáinn Þorlákr auðgi. Fæddr Sæmundr Jónsson. Valgerðr ein á Breiðabólstað.
1155.   Fall Sigurðar konungs Haraldssonar í Björgyn. Dráp Knúts Magnússonar Danakonungs. Klaustr at Þverá.
1156.   Sýndist krossmark á tungli. Fall Sveins svíðanda Danakonungs á Graðarheiði. Einvald Valdimars konungs Knútssonar í Danmörku. Friðrekr keisari sat sjau vetr um Mediolanumborg ok braut hana at lyktum. Naustabrenna. Seleyjasumar. Snorri legifer. Dáinn Sigurðr byskup i Björgyn.
1157.   Þá váru sén þrjú tungl ok sýndist krossmark á því, er í mið var. Dáinn Jón erkibyskup, Vilhjálmr byskup í Ósló, Mattheus byskup af Færeyjum. Fall Eysteins konungs Haraldssonar. Hófst Hákon konungr herðibreiðr Sigurðarson. Vígðr Absalon byskup til Hróiskeldu. Myrkr it mikla. Brann bær at Þingeyrum.
1158.   Heinrekr ungi konungr, sonr Heinreks Englakonungs, fekk Margrétar, dóttur Lovis Frakkakonungs, til friðarstyrktar milli konunganna. Friðrekr keisari sótti Rómaborg. Fall Rögnvalds jarls kala í Orkneyjum. Orrosta í Konungahellu. Eldr annarr í Heklufelli þrettánda kal. Februarii. Dáinn Eyjólfr prestr Sæmundarson, Brandr prestr Úlfheðinsson, Ketill Guðmundarson. Drukknuðu Bjarni, Þorvarðr, Guðmundr, Örn.
1159.   Sýndust þrjár sólir í vestri nonas Septembris. Síðan hurfu tvær, en sú sýndist til sólarsetrs, er í mið var. Dáinn Adrianus papa. Síðan varð sundrþykki með Rómverjum um páfakosning, ok skiptust kardínálar í tvá staði ok kusu tvá byskupa, annan Rolland cancellarium, ok var hann kallaðr Alexander papa þriði, en annarr hét Oktovianus, ok fulltingdu honum Friðrekr keisari ok þeir byskupar, er honum veittu styrk til þess, ok var hann af þeim kallaðr Viktor papa. En Alexandro papa veitti styrk Lovis Frakkakonungr ok Heinrekr Englakonungr ok heldu hann fyrir herra ok höfðingja. Valdi heilög kirkja sér Alexandrum til föður ok forstjóra, en Oktovianus scismaticus var ræktr ok rekinn af páfasæti ok bannsettr at lyktum. Orrosta í Gautelfi. Dáinn Nikulás ábóti.
1160.   Guðröðr Óláfsson tók konungdóm í Suðreyjum. Orrosta á Saurbæjum. Brenna í Hvammi.
1161.   Fall Gregorii Dagssonar ok Inga konungs Haraldssonar. Vígsla Eysteins erkibyskups. Upphaf ríkis Magnúss konungs Erlingssonar. Dáinn Ásgrímr ábóti ok Þorvaldr auðgi.
1162.   Reinaldus erkibyskup af Kolni flutti líkami Austrvegskonunga af Mediolanoborg í Kolni. Dáinn Björn byskup. Fall Hákonar konungs herðibreiðs. Hófst Sigurðr Markúsfóstri. Vígðr Hrói byskup til Færeyja. Réttavíg.
1163.   Vígsla Tómass erkibyskups. Vígðr Brandr byskup til Hóla af Eysteini erkibyskupi. Stephanus legatus kom í Nóreg. Fall Sigurðar jarls á Ré. Dráp Sigurðar Markúsfóstra. Fæddr Knútr Valdimarsson Danakonungr. Lögréttubardagi. Þar fekk Halldórr Snorrason bana.
1164.   Magnús konungr Erlingsson kórónaðr. Útkváma Brands byskups. Karlshríð Gregoriusmessu. Landskjálfti í Grímsnesi, ok létust nítján menn. Dáinn Jón Sigmundarson. Útkváma Jóns Loftssonar.
1165.   Blóð várs herra, Jesú Kristi, kom til Niðaróss. Útlegð Tómass erkibyskups. Fæddr Filippus, sonr Lovis Frakkakonungs. Dyrsárorrosta. Ragnhildarmál.
1166.   Erlingr skakki tók jarldóm af Valdimar Knútssyni Danakonungi. Hófst Óláfr Guðbrandsson. Sénir menn í lofti ok barn bitit. Kynjavetr. Vígðr Hreinn ábóti. Dáinn Kolbeinn Arnórsson, Þorgrímr þausnir.
1167.   Bardagi á Ryðjökli. Burizláfr hertekinn. Fall Árna Þjóstólfssonar á ísi. Víg Freysteins prests. Kirkjubruni undir Laufási.
1168.   Bardagi á Stöngum. Fell Sigurðr agnhöttr. Bardagi við Döf. Þaðan flýði Óláfr Guðbrandsson til Danmarkar. Dáinn Vilhjálmr inn gamli byskup í Orkneyjum. Sverrir í Orkneyjum. Heinrekr Englakonungr lét kóróna Heinrek, son sinn. Klaustr í Veri. Tungubardagi með þeim frændum, Höskuldi presti Þórðarsyni ok Þórhalli Ásgrímssyni.
1169.   Dáinn Óláfr Guðbrandsson. Vígðr Karl ábóti. Víg Kárs Koðránssonar ok Böðvars prests Þorgrímssonar. Víg Höskulds Herasonar. Dáinn Þorgeirr Hallason, Þórhallr Ásgrímsson.
1170.   Translatio sancte Sunnive á Björgyn. Skírðr Jarismarr ok Vindr. Fæddr Valdimarr Danakonungr Valdimarsson gamli. Dáinn Snorri prestr Húnbogason lög[sögu]maðr, Þorgils prestr Arason. Bardagi í Saurbæ.
1171.   Passio sancte Thome archiepiscopi. Translatio sancti Canuti ducis Dacie. Kórónaðr Knútr Danakonungr Valdimarsson. Dáinn Hreinn ábóti. Heiðarvíg. Laugavíg í Flóa. Drukknan Páls prests Þórðarsonar. Útkváma Jóns Loftssonar. Styrkárr legifer.
1172.   Brann Björgyn. Brenna í Saurbæ. Klaustr í Flatey. Skriðnavetr.
1173.   Dáinn Kristófórus dux Dacie Valdimarsson, Bjarnheðinn prestr Sigurðarson, Bjarni prestr Bergþórsson, Ketill Þorsteinsson. Finnr prestr Hallsson vá Orm prest Sverrisson.
1174.   Kosinn Þorlákr inn helgi til byskups. Hófust Birkibeinar með Eysteini. Sverrir ór Færeyjum.
1175.   Víg Helga prests Skaftasonar. Dáin Þóra konungsdóttir. Útkváma Hreiðars sendimanns. Fljótverjadeild. Dáinn Höskuldr prestr Þórðarson, Snorri Kálfsson.
1176.   Lögleidd helgi Tómass erkibyskups af Alexandro papa. Dáinn Klængr byskup. Fall Nikuláss Sigurðarsonar. Sverrir kom í land. Dáinn Heðinn prestr Skeggjason, Þórir prestr Þorsteinsson, Ögmundr prestr Erlendsson.
1177.   Sætt Alexandri papa ok Friðreks keisara, ok hafði þeira stríð þá staðit sextán vetr .... Fall Eysteins birkibeins á Ré. Sverrir hófst ok átti þrjár orrostur. Áskell erkibyskup af Lundi fór i klaustr.
1178.   Þorlákr byskup inn helgi vígðr af Eysteini erkibyskupi. Alexander papa átti þing í Róma, ok kom til mikill fjöldi, byskupar ok ábótar viða af löndum. Sverrir átti sjau orrostur. Dáin Kristín konungsdóttir. Absalon byskup tók pallium ok erkibyskupstign i Danmörku. Hófust Deildartungumál. Dáinn Ásgrímr auðgi, Haukr Súgandason.
1179.   Alexander papa átti þing í Latrán. Kórónaðr Filippus Frakkakonungr allraheilagramessudag í Remsborg með ráði Lovis konungs, föður síns. Fall Erlings jarls.
1180.   Dáinn Manule Grikkjakonungr, Lovis Frakkakonungr. Bardagi á Íluvöllum. Fell fjall í Sogni. Brann bær á Gilsbakka. Dáinn Oddr prestr Gizurarson, Arnórr Kolbeinsson.
1181.   Bardagi fyrir Norðnesi. Þá átti Sverrir fjórar orrostur. Fall Kols Ísakssonar. Sóttarvetr. Grasleysusumar. Vígðr Kári ábóti. Kirkjubruni at Helgafelli. Dáinn Björn ábóti, Bjarni prestr Bjarnason, Styrkárr lög[sögu]maðr Oddason, Þorbjörg Bjarnardóttir. Gizurr legifer.
1182.   Dáinn Alexander papa . . . Dáinn Valdimarr Knútsson Danakonungr. Eysteinn erkibyskup kom til Nóregs af Englandi. Landskjálftar ok dó ellifu menn.
1183.   Stríð í Englandi með sonum Heinreks Englakonungs, Heinreki konungi unga ok Ríkarði, ok fulltingdi Heinrekr konungr Ríkarði. Slag í Björgyn. Dáinn Ámundi byskup af Stafangri, Sturla Þórðarson. Hvarf skip Eilífs ór Kúðafljótsósi. Drukknan Brands prests Pálssonar.
1184.   Fall Magnúss konungs Erlingssonar. Dáinn Heinrekr ungi Englakonungr. Jartegnir í Ósló. Myrkr um Suðrlönd. Dáinn Tumi Kolbeinsson. Klaustr fært ór Flatey til Helgafells. Brann bær á Möðruvöllum ok á Bakka í Miðfirði.
1185.   . . . Fall Finns, sonar Erlings jarls. Hófust Kuflungar. Dáinn Páll prestr Sölvason, Árni inn ellri Ögmundarson. Víg Einars Þorgilssonar. Týndist skip Einars káta ok átján menn. Týndist Grænlandsfar. Braut kirkju at Svínafelli. Skriða hljóp í Geitdal.
1186.   . . . Klaustr í Kirkjubæ. Dáinn Runólfr prestr munkr, sonr Ketils byskups, Þorgeirr, sonr Brands byskups, Þorvarðr Ásgrímsson. Hríð Matthíasmessu ok dó tólf menn. Víg Hafþórs Aronssonar. Þá váru sviknir Teitr prestr Hauksson ok Þorvarðr auðgi. Drukknan Gríms Gunnlaugssonar. Fellivetr.
1187.   . . . Saladin konungr vann Jórsalaland ok alla austrhálfu heimsins. Hófst stríð með Filippo Frakkakonungi ok Heinreki Englakonungi um ríki þat, er Lovis konungr, faðir Filippi konungs, hafði fengit Margrétu, dóttur sinni, til heimanfylgju, er Heinrekr konungr ungi, sonr Heinreks konungs gamla, hafði átt. Sætt Filippi Frakkakonungs ok Heinreks Englakonungs, ok tóku báðir kross til Jórsalaferðar ok með þeim byskupar ok margir aðrir höfðingjar. Fæddr Lovis, sonr Filippi, Frakkakonungs. Dáinn Jón kútr Grænlendingabyskup, Kári ábóti, Þorkell Geirason, Böðvarr Þórðarson. Nautdauðsvetr. Deild á Vöðlaþingi. Helgastaðamál. Kom ekki skip af Nóregi til Íslands.
1188.   Friðrekr keisari krossaðr til Jórsalaferðar. Brugðit sætt með Filippo Frakkakonungi ok Heinreki Englakonungi. Gyðingar drepnir í Englandi. Valdimarr hertogi Valdimarsson í Danmörku gerðist riddari annan dag jóla. Dáinn Eysteinn erkibyskup, Vilhjálmr byskup í Orkneyjum. Drukknan Ögmundar ábóta. Vígsla Jóns Grænlendingabyskups. Fall Jóns kuflungs. Dáinn Ari sterki Þorgilsson. Eiríkr byskup af Stafangri kosinn til erkibyskups ok fór til páfa. Magnús Gizurarson fór tvívegis til Rípa af Íslandi.
