Magnús saga hins góða ok Haralds saga hardráða

Fra heimskringla.no
Revisjon per 13. sep. 2021 kl. 18:27 av Jesper (diskusjon | bidrag)
Hopp til navigering Hopp til søk
Halvdan Egedius:
Magnus konungr og Hordaknutr.
Noen spesialtegn vises ikke på iPhone/iPad.


Flateyjarbók


Magnús Saga hins góða ok Haralds Saga hardráða


|[1] Her hefr sogu Magnus konungs og Haralldz konungs


Þar hefium ver upp frasogn er Jarizleifr konungr red fyrir Gardarike og Jngigerdr drottning hans dottir Olafs konungs suenska. hun hefir allra kuenna vænzt verit og vitrozst. konungren vnne henna so miked ath hann matte nær ỏnguan hlut j moti hennar vilia giỏra. Þess er vid getid ath konungren Jarizsleifr let giora sier dyrliga holl med mikille frægd. hann let pryda hana med gulle og gimsteinum. skipade hana sidan med godum dreingium og vel reyndum ath framgongu ok þar med jþrottum. vandandi og þar eptir bunath þeirra og herklædi sem þeir voru adr reyndir. ath ỏllum syndizth buningr hallarennar og skipon þar eptir sem hon var sialf vondut til. hon var og tiolldut med dyrum pellum og agætum klenodi. Konungrenn sialfr var þa og jnne j ollum sinum tignarklædum og sat nu j sinu hasæti. hann baud til sin morgum virduligum vinum sinum og giordi dyrliga veizslu. Sidan geck drottning j hollena med fagrligan kuennaflock. konungren stod upp j mot henna og kuadde hana vel og mællti sidan. huar sattu jafndyrliga hỏll edr jafnuel buna. fyrst ath sueitinne slikra dreingia sem hier eru nu saman komnir. og j annan stad buning hallarennar edr med jafnmyklum kostnadi. Drottning suaradi. herra segir hun. þessi holl er vist vel skipaud. og fa dæmi munu til at slik prydi edr meire fekostnadr mune saman komenn j eitt hus eda enn jafnmargir godir hofdingiar og vaskir menn sem hier eru jnne. enn betr er þo su holl skipod er Olafr konungr Haralldzson sitr jnne þott hun standi ꜳ sulum einum. Konungr reiddizth henne og mællti. suiuirding er j slikum ordum seigir hann og synir þu enn ast þina j sliku vit Olaf konung. Og laust hana kinnhest. Hon mællti þa enn. Myklu er yckar þo meire mun en eg mune mega þui uid jafna eptir þui sem vert er. Og geck j brutt sidan og var akafliga reid. Hon segir þa til vinum sinum. ath hun vill brut fara vr Gardariki þegar j stad. og hefi eg eigi skaplynde til sagdi hun ath taka optar slika skom af konungi. Vinir hennar attu nu hlut j og bidia hana sæfazt og vikia skape sinu til konungs. en kalla hann munu vikia til at bæta yfir þat sem hann hefir giort af j mote henne. Hun lezt ætla at hann mundi þat verda fyrst j lios ath leggia eda ella munda ecke stoda at letia hana. Nu er konungi sagt ath hun vill j bruttu. og bidia vinir hans hann at hann vægi til vit drottningu. og þat giorir hann. og bidr hana satta vera og lezt þat mundu til vinna ath veita henne eirn hlut þann er hun villde bedit hafa. Hun lezt þann kost taka mundu og sagde þegar huers hun villde bidia. þu skallt segir hon sennda þa skip og menn til Noregis a fund Olafs konungs. eg hefi spurt ath hann ꜳ eirn son laungetinn er Magnus heitir. honum skalltu þioda hingat og veit vppfædzslu og fostr. þuiat sannligt er þath med yckur Olafe konungi er mællt er ath sꜳ er ỏgofgare ok minne er odrum fostrar barn. Konungr segir. med þui ath eg hefi nu adr jatad þier bæn þina drottning þa skalltu nu þiggia þat er þu bidr. en þo hugsadi eg at þu mundir eigi þessa bidia. og vel vni eg vit þat þott Olafr konungr se oss meire madr og eigi virde eg mier til suiuirdingar þo at eg fostri honum barn. en eigi synizt mier þat vandalaust. mun og þinna vizmuna ath niota ef þetta verdr so vtlaust ath oss verdi huorumtueggium til soma og hamingiu. Hon lezt þess þikiazt skylld þegar hennar vili væri giorr. Sidan sendir Jarizsleifr konungr skip og menn til Noregs med þessu efni. og koma sendimenn ꜳ fund Olafs konungs og sogdu honum bod konungs og drottningar. Hann segir. þat vil eg giarnan þeckiazt. þuiat huergi þiki mier minn son betr kominn þott eg skyllde sialfr kiosa en med Jarizsleifi konungi og Jngigerdi drottningu er eg veit mestan kuenskorung vera og mier best viliuga. Sendir sidan austr med þeim Magnus son sinn og toku þau bædi uit honum med ollum soma.

Nu fæddizt Magnus þar vpp vm hrid med hirdenne og eigi med minne ast og elsku en þeirra synir. Sumir menn hotodu hann og ofundaudu. kolludu ouidrkuæmiligt og eigi vitrligt ath fæda þar vpp vtlendan konungsson og tiadu slikt jafnan fyrir konungi en þat kom þeim þo fyrir ecke. þuiat konungr hlydde ecke ꜳ slikt. lezt og kunna ollum oþock fyrir þo at slikt talade fyrir honum. Oppt lek Magnus sier j konungsholl. hann var snemma kænn og miukr vid marga leika og jþrottir. hann geck ꜳ hondum eptir bordum med myklum miukleika og syndi j þui mykla atgiorvi og voru þeir flestir menn er þat þotti gott ath vita ath hann var so bradgior. Eirn hirdmadr var sꜳ nockut hniginn ꜳ efra alldr. hann afþockadi jafnan fyrir Magnusi. og eirnhuern dag er sueirnen geingr ꜳ hondunum eptir bordunum og er hann kom fyrir þenna hirdmann þa skaut þesse madr vid honum hendi sinne og fiell sueirnen |[2] ofan af bordenu ꜳ golbit mikit fall. kuozt hirdmadren ecke villdu agang hans. Menn logdu til og misiafnt. mælltu sumir med sueinenum enn sumir med hirdmanne. og þat sama kuelld er konungr var sofua geinginn var sueirnen eftir j hollunne. og er hirdmenn satu og drucku geck Magnus ath þeim manne og hafdi j hendi sier litla ỏxi og hoggr hirdmannen banahogg. Sumir laugunautar hans villdu þegar taka sueinin og drepa og hefna so hirdmannz. en sumir stodu þui j mote og villde reyna huersu miked konungr vnni honum. Sidan hleypr eirn madr og tekur sueinenn j fang sier og hleypr med hann j herbergi er konungr suaf j og kastar honum vpp j sængina ꜳ konunginn og mællti. Vardueittu betur fol þitt j annat sinn. Konungr suarar. opt velid þier honum osæmilig ord eda huath hefir hann nu til þess vnnit. Hann segir og kallade eigi fyrir ecke vera. þui hann hefer drepit hirdmann yduarn. Konungr spurde med huerium atburd þath hafdi ordit. En hann segir honum. Þa mællti konungr. konungligt verk er þetta frændi minn segir hann og hlo at. eg skal þetta bæta fyrir þig. Sidan sættizt konungr vid erfingiana ꜳ vigit og gelldr vpp þriar bætrnar. En Magnus er med hirdinne jafnt og adr og fæddr vpp med mikille ast. sem nockut ma af sliku marka. og var þui ollum hugþeckari sem alldr hans og vizmuner droguzt meir fram.


Vm ofrid miken

2. J þann tima var ofridr mikell j mille Sueins Alfifusonar er þa var halldinn Noregs konungr og Jarizsleifs konungs. þuiat Jarizsleifr konungr virdi sem var at þeir Noregsmenn hofdu nizt ꜳ enum helga Olafe konunga. og var þar ei nockura stund kaupfridr j mille. Madr er nefndr Kall en annar Biorn þeir voru brædr tueir litils hatter burdum og þo framkuæmdarmenn vm marga hlute. þeir hofdu verit salltmenn hinn fyrra hlut æfi sinnar og aflat so peninga. enn nu var so ordit ath þeir voru rikir kaupmenn og vinsælir og mikilmenne j skapi. en þo var Karl fyrir þeim brædrum j ollu þui sem vit bar. Sua kom þeirra male ath þeir attu kugg eirn mikenn j forum og nu hielldu þeir honum eitt sumar til Saxlandzs sudr. þa koma þeir j Danmork og ætla þadan til Einglandzs. Þa tok Kall til orda og mællti vid haseta sina. kunnigt vil ek ydr giora huer ætlan min er. þuiat annan veg vikur vid vm ferdina en þier muned hyggia. eg ætla ath fara j Austrveg kaupferd. en nu fyrir sakir þess. vmmæla Sueins konungs og Jarizsleifs konungs og þess ofridar er j mille þeirra er. þa ma þath kalla ecke so varligt. nu segi eg ydr þui til. ath eg em radenn j ath fara. enn eg vil ydr kost ꜳ giora ath fara annan dag og heimillt ath ganga af minu skipi. fare danskir menn eda Sudrmenn og enskir hier ꜳ onnur skip og þangat huer sem sialfum likar bezt. Þa suarade eirn Nordmann. Miok kemr oss þetta vuorum og eigi mundi ver farit hafa med ydr j fyrstu ef þa hefde slikt rętt verith. en fyrir þa sok at þier erut framkuæmdarmenn mykler og oss likar allt vel til þin og eigi olikligt ath þu sier giptumadr þa helldr oss slikt til og vilium ver þinna rada niota og þinne forsia hlita. Og þetta taka þeir rads. fara nu med honum vnzt þeir koma j Austrike og leggia þeir ath vid eitt miket kauptun og villdit þeir kaupa sier naudsynia hlute. Enn þegar ed landzsmenn vissu þat at þeir voru Nordmenn. þa feingu þeir þui sidr kaup ath þegar hiellt vid bardaga og villdu landzsmenn veita þeim athgỏngu. Og er Kall sa at i oefni for þa mællti hann til landzmanna. þat mun metid til huatuise og nockut so diorfungar ath taka slikt fyrir hendr konungi ydrum at meida vtlenda menn eda ræna þott hier kunne koma med kaupeyre sinn og giora ydr adr onguar onadir ne ofrid. og vitith alldri huort konungr gefr ydr þock fyrir eda eigi. nu er ydr vitrligra at bida konungs afkuæda vm slikt. Og vid þetta heftuzt landzmenn og verdr eigi ath þeim geingit med ỏllu. þo sier Kall at þeim endizt eigi so buit. Han giorir þa ferd sina ꜳ konungs fund. er ecke getit vm ferd hans fyrr en han kemr fyrir Jarizsleif konung og kuedr hann. konungr spyrr huerr han er. Eg em norænn mann eirn segir hann. litils verdr og komen hingat med godum peingum og felagar minir. Konungr mællti. eg vænti ath þath verde skom stund þin not vpp fra þessu. eda þui vartu so diarfr at sækia hingath. hyggr þu nockut þina gæfu meire enn annara manna. og hyggzt þu ath þu munir hier draga fram kaupeyre þinn enn adrir fa eigi halldit lifinu. og hafa þeir Noregismenn alldri so illt af mier ath eigi se þeir verra verdir. Karl mællti. herra eigi munu aller jafnir j þui. eg em salltkarl eirn litils verdr þo ath nu hafi eg peninga. hefi eg auallt verit til nockurs hentỏgleika. enn alldri var eg j moti Olafi konungi j huga minum. Þat munda eg ætla segir konungr. at þu munir reynazt sem aller adrir Noregsmenn. Konungr bad taka hann og setia þegari fiotra. og so var giort. Og siden seigir konungr Magnusi fostra sinum og spyr hann rꜳds vm huernen uit skal skipa uid Nordmennena. Magnus segir. litt hafi þier fostri |[3] minn haft mig vid radin hier til. en seint væntir mig at þat radizt ath minn verdi Noregr ef so skal ath fara ath drepa þa alla er þadan eru ættadir. en vel mundut þier vilia fostri minn. þuiat þeir megu at rettu aller kallazth minir þegnar. og odruvis get eg vænna ath ad orka en hatazt uid alla þa menn er þadan eru ættadir. Konungr leth þetta mællt vera vel og vitrliga og kuad hans radum skylldu fram fara. Konungr kalladiz Karll til sin vm morgunenn og mællti til hans. So lizt mier ꜳ þig karl sem þu munir vera giptumadr. og þui vill Magnus konungssun at þu hafir grid og allir þier Noregsmenn. og eru þier nu tueir kostir fyrir hondum af minne hende. annar er nu sꜳ ath þu farer til skips þins og fæ eg ydr vin og vist og slikt annat sem þier þurfit ath hafa naudsynliga. farit sidan med kaupeyre yduarn þann ueg sem ydur synizt. ella far þu til min og ver med mier j vetr. en vita skalltu vist þa er vorar ath koma mun nockut vandkuædi ꜳ þinn hluth. Karl seigir. til þess er eg miog vanfær ath sitia fyrir þui en þo vil eg eigi kiosa mig fra vegligu bode. og skal hier til hætta med yduarre giftu. og kann þa en vera ath vel radizth. af þott nockur vande ligge ꜳ. Hann fer nu til hirduistar og er konungr opt ꜳ tali vid hann og virdizth konungi hann vera vitr madr.