1189.   Dáinn Heinrekr Englakonungr. Ríkarðr, sonr hans, tók ríki í Englandi ok gerði þá sætt við Filippum Frakkakonung. Hófst Jórsalaferð margra höfðingja. Þá fór Friðrekr keisari af sínu ríki með ótalligu fjölmenni. Týndist Stangarfoli. Dáinn Koðrán Hermundarson. Eiríkr erkibyskup kom í land. Þrír byskupar á Íslandi. Vígð Halldóra abbadís. Ásmundr kastanrassi kom af Grænlandi ór Krosseyjum ok þeir þrettán saman á því skipi, er seymt var trésaumi einum nær þat ok bundit sini. Hann kom í Breiðafjörð á Íslandi. Hann hafði ok verit í Finnsbúðum.
1190.   Dáinn Friðrekr keisari. Heinrekr, sonr hans, ríkti sjau ár. Filippus Frakkakonungr ok Ríkarðr Englakonungr hófu Jórsalaferð. Dáinn Helgi byskup í Ósló, Eiríkr jarl Sigurðarson, Hallr ábóti. Þá fór Ásmundr kastanrassi utan, ok hvarf skipit. Danir unnu Vindland. Dáinn Þorsteinn Gyðuson.
1191.   Dáinn Klemens papa. Selestinus þriði papa. Hann var vígðr páskadag. Hann kórónaði Heinrek keisara annan dag páska. Filippus Frakkakonungr ok Ríkarðr Englakonungr unnu Akrsborg þriðja idus Julii. Þá höfðu kristnir menn setit um hana nær tvau ár. Filippus Frakkakonungr fór heim í ríki sitt. Dráp Þorleifs breiðskeggs. Dáinn Ormr munkr Jónsson. Vatnavöxtr. Drukknan Gríms Gizurarsonar.
1192.   Ríkarðr Englakonungr fór heim frá Jórsölum, ok síðan varð hann fanginn af Sapuldo hertoga af Austria ok færðr Heinreki keisara, ok var hann haldinn þar meir en tólf mánaðr ok leysti sik þaðan með tveim hundruðum þúsunda marka silfrs ok fór síðan heim í ríki sitt. Valdimarr erkibyskup af Brimum flýði ór Danmörku. Helgi Rögnvalds jarls kala í Orkneyjum. Sóttarvetr. Dáinn Jón prestr Ketilsson.
1193.   Myrkr tíunda kal. Maii. Transitus sancti Thorlaci episcopi. Valdimarr erkibyskup fanginn. Dáinn Saladin konungr í Damasko. Dáinn Hruna-Gunnarr prestr Bjarnarson ok Solveig Jónsdóttir.
1194.   Dáinn Páll byskup í Björgyn. Bardagi í Flóruvágum. Sverrir konungr kórónaðr. Kosinn Páll Jónsson til byskups. Svalbarðsfundr. Dáinn Kleppjárn Klængsson ok Þorvarðr Ormsson.
1195.   Dáinn Knútr Eiríksson Svíakonungr. Vígðr Páll byskup til Skálaholts af Absaloni erkibyskupi í Lundi ok Eiríki erkibyskupi af Niðarósi.
1196.   Dáinn Einarr ábóti. Víg Markúss á Rauðasandi. Hófst ófriðr i Vestfjörðum. Bardagi á alþingi. Víg Halldórs. Ögmundr Þorvarðsson varð fyrir sárum. Rauðsmál. Manntapavetr. Dáinn Ari Bjarnarson, Jóra byskupsdóttir. Víg Þorfinns prests. Hófst flokkr Bagla.
1197.   Innocentius þriði papa átján ár ok sjau mánaði. Dáinn Heinrekr keisari. Ottó hertogi af Saxonia ok Filippus af Svava, bróðir Heinreks keisara, stríddu um keisaradóm. Dáinn Guðmundr ábóti. Önundarbrenna. Dáinn Jón Loftsson, Hermundr Koðránsson, Örnólfr Jónsson, Klofa-Bárðr Ormsson. Óöld mikil ok íslög.
1198.   Translatio sancti Thorlaci episcopi. Fall Haralds jarls unga. Baglar brenndu Björgyn. Víg í Laufási. Dáinn Sigmundr prestr Ormsson, Kálfr Snorrason.
1199.   Fall Ríkarðar Englakonungs. Jón, bróðir hans, tók ríki i Englandi. Lögtekin Þorláksmessa. Dáin Soffía Danadróttning. Pétr byskup frelstr. Bardagi á Strindsæ með Sverri konungi ok Böglum. Flóð it mikla. Víg Fálka. Skiptjón Jóna tveggja.
1200.   Translatio sancti Johannis Holensis episcopi. Baglar felldu Filippum jarl Birgisson í Ósló. Sverrir konungr barðist sjau sinnum á einum degi við bændr í Ósló. Dáinn Sigurðr lávarðr, sonr Sverris konungs, ok Þorleifr beiskaldi. Fannst Ingimundr prestr Þorgeirsson ófúinn í óbyggð á Grænlandi.
1201.   Dáinn Absalon erkibyskup í Lundi, Brandr byskup, Hafliði ábóti. Kosinn Guðmundr til byskups. Hvarf skip Hallvarðar, ok váru á þrír tigir manna. Þá önduðust tólf prestar í Norðlendingafjórðungi. Dáinn Þórðr Snorrason, Þorgils prestr Snorrason, Hallr prestr Gunnarsson. Hallr legifer.
1202.   . . . Dáinn Vilhjálmr ábóti inn helgi í Eplaholti. Dáinn Sverrir konungr, Knútr Danakonungr Valdimarsson. Valdimarr, bróðir hans, tók ríki í Danmörku, en Hákon Sverrisson i Nóregi. Eiríkr erkibyskup kom í land. Dráp Inga Baglakonungs. Kórónaðr Valdimarr Danakonungr. Dáinn Birgir jarl brosa í Svíþjóð. Jón Grænlendingabyskup kom annat sinn til Íslands. Dáinn Bersi prestr auðgi, Narfi prestr Snorrason. Utanferð Magnúss Gizurarsonar. Frostvetr.
1203.   Vígðr Guðmundr byskup til Hóla af Eiríki erkibyskupi í Niðarósi. Útkváma Guðmundar byskups. Þá fundust þrír byskupar í Austfjörðum: Páll byskup, Guðmundr byskup ok Jón Grænlendingabyskup. Dáinn Þorkell ábóti, Arnórr prior Eyjólfsson, Þóra Guðmundardóttir. Býsnasumar. Berjavín fyrst gert á Íslandi. Útkváma Magnúss Gizurarsonar frá Róma.
1204.   Dáinn Hákon konungr Sverrisson, Guttormr konungr Sigurðarson. Ingi Bárðarson tók konungdóm í Nóregi, en Hákon galinn, bróðir hans, jarldóm. Erlingr steinveggr hófst til konungdóms, en Filippus Símunarson til jarldóms. Dáinn Ormr Rípabyskup. Óláfr til kosinn. Dáinn Ormr prestr Eyjólfsson, Bersi prestr Halldórsson, Guðmundr prestr munkr Loðmundarson, Óláfr kanoki Þorsteinsson. Fæddr Hákon, sonr Hákonar konungs.
1205.   Vígðr Þórir erkibyskup til Niðaróss með ráði Eiríks erkibyskups. Valdimarr Danakonungr fekk Margrétar, er Danir kölluðu Dagmey. Hon var dóttir konungs af Bæheim. Baglar drápu Einar prest konungsmág. Víg Más prests Guðmundarsonar. Dáinn Oddr Teitsson. Mál Ásbjarnar pungs.
1206.   Dáinn Haraldr jarl Maddaðarson í Orkneyjum, Gizurr Hallsson djákn. Þórir erkibyskup kom í land. Frelstr Valdimarr erkibyskup. Vígðr Eyjólfr ábóti í Saurbæ. Slag it mikla, er Baglar veittu Birkibeinum í Þrándheimi. Þorgrímr af Ljánesi drap Jón usta. Fyrir þat var Þorgrímr drepinn. Hákon jarl galinn veitti Böglum slag í Björgyn. Hákon, sonr Hákonar konungs Sverrissonar, kom til Inga konungs í Þrándheimi. Eldr inn þriði í Heklufelli.
1207.   Dáinn Njáll byskup í Stafangri, Erlingr konungr steinveggr. Hófst Filippus Víkverjakonungr. Birkibeinar gáfu upp borgina í Björgyn fyrir Böglum. Þá kom Hákon konungssonr á vald Bagla. Síðan gaf Filippus konungr hann í vald Þóris erkibyskups. Fór hann þá til Hákonar jarls ok var jafnan síðan með honum. Dáinn Þorvarðr munkr Þorgeirsson. Drukknan Herdísar Ketilsdóttur. Vígðr Þórarinn ábóti til Þingeyra.
1208.   Drepinn Filippus af Svava. Þá fekk Ottó einn keisaradóm. Sætt með Birkibeinum ok Böglum í Nóregi. Bardagi í Leinum með Svíakonungum Sörkvi Karlssyni ok Eiríki Knútssyni. England í banni. Bardagi í Viðinesi. Þar fell Kolbeinn Tumason. Víg Snorra Grímssonar. Dáinn Haukr Teitsson.
1209.   Dáinn Jón Grænlendingabyskup. Kórónaðr Ottó keisari. Valdimarr erkibyskup tekinn brott af Brimum. Fæddr Valdimarr ungi, sonr Valdimars gamla Danakonungs. Filippus Víkverjakonungr fekk Kristínar, dóttur Sverris konungs. Dáin Margrét dróttning Eiríksdóttir, er Sverrir konungr hafði átt. Bardagi at Hólum. Guðmundr byskup í Reykjaholti. Farsumar hart. Þá týndist Hörvargarprinn ok Þjóttarkeftrinn, en tvau skip önnur rak til Grænlands, skip Jóns ríka ok Ketils stama. Herför búin til Suðreyja af Nóregi.
1210.   Jón Englakonungr vann Írland. Dáin Halldóra abbadis, Guðmundr gríss munkr Ámundason. Brann klaustr í Niðarhólmi. Eiríkr Knútsson Svíakonungr fekk Rikizu Valdimarsdóttur, systur Valdimars gamla Danakonungs. Vígðr Koli byskup til Suðreyja. Þá hafði þar fjóra tigu vetra byskupslaust verit, síðan Nemar byskup var. Hernaðr í Suðreyjum. Rænt ey in helga. Skiptjón Steinbjarnar. Dáinn Klængr djákn Þorvaldsson. Guðmundr byskup í Steingrímsfirði. Styrmir legifer.
1211.   Fall Sörkvis Karlssonar Svíakonungs á Gestilreini. Boðat höfðingjum af Íslandi fyrir sunnan land á erkibyskupsfund. Guðmundr byskup kom heim til stóls síns. Góðivetr. Vætusumar. Utanferð Jóns Sigmundarsonar ok Sörla Teitssonar. Landskjálftar fyrir sunnan land, fjórtán menn létust. Eldr kom upp ór sjá. Sörli Kolsson fann Eldeyjar. Dáinn Páll byskup. Pétr steypir ok Hreiðarr sendimaðr fóru til Jórsala.
1212.   Dáinn Sveinn byskup af Færeyjum, Eyjólfr ábóti, Ormr ábóti, Guðmundr dýri, Jón Sigmundarson ok Sörli Teitsson ok Margrét dagmær Danadróttning. Friðrekr stríddi til keisaradóms við Ottó keisara. Víg Halls Kleppjárnssonar. Helgi byskup kom til Grænlands. Teitr Bersason kosinn til byskups. Utanferð Arnórs Tumasonar ok Bergs prests Gunnsteinssonar. Ketill stami kom af Grænlandi.