Og er vorar berr so til eitthuert sinn. ath þeir konungr og Karl eru tueir ꜳ tale. þa mællti konungr uid Karl[4]. hier hefi eg fe er þu skallt vid taka. og med þessu mun þier fylgia vandahlutr. þu skallt þetta fe bera vndir lenda menn j Noregi og alla þa er rikuzter eru og mest verdir. og viner vilia vera Magnus Olafssonar. tak nu uit fenu og þessu erendi og gior hans vine sem (flesta) j landino. þuiat þu ert vitr madr þott þu siert ecki af storætt vt komin. Karl seigir. þetta er ecke mitt herra seigir hann þui at sa madr skyllde vera mikels hattar og storvitr er med sliku erendi færi. og at eiga uit slikt ofrefli sem fyrir er og slikt storrædi med hondum ath hafa. þa er þath ecke mitt. Konungr mællti. þu ert vel tilfallenn at minni raun. en likligt þike mier ath þu siert kominn j nockura raun vm þat er lykr vit og (eigi) allitla. og eigi muntu sia fyrir huort þu tekr vndan eda eigi. en þo ath þu vilir þetta eigi þa kann vera ath bratt vandrædi liggi ꜳ þier og þurfir þu eigi leingi ath bida. Til mun eg hætta seigir Karl med yduarri hamingiu og radagiord. Karl fer sidan austan med foruneyti sinu og kuomu þeir vid Danmork. þa rædir Karl vit skipueria sina. þat kemr mer j hug ath ver hofum ecki leyfi til hafth þessar ferdar er ver hofum farit j Austrveg og er mikel von ath konungr gefi oss hier sakir ꜳ. nu er þat mitt rad at ver skiliumst hier og faurum næst þui sinn veg huer. fari sumir til Einglandzs eda j adra kaupstadi og komi sierhuerr vor til Noregis. og mun so sizt j radit vm vora ferd en ella er oss hætt bædi fe og fiorui. en eg ꜳ hier erindi ꜳ land upp til eins felaga mins. er hier er fyrir audigr ad fe. en eg vil at þier annizt fe mitt. Biorn brodir hans lytr ath honum og mællti hliott. alldri vissi eg hier eirn þinn felaga. og munu onnur brogd j vera og seg mer. þuiat mik grunar vm huat vera mun. Karl segir honum þa allt malit og bidr hann annazt fe þeirra. en Biorn lezt eigi vid hann villdu skiliazt j sliku vandkuædi sem hann var. Hitt þætti mier radligra seigir Karl ath eg færa eirn med konungs fenu. en þo vænti eg at þat megi og vel hlyda ef vit hofum badir dreingskap vit. Og so er nu giort ath þeir fara badir med þessi erendi og koma austr i Vikena og hugsar nu eptir vm folkit. huerir vinir eru Sueins konungs eda hinir er minna finzt vm hans hag. og var þetta þo vansed. en þo þottuzt þeir skilia hugi manna. Þeir foru unzt þeir kuomu til Einars þambaskelfis og baro upp fyrir hann malit og syne honum feit. þath honum var sent. og seigia þar med skyra ordsending Magnus konungssonar og þar med Jarizsleifs konungs. Einar seigir þa. auallt er mier sidan meire andstygd af fiarburd slikum vndir rikismenn er Knutr konungr giordi þat. og eigi vil eg feit hafa so. en þo er mier miket vm Magnus konungssun. og þui vil eg at visu heita fyrir mina hond at austr þangat skal eg koma fyrir huitadaga j vor ef eg em heill. huad sem þa vill fleira sidan af skapazt. Þessu verdr Karl feginn og for i brut eptir þetta. Þeir foru nu þar til er þeir kuomu j kaupbæinn fyrir palmadag og toku sier herbergi j husum Grims ens gra. En þa var komin pati nockur fyrir enu stære menn vm ferdir þeirra Karls. og nu tekst hial vit þa og spurdi (Grimr). vitid þid nockut til þeirra manna er hier hafa farit nu j landi leingi huldu hofde og bera fe undir hofdingia. þid erud nockut so þann ueg myklir vexti sem þeir eru sagdir. Þeir letozth ecke kenna til þeirra. Vm daginn eftir var motzs kuatt. og taladi gialgeri Sueins konungs. sagdi ath konungr hefi(r) niosn af vm þat at þeir voru komnir menn j landit og villdu suikia landit vndan honum med fegiofum uit (hofdingia). kuat hann spurt hafa ath þeir voru þa þar komnir j bæinn og hafdi haft herbergi j husum Grims ens gra. og kuad lifit skylldu lata huern er þeim villdi leyna. Nu koma menn heim af motino og seigir Grimr huad talad var og ef nockut eru þau efni j þa segit mier þuiat eg var auallt vin Olafs |[5] konungs og slikt hit sama vil eg og vera vin Magnus sonar hans. og skal yckur þui vera vel radit ef þit seigit mer ed sanne. Þa segir Karl. rett hefir þu getit ath þeir eru menn enir somu. eda huert hialprad leggr þu nu til med ockr. Farit j brut sem skiotazt ath forda yckr en eg mun sitia j suorum. Þat skal alldri verda segir Karl. eptir skal vera annarhuor ockar og skiptir ỏngu vm aptrkuomu voru ef Magnus konungsson visse huat nu er ath syzt eda ef honum mætti nockut gagn af leida. nu villde eg giarnan ath hann yrdi vis huerir hans vinir villdu vera j landenu. eda huort villtu nu Biorn. segir Karl. vera eptir eda fara ꜳ fund Magnus konungssunar og seigia honum huar komit er eda villtu hætta ꜳ ath vera eptir. Biorn mællti. huort sem þu villt brodir at fara eda vera eptir þa vil eg eigi vid þig skiliazt. So ma eigi vera segir Karl. fara skal annarhuor ockar og seigia konungsyni þuiat honum er naudsyn j ath vita og ver þu eptir ef þu villt. Þat hæfir mer sidr seigir Biorn. og ertu j ollu meire fyrir þier. Karl telzt eigi vndan ath vera eptir þott huorki þætti rifligth. Nu fer Biorn austr med huldu hofde og giptu þeirra fedga Olafs konungs og Magnus. og kemr fram ferdinne og segir Jarizsleifi konungi og þeim Magnusi vm huath þeir hafa syzst j Noregi og huorir vid fe hafa tekit med vingan og til traust megi ætla af Magnusi konungsyni ef hann kann til koma. Jarizsleifr konungr seigir nu vera miked ath syzst og þo mikid enn med vanlyktom er Karl var eigi aptr kominn.

Nu er þar til ath taka ath Sueinn konungr kom þann sama aptanen j bæin er Biorn for j brutt vm daginn adr. og er þegar stefnt Eyrarþing og at aller komi þangat husfastir menn þeir sem j voru bænum. Konungr stendr upp ꜳ þingino og mællti. þat sama er fyrr gladdi vorn hug kann vera at nu þiki oss minna j veitt. eg hefi spurt ath menn eru komnir j land þetta þeir er fara med fe þui er borit er vndir lenda menn og vilia so suikia land vndan oss. nu hefi eg spurt til sanz ath þeir eru hier komnir j bæinn. og eigi sizt ath þeir muno vera j husum Grims ens gra. er þath nu rad Grimr ath selia fram mennina og munntu þui uid þeim tekit hafa j fyrstu ath þu munt eigi vitad hafa med hueriu efni þeir foru. Grimr suarar male konungs og kuad eigi þa menn j hans husum. Konungr mællti. nu mun fara erfidligar þitt mal en ver ætlodum ath vera skylldi er þu villt leyna monnunum. þuiat þar eru þeir. og mun verda nu (meir) þreyngt kosti þinum en ver ætlodum ef þu hefdir eigi dregit nu dular ꜳ og sagth mier hid sanna. Hafa muno þier afla til þess segir Grimr ef þier vilit. en þat eitt mun eg þo mæla er mer syniz. Þa er vel ath þat se reynt segir konungr og takit hann og pinit til sagna. Og er Karl sa ath þetta mundi fram fara stendr hann vpp og mællti. hier er sa madren herra er þessi ord muno til koma. og er þo minna til hapt vm þetta en þier hafit vpp kastad. og eru slikir hlutir jafnan j voxt færdir. er Grimr þessa ovitandi og saklaus er hann þessa mals. Eg veit glogkth huer þu ert seigir konungr. framkuæmdarmadr hinn mesti vm marga hlute. og væri mier likligaztr til ath fara med slikum ordum. en þo so sem þat er ef þu seigir mier nu satt so sem hattad er og huerir vid fenu hafa tekit. þa mun eg giefa vpp sokina og reide mina. Karl segir. mun þat eigi litt fyrir mælazth herra. nu ef smamenne og litils hattar hafa vid fenu tekit þa skiptir ydr ongu. þui þeir megu engu ꜳ orka. en ef þat hafa giort hofdingiar eda annath stormenne þa mundi þat horfa til storvandræda j landenu ef eg segda þier þetta og til mikillar mannaudnar ef eg segda þier til þeirra. nu vil eg eigi vnna mer ens vesta hlutar ath eg vallde so margra manna bana sem hier mundi af hliotazt og vil eg fyrir onguan mun þetta seigia. Konungr mællti. Þu skallt verda og med morgum pinum og harmkuælum ef þu villt eigi sialfkrafi. Konungr liet sidan taka Karl og setia i fiotra og feck til fiora menn ath gæta hans j einu husi. Er nu slitid motenu og gefr (konungr) onguan gaum ath Grime. en Karl sitr nu j jarnum og vardmenn hia honum. Karl tok þa til orda. þat er þo satt ath seigia ath ydr athofn er ill og vond ath vaka yfir mer og hafa ecke til skemtanar enda drecka ecke. eda huort er konungr sia so vesall eda fespar er þier fait ecke skotsilfr til þess ath kaupa ydr med dryck. Þeir seigia. ecke vilium vær honum sneida. en þo ætlum vær ath verda menn oruari en Sueinr konungr er enda ma hann ecke ollum fe fa. Se hierna seigir Karl. buit vit ath nu komi mier litt at halldi feit. skil eg eigi ath eg gera nu annat betra af peningunum en þeir se eigi alluesaler er hia mier eru. og ecke ma eg ydr vm þetta kenna þott þer vakit yfir mer. og þat er skyllda ydr ath giora þat konungr ydar bydr ydr. Fær þeim sidan fe nockut og bidr þa kaupa sier med mungat. þeir eru þa alfuser at giora sem hann mælir. setiazt sidan at drecka. og litlu sidar kennir Kall med þeim dryckinn og mællti. þetta er illr dryckr. farith helldr og kaupit ydr miod. Þeir giora so. setiazt nu nidr og drecka. Kall mællti enn er stund var lidin. farit nu sueinar og kaupit (vin) þuiath sa er dryckur bestr. niotum nu medan kostr er. eg skal silfrid til fꜳ so sem til þarf. Þeir seigia og kuodu fa verda þannen vid daudann. Deyia skal huer vm sinn seigir Kall. og eiga sligth allir fyrir hondum. Kom nu sidan vinit og drecka nu allfast. og stilltu nu litt. fiell þar huer sofinn nidr. Og eftir þat leitar Kall vt fra þeim j brutt. en hendr hans voru bunnar ꜳ bak aptr en fiotr ꜳ fotum. han ekr sier þa þar ath sem la ox eins þeirra vardmannanna og færir þar ofan ꜳ bakit og nyr hondonum vid eggina |[6] vnz han fekk skorit streingin. og voru þa lausar hendr hans en fætr hans voru j fiotri. en fiotrinn var rumr. han leitar nu vt og ofan ꜳ siofarbryggiu og j gardhus eitt þar er flædr geck vndir. og gat þar komit af sier fiotrinum af odrum fæti og þo med þeim hætti ath han hio af sier hælbeinit. sidan bindr han fiotrin vid annan fotin. þa tok han vpp fiol eina or golfenu og hleypr þar vndir nidr ꜳ sioin. En vardmadren vaknar vid j þessu og hleypr vt og þikiz nær sia svipin af Kalle ofan ꜳ bryggiurnar. han sier og at fiol ein var j olagi j gardhusenu og þikir þetta vera nyuirke. han seigir sidan til monnum ath bandingin er j bruttu. og þvi næst kueda ludrar vid vm allan bæin. var þa hlaupit vm allan bæin ath leita hans og so til skipanna og fanzst han eigi. Konungr leggr þa fie til hofuds honum. og ef nockur helpr honum skal firirgiort hafa fe og fiorui. han setr og hueruetna gislar til at honum yrdi nad. Og er lett er enum mesta þys vr bænum og mornat var þa sier Karll eirn mann ꜳ bati j anne. þa legzt han vndan skiponum og þangat. og finnur hann eigi fyr en Kall hliop vt j batin hia honum. og þegar þrifr Kall j herdar honum og færir han vtan bordzs og rær j brutt skipeno. Kall var vel gior ath sier vm allar jþrottir. Nv friettizt ecke til Kalls. Þui joku þeir vid nafn Karls og kolludu han Karllen vesæla.

Sueirn konungr ꜳ þing j bænum og seigir vandkuædi þat sem j landeno er. lysir sidan ferd sinne or lande ꜳ brutt og sudr til Danmerkr ꜳ fund Knuz konungs. og Kalfr Arnason skyllde fara med honum. hafde honum heitid verit jarlsdomi af Knuti konungi ef hann felldi Olaf konung fra landi. og sua var virding hans mikil ath han skylldu leggia skip sitt næst konungsskipino jafnan huar sem þeir lagu i hofnum. Og þegar vm dagin eptir siglir Sueirn konungr ỏr bænum og lendir menn med honum. en Kalfr nockuru sidar. þuiat han vard seirna buin. og ber konung fram vndan nockut. Taka þa Kalfs menn rodr eptir er minkadi byren fyrir þeim. nu sia þeir huar batr eirn rær fyrir þeim og la felldr i batinum. þeir snua nu þangat til. og er þeir dragazt nær þa sprettr madr vpp vndan felldinum og hleypr þegar vtan bordz og legzt til landz. og var þar Kall hinn vesæle. og þui næst er han ꜳ lande en felldren var eptir i batinum. Kalfr stigr þa ꜳ batin enn langskipit rennir vmfram og snua þeir ath landi. en Kalfr leggr nu ath Kalle og sier nu huor annan. og bidr Kalfr han bida sin. Kall mællti og lezt eigi mundu bida. og sueiktu þann konung seigir Kall er þier var myklu meire vande ꜳ en vid mig. Kalfr seigir. þeygi mun eg suikia þig segir Kalfr og þat suer eg vid gud og en helga Olaf konung. Þa lætr þu meira en eg seigir Kall þott þu dreper mig ath þessum vmmælum og skal hier til hætta. Karll giorir nu so og tekr Kalfr hann nu ꜳ sitt valld og kuozt skylldu hallda hann. en eigi trui eg ollum vel minum monnum segir Kalfr ath þier leyne ef vær leggium j lægi hia konungi og muno vær helldr leggia fra honum. Og þegar er Kalfr og hans menn koma eptir þa sendir konungr menn til hans og bad han koma til sin sem skiotazt þuiat Kalfr hafde lagt ath lande eigi allnær konungsskipeno. og sidan reru þeir ath konungsskipeno. Þa mællti konungr. heill Kalfr ok legg fram j lægit hia oss. ryma skulu adrir hofn fyrir þier. Kalfr segir. þath er oss ofuirding herru ath gofgir menn leggi vr lægi fyrir oss. en ef vær leggium fyr i lægit þa ma þat vel vera. Konungr mællti. hefir þu fundit Kall hinn vesæla i dag og er þat miked happ sem þu ert likligr til. Kalfr lezt eigi han hafa fundit. Ja segir konungr. bregdst þu eigi oss nu ath visu. Eigi segir Kalfr skal eg ydr bregdazt. Konungr mællti. sier þu eigi nu oxina vid bordit vt þa eno gullireknu. fær mier slika af Einglande. Kalfr reiddizt þa og seigir. þetta er forsending. enn meire von þætti mier ath þik skyrte eigi oxarnar af stundu huadan sem þa koma þier þott þær so eigi allar gullreknar. Kalfr hleypr sidan ꜳ batin og rær nu til skips sins. segir þa monnum sinum ath þeir muno snua stafni. og hofum vær fulleingi legit j illum radum og þionat konungi þessum en tekit lited gott i moti hia þui sem oss var heitid af Knuti konungi. og skulum vær nu Karll minnazt þins formælis vid Magnus Olafsson og skulu vær bæta honum þat er vnnit er j ollu þui er vær megum. Sidan fara þeir austr j Gardarike ꜳ fund Magnus og verda þeir Jarizleifr konungr Kalli storlega fegnir. og seigir han þeim allt vm sinar ferdir. og sidan tiar hann fyrir Magnuse malit Kalfs og huad han hafdi veitt honum. Magnus segir. þetta mal er þu vekr er myklu meira en þat megi skiott radazt og nockut þier of megn med ath fara þuiath Kalfi er kent ath han hafi vnnit ꜳ Olafi konungi fodr minum. en nu med þui ath hingat er von Einars þambaskelfis bratt edr adrir vorir vinir af Noregi þa skal vid þa leita rads vid Kalf allz vær skulum þo riked odlazt med þeirra trauste ef audit verdr. veit eg onguan mann storu vitrara j Þrændalogum en so sem Kalfr er ok mun oss vant verda ath sia uid brogdum hans. Þat vill Kalfr nu sueria ydr segir Kall ath han vann eigi ꜳ Olafi konungi fodr ydrum. nu med þui ath þu taker uid trausti j Noregi þa vænti eg at þin styrkr verdi mikell. og ef ydr þiker nockut þetta hafa framdregit ydart mal er eg for til Noregs þa |[7] vænti eg allz gods af ydr ath þier munid nockut giora fyrir min ord en eg þikiumz Kalfe eiga at launa lifgiof. Magnus seigir. dreingiliga fer þier Kall. Sidan toku þeir konungr og Magnus tal med sier. og so gott sem þeir þottuzt Kalle eiga aptr at launa fyrir for sina og þær mannraunir sem han hafdi ꜳ sier tekit j ferdinne. þa þikiazt þeir skylldir til ath giora nockut fyrir hans ord. Er nu sent eptir Kalfe og hafdi Karll adr þegit grid til handa honum. suer Kalfr þa þann eid ath han ynne eigi ꜳ Olafe konungi ok hiet sig sidan Magnusi til traustz og allz trunadar og at giora oll þau verk er Magnus legdi fyrir hann.