1213.   Dáinn Eiríkr erkibyskup. Sætt Jóns Englakonungs ok Stefnis erkibyskups af Kantarabyrgi. Filippus Frakkakonungr herjaði í Flándr. Dáin Kristín, dóttir Sverris konungs, ok Pétr steypir ok Ingibjörg, kona hans, dóttir Magnúss konungs Erlingssonar, Karl ábóti, Eyjólfr Þorgeirsson. Víg Hrafns Sveinbjarnarsonar. Týndist skip Óláfs skirfils. Magnús Gizurarson réðst í Skálaholt til forráða. Ingi konungr barðist við Inn-Þrændi á Hraunaþingi. Utanferð Teits byskupsefnis ok Þorvalds Gizurarsonar.
1214.   Víg Geirarðar patriarka. Dáinn Þórir erkibyskup, Óláfr Rípabyskup, Hákon jarl galinn, Dávíd jarl í Orkneyjum. Valdimarr Danakonungr fekk Beringariu, dóttur konungs af Portigal. Utanferð Guðmundar byskups. Víg Páls dróttseta. Dáinn Teitr byskupsefni, Hreiðarr sendimaðr, Jón á Austrátt. Inn-Þrændir sættust við Inga konung á Vágsbrúarþingi. Útkváma Þorvalds Gizurarsonar ok Arnórs Tumasonar.
1215.   Þing í Latrán. Dáinn Vilhjálmr inn helgi Skotakonungr, Pétr byskup í Sjálandi, Andrés erkidjákn á Hjaltlandi, Ketill byskupsson. Ottó keisari ætlaði at vinna Danmörk. Valdimarr ungi tekinn til konungs í Danmörku. Vígðr Guttormr erkibyskup. Kosinn Magnús til byskups. Sæmundr Jónsson ok Þorvaldr Gizurarson lögðu lag á varning Austmanna. Snorri legifer.
1216.   . . . Dáinn Eiríkr Knútsson Svíakonungr, Jón Heinreksson Englakonungr. Jón Sörkvisson ríkti sex ár í Svíþjóð. Heinrekr Jónsson ríkti fimmtigi ok fjögur ár í Englandi. Guttormr erkibyskup kom í land. Vígsla Magnúss byskups ok Sörkvis Færeyjabyskups. Fæddr Eiríkr, sonr Valdimars Danakonungs, ok gaf Valdimarr konungr honum þá hertogadóm, en greifadóm Nikulási, syni sínum. Lovis Frakkakonungr fór með her í England. Dáinn Þorfinnr ábóti. Víg Hrafns Ámundasonar. Drukknan Páls Sæmundarsonar. Bardagi á Mel.
1217.   Dáinn Ingi konungr ok Filippus Víkverjakonungr. Upphaf ríkis Hákonar konungs ok Skúla jarls. Hófst Jórsalaferð in mikla. Dáinn Sigurðr konungsfrændi ok Nikulás kúfungr. Follungar drápu Rögnvald Hallkelsson. Vígðr Hávarðr Björgynjarbyskup. Vígðr Ketill ábóti. Dáin Guðrún prior in yngri, Nikulás Eyjólfsson, Þórarinn Þórðarson. Færð frændsemi ok ómegð í lögum. Fjárupptaka á Eyrum fyrir Austmönnum af Sæmundi Jónssyni þrjú hundruð hundraða.
1218.   Dáinn Ottó keisari. Friðrekr keisari réð Germania, en fyrr réð hann Ítalialandi. Valdimarr ungi, sonr Valdimars gamla Danakonungs, kórónaðr í Slésvík. Víg Orms Jónssonar. Tveir Austmenn vegnir. Vápnaupptektir á Eyrum. Járnburðr Ingu, móður Hákonar konungs. Útkváma Guðmundar byskups ok brotttaka hans frá stóli sínum, ok var hann í Ási um vetrinn. Utanferð Snorra Sturlusonar. Dáinn Árni Ögmundarson inn yngri, Eyjólfr prestr Jónsson. Bardagi á Gunnarsbæ með Bena ok herra Andrési ok Arnbirni Jónssyni.
1219.   Dáinn Gunnlaugr munkr. Guðmundr byskup tekinn ór valdi Arnórs, ok var hann í Flatey um vetrinn. Valdimarr Danakonungr herjaði til Eistlands. Magnús byskup fór norðr til Hóla um várit. Drukknan Klængs Kleppjárnssonar. Dáinn Gizurr Þorsteinsson ok Jón prestr Halldórsson, Grímr Jónsson. Víg Bjarnar Árnasonar. Bæjarbruni í Þrándheimi. Þá kom ekki skip af Nóregi til Íslands. Teitr legifer.
1220.   . . . Friðrekr keisari kórónaðr af Honório papa. Guðmundr byskup fór í bú Bjarnar Þorvaldssonar ok Kolskeggs auðga í Dal. Guðmundr byskup í Odda. Dáin Beringaria Danadróttning ok Ketill ábóti, Þórðr prestr Böðvarsson. Herferð búin til Íslands af Skúla jarli. Hákon konungr gerði Snorra Sturluson lendan mann, ok þá fór Snorri til Íslands.
1221.   . . . Dáinn Ívarr byskup í Hamri. Vígðr Hallvarðr byskup. Vígðr Hallr ábóti. Bardagi á Breiðabólstað. Utanferð Lofts byskupssonar ok Haralds Sæmundarsonar ok Arnórs Tumasonar. Dáinn Þorsteinn Eiríksson, Arnórr Tumason, Guðný Böðvarsdóttir. Guðmundr byskup í Vestfjörðum ok at Hólum. Víg Ljósvetninga. Hófst Sigurðr Erlingsson Ribbungakonungr. Hann lét drepa Guttorm Gunnason. Skúli jarl drap nær tíu tugu manna af Sigurði. Dráp Végarðar Veradals. Dáinn Gregorius kíkr.
1222.   Sén kómeta. Brenna Adams byskups á Katanesi. Skotakonungr lét handhöggva ok fóthöggva áttatigi manna, er at brennunni höfðu verit, ok dó margir af því. Dáinn Bjarni byskup í Orkneyjum, Jón Svíakonungr Sörkvisson. Eiríkr Eiríksson ríkti þar tuttugu ok sjau ár. Sól rauð. Dráp Tuma Sighvatssonar. Bardagi í Grímsey. Guðmundr byskup hertekinn ok fór utan. Stefnt höfðingjum af Íslandi á fund Guttorms erkibyskups. Sigurðr Ribbungakonungr drap áttatigi manna í Ósló Hallvarðsmessudag. Andrés skjaldarband ok Ívarr af Útvíkum herjuðu til Bjarmalands. Dráp Bena. Dáinn Sæmundr Jónsson ok Jón Örnólfsson, Börkr Grímsson, Þóroddr Vigfússon. Víg Hafrs. Eldr inn fjórði í Heklufelli. Snorri legifer iterum.
1223.   Óláfr Guðröðarson Suðreyjakonungr lét blinda Guðröð, bróðurson sinn, son Rögnvalds Manarkonungs. Sigurðr Ribbungakonungr kom á vald Skúla jarls. Landskipti í Nóregi með Hákoni konungi ok Skúla jarli. Valdimarr gamli Danakonungr ok Valdimarr ungi váru herteknir af Heinreki greifa. Guðmundr byskup í Björgyn. Utanferð Jóns prests Arnþórssonar ok Arnórs prests Bjarnarsonar með bréfum Magnúss byskups. Útkváma Lofts byskupssonar ok Haralds Sæmundarsonar. Týndist skip Auðbjarnar ok váru á sextigi ok þrír manna. Eigi var hann á. Vígðr Jófreyr byskup til Orkneyja. Dáinn Magnús prestr Pálsson, Teitr djákn Oddsson, Kolskeggr auðgi Eiríksson, Sörli Austmaðr, Helga Þorvarðsdóttir, Hallfríðr Þorgilsdóttir. Bæjarbruni í Ósló.
1224.   Dáinn Guttormr erkibyskup, Hávarðr byskup í Björgyn, Heinrekr byskup í Stafangri, Filippus Frakkakonungr. Lovis Frakkakonungr ríkti þrjú ár. Dáinn Jón ábóti, Þorsteinn ábóti, Bjarni meistari, Jón prestr Arnþórsson ok Steinþórr prestr Bjarnason, Halldóra nunna ok Þuríðr nunna, dætr Gizurar Hallssonar. Sigurðr Ribbungakonungr komst ór valdi Skúla jarls ok vann Heiðmörk. Dagfinnr sýslumaðr brenndi Ribbunga. Guðmundr byskup í Þrándheimi. Útkváma Arnórs prests með bréfum kórsbræðra.
1225.   Dáinn Nikulás byskup í Ósló. Hákon konungr brenndi Vermaland. Hákon konungr fekk Margrétar dróttningar, dóttur Skúla jarls. Vígðr Pétr erkibyskup. Valdimarr gamli Danakonungr út leystr ok Valdimarr ungi, sonr hans, með átta lestum silfrs ok kómu heim í land. Guðmundr byskup i Þrándheimi. Dáinn Eysteinn ræðismaðr, Brandr prestr Dálksson.
1226.   Vígðr Símon Suðreyjabyskup ok Árni Björgynjarbyskup ok Áskell Stafangrsbyskup ok Ormr Óslóarbyskup. Dáinn Pétr erkibyskup. . . . Dáinn Lovis Frakkakonungr ok Sigurðr Ribbungakonungr. Jungherra Knútr Hákonarson tók við flokki Ribbunga ok hófst til ríkis í Nóregi. Útkváma Guðmundar byskups ok Rita-Bjarnar munks með bréfum Pétrs erkibyskups. Embætti tekit af Magnúsi byskupi ok honum utan stefnt af Pétri erkibyskupi ok Þorvaldi Gizurarsyni, Sighvati Sturlusyni ok Sturlu Sighvatssyni. Drukknan Haralds, sonar Jóns jarls af Orkneyjum. Eldr í sjá fyrir Reykjanesi. Myrkr um miðjan dag. Dáinn Snorri djákn Magnússon. Vígðr Hallkell ábóti. Dráp Goðólfs á Blakkastöðum. Rotusumar it mikla. Manntapi á Breiðafirði. Guðmundr byskup fór heim til Hóla ok var þar um vetrinn. Klaustr í Viðey.
1227.   . . . Vígðr Þórir erkibyskup. Sandvetr. Magnús byskup fór hvergi. Guðmundr byskup var í Hvammi með Þórði Sturlusyni. Sætt Hákonar konungs ok jungherra Knúts Hákonarsonar. Heimsókn Sturlu Sighvatssonar í Hvamm til Þórðar Sturlusonar. Þrænzkir menn sigldu ór Þrándheimi nær Jakobsmessu, en átján menn kómust af í Vestmannaeyjar Sesiliumessudag ok fyrirlétu skipit. Sex menn önduðust í hafi. Skiptjón Jóns Péttarssonar. Manndauði mikill. Dáinn Hjálmr Ásbjarnarson ok Ísleifr Hallsson.
1228.   Þórir erkibyskup kom í land. Friðrekr keisari í banni ok friðaði Jórsalaland. Brenna Þorvalds Snorrasonar. Útkváma Þorsteins þykks með bréfum Þóris erkibyskups til margra höfðingja. Guðmundr byskup heima at Hólum. Utan stefnt Magnúsi byskupi ok Sighvati Sturlusyni ok Sturlu Sighvatssyni. Skúli jarl fór til Danmarkar ok kom sunnan með miklum fégjöfum af Valdimar konungi, ok þá týndist af liði hans Gregorius Jónsson. Heimsókn Snorra Sturlusonar til Sauðafells. Dáinn Eyjólfr kanoki Þorsteinsson, Hallr prestr Gunnsteinsson, Dálkr prestr Bersason.
1229.   Helgi Eysteins erkibyskups. Jerúsalem upp reist. Translatio sancti Thorlaci episcopi secundo. Utanferð Magnúss byskups ok Gizurar Þorvaldssonar ok Jóns Snorrasonar. Víg Jóns prests króks. Bardagi í Jalöngrum með Eiríki Svíakonungi ok Fólkungum. Orrosta í Suðreyjum. Fall Rögnvalds konungs. Heimsókn Þorvaldssona til Sauðafells. Sektir Hrafnssona ok Þorvaldssona. Guðmundr byskup heima at Hólum. Vígðr Árni ábóti. Dáinn Ketill ábóti, Jón Þorsteinsson, Ámundi smiðr Árnason. Hriðir um alþingi.