Nu er þar til mals ath taka at Sueirn konungr for sudr med lande sem fyr var ritad. en Þrændir bera þa saman rad sin og taka þat rada ath aller enir bestu menn veliazt or lande og austr j Gardariki. var þar fyrir Einar þambaskelfir og Sueirn bryggiufotr og þar med enir bestu menn or Þrændalogum. J þenna tima let gud miog birtazt helgi hins heilaga Olafs konungs og sau þa margir sattmal vm sina hagi ok fundu nu misrædi sitt og glæp þann er þeir hofdu giort og þottuzt nu þann veg hellzt mega syna at bæta þat nu ꜳ syne hans er þeir hofdu ꜳ sialfum honum misgiort. foru nu sidan austr til Jarizleifs konungs. Þeir Kalfr Arnason og Kall voru þa austan farner og hafdi Kall þegit margar godar giafir af Jarizleifi konungi og Magnusi og mykla sæmd adra. Kalfr hafde og heitid ath fara i moti Magnusi konungssyni þegar han spyrde til ferda hans er han væri austan ꜳ leid. Þeir Einar þambaskelfir komu nu a fund Jarizleifs konungs og Jngigerdar drottningar og baro vpp erendi sin og ordsending enu bestu manna or Noregi og þar med bænastad ath Magnus skyllde fara til Noregs og taka þar vid lande og þegnum. Konungr tok þui ollu vel og kuad ỏngvan þann mann j Noregi er han trydi jafnvel sem Einare. en þo erum vier hræddir vm huersu Noregsmenn eru truir vid Magnus. slik raun sem adr hefir ꜳ ordit vid fodr hans. Þa var med Jarizleifi konungi Rognualldr Brusason og hafde han þa rad og landvorn fyrir Gardarike og var allra manna roskuaztr og vinsælastr. han hafde og mykla virding af konungi. Jarizleifr konungr ber nu þetta mal vpp fyrir drottningu og seigir henni ath þeir eru komnir enu bestu menn vr Noregi og vilia nu vnna Magnuse konungsnafn j Noregi og efla hann til rikis. Hun suarar. vnna munda eg Magnusi konungsnafn j Noregi og so annars soma. en so grimliga sem þeir bioggu vid fodr hans þa grunar mik so miog vm huersu þeir muno vnna honum rikis vit motgang þeirra Knutlinga og Alfiuo er eg ætla ath þo se enn ollum þeim verre og grimmarre. og leingr muno vær vm þath ræda adr Magnus fare hiedan og meirum fastmælum binda ef þetta skal framgeingt verda. En þeir Einar badu konung i annan stad at han flytti mal þeirra vid drottningu at þeir nædi Magnusi med sier allz er konungren sialfr hefir þessi rad til gefit j fyrstu og þeir hofdu eptir hans ordsending farit. kallade Einar ath slikt væri eigi hofdingligt at skipta so skiott skape sino fyrir eingin tilefni. Rognualldr Brusason flutti og þetta mal med þeim Einare. So er fra sagt ath leingi var ecke heyrd bæn þeirra. Sidan mællti konungr. Þetta er ath visu min ordsending og ꜳ þui er mier mikel ỏfusa ath Magnus fostri minn feingi soma. en þo em eg hræddr vid illzsku Alfifu ok riki Knutz en svik landzmanna. og þo at þier vilid vel sem eg vænti þa kann þo vera ath Þrændir skulu suikia han sem fỏdr hans. Einar segir. vorkunn er ydr þat herra ath ydr sie uggr ꜳ vorre tilætlan. en naudsyn være þo ath sueirnen feingi fỏdrleifd sina og væri sa hans somi mestr. og þat er og allra manna vili j Noregi at hrinda af sier þui enn illa riki og anaud er nu liggr ꜳ. Drottning segir. eigi skulum vier standa fyrir sæmd Magnus ath han nai eigi fỏdrleifd sinne fyrir þa sok. en vorkun er þat Einar fyrir oss ath oss se vggr ꜳ at Þrændir giorizt enn ofstorradir sem fyr. og fyrir astar sakir vid Magnus þa munda eg alldri vid han skiliazt ef eigi lægi honum slikt vid. en þu Einar ert frægr madr og kunnigr at morgum godum hlutum en vart eigi j lande þa er Olafr konungr fiell. hefir þu og styrk miken og erth sialfr fyrirmadr allra lendra manna j Noregi. villtu giorazt forsiamadr Magnus og fỏstrfadir hans þa mono vær til þessa hætta og þo med þui mote ath þu suerir honum adr trunadareid og .xij. menn med þier þeir sem vier vilium til kiosa. Einar suarar. þo ath nockurum synizt þetta med freku sett vera ath bidia oss eida j okunnu lande. þo ætla eg þo landzstiornena betr fara muno ef vier tokum þennan kost. en vist mon morgum þat þikia atlægis vert ath ver hofum farit til þess vr Noregi ath sueria ydr tylflareid og vilium vær þo þetta til vinna og þar med heita honum ollum vorum styrk. Og sidan soru xij. menn eida enir agætozstu ath þeir skyllde Magnus hallda til konungs j Noregi og fylgia honum af ollum trunade og styrkia hans riki j ollu. Nu dueliazt þeir þar austr vm sumarit j þessum radagiordum. og vit þetta fara þeir austan og hafa Magnus konungson med sier. Rognualldr Brusason for þa austan med þeim. þeir fara nu austan vmb vetrin ath fraurum til hafsins. og toku þeir skip sin og sigldu yfir hafit til Suidþiodar og foru vpp til Sigtuna og geingu þeir þar ꜳ land vpp og foru landueg til Helsigialandzs[8]. sem Arnor segir.


Nu hygg riodande reidu
rogors þui ath veit giorua
þegi seimstadar segia
seggium hneitis eggia.
var ath ellefu allra
ormsetrs hati vetra
traust þa er herskip glæstu
Horda vinr or Gordum.


Hier visar so til sem heyra ma ath Magnusi Olafssyni væri sa enn ellefti vetr er hann kom j land. og vard þat |[9] onduerdan vetr. Og so segir enn.


Þing baud vt enn vngi
eggriodandi þiodum
fim bar hird j homlur
heruedrs ara bredia.
sallt skarr hufi helltum
hraustr þiodkonungr austan
baro beinlogs ryre
brun vedr af Sigtunum.


Nu spyrzst j Noreg austanferd Magnus og sotti þa j mote honum mikid lid af Noregi og uar þar fyrir Kalfr Arnason og med honum margir adrir þeir er verit hofdu j moti Olafi konungi. Giorduzt þeir Kalfr og Einar radgiafar og fostrar Magnus og voru þeir þa rikaztir menn j ollum Þrændalogum[10]. Einar var orostumadr mikell og framkuæmdarmadr hinn meste. en Kalfr var spekingr ath vite. Þeir foru nu austan vm Kiol og kuomu nu ofan j Þrandheim. og dreif þegar lid til hans af hierodum og þottizt sa bezt hafa er honum var næst. Þeir Magnus foru nu vt til kaupbæiarens j Nidaross og var þegar stefnt Eyrarþing og var þar allfiolment. komu menn þar til af ollum fylkiom or Þrændalogum og var þa Magnuse gefit konungsnafn Olafssyne og suarit honum land og þegnar. og sidan fær hann sier hirdar og skipa og sezt nu j Nidaross med myklu fiolmenne og allzskyns blidu og gledi.