1230.   Dáinn Þórir erkibyskup, Helgi Grænlendingabyskup ok Grikkjakonungr. Hákon konungr gaf Óspaki suðreyska konungdóm í Suðreyjum ok Hákonarnafn. Þá fór hann herferð til Suðreyja ok andaðist it sama haust. Magnús byskup fór ór Björgyn til Þrándheims. Kosinn Sigurðr tafsi til erkibyskups. Hákon konungr ok Skúli jarl boðuðu höfðingjum af Íslandi, en kórsbræðr af Niðarósi Guðmundi byskupi. Þá var hann heima at Hólum. Eiríkr Svíakonungr flýði til Danmarkar fyrir Fólkungum. Andrés skjaldarband týndist á drómundi í Grikklandshafi. Dáinn Hallr ábóti. Sætt Sturlu Sighvatssonar ok Vatnsfirðinga. Tíu hundruð goldin fyrir víg.
1231.   . . . Dáinn Valdimarr ungi Danakonungr. Eiríkr inn helgi, bróðir hans, tók konungsnafn í Danmörku ok var þá kórónaðr. Dráp Jóns jarls í Orkneyjum. Dáinn Hallvarðr byskup í Hamri. Vígsla Sigurðar erkibyskups. Guðmundr byskup í Öxarfirði. Víg Jóns Snorrasonar. Drukknan Einars ok Gríms Hrafnssona. Dáinn Einarr prestr Steinsson. Hettusótt. Dáinn Ingimundr Jónsson, Vigfúss prestr Glúmsson, Hallbera Snorradóttir. Sætt Snorra Sturlusonar ok Kolbeins unga Arnórssonar. Magnús byskup í Þrándheimi.
1232.   Víg Snorra ok Þórðar Þorvaldssona. Sigurðr erkibyskup kom í land. Útkváma Magnúss byskups með bréfum erkibyskups. Saurgaðr kirkjugarðr at Hólum ok sönglaust. Guðmundr byskup af embætti ok tekinn af stað. Útkváma Gizurar Þorvaldssonar ok Brands Jónssonar. Boðat utan Þorvaldi Gizurarsyni ok Sighvati Sturlusyni ok Sturlu Sighvatssyni. Týndist gæðingaskip af Orkneyjum. Skipbrot fjögur fyrir sunnan land. Vígðr Páll byskup til Hamarkaupangs ok Rita-Björn ábóti í Niðarhólmi ok Arnórr ábóti í Veri. Dáinn Gunnarr grjónbakr ok Sigmundr prestr Jónsson ok Bergþórr prestr Jónsson. Styrmir legifer iterum.
1233.   Guðmundr byskup í Höfða. Sighvatr Sturluson ok Sturla Sighvatsson sættust við Guðmund byskup. Utanferð Sturlu Sighvatssonar. Hákarlahaust. Sætt Hákonar konungs ok Skúla jarls. Gert um víg Vatnsfirðinga. Dáinn Þorlákr prestr Magnússon ok Björn prestr Steinmóðsson. Víg Vigfúss Kálfssonar ok Valgarðs Styrmissonar. Dáin Herdís Bersadóttir. Sætt Magnúss byskups ok Snorra Sturlusonar. Órækja Snorrason kom í Vatnsfjörð. Hafísar allt sumar.
1234.   Dáinn Óláfr erkibyskup í Svíþjóð ok Knútr konungr langi, Nikulás byskup í Heiðabæ. Kross inn helgi kom til Niðaróss næsta dag fyrir Óláfsmessu ina fyrri. Víg Odds Álasonar ok Kálfs Guttormssonar ok Guttorms Kálfssonar ok Þórarins Steingrímssonar. Páll byskup af Hamri fór til páfa. Sætt Sighvats Sturlusonar ok Kolbeins unga Arnórssonar. Rán á Leirubakka. Rænt skjöldum ór kirkju at Sauðafelli. Flóð it mikla ok skipabrot. Brann staðr í Lundi. Vígðr Nikulás Grænlendingabyskup.
1235.   . . . Dáinn Þorvaldr prestr kanoki Gizurarson, Inga, móðir Hákonar konungs, Flosi prestr Bjarnason ok Sigurðr Ormsson, Digr-Helgi Þorsteinsson. Víg Snorra Magnússonar ok Guðmundar Ásbjarnarsonar. Guðmundr byskup heima at Hólum. Sturla Sighvatsson kom út frá Róma með lausn Sighvats Sturlusonar, föður síns. Utanferð Kolbeins unga Arnórssonar.
1236.   Dáinn Valdimarr erkibyskup af Brimum munkr í Luth. Sighvatr Sturluson ok Sturla Sighvatsson fóru at Snorra Sturlusyni. Drepnir sjau menn fyrir Órækju í Kópavík. Órækja meiddr ok fór utan. Útkváma Kolbeins unga frá Róma. Byskupar sendu utan Magnús prest Guðmundarson ok Kygri-Björn prest Hjaltason. Dáinn Njáll Sigmundarson. Teitr legifer iterum.
1237.   Dáinn Guðmundr byskup, Þórðr djákn Sturluson. Bardagi í Bæ. Lögtekin Þorláksmessa. Dáinn Magnús byskup, Sörkvir byskup af Færeyjum, Runólfr ábóti Sighvatsson, Dagfinnr sýslumaðr, Ögmundr sneis Þorvarðsson. Hákon konungr krossaðr. Utanferð Snorra Sturlusonar ok Þórðar Sighvatssonar, Þorleifs Þórðarsonar, Óláfs Þórðarsonar, Þórarins Jónssonar. Hákon konungr ok Skúli jarl ok Sigurðr erkibyskup boðuðu goðorðsmönnum á sinn fund.
1238.   . .. Hákon konungr gaf Skúla hertogadóm. Dáinn Leggr prestr prior ok Kygri-Björn prestr. Útkváma Hildibjarnar munks með bréfum erkibyskups. Gizurr Þorvaldsson handtekinn af Sturlu Sighvatssyni at Apavatni. Bardagi á Örlygsstöðum. Fall Sighvats Sturlusonar ok Sturlu Sighvatssonar. Vígðir byskupar til Íslands Sigvarðr ok Bótólfr. Brandr Jónsson tók umboð í Skálaholtsbyskupsdæmi. Eldr fyrir Reykjanesi.
1239.   Nikulás byskup fór til Grænlands. Útkváma Sigvarðar byskups ok Bótólfs byskups, Snorra Sturlusonar ok Órækju Snorrasonar ok Þorleifs Þórðarsonar. Dáinn Magnús jarl í Orkneyjum, Þórarinn Jónsson, Sokki Helgason. Eiríkr Danakonungr Valdimarsson fekk Juttu. Útkváma Magnúss prests Guðmundarsonar. Skúli hertogi lét sér gefa konungsnafn. Hákon konungr lét gefa Knúti Hákonarsyni jarlsnafn. Hófst ófriðr í Nóregi.
1240.   Sén kómeta. Bardagi á Láku með Skúla hertoga ok Knúti jarli. Hákon konungr lét gefa Hákoni, syni sínum, konungsnafn. Dáinn Arnbjörn Jónsson. Bardagi í Ósló með Hákoni konungi ok Skúla hertoga. Fall Skúla hertoga. Dáinn Einarr djákn Þorvaldsson. Sól rauð. Drukknan Magnúss prests Guðmundarsonar. Eldr fyrir Reykjanesi. Bólnasótt. Landskjálftar miklir fyrir sunnan land.
1241.   Dáinn Gregorius níundi papa. Þá var páfalaust tvau ár. Dáinn Valdimarr gamli Danakonungr Valdimarsson. Eiríkr, sonr hans, tók ríki í Danmörku. Mannfall á Auðunarstöðum. Dáinn Ormr Jónsson Svínfellingr. Víg Illuga Þorvaldssonar ok Snorra Sturlusonar ok Klængs Bjarnarsonar. Tartarar börðust í Ungaria.
1242.   Bardagi í Skálaholti. Brúarfundr. Utanferð Gizurar Þorvaldssonar ok Órækju Snorrasonar. Útkváma Þórðar Sighvatssonar. Tvídægruferð. Flettingar í Álftártungu. Erkibyskup af Kolni barðist við keisaralið ok varð fanginn. Dáinn Nikulás Grænlendingabyskup.
1243.   ... Innocentius papa barðist við Friðrek keisara. Keisarinn kom á flótta ok lét þrjár þúsundir manna. Birtist helgi Vilhjálms djákns í Björgyn. Dáinn Gillibert byskup í Skotlandi, Bergsveinn byskup af Færeyjum. Utanferð Bótólfs byskups. Víg Þórarins balta ok Jóns Oddasonar ok Símonar knúts ok Þórðar Bjarnarsonar, Marðar Eiríkssonar í Vatnsdal ok Helga læknis. Víg Hjálmssona ok Blasiussona.
1244.   Dáinn Ormr byskup í Osló, Rita-Björn ábóti af Niðarhólmi, Hallkell ábóti, Skúli prestr Þorsteinsson. Víg Tuma Sighvatssonar. Útkváma Gizurar Þorvaldssonar. Flóabardagi með Þórði Sighvatssyni ok Kolbeini unga Arnórssyni.
1245.   Dáinn Styrmir fróði prior, Órækja Snorrason, Kolbeinn ungi Arnórsson, Páll Vágaskálmi, Símon kýr. Stórmæli erkibyskups við Norðlendinga. Eldr í Sólheimajökli.
1246.   Dáinn Bótólfr byskup, Jófreyr byskup í Orkneyjum, herra Gregorius Andrésson konungsmágr. Haugsnessbardagi. Dáinn Kolbeinn kaldaljós. Utanferð Gizurar Þorvaldssonar ok Þórðar Sighvatssonar. Vígðr Óláfr Grænlendingabyskup ok Pétr byskup til Færeyja. Skírðr Cham Tartarakonungr.
1247.   Vilhjálmr kardínáli kom í Nóreg. Hákon konungr kórónaðr. Vígsla Heinreks byskups ok útkváma hans ok Þórðar Sighvatssonar. Gizurr Þorvaldsson fór til páfa. Óláfr byskup fór til Grænlands. Vígðr Brandr ábóti í Veri ok Arnórr ábóti í Viðey. Dáinn Runólfr prestr Skúlason ok Oddr djákn Sveinbjarnarson.
1248.   Dáinn Vilhjálmr kardínáli, Þorkell byskup í Ósló. Bæjarbruni í Björgyn. Vígðr Hákon byskup í Ósló ok Hervi byskup til Orkneyja. Dáinn Hervi byskup ok Úlfr fasi jarl í Svíþjóð. Herra Birgir Magnússon tók jarldóm í Svíþjóð. Dráp herra Hólmgeirs Knútssonar. Drukknan Haralds Suðreyjakonungs. Jón tók konungdóm í Suðreyjum. Dáinn Hjalti byskupsson. Skipbrot fyrir Krýsuvík. Óláfr legifer.
1249.   Dáinn Soldán af Babýlon ok Alexander Skotakonungr ok Símon byskup í Suðreyjum ok Arnórr ábóti í Viðey, Lambkárr ábóti. Lovis Frakkakonungr vann Damiat. Land hljóp í Gautelfi. Sætt Hákonar konungs ok Eiríks Svíakonungs, Dubgall tók konungdóm í Suðreyjum. Heinrekr byskup fór utan ok Ormr Bjarnarson ok Filippus ok Haraldr Sæmundarsynír.
1250.   Dráp Eiríks ins helga Danakonungs Valdimarssonar. Abel, bróðir hans, tók ríki í Danmörku. Fanginn Lovis Frakkakonungr ok leystr út með Damiat. Dráp Soldáns unga. Fall Róberts jarls, bróður Lovis Frakkakonungs. Dáinn Eiríkr Eiríksson Svíakonungr. Valdimarr Birgisson tók konungdóm í Svíþjóð. Utanferð Sigvarðar byskups ok Þórðar Sighvatssonar. Víg Guðmundar Hjaltasonar. Dáinn Ormr Bjarnarson ok Árni Magnússon.
1251.   Dáinn Páll byskup í Hamri, Friðrekr keisari. Konráðr, sonr hans, ríkti þrjú ár. Drepnir þrír jungherrar í Svíþjóð. Drukknuðu Filippus ok Haraldr Sæmundarsynir. Brann klaustr í Tötru. Sturla legifer.
1252.   Dáinn Sigurðr erkibyskup, Árni ábóti at Þverá. Dráp Abels Danakonungs. Kristófórus, bróðir hans, tók konungdóm í Danmörku. Víg Sæmundar ok Guðmundar Ormssona. Útkváma Heinreks byskups ok Gizurar Þorvaldssonar ok Finnbjarnar Helgasonar ok Þorgils skarða Böðvarssonar. Kosinn Sörli til erkibyskups. Óláfr legifer iterum.
1253.   Vígðr Sörli erkibyskup ok Pétr byskup til Hamars. Dáinn Ubbi erkibyskup í Svíþjóð ok Þórarinn ábóti at Þingeyrum, Ormr prestr Koðránsson. Kórónaðr Kristófórus Danakonungr í Lundi. Sætt Hákonar konungs ok Kristófóri Danakonungs. Skiptjón Eysteins hvíta. Brenna á Flugumýri. Teitr legifer.
1254.   . . . Dáinn Innocentius papa, Silvester papa, Sörli erkibyskup, Áskell byskup í Stafangri ok Konráðr konungr Friðreksson. Manfridus prins, bróðir hans, ríkti tólf ár. Dáinn Sigurðr konungsson, frú Kristín, Jón Sturluson. Dráp Kolbeins Dufgússonar ok Hrana Koðránssonar. Vígðr Eyjólfr ábóti at Þverá. Útkváma Sigvarðar byskups. Utanferð Gizurar Þorvaldssonar. Heinrekr byskup hertekinn ok lauss látinn. Lovis Frakkakonungr kom heim frá Jórsölum. Bæjarbruni í Ósló. Sukku niðr bæir á Rauðsvelli í Orkadal.
1255.   Alexander fjórði papa sex ár. Bardagi í Geldingaholti. Þar fell Oddr Þórarinsson. Bardagi á Þveráreyrum. Þar fell Eyjólfr Þorsteinsson. Einarr erkibyskup kom í land. Dáinn Gizurr djákn byskupsson, Guttormr djákn Þórðarson, Finnbjörn Helgason.
1256.   Dáinn Árni byskup í Björgyn, Gibbon jarl í Orkneyjum. Hákon konungr lét brenna Halland. Dáinn Þórðr Sighvatsson, Ásgrímr Bergþórsson. Utanferð Heinreks byskups. Vígðr Runólfr ábóti í Viðey.
1257.   Dáinn Hákon konungr ungi. Hákon konungr gamli lét gefa Magnúsi, syni sínum, konungsnafn. Sætt Hákonar konungs ok Kristófóri Danakonungs annat sinn. Kristín, dóttir Hákonar konungs, send út í Spán. Dáinn Þorleifr Þórðarson ok Guðmundr prestr Óláfsson.
1258.   Víg Þorgils skarða Böðvarssonar ok Teits lög[sögu]manns Einarssonar. Dáinn Gísli Markússon á Rauðasandi. Bæjarbruni í Túnsbergi. Hákon konungr gaf Gizuri Þorvaldssyni jarlsnafn ok sendi hann til Íslands. Mannfall í Miðfirði. Kirkjubruni undir Laufási. Vígðr Óláfr ábóti til Helgafells. Skiptjón Sindra. Drepin skipsögn Eyjólfs auðga á Finnmörk. Konur tvær kómu af til Nóregs sextán vetrum síðar.
1259.   Dáinn Kristófórus Danakonungr. Eiríkr, sonr hans, tók ríki í Danmörku. Svá sagði herra Fólki erkidjákn af Uppsölum, er síðan var þar erkibyskup, Sturlu Þórðarsyni, at prédikarar sögðu honum, at á þessu ári sáu þeir í Bryggju í Flándr mann þann, er kominn var langt utan ór löndum ok sagði svá, at hann hafði þjónat Karlamagnúsi keisara forðum daga ok sagði þá dóttur sína eiga staðinn í Bryggju, er hann fór ór Franz. Hann vísaði þar til fjár í múrinum, ok þat fannst. En þat kvað herra Fólki sér helzt sagt, at hann hefði andazt litlu síðar í Kolni. Sviknir guðs riddarar í Samlandi. Skriða hljóp í Búðardal, sjau menn létust. Dáinn Teitr prestr Þorvaldsson ok Óláfr subdjákn Þórðarson. Gizurr jarl rænti á Rangárvöllum. Ketill prestr legifer.
1260.   Dáinn Heinrekr byskup ok Pétr byskup í Hamri. Drepinn byskup í Jótlandi. Drepinn Tartaraherr í Jórsalalandi. Dáinn herra Jarmarr.
1261.   Dáinn Alexander papa. Þá var páfalaust nökkura stund. Síðan var Úrbanus fjórði papa þrjú ár. Dáinn jungherra Sverrir Magnús, sonr Hákonar unga konungs, ok Knútr jarl Hákonarson. Fanginn Jón greifi af Aðalbrikt hertoga af Brúnsvík. Brennt Holtsetaland. Orrosta á Lóheiði með Eiríki Danakonungi ok hertoga fyrir sunnan á. Honum veittu Holtsetamenn. Þar var Danakonungr fanginn ok Margrét dróttning, móðir hans. Magnús konungr kórónaðr ok fekk Ingibjargar, dóttur Eiríks Danakonungs Valdimarssonar ins helga. Hertogi Birgir í Svíþjóð fekk Matthildar dróttningar af Danmörku. Dáinn Loftr kanoki byskupsson. Hafís umhverfis Ísland.
1262.   Svarit Hákoni ok Magnúsi Nóregskonungum land ok þegnar ok ævinligr skattr af Íslandi um Norðlendingafjórðung ok Sunnlendingafjórðung fyrir utan Þjórsá ok um Vestfirðingafjórðung. Utanferð Brands ábóta ok Sighvats Böðvarssonar. Dáin Kristín, dóttir Hákonar konungs, út á Spáni. Óláfr Grænlendingabyskup kom til Íslands. Eldr í Sólheimajökli. Myrkr mikil, svá at fal sól.
1263.   Vígðr Brandr byskup til Hóla, en Gillibert byskup til Hamars. Útkváma Brands byskups. Þrír byskupar á Íslandi. Á þessu sama ári játuðu Oddaverjar Nóregskonungum skatti fyrir austan Þjórsá um Sunnlendingafjórðung. Ok þann vetr um allra heilagra messuskeið svarði Þorvarðr Þórarinsson Brandi byskupi, föðurbróður sínum, at fara á konungsfund at sumri, ok svá gerði hann. Lafalin Bretakonungr sigraði Englismenn. Aðalbrikt af Brúnsvík var tekinn í Þýringaland ok inn settr. Dáinn Einarr erkibyskup. Hákon konungr fór herferð til Skotlands með svá miklu liði, at menn vita eigi jafnmikinn her farit hafa ór Nóregi. Honum fylgdi Þorgils byskup af Stafangri ok Gillibert byskup af Hamri. Eclipsis solis nonas Augusti. Dáinn Hákon konungr í Orkneyjum. Utanferð Sturlu Þórðarsonar. Þorleifr legifer. . . .
1264.   Var flutt lík Hákonar konungs af Orkneyjum til Nóregs. Dáinn Urbanus papa. Þá var páfalaust hálfan fimmta mánuð. Þá var sén kómeta í París. Á þessum tímum var stríð milli Heinreks Englakonungs ok jarla hans. Ok í því stríði varð Heinrekr konungr sigraðr af Símoni mufort jarli ok öðrum landshöfðingjum. Þá var síra Eðvarðr, sonr Heinreks konungs, fanginn ok Ríkarðr konungr af Alemannia, föðurbróðir hans. Hann hafði verit kosinn til keisara af nökkurum þýðerskum höfðingjum. Kom Eiríkr Danakonungr, sonr Kristófóri konungs utan af Brandeborg af hertekning, gefinn út af markgreifanum. Dáinn Brandr byskup, Böðvarr í Bæ. Á þessu sumri svarði Ormr Ormsson Nóregskonungum skatt á alþingi fyrir Síðumenn, ok þá höfðu allir formenn á Íslandi samþykkt um skatt við Nóregskonunga. Utanferð Þorvarðar Þórarinssonar. Víg Þórðar Andréssonar. Vígðr Runólfr ábóti í Veri. Utanferð Óláfs Grænlendingabyskups.
1265.   Vígðr Klemens fjórði papa þrjú ár. Bannsettir jarlar ok barónar í Englandi. Síra Eðvarðr komst ór valdi óvina sinna ok barðist við Símon jarl mufort, er átti föðursystur hans, ok aðra jarla þá, er honum fylgdu, ok var Heinrekr konungr nauðugr í bardaga með Símoni móti Eðvarði, syni sínum. Þar fell Símon ok tveir synir hans ok átján þúsundir manna. Dáinn magister Jóhannes compotista de Sacrabosco í París. Fekk Klemens fjórði papa erkibyskupskosning til Niðarósskirkju fjórum klaustramönnum, ábóta af Lýsa, ábóta af Hólmi, prédikara priori í Niðarósi, custodi domus af berfættra bræðra lífi, ok kusu þeir Hákon byskup af Ósló. Dáinn Hálfdan Sæmundarson. Útkváma Þorvarðar Þórarinssonar.
1266.   Vígðr Karl, bróðir Lovis Frakkakonungs, til konungs yfir Sikiley af páfa þrettánda dag jóla. Hann sigraði Manfredum prins í februario-mánuði. Með prinsinum fellu þrjú þúsund ok sjau hundruð manna, en af Karli konungi fimm tigir manna. Síðan vann Karl konungr Púl á tuttugu dögum. Sætt Magnúss Nóregskonungs ok Alexanders Skotakonungs með þeim hætti, at Alexander Skotakonungr skyldi taka undir sitt vald ok ríki Mön ok Suðreyjar allar, en gjalda upp frá þessu ári hundrað marka brenndra á hverjum tólf mánuðum Nóregskonungi ok umfram fjögur þúsund marka brenndra á næstum fjórum vetrum eftir sættina. Lagt við bann þeim, er rýfr. Á Laurenzmessuaftan lýsti Magnús konungr á þingi í Kristskirkjugarði í Björgyn sættargerð þeira Skotakonungs. Magnús konungr setti allra heilagra spítala í Vágsbotni í Björgyn ok lét vígja kirkjuna spítalans, er Hákon konungr, faðir hans, lét reisa þar af steini, en þessi fullkoma. Magnús konungr lét ok gera Katrínarkirkju þar skammt í frá ok aukaði þat ok til sjúkra manna spítala. Dáinn Birgir hertogi í Svíþjóð, Magnús Óláfsson konungr í Mön, Sighvatr Böðvarsson. Þá braut Grænlandsfar á Hítarnesi. Fjörutíu ok einn menn létust. Sigurðr legifer.