Vm Suein

3. Sveirn konungr var þa komin austan j Vikena er hann fretti þetta og Alfifa modir hans og lata þegar skera vpp herỏr og stefna þing. bidr Sveirn konungr sier lids og nefnir leidangr og seigir monnum naudsyn sina ath veria land sitt og Þrændir hafa tekit sier konung j hofud honum. Lykr nu so maleno ath hann leitar sier ordroms vid alþydu vm malit. en þath var miog misiafnt er menn toku hans male. Sumir segia so ath eigi vili þeir beriazt j mote Magnusi konungi Olafssyne. en sumir kuoduzt villdo gera leidangr eptir þui sem þeir ætti en fara eigi sialfir og kolloduz þess eigi skylldir. en almugen þegir hia og er slikt j skapi sem þeim er vpp kuodu og ecki blidare. Ecke er oss segir Sueirn konungr þetta lid til vigs ath telia er hier er saman komit. enda segir eg þath fyrir mina hond at eigi beriumzt eg vid Magnus konung ef eigi fæ eg mer traustara herr enn þenna. Sidan tolodu hỏfdingiar hans danskir er voru med honum langar tỏlor og kom þo miog j eirn stad nidr. ath þeir ꜳmælltu landzmonnum og kollỏdu ath aller noræner menn hefdi vælt Svein konung og suikit land vndan honum. kollỏdu ecke annat rad enn han færi sudr aptr til Danmerkr og efldizt han þadan med lide Hordaknutzs brodur hans og gamla Knutz fodur hans og færi hann sidan med her þann til Noregs og brendi allt og bældi og gyllde so Nordmonnum suik sin. Og nu er þetta rads tekit. for Sveirn konungr þa burtt vid þetta og Alfiua modir hans og aller Daner þeir sem med honum hofdu verit j Noregi sudr til Danmerkr. En j odrum stad leggr Magnus konungr allan Noreg vndir sig so vitt sem fadir hans hafde hapth og feck allt land orrỏstulaust og med villd og vilia allra þegna bædi rikra og fatækra. villdu aller helldr vera frialsir vndir Magnusi konungi en þola leingr danskra manna yfirgang. sem Skule kuad.


Fyllde fylkir reidi
framr þiodkonung ramma
stock fyrir oduin ockrum
arnsuelgr hate herser.
lietath Noreg niota
nytr þeingill gram leingi
han rak Suein af sinu
sokndiarfr fodr arfe.


Og enn kuad han.


Eignazt nam þu odd og þegna
allan Noreg gotna spialla
mangi er ydr þier milldingr annar
mæta gramr til landamæri


Næsta vetr eptir feck Sueirn konungr Allifuson bana sudr j Danmork.

Halvdan Egedius:
Magnus konungr og Hordaknutr.

Þath segia menn þa er Knutr konungr en rike spurde kuomu Magnus konungs i Noreg ath hann sagdi so. vera ma þa enn ath eigi eigum vær kyrsetu j sumar ef kynit hans digrbeins er komit j landit. Þann sama vetr andadizt hann vestr j Einglande. eptir hann var konungr j Einglandi Haralldr son hans. en j Danmork var þa tekinn til konungs ꜳ nyia leik Hordaknutr annar son hans. Hordaknutr hafde vm hrid osætt mykla og ofrid vid Magnus konung Olafsson. talde hann setzst hafa j erfdalond sin er att hafde gamle Knutr fader hans eptir fall Olafs konungs. enn Magnus konungr letzt hefnazt eiga ꜳ Donum og ath vpphafe Knutlingum suikræda vit fodr sinn og sidan landrans er giort var uit hann þa er hann stock ỏr lande fyrir ofrike Knutzs og fiekk sidan bana af hans suikrædum. letzt þess allz hefna vilia ef hann mætti med hamingiu fodr sins hins helga Olafs konungs og med trausti landzmanna. Og er þessi ofridr hafde stadit vm hrid mille konunganna þa giorde huortueggi miken skada ꜳ annars riki. þat leidizt bændum og villdu giora j millum sin betra vanda. safnaz þa saman bændr or huortueggiu rikenu og giora rad med vizsku og mikille hamingiu fyrir hond konunganna er bader voru æskumenn en audradir sinum monnum og hægir og giordu nu fund j mille sin j Elfi. koma konungarnir þar ath akuedinne stundu og giora frid j mille sin og landa sinna og skyllde sia fridr standa so leingi þeir lifdi badir. og soru badir konungarnir eida at huor skyllde odrum vera j brodr stad j ollum vitskiptum. og sa fridr var skildr vndir eidstafinn og su sætt ef Magnus konungr andadizt barnlaus og lifir Hỏrdaknutr leingr þa skyllde hann eignazt med sætt og villd allann Noreg. slikt hid sama var skilit ef Knutr konungr dæi barnlaus en Magnus konungr lifir leingr þa skal Magnus konungr eignazt allt Gardarike[11] og vera þar rettr arftokumadr Knutz sem þeir væri sambornir brædr. foru þar fram eidar .xij. rikra manna med Magnusi konungi og adrir .xij. |[12] med Knute konunga og var so fyrir skilit ath þeir aller hofdingiar er eida soru skylldu hallda þessa sætt medan nockur þeirra lifde eptir. stydia og styrkia þann til rikis er leingr lifde enn huorutueggia þangath til. sia sætt var giorr j liking eftir þeirri er þeir Knutr enn riki giordu j Einglande og Jatmundr ath sa skyllde lond eiga er leingr lifde. Og skiliazt konungarnir nu eptir þetta med hinne bestu blidu. Nu er þess vid getid þa er þeir voru ꜳ eirne veizslu badir Kalfr Arnason og Einar þambaskelfir med Magnusi konungi en þetta var j Vik austr. Einar skipade monnum en Kalfr settizt j rum hans ꜳ medan og þokar ath konungenum. þuiat Einar sat auallt ꜳ adra hond konungi. en er Einar sier þetta snyr hann þa til rums sins og sezt at oxlina (Kalfs) er (hann) villde eigi adr vndan þoka og mællti. fyrr ꜳ gomlum oxanum at bæsa en kalfinum. og sigr hann sidan nidr ꜳ mille þeirra. og er nu kyrt. Og eitt sinn er þeir foru fyrir land fram þa geingu þeir af skipum ꜳ land med lide ecke myklu. og þa sia þeir ath flockr ecke mikell for j mot þeim. og þottuzt þeir eigi vita huerir þetta mundu vera edr huort þat mundo vera fridmenn edr eigi. badu eigi dreifazt lidit fyr enn þeir visse huort þeir þyrfte einskes vid og þingodu hier vm huernen med skyllde fara. Þa mællti Einar þambaskelfir. Þat þiki mer rad ath ver skiotum ꜳ fylking og verum vit bunir huort sem ath hondum berr. Konungr bad Einar rada og var sidan fylgt lidenu. Þa suipazt[13] Einar vm og sier hann huergi Kalb[14] Arnason med lidenu og leitar hans og fann hann j hrisrunne einum og hafde brugdit suerdit og batt han suerdit vid hond sier sem fastazt med bastỏginne. Einar spyr. þui giorir þa þetta Kalfr segir han. Eigi skulu þeir þurfa at hlæia ath þui landzmenn ath eg renna fra vopnum minum og skal eg leggia lifit vid þat. Meire von segir Einar ath eigi skorti þig hreyste og kapp og einginn fryr þier hugar. Þetta voru fridmenn er j mote þeim foru.


Vm veizlur Magnus konungs

4. Magnus konungr ferr nu ath veizslum vm landit og kynnir sier folkit. hann giorizt bratt rikr og vinsæll og var meir follgiorr med afle og vizsku og stiorn og þar med aullum þroska en ath vetratale. Manna var hann fridaztr synum. ahlydenn vinum sinum vm ỏll god rad. en vm rogsemi og vndirhyggiur þa var hann daufheyrdr og kunne glockt ath sia og skilia huat fyrir honum var mællt. en so miked uard ath ath fortolum þeirra manna er fylgt hofdu Olafi konungi fodr hans vid Þrændi og adra menn þa er suiku land vndan honum. og nefndir voru margir gofgir menn i Þrændalogum til þess at fiandskap hefde haft j moti Olafi konungi. og var þui virt Magnusi konungi til litilmenzsku er hann hafde þa menn jafnan vid bord sitt og suma vid trunadarrædr og giorde sier ath radgiofum sem var Kalfr Arnason. ok hlydde konungr nockut so ꜳ slikar rædr og hardnar helldr til Þrænda af slikum fortaulum. Og eitt sinn er Magnus konungr þa veizslu inn j Þrandheime þa var þar med honum Einar fostri hans og Kalfr Arnason. þa mællti konungr eirnhuern dag til Einars. forum j dag jnn a Stiklastade og seg oss jnneliga atburdi þa sem þar hafa ordit og þar sem konungren fiell og j huerium stad huerir merkismenn stodu og segit mier huar huergi tidende hafa giorzt. Einar segir. herra kref Kalf þessa han mun vita. nærre var han þa stadr er þesse tidende giorduzt og mun honum myklu kunnara þar vm vera og mun hann kunna ath greina huar stor(ti)dindin giorduzth j huerium stad. Þa mællti konungr til Kalfs. far nu jnn a Stiklastade og seg oss jnneliga þar vm atburdi. Kalfr segir. þier skulit rada herra segir han en eingin þorf þætti mier þar ꜳ vera. fullhugkuæmt mun ydr vm vera þau tidendi sem þar hafa ordit þott eigi se nu endrnyiat j frasogn. og er nu betr fallit herra at hallda trausti vina sinna er nu er(u) adr fullkomnir sem vert er j allre þionostu til yduar. enn mier þikir likligt ath litid batne vm vit slikt. Konungr segir. fara skulum ver. Og er Kalfr sier ath fỏren mun takaz þa segir hann sueine sinum hliott og mællti. far þu vt ꜳ Eggiu sem huatazt og seg monnum minum ath þeir bui sem tidazt langskip mitt med monnum og vopnum og lata huern hlut er þarf ꜳ skipe vera j kuolld og alla gripe mina. Og nu rida þeir Magnus konungr ꜳ Stiklastade og mart annara manna. og er þeir komu þar spurdi konungr jnneliga ath atburdum edr huat j huerium stad hefdi ath borit. en Kalfr segir konungi þat er hann spurde en huergi leingra. og fanzt þat þo ꜳ at han vissi giorla til. og foru þeir vida vm vollinn þar sem bardagin hafde uerit. Þa mællti Magnus konungr. huar fiell Olafr konungr fadir minn. Hier so segir hann. og stakk nidr ỏxarskapteno. Konungr mællti. huar varttu þa. Ecki fiarre þui vid stondum nu herra segir Kalfr. Konungr mællti. taka munde ox þin þa til fodr mins. Og veik konungr fra j þui og giorde dreyraudan yfirlizt. en Kalfr snyr þa til hestz sins og skilzt nu þar vid konungen. ridr sidan vt ꜳ Eggiu til bu(s) sins og tekr þar langskip er hann atte og hiellt þegar vt ỏr Þrandheime og sidan vestr vm haf til Orkneyia. Þorfinnr jarl red þa fyrir Orkneyium og atte Jngebiorgu Arnadottur systur Kalfs. Og for Kalfr med þessum hætti vr lande sem nu var sagth og fyrir reide konungs.

Og nu eptir þetta hardnade konungr miog vid Þrændr so ath sumir letu alla eign sina og enn fleire stucku ỏr lande so sem Kalfr en sumir gulldu fe. Þat þoldu bændr illa og hofdu stefnu med sier jnn j Þrandheime og mællto sin j millum. huort mun konungr sia ecki hof ꜳ kunna vit þa. og letuz giort hafa storrædi vm minne |[15] sakir. og er þetta skom mikel ef Þrændir skulu hafa verra rett enn annat landzfolk og eru þa miog aldauda vorir frændr og forelldrar er eigi letu sinn hlut vm log fram. og hafa Þrændr verit kalladir leingi hỏfut Noregs en nu skal so hraurna at nu eru þeirra lond gior ath herlondum. Þrændir voru þa og rikir menn en nu skulu þeir vera þrælar konungs greifa hier j Noregi. Hier voru vit staddir nockurir vinir Magnus konungs og ræddu nu þetta sin ꜳ mille eda huersu þeir skylldu med fara. vrdu ꜳsattir vm þat at osynt (væri) huort bændr þættizt bera mega ef sliku hiellde fram. og þotti nu vinum hans þaurf ꜳ ath nockur segdi konunginum huar komit var og þetta hial Þrænda og fysti huar annan til ath segia konunginum enn eingin villde sialfr. Toku sidan þat rad ath þeir baro hluti j skaut og hluta eptir manntale huer vpp skal seigia. og nu kemr vpp hlutr Siguaz skalldz er leingi hafdi verit med Olafi konungi en nu var handgeingin Magnusi konungi. Þa orte Siguatr flock þann er kalladr er Bersoglis[16] flockur og stendr þar j.


Var eg med gram þeim er gumnum
gull baud drottinhollum
nafn fieck hann en hrofnum
hræþus konungs æfi.
fullkoskum sa eg falla
franeggium son granum
gaf margan val vargi
verdund konungr suerdum.


Þessu veik hann til Olafs konungs og sagde fra hans afreksverkum er var kunnigt vm og litr nu en j kuodskapnum vm huad hann ꜳ ath ræda og huath hann leggr hellz til rads.


Fylgda eg þeim er fylgiu
femilldum gram villde
nu eru þegnar fridar fegnir
fodr þinum vel minna.
varath a hæl med hiorfi
hlid þars og stod j millum
þresin skal med hrisi
hers folki uit þocka.


Geck med moden mykla
Magnus allt j gegnum
ferd þar er flotnar baurdoz
fadir þinn lide sinu.
varde hart enn hiortu
hugfull vid þath syslu
Olafr let so jofra
erfuidr fram ath huerfa.


Nu vikr hann hiedan j fra sinne frasogn til hofdingia þeirra er agætaztir hofdu verit j Noregi og ath þeir hielldo log sin vid bændr.


Hiet sa er fiell ꜳ Fitium
fiolgegn og red hegna
heiftar ran en honum
Hakon firar vndar.
þiod hiellt fast ꜳ fostra
fioldrif logum sidar
enn eru af þui jnne
Adalsteins bęndr seirne.


Rett hygg eg kiosa knatu
kallfolk og so jalla
af þui ath eignum lofda
Olafe frid gafu.
Haralldz arfe let hallda
huarfdyggr og son Tryggua
log þau lyder þagu
logiofn og af þeim nofnum.


Nu getr hier þess er Magnus konungr kom j land ath han for med fridi og stillingu vm alla hlute og vrdu menn honum storliga fegnir.


Vorum med þier þeingill
þat haust er komt austan
vngr stiller mattu alla
jord hegna so fregnar.
himin þottuz heidar
hafa er landa krafde
lofdungs byrr og lifdir
landfolk tekit hondum.


Og er Siguatr hefir auisat sem heyra matte huersu mikell fỏgnodr monnum vard ꜳ j fyrstu er hann kom j land. og syndi þat huersu miken astarþocka folkit lagde til hans. og kuodu sig skylldan til vera til ath seigia konungi þa hlute er rædir voru og hann vardar ath vita er hann vard suika vis af suikum bænda[17] uit konung og letz so fyr giort hafa þa er hann var med Olafi konungi faudr hans. sem hier segir.


Fodr Magnus læt eg fregna
folgen jofurs bolga
ord þau en eyro heyrdu
ora suik hue foro.
mal bar eg huert af heilum
hug þuiat eigi brugdumz
eg vissa þa ossa
otta lanardrottne.


Skulu radgiafar reidazt
rydr þat konungar ydrir
drottens ord til dyrdar
dỏglingr uit bærsogli.
hafa kuozt log nema lyge
landherr bændr verre
endr j Ulba sundum
onnur en þu hiezt monnum.


Nu bidr hann konung ꜳ minnazt hueriu han hiet monnum þa fyrst er hann[18] kom j land og segir nu vmrædu lydsins huersu virdizt. ath han þotti eigi hallda ord sin og heit j alla stade. og vinir hans voru hræddir vm huersu fara munde ef hielldu fram huort leingi mundi trutt vera j landinu.


Gialltu uarỏga uelltir
uidr þeim er nu fer hiedra
þiof skal hond j hỏfi
holda kuitt of stytta.
vinr er eg varmra benia
vorỏd buds en hlidit
tar muteris teite
til huath bumenn vilia.


Huer eggiar þig hoggua
hialldrgegna buþegna
ofrausn er þat ræsi
jnnanlandz ath vinna.
angr hafde so vngum
adr bragningi radit
ran hygg eg reckum þinum
reidr er her konungr leidar.