1267.   Kom síra Jón de curia kórsbróðir af Niðarósi til Hákonar byskups með pallio tólfta dag jóla. Kom Magnús konungr at pálmsunnudegi í Niðarós, et in cena domini, id est in festo Tiburtii et Valeriani, lögðu þeir Pétr byskup af Björgyn ok Þorgils byskup af Stafangri pallium yfir Hákon byskup. Þar var við Magnús konungr ok Ingibjörg dróttning ok Óláfr Grænlendingabyskup, Gauti Færeyingabyskup. Þetta gerðu þeir Pétr byskup ok Þorgils byskup eftir boði Klementis pape. Sunnudaginn eftir páskaviku áttunda kál. Maii, var lagðr í skrín heilagr dómr Marie Magdalene, ok þá bættist jarlinum af Peters. Hann var numinn allr öðrum megin ok mátti eigi mæla meir en hálfum munni. Hann var bróðir Lovis Frakkakonungs ok Karls konungs. Þetta var í Búrgundi í stað þeim, er heitir Virdilai, id est in Virdiliaco. Á hvítasunnudag í París var dubbaðr til riddara Filippus, sonr Lovis Frakkakonungs, ok átta hundruð annarra riddara með honum. Vígðr Andrés byskup til Óslóar ok Jörundr byskup til Hóla. Dáinn Hákon erkibyskup ok Laurentius erkibyskup í Svíþjóð. Kosinn til erkibyskups Jón rauðr kanunkr af Niðarósi in festo apostolorum Simonis et Jude. Lögtekin Gulaþingsbók sú, er Magnús konungr lét setja. Sættust barónar ok jarlar í Englandi við Heinrek konung ok síra Eðvarð, son hans. Lovis Frakkakonungr ok Karl konungr af Púli, bróðir hans, ok margir aðrir höfðingjar váru krossaðir til Jórsala. Hófst Konráðr, sonr Konráðs konungs af Alemannia, sonar Friðreks keisara, í mót Karli konungi. Margrét Skúladóttir dróttning fór til Reins. Jón legifer.
1268.   Fundr ad misericordias Magnúss konungs ok Valdimars Svíakonungs í Ljóðhúsum. Lögtekin lögbók Upplendinga ok Víkverja, sú er Magnús konungr skipaði. Vígðr Jón erkibyskup ok kom heim til Niðaróss litlu fyrir jól ok söng fyrstu messu at Kristskirkju á jóladag. Dáinn Klemens papa. Síðan var páfalaust nær fimm ár. Dáinn Dubgall Suðreyjakonungr ok Gauti byskup í Færeyjum, Sigvarðr byskup ok Gizurr jarl á Íslandi. Fæddr Eiríkr, sonr Magnúss konungs. Sigraðr Konráðr af Karli konungi út við Arans ok Heinrekr hertogi af þýðersku landi. Konráðr flýði í Benevent ok var þar hálshögginn, en Heinrekr, bróðir Alfonsi konungs af Kastel, var meiddr. Dáinn Andrés Sæmundarson. Utanferð Þorvarðar Þórarinssonar ok Orms Ormssonar. Ryskusótt á Íslandi. Þorleifr legifer iterum.
1269.   Dáinn Heinrekr byskup í Orkneyjum. Magnús konungr ok Jón erkibyskup váru á Frostuþingi. Þá fekk Magnús konungr samþykkt allra Frostuþingsmanna at skipa svá Frostuþingsbók um alla hluti, þá sem til veraldar heyra ok konungdómsins, sem honum sýndist bezt bera. Þá var lögtekit, at Frostuþing skal jafnan vera um Bótólfsmessuskeið. Vígðr Árni byskup til Skálaholts ok Erlendr byskup til Færeyja. Útkváma Árna byskups. Utanferð Hrafns Oddssonar. Jón legifer iterum.
1270.   Vígðr Pétr byskup til Orkneyja. Fæddr Hákon, sonr Magnúss konungs. Brann klaustr berfættra bræðra í Björgyn. Dáinn Pétr byskup í Björgyn ok Margrét Skúladóttir dróttning ok Gautr Jónsson á Meli. Kosinn ok vígðr Askatin byskup í Björgyn. Lovis Frakkakonungr fór af landi ok síra Eðvarðr af Englandi ok margir aðrir höfðingjar. Lovis konungr vann Kartaginem. Í þeim ófriði fell Jón akrs, sonr hans, ok þá lézt margt fólk af liði kristinna manna, af því er eitri var kastat í brunna fyrir þá. Þá lézt ok Lovis Frakkakonungr í Afrika. Karl konungr skattgildi soldán af Túnis. Þá týndist Theóbaldus konungr af Nafari. Jakob konungr af Aragon fór til Jórsala. Drukknan Orms Ormssonar. Útkváma Hrafns Oddssonar.
1271.   Hafði Magnús konungr palliment í Björgyn við Jón erkibyskup. Magnús konungr sendi til Íslands Þorvarð Þórarinsson ok Sturlu Þórðarson lögmann ok Eindriða böngul með lögbók, ok var þá játat konungi þegngildi á Íslandi. Þá var ok lögtekinn þingskapabálkr í lögbókinni ok tveir kapítular í erfðabelki um fastarkonubörn ok um arfleiðing. Þá fór Óláfr byskup annat sinn til Grænlands. Þá gerðu Kereliar ok Kvænir mikit hervirki á Hálogalandi. Kórónaðr Filippus Frakkakonungr in assumptione sancte Marie. Þá stríddu þeir Bela konungr af Ungaria ok konungr af Bæheim um ríki þat, er Austria heitir. Þat liggr milli landa þeira. Drápu synir Símonar mufort Heinrek, son Ríkarðar konungs af Alemannia í kirkju. Setti Magnús konungr á öndverðum jólum prófast ok kórsbræðr at postulakirkju í Björgyn. Þorleifr legifer tertio.
1272.   Vígðr Gregorius tíundi papa. Stefnt eftir tvau ár generale concilium. Dáinn Heinrekr Englakonungr. Þá var lögtekin lögbók sú, er Magnús konungr hafði sent til Íslands, öll nema erfðabálkr utan þá tvá kapitula, er áðr váru lögteknir. Bæjarbruni í Stafangri. Utanferð Árna byskups ok Hrafns Oddssonar ok Þorvarðar Þórarinssonar. Sturla legifer iterum.
1273.   Sén kómeta í Nóregi. Fundr Magnúss konungs ok Valdimars Svíakonungs í Sarpsborg um miðföstuskeið, ok helt Magnús konungr þeim allan kost. Magnús konungr gaf konungsnafn Eiríki, syni sínum, en hertogadóm Hákoni, syni sínum. Dáinn Magnús Gibbonsson jarl í Orkneyjum, Vilhjálmr prestr Sæmundarson, Ketill prestr Þorláksson, Þorsteinn Halldórsson, Brandr Andrésson, Ketill Loftsson. Útkváma Árna byskups ok Hrafns Oddssonar ok Þorvarðar Þórarinssonar. Utanferð Jörundar byskups. Þetta haust var játat á Íslandi at Marteinsmessu erfðabelki í lögbók þeiri, er Magnús konungr hafði sent til Íslands, með flutningi Hrafns Oddssonar ok Sturlu lögmanns. Eiríkr Danakonungr sigraði þýðerska menn.
1274.   Concilium generale celebratum est opud Leonciam. Þar var Jón erkibyskup af Niðarósi ok Andrés byskup af Ósló ok Askatin byskup af Björgyn ok kómu á sama ári aftr með þeim boðskap Gregorii pape ok statuto concilii generalis, at klerkar skyldu til Jórsalaferðar leggja tíund af öllum rentum sínum sex ár ok gefnar remissiones generales, þeim er krossaðist til Jórsalaferðar. Þá ok snerust Grikkir aftr til kristni almenniligrar með guðs miskunn ok ráðum Gregorii pape. Filippus Frakkakonungr sendi Magnúsi Nóregskonungi part af þornkrúnu várs herra, Jesú Kristi. Kórónaðr Eðvarðr Englakonungr. Dáinn Jakob erkibyskup í Danmörku. Útkváma Jörundar byskups. Utanferð Guðmundar Böðvarssonar.
1275.   Lét Magnús konungr setja kirkjugrundvöll í grasgarði sínum í Björgyn. Varð Valdimarr Svíakonungr forflótti fyrir bræðrum sínum, hertoga Magnúsi ok jungherra Eiríki, til Nóregs. Ok svá sem hann aftr kom í Svíaríki, var hann fanginn ok gaf upp krúnuna bræðrum sínum ok komst eftir þat með flótta til Konungahellu. Vígðr Markús byskup til Suðreyja. Á Laurenzmessudag kom þat hagl í Þrándheimi, at stærstu haglsteinar stóðu fimmtán aura. Bæjarbruni í Túnsbergi. Kómu transscripta páfaligra bréfa til Íslands pro subsidio terre sancte með bréfum herra Jóns erkibyskups. Dáinn Guðmundr Böðvarsson.
1276.   Dáinn Gregorius tíundi papa fjórða idus Januarii, ok kallar alþýða hann helgan, ok in festo Agnetis var kosinn Innocentius fimmti ok vígðr litlu síðar fyrstr af prédikarahúsi ok lifði eigi allt út til Jónsvöku. Þá var tekinn til páfa Oktobonus kardinalis rómverskr ok ágætr ok kallaðr Adrianus fjórði. Hann söng enga messu, því at hann varð eigi vígðr til prests, en hann andaðist fyrir vígsludaga millum Máríumessna. Eftir þat var tekinn til papa meistari Petrus Hispanus kardinalis á dróttinsdag fyrir krossmessu ok kallaðr Jóhannes tuttugasti ok fyrsti. Ófriðr milli Dana ok Svía. Kom Valdimarr Birgisson Svíakonungr til Björgynjar á fund Magnúss konungs. Um sumarit var fundr þeira ok palliment Magnúss Nóregskonungs ok Magnúss Birgissonar, er Svíar höfðu þá tekit til konungs. Sá fundr var í Gautelfi við Horsaberg, ok var talat um sættir þeira bræðra, Valdimars ok Magnúss, ok sættust ekki at því sinni. Gaf Magnús Nóregskonungr í Túnsbergi jarlsnafn Magnúsi, syni Magnúss jarls af Orkneyjum. Dáinn Þorgils byskup í Stafangri. Góihríð.
1277.   Dáinn Jóhannes papa innan pikisdaga. Nikulás þriði papa var vígðr nær Katrínarmessu. Hann hét áðr Jóhannes Gagitanus vel Gaitanus, rómverskr kardinalis. Vígðr Árni byskup til Stafangrs. Dáinn Askatin byskup í Björgyn. Sætt Magnúss konungs ok Jóns erkibyskups. Tartarar drápu soldán af Babýlon ok þrjátíu þúsundir með honum. Valdimarr Svíakonungr ok Eiríkr Danakonungr fóru í Vestra-Gautland ok herjuðu Svíaríki. Magnús Nóregskonungr gaf lendum mönnum barónanafn ok herra, en skutilsveinum riddaranafn ok herra. Sættust Þilir við Magnús konung. Utanferð Hrafns Oddssonar ok Þorvarðar Þórarinssonar ok Sturlu lögmanns.
1278.   Vígðr Narfi Björgynjarbyskup ok Þorfinnr byskup til Hamars. Leiðangr Magnúss konungs til Elfar. Tekinn Valdimarr Svíakonungr aftr í ríki sitt. Drepinn Ingimarr í Gautlandi. Heituðust Svíar at herja í Nóreg af áeggjan Dana. Útkváma herra Sturlu lögmanns.
1279.   Kereliar tóku Þorbjörn skæni, sýslumann Magnúss konungs, ok drápu á fjalli fyrir honum þrjátigi ok fimm menn. Útkváma Þorvarðar Þórarinssonar. Útkváma herra Hrafns Oddssonar. Þá hafði Magnús konungr gert hann merkismann sinn. Jörundr byskup ok Árni byskup leystu Odd Þórarinsson, ok fóru bein hans í Skálaholt til legstaðar. Utanferð Jörundar byskups ok Árna byskups. Dáinn Vermundr ábóti.
1280.   Dáinn Nikulás þriði papa ok Magnús konungr Hákonarson. Eiríkr konungr, sonr hans, kórónaðr af Jóni erkibyskupi ok sjau öðrum byskupum. Dáinn Oláfr Grænlendingabyskup. Útkváma Jörundar byskups ok Árna byskups.
1281.   Vígðr Martinus papa. Svarit Eiríki Nóregskonungi ok Hákoni hertoga land ok þegnar á Íslandi. Eiríkr Nóregskonungr fekk Margrétar, dóttur Alexandri Skotakonungs. Utanferð herra Þorvarðar Þórarinssonar.
1282.   Bæjarbruni í Þrándheimi. Utanferð herra Hrafns. Jón erkibyskup fór ór landi ok Andrés byskup af Ósló ok Þorfinnr byskup af Hamri. Dáinn Jón erkibyskup í Skörum í Vestra-Gautlandi.
1283.   Lík Jóns erkibyskups flutt heim til Niðaróss ok þar jarðat. Dáin Margrét dróttning, dóttir Alexandri Skotakonungs. Útkváma herra Hrafns Oddssonar ok herra Erlendar með lögsögn ok konungsbréfum, at leikmenn skyldu taka staði á Íslandi.
1284.   Dáinn Martinus papa, Karl konungr á Púli ok Pétr byskup í Orkneyjum, Magnús jarl í Orkneyjum ok herra Sturla lögmaðr. Teknar nökkurar kirkjueignir á Íslandi undir leikmanna valdi.
1285.   Vígðr Honórius fjórði papa. Fall Filippi Frakkakonungs. Dáinn Þorfinnr byskup af Hamri í Flándr. Andrés byskup af Ósló kom heim í land með páfabréfum. Dáinn herra Ásgrímr Þorsteinsson, Björn Sæmundarson. Fundu Helgasynir Nýjaland, Aðalbrandr ok Þorvaldr.
1286.   Dáinn Alexender Skotakonungr. Dráp Eiríks Kristófórussonar Danakonungs. Andrés byskup i Ósló vígði Jörund byskup til Hamars, en Dólgfinn byskup til Orkneyja. Kómu sendiboðar Tartarakonungs til Eiríks Nóregskonungs. Utan stefnt nær öllum handgengnum mönnum á Íslandi ok tveim hundruðum af bóndalýð.
1287.   Dáinn Honórius fjórði papa, Andrés byskup í Ósló, Ingibjörg Eiríksdóttir dróttning. Dráp Hallkels Ögmundarsonar. Bæjarbruni í Túnsbergi. Utanferð Jörundar byskups.
1288.   Vígðr Nikulás fjórði papa. Útkváma Jörundar byskups ok herra Þorvarðar Þórarinssonar. Utanferð Árna byskups ok herra Hrafns Oddssonar. Jörundr byskup af Hamri tók pallium ok erkibyskupstign í Niðarósi. Vígðr Þórðr byskup til Grænlands. Utanferð herra Erlends lögmanns ok herra Óláfs Ragnríðarsonar.
1289.   Herferð Eiríks Nóregskonungs til Danmerkr. Þórðr byskup fór til Grænlands. Dáinn herra Hrafn Oddsson. Útkváma Jörundar byskups ok Árna byskups. Kirkjur á Íslandi gefnar aftr Árna byskupi af Jörundi erkibyskupi í Skálaholtsbyskupsdæmi.
1290.   Eiríkr Nóregskonungr bar kórónu fjórða dag páska. Eiríkr Nóregskonungr brenndi Langaland ok Svínaborg í Fjón ok Falstr. Utanferð Jörundar byskups. Dáin jungfrú Margrét, dóttir Eiríks Nóregskonungs, ok Magnús Svíakonungr Birgisson. Þorlákr Narfason legifer.
1291.   Heiðnir menn brutu Akrsborg. Útkváma Árna byskups. Bólnasótt á Íslandi. Gefnar kirkjueignir prestum í Skálaholtsbyskupsdæmi. Jökulvetr mikill ok fellivetr.
1292.   Dáinn Nikulás fjórði papa. Þá var páfalaust þrjú ár. Þorlákr byskup inn helgi skrínlagðr. Útkváma Jörundar byskups. Útkváma Þórðar Hallssonar ok herra Kristófóri Vilhjálmssonar með konungsbréfum, at leikmenn skyldu taka staði alla ok kirkjueignir, svá sem verit hafði áðr ísland kom undir konungsvald í Nóregi. Sigurðr Guðmundarson eitt ár legifer.
1293.   Dáinn Eyjólfr ábóti at Þverá. Eiríkr Nóregskonungr fekk Ísibel, dóttur síra Róberts, sonar Róberts jarls af Brús í Skotlandi. Vígð Agatha abbadís í Kirkjubæ. Leikmenn tóku nökkurar kirkjueignir á Íslandi.
1294.   Upphaf stríðs með Filippo Frakkakonungi ok Eðvarði Englakonungi. Herra Visleif brenndi Hísing. Haukr Erlendsson legifer. Skriða hljóp í Fagradal. Þar létust ellifu menn. Spratt jörð í sundr í landskjálfta á Rangárvöllum, ok Rangá fell ór farveg sínum, ok hús fellu ofan af landskjálfta, en brunnar urðu ásýndar sem mjólk um þrjá daga í Flagbjarnarholti.
1295.   Vígðr Adrianus heremita til papa sancti spiritus dag ok kallaðr Selestinus fimmti ok var papa eigi allt út til Jónsvöku ok gekk aftr í einsetu. Þá var kosinn ok vígðr Benediktus, einn af kardínálum, ok kallaðr Bonifacius áttundi. Eiríkr Danakonungr ok hertogi Kristófórus, bróðir hans, tóku erkibyskup af Lund ok köstuðu í myrkvastofu. Danmörk í banni. Utanferð herra Þorvarðar Þórarinssonar. Braut Kjöl á Borgarfirði. Þar létust fjórtán menn. Utanferð .... herra Sighvats Hálfdanarsonar ok herra Kristófóri. Sætt Árna byskups ok almennings um staði ok kirkjueignir á Íslandi.
1296.   Hertogi Eiríkr af Langalandi fekk Agnesar, móðursystur Eiríks Nóregskonungs. Sætt Eiríks Nóregskonungs ok Eiríks Danakonungs ok hertoga Valdimars. Fanginn síra Karl, bróðir konungs af Franz. Dáinn Ljótr ábóti at Þverá ok herra Þorvarðr Þórarinsson. Jörundr byskup setti kanokaklaustr á Möðruvöllum í Hörgárdal, en nunnuklaustr at Stað í Reyninesi. Utanferð Erlendar Óláfssonar ok herra Þorláks Narfasonar. Þórðr Narfason legifer.
1297.   Erkibyskup af Lund kom ór myrkvastofu. Kardínáli kom í Danmörk ok leysti konunginn ok bróður hans ok landit allt af páfabanni. Herlið kom frá konungs af Hispania til liðveizlu við Eðvarð konung í Englandi. Frakkakonungr tók allt ríki þat, sem Eðvarðr Englakonungr átti fyrir sunnan sjá. Eðvarðr konungr brenndi Beruvík ok vann mikinn hlut af Skotlandi. Sætt Jörundar erkibyskups ok kórsbræðra í Niðarósi. Utanferð Árna byskups. Eiríkr konungr var á Frostuþingi ok skipaði mörg statuta með ráði ok samþykki Jörundar erkibyskups. Árni prestr Helgason tók umboð ok forsjá um allt Skálaholtsbyskupsdæmi. Jörundr erkibyskup gerðist jarl Eiríks konungs ok sór honum eiða.
1298.   Dáinn Árni byskup. Vígðr Þórir ábóti til Þverár ok Katrín abbadís í Reyninesi. Leiðangr til Danmarkar. Dáinn Grímr prestr Hólmsteinsson. Kom af helgum dómi Magnúss jarls í Skálaholt. Hóf stríð með Bonifacio páfa ok keisaranum. Útkváma herra Sturlu Jónssonar ok Þorláks Narfasonar með lögsögn.
1299.   Hákon hertogi Magnússon fekk Eufemiam, dótturdóttur herra Visleif af Rey. Dáinn Eiríkr Magnússon Nóregskonungr. Hákon hertogi, bróðir hans, tók þá konungdóm í Nóregi ok var þá krúnaðr ok svá Eufemia dróttning. Fanginn herra Auðunn. Týndist Holta-Bjarnar-búza við Færeyjar, ok þar af lézt á fimmta tigi manna. Dáinn Eiríkr ábóti at Mikjálskirkju í Björgyn ok Runólfr ábóti í Viðey ok Bjarni ábóti at Þingeyrum. Tartarakonungr ok konungr af Armenia unnu Jórsalaland ok sigruðu soldán af Babýlon. Herra Jón lögmaðr sagðr af nafnbót af herra Erlendi ok herra Sturlu Jónssyni.
1300.   Dáinn Jón Skotakonungr. Vígðr Höskuldr ábóti til Þingeyra. Eldr inn fimmti í Heklufelli fjórða idus Julii. Landskjálfti fyrir sunnan land ok myrkr víða um heruð ok sandfall mikit ok hallæri, ok margir bæir hröpuðu niðr af landskjálfta. Hákon konungr fór leiðangr til Danmarkar. Tekinn dagr til friðar. Fundust i Hallandi Hákon konungr ok Eiríkr Danakonungr ok settu frið um þrjú ár. Hákon konungr bar krúnu sína á krúnumessudag í Ósló. Dáinn herra Oddr Þorvarðsson.
1301.   Fædd jungfrú Ingibjörg, dóttir Hákonar konungs. Brennd i Björgyn kona sú, er sagðist dóttir Eiríks konungs. Hákon konungr fór norðr til Björgynjar ok sat þar um vetrinn. Sén kómeta bæði í Nóregi ok á Íslandi. Dáinn herra Bárðr kanseler ok herra Snorri Ingimundarson. Mannfall fyrir norðan land fyrir jól ok eftir, ok fell eigi færa en fimm hundruð manna. Þá kómu út tveir lögmenn norrænir, herra Loðinn ok herra Bárðr Högnason.
1302.   . . . Svarit Hákoni konungi land ok þegnar á Íslandi ok játat lögbók til umbóta virðuligs herra Hákonar konungs. Jörundr erkibyskup vígði postulakirkju í Björgyn, þá er Magnús konungr lét setja grundvöll til í grasgarði sínum. Þá var upp tekin in forna postulakirkja í konungsgarði. Fundust konungar við Sólbergaós við Elfi, Hákon Nóregskonungr ok Birgir Svíakonungr ok hertogi Eiríkr, bróðir hans, greifi Jakob, herra Visleif ok margt annat stórmenni á Mikjálsmessudag, ok steðjaðist þar eitt mikit friðarband milii ríkjanna. Þá festi hertogi Eiríkr jungfrú Ingibjörgu, dóttur Hákonar konungs. Dáinn Valdimarr Svíakonungr Birgisson ok Óláfr ábóti at Helgafelli. Varð liðugr jungherra Eiríkr, sonr Valdimars konungs. Herra Auðunn Hugleiksson var af lífi tekinn í Björgyn. Herra Bjarni Loðinsson var fanginn í Ragnhildarhólma. Varð landflótti af Danmörku Jón erkibyskup af Lund ok kom til Hákonar konungs í Túnsbergi ok sat þar um vetrinn. Hafþórir, sonr Jóns rauðs, festi jungfrú Agnes, dóttur Hákonar konungs. Hertogi Eiríkr Magnússon, jungherra Eiríkr Valdimarsson ok greifi Jakob ok herra Visleif sóttu jól til Hákonar konungs til Óslóar. Þá veittust jól fjóra daga. Dáinn herra Visleif ok herra Eyjólfr Ásgrimsson ok síra Jón Holt. Guðmundr Sigurðarson legifer ok Snorri Markússon fyrir sunnan land.
1303.   In circumcisione domini drápu Franceisar af Flæmingjum fjórtán þúsundir manna, en Flæmingjar unnu þó sigr at því sinni. Dáinn Bonifacius áttundi papa. Vígðr Benediktus eilifti papa. Dáinn Árni byskup í Stafangri ok Jón prestr Ormsson ok herra Þorlákr lögmaðr í Konungahellu idus Martii. Fundust í Gautelfi á Þýjarhólma Hákon Nóregskonungr ok Birgir Svíakonungr ok hertogi Eiríkr, bróðir hans, ok greifi Jakob ok aðrir hofmenn af Nóregi ok Svíaríki ok sendiboðar af Danmörku, ok útkváma herra Álfs ór Króki, herra Þórðar Hallssonar, herra Erlends, herra Sveinn langr, herra Bárðr lögmaðr. Utan stefnt Jörundi byskupi ok Runólfi ábóta í Veri, herra Sturlu ok herra Sighvati. Veðr braut kirkju undir Eyjafjöllum.
1304.   Dáinn Benediktus ellifti papa ok Eyvindr byskup í Ósló ok Narfi byskup í Björgyn. Jörundr erkibyskup vígði Ketil byskup til Stafangrs, en Helga byskup Óslóar, en Árna byskup Helgason til Skálaholts. Hákon konungr tók Rómaskatt af Íslandi. Var tekinn páfinn ok settr í járn af mönnum kardínála ok út tekinn af sínum mönnum ok lézt þá síðan. Teknar af berfættu ok prédikara bræðrum allar generales remissiones. Frakkakonungr ok allt ríki hans í páfabanni. Tekin upp heraðsþing á Íslandi um Vestfirðingafjórðung ok Norðlendingafjórðung tvau í hvárum. Alþingi ekki uppi haft af hluta.
1305.   Útkváma Árna byskups. Dáinn Þorsteinn byskup á Hamri. Vígðr Andrés ábóti til Viðeyjar ok Guðmundr ábóti til Helgafells. Dáinn herra Sturla Jónsson ok herra Álfr Bassason. Vígðr Árni byskup til Björgynjar. Brann klaustr í Selju. Stríð milli Svíakonungs ok bræðra hans. Hákon konungr fór með svá mikit lið til liðveizlu við Magnús konung, mág sinn, at skorat var nær fjórir tigir þúsunda, en þeir váru áðr sáttir. Gefnir staðir prestum í Skálaholtsbyskupsdæmi.
1306.   Dáinn Bjarni prestr Helgason. Skipbrot við Melrakkasléttu, ok týndist þar af nær sextigi ok fimm manna. Vígðr Ingjaldr byskup til Hamarkaupangs. Eðvarðr konungr í Englandi lét drepa Vilhjálm vali ok brytja hann í stykki ok senda í alla staði í Englandi. Tatarakonungr frelsti Jórsalaland undan valdi Salaciena. Frost svá mikit í þýversku landi ok í Franz sem þá er stærra lagi eru í Nóregi, ok menn gengu af Rauðstokk til Danmerkr yfir Eyrarsund. Hafíss fyrir norðan land um allt sumar fimmtán álna hár. Sendiboðar Tatarakonungs skírðir í Róma. Dáinn Snorri Sturluson. Braut skip Eysteins refaglófs, ok týndust menn allir sjau tigir. Braut skip fyrir Eyrum.
1307.   Dáinn Runólfr ábóti í Veri, en vígðr Loðmundr ábóti. Kómu út sendiboðar erkibyskups, bróðir Björn ok síra Lafranz, at visitera hvárttveggja byskupsdæmit af Jörundi erkibyskupi. Útkváma Ívars hólms Jónssonar með konungsbréfum. Í þeim stóð svá, at sýslumenn skyldu hálfan vísa eyri, þat eru tíu álnir af hverjum bönda, en áðr váxu fimm álnar. Guttormr Bjarnason legifer.
1308.   Dáinn Guðmundr ábóti at Helgafelli. Árni byskup ok herra Haukr settu lærðra manna spítal i Gaulverjabæ. Landskjálfti fyrir sunnan land, ok fellu átján bæir.
1309.   Brann kirkja i Skálaholti um vetrinn eftir Pálsmessu, ok varð borgit kalekum flestum ok höklum, skríni ins helga Þorláks byskups með helgum dómi hans ok enn litlu skrini. Víg herra Kolbeins Bjarnarsonar. Strið með Hákoni konungi ok Eiríki hertoga, mágsefni hans. Utanferð Árna byskups. Dáinn Jörundr erkibyskup.
1310.   Útkváma Árna byskups með kirkjuvið, er konungrinn ok dróttningin ok margir góðir menn gáfu til, ok margar aðrar gersemar. Var þat mál manna, at engi byskup hefði farit slíka sæmdarferð til Nóregs af Íslandi. Kómu út bréf Klemens papa at leggja til Jórsalaferðar ok gefnar remissiones generales, þeim er til legði. Bólnasótt á Íslandi ok tungusótt, páskasnjór. Vígðr Brandr ábóti til Þverár. Víg Karlamagnúss ok Þorsteins ok Orms. Dáinn Magnús Árnason skrautmangi.
1311.   Vígðr Eilífr til erkibyskups af Klemens papa. Sáu menn ljós mikit á himni nær alla nótt, svá at sá í húsum af. Kennimannafundr í Franz.
1312.   Þerrileysusumar. Kómu sendiboðar papa til Nóregs. Dáin Eufemia dróttning, herra Kristófer, herra Þórðr, herra Loftr.
1313.   Dáinn Jörundr byskup at Hólum. Særðr Gizurr galli. Hrossfellisvetr. Andaðist Loðmundr ábóti í Veri. Vígðr Auðunn byskup.
1314.   Útkváma Auðunar byskups til Hóla ok herra Ketils. Kómu út bréf um páfatíund. Var svikinn keisari á páskadag, er hann drakk af kalek, er hann hafði bergt corpus Christi, ok var kastat í eitri, ok fekk þegar bana. Andaðist Klemens páfi. Stríð milli Skotakonungs ok Englakonungs. Fellu fjórtán þúsundir manna. Kómu sendimenn utan af Armenia til Hákonar konungs með dýrum gjöfum.
1315.   Upp tekin bein Guðmundar byskups fyrir áheit ok jarteinagerð. Brann kirkja at St . . . . Lögtekit bréf þat á alþingi, er herra Ketill hafði út með réttarbætr. Dáinn Filippus Frakkakonungr, en tekinn til konungs Hlöðver, sonr hans. Fór Árni byskup til Grænlands. Kjörinn Jóhannes til papa. Dáinn Ingjaldr byskup. Dáin frú Ingibjörg Erlingsdóttir.
1316.   Herra Eiríkr kom út í Hvitá. Auðunn byskup lét presta sverja sér eiða. Brann klaustr í Hólmi. Týndist skip Loðins byskups af Færeyjum ok hann með sjálfr. Stríð milli Skotakonungs ok Englakonungs. Létust á einni nótt hálft annat hundrað skipa ok týndist bæði menn ok góz.
1317.   Missætti með Auðuni byskupi ok ábótum fyrir norðan land. Brann klaustr í Hólmi ok í Gimsey ok á Reni. Sættust þýzkir menn við Danakonung.
1318.   Utanferð Þóris ábóta frá Þverá ok Guðmundar ábóta frá Þingeyrum. Birgir Svíakonungr lét svelta tvá bræðr sína til bana, Eirík hertoga ok Valdimar, mága Hákonar konungs. Kirkjubrot í Skálaholti.
1319.   Dauði Hákonar konungs Magnússonar áttunda idus Maii. Kosinn junkeri Magnús Eiríksson til konungs yfir Nóreg ok Svíþjóð ok Gautland. Kirkjubruni á Reykjanesi. Auðunn byskup aftrreka. Grímr Þorsteinsson legifer, en Erlingr fyrir norðan.
1320.   Dauði Árna byskups Helgasonar. Kosinn Ormr Þorsteinsson. Þetta vár týndist skip í ísum fyrir Austfjörðu, ok kómust af menn allir. Svarit land ok þegnar Magnúsi konungi. Uppi Þorskafjarðarþing. Dauði Orms electi Jónsmessudag. Dáinn Jón murti. Snorri Narfason legifer. Útkváma herra Ketils.
1321.   Vígðr til Skálaholts Skútu-Grímr. Hvítabjörn kom af ísum norðr á Ströndum ok drap átta menn ok reif alla í sundr, en hann var drepinn Vitalismessu á Straumnesi. Dáinn Grímr byskup. Kosinn til byskups yfir Skálaholt Jón Halldórsson.
1322.   Dáinn Hákon byskup í Stafangri. Vígðr Jón Halldórsson til byskups ok Sólómon byskup til Óslóar, Eiríkr byskup til Stafangrs. Dáinn Auðunn byskup at Hólum. Brann kirkja at Borg á Mýrum.
1323.   Útkváma Jóns byskups á Eyrum. Utanferð bróður Lafranz electi til Hóla.
1324.   Vígðr Laurentius til byskups ok kom út þat sumar. Tekin ábótastétt af Þórði ábóta at Helgafelli, en vígðr Þorsteinn Þorvaldsson.
1325.   Tekinn ábótastéttr af Andrési í Viðey, en til vígðr Helgi Sigurðarson.
1326.   Kom ekki skip til Íslands. Tók upp Markarfljót, svá at þat tók eigi meir en í kné um stund dags. Lögtekit á alþingi de corpore Christi ok Magnússmessa jarls. Leyfi gefit at vinna fimm daga um jól. Leyfi gefit miðvikudag fyrir jólaföstu ok langaföstu. Knútr possi festi frú hertoginnu.
1328.   Brann Kristskirkja í Niðarósi. Hófst klaustr á Möðruvöllum í Hörgárdal með styrk ok boði herra Jóns byskups. Dáinn Þorsteinn ábóti at Helgafelli, en kosinn Þorkell Einarsson.
1329.   Stríð milli Knúts ok Ívars rófu. Kom út líkneski Guðmundar byskups. Ásbjörn dettiáss fóthöggvinn.
1330.   Tekin lögsögn af Snorra Narfasyni, en herra Grímr tók við í Stafaholti. Dáinn Auðfinnr byskup af Björgyn, en kosinn Hákon til byskups. Grasleysusumar. Myrkr svá mikit um sumar, at menn sáu eigi at slá, en myrkt nær i húsum með öllu.
1331.   Dáinn Laurentius byskup af Hólum. Manntapi í Vestmannaeyjum, fimm tigir karla ok þrjár konur ok þrjú börn. Morð Torráðar, en þeir kviksettir, er at váru. Víg Þorvalds Höskuldssonar. Hallæri mikit um allt land. Kosinn Egill til byskups. Dáinn Snorri Narfason lögmaðr, er var.
1332.   Dáinn Eilífr erkibyskup. Sást eldr í austri nær um allt land tveim nóttum fyrir .... Drukknan Sturlu Snorrasonar.
1333.   Meistari Páll electus til erkibyskups ok fór til páfa. Herra Erlingr ok Hafþörissynir ok Úlfr Saxason heldu Túnsbergshús fyrir Magnúsi konungi ok gengu síðan á vald hans. Páll vígðr til erkibyskups.
1334.   Utanferð Jóns byskups. Dáinn herra Haukr Erlendsson. Braut Krossbúzuna fyrir Mýrum. Páll erkibyskup kom heim í land. Veginn prestr sá, er Þorbjörn hét, á Nesjum i Kirkjuvági in festo Jeronimi fyrir altari skrýddr til messu. Þorleifr Þórðarson vá hann.
1335.   Magnús konungr fekk Blance dróttningar. Regn svá mikit Jakobsmessu, at öll vötn . . . .
1336.   Magnús konungr kórónaðr í Svíaríki með ráðsmanna ráði í Nóregi. Þá kom enn vatnhríð svá mikil um vár, at alls kyns fé dó af. Kom hríð svá mikil á Barbörumessu, at menn kómust eigi til fjárhúsa. Af þeim snjó lagði ofan bæ undir Staðarfelli ok austr í Skarði.
1337.   Kómu menn fim . . . . til Stafafells, er ætluðu til Skotlands. Útkváma Egils byskups. Árni ábóti af Lýsa var hálshögginn á Englandi ok öll skipshöfn hans. Braut tvau skip fyrir vestan Ölfusárós.
1338.   Utanferð Jóns byskups. Unninn risi norðr á mörkum fimmtán álna hár af einum víkverskum manni, er Halldórr hét.
1339.   Dáinn .... Sundrþykki milli Magnúss konungs ok valdsmanna í Nóregi. Eclipsis solis.
1340.   Vetr svá góðr, at menn mundu varla slíkan. Sáust tvau tungl á himni Gregoriusmessu. Kom út Áslákr at visitera allt Ísland erkibyskups vegna.
1341.   Dáinn Jón byskup Eindriðason. Veginn Styrkárr í Nesi uppstigningardag. Kom upp eldr í Heklufelli með óári ok öskufalli, ok eyddust margar byggðir. Myrkr svá mikit um daga sem um nætr á vetr. Dáinn Egill byskup at Hólum. Þórðr Egilsson legifer. Utanferð herra Gríms.




Athugasemdir:

  1. Þ. e. lögsögumaður.