Hætt er þui er aller ætla
adr skaltu uit þui rada
Haralldz menn er eg heyre
hot skiolldungi j mote
greypt er þat er hofdum hnepta
helldr og nidr fellde
slegit hefir þogn yfir þegna
þingmenn nosum stinga.


Huer eggiar þik harre
heiptar strangr ath ganga
opt rydr þegnum þinum
þunn stal og bakmalum.
fastordr skyli fyrda
feingsæll vera þeingill
hefir heit ath riufa
hialldrmagnadr alldri.


Eitt er mal þar er mæla
minn drotten let sina
egg ꜳ odal þegna
aufgazt buendr gofgir.
raun mun seggr ef sina
selr vt j þui duelia
fꜳrs ath felledomi
fulleidr konungr greifum.


Þat uggir mik ef þessu er fram halldit ath hann mune lata verda landit fyrir hofdingium. Og enn kuat hann visu.


Syne Olafs bid eg segia
sid kueda aptans bida
oframs sỏk medal ockar
allt hagligt so male.
erom Magnus ver vegnir
villda eg med milldum
Haralldz vardar þu hiorfe
heyk eilifa ath deyia.


Og nu seigir han huersu mikenn soma Olafr konungr gerdi honum þa er hann var med honum.


Olafr let mig jofra
oryr framazt dyrda
urdu driug ens digra
drottens þing med hringum.
gull bar eg jafnt vm allan
alldr og heruerk sialldan
hrygg ꜳ huorutueggiu
hendi flotna sendis.


Og enn kuad han.


Siguazs hugir er hitteg
Hordaknuzs j |[19] garde
milldr nema miog vel skallde
Magnus konungr fagne.
for eg med fedrum þeirra
feck mer vngan tunga
gullz var eg en med ollu
oskeggiadr þa beggia.


Þuilik kenningarord voru j kuædinu vit konung ath han skyllde hallda log þau er fadir hans setti og hann sialfr hiet monnum þa er han kom j land. og minnir hann ꜳ þath at hann hafde þa alla menn j frid tekit vid sig þa er honum var konungsnafn gefit þo ath adr hefde verit j mote Olafi konunga fodr hans. Nu hyggur konungr ath þessum radum og aminningum sem Siguatr skalld hefir til skipat j kuædenu. verda þa og margir gỏfgir menn og godgiarnir ath stydia þessi heilrædi med godum tillogum. og med þui ath konungr var bædi vitr og godgiarn og stillte sig vel þott honum væri mikid i skape. Sidan var stefnt þing fiolment og var nockut med freku sett j fyrstu j ꜳlỏgum vit bændr. Þa stendr vpp eirn madr ꜳ þingino er Atli hiet og mællti eigi fleire ord en þesse. so skorpnar skor ꜳt fæti mer ath huergi ma eg or stad komazt. Þessi ord hugsudu konungs vinir med sier og huad hier mundi j bua. og med þessum hætti var slitid þingino þann dag. og bad konungr þar alla finnazt vm morginen eptir. og þottuzt menn þa finna j ordum konungs at gud hefde þa mykt skap hans og var þa freka snuit til myskunnar. Og annan dag vndruthu menn er konungr var þa so linr og voru þa miukar tỏlor til landzmanna og so til Þrænda sem annara. hiet konungr þa ollum monnum gæzsku og fride og efndi þat æ hetr. og afladizt honum af þui mikillar frægdar og vinsælld og giorir þa annad sinne sætt vid bændr og fyrirgefr ollum þat ed mykla mal er adr hafde han vid hataz. er þeir hofdu giort ofrid og barizt j mote enum helga Olafe konungi fodr hans. Og giorizt Magnus konungr hiedan fra so astfolgin ollu landzbueno at menn þottuz vnna honum hugastum og var hann kalladr Magnus en gode.


Um Magnus konung

5. Magnus konungr kom Raugualldi[20] Brusasyne til rikis vestr j Orkneyium og gaf honum jallz nafn. og vm hans daga sidan giordizt ofridr mikell j milli Rognualldz jallz og Þorfinnz jallz fodrbrodr hans og vrdu þar vm morg stortidendi sem segir j Jarlasogum. Han for sidan vestr þangat elfdr af Magnusi konungi og hafde bædi mikit lid og fritt ỏr hird Magnus konungs og for med brefum og jnnsiglum hans til Kal(f)s Arnasonar med þessum ordum. ath Kalfr skyllde vera vel kominn j Noregi og na ollum sinum eignum ef han villde veita lid Roguallde jarle. Kalfr suarar ꜳ þa leid. kuad sier þikia nockod med hættu vm stadfesti skaps Magnus konungs sem hann hafde nockut til reynt þa fỏr er hann lagde sig til vingunar vid hann eptir þui sem hann kunne. og var hann boren j rog so ath hann matte þa eigi vid halldaz. Rogualldr jall mællti. heyrt munttu þat hafa ath konungr hefir nu enn ꜳ nyialeik gefit vpp þat hid mykla mal ollum monnum er þier felldoth fodur hans fra lande og em eg sannfrodr ath þui ath þu muntt nu mikla virding vpp taka med konungi ef þu kemr þar. So lætr Kalfr sem hann heyrd ecke þott Rogualldr jall tale sligt og leggr fra skipum Rognualldz jarls og j eirn leynivog skamt fra flota jalls og sidan leggiaz þeir ath hart Rognualldr og Þorfinnr og beriazth. en Kalfr var hia og sꜳ ꜳ leik þeirra og geck Rognualldi jarli betr soknin. Og var drepit mart af lide Þorfinz jallz og hann sialfr rekin ath lande. og þa er hann huar Kalfr er og mællti. huad er nu Kalfr virdir þu nu meira bref konungs enn magsemd vid mik. gior nu so mannliga og fylg oss og veit oss lid. Kalfr segir. so skal ok vera sem þu beidir. en vita (villda) eg huat þier þotte skipta med huorum eg væri. Kalfr leggr nu til bardagans med Þorfinne og verdr nu mannfall mikid med huorumtueggium. Og j þeirre atlỏgu leggr Rognualldr so hartt sitt skip ath vpp geck ꜳ skipen Þorfinnz er fyrir voru og vard skipit fast vndir Rogualldi jalli. en þeir Þorfinnr herda þꜳ ath honum og leitar Rogualldr jarl vndan og kemzt ꜳ annat skip og leggur so ꜳ flotta. Eptir þat skilst flotenn og hefir þessi orrostu verit fyrir Raudabiorgum. En fra Kalfi er þath ath seigia ath hann legst j hernad eptir þenna bardaga og giorizt vikingr mikill.

Nu er fra þui sagt at eitthuert sinn for Magnus konungr med lande. sem Arnor jallaskalld seigir.


Sidan vann þa sudr med lande
siklingr ytte flota myklum
skide var þa skridar audit
skordu rende visundr nordan.
safnazt bad til huerrar homlu
hrædaz menn vid ættarklædi
giuku þotte gỏfỏgt ecke
gerzskum malma Petu hialma.


Liotu varp ꜳ lyfting vtan
laudri biflzt gall hid rauda
fastliga hneigdi furu geystri
fyris angr og skeidar styra.
stirdum hielldu Stafangr nordan
stalum bifdiz fyrisalar
vppi glodu elmas typpe
elde glikk j Danavellde.


Hier er nockut til visat vm ferdina hans. Nu kemr konungr j Limafiord med lid sitt. og er Hordaknutr spyr þat. þa fer hann þegar j mot honum med myklu lide med streingleikum og med allzkonar fegurd og pryde. bydr hann nu Magnusi konunge heim til sin og þat þiggr hann. og foru nu aller saman heim til Hordaknutz konungs. Og er þeir kuomu ath hollunne þa mællti Knutr konungr til Magnus konungs. þier skulod furre jnn ganga herra og ydr skal veita fyrre alla þionozstu og tign. Þa mællti Magnus konungr. eg se giorla huersu mal þetta skal fara. þa eg em j Noregi og sækir þu mik heim þa skal eg fyrre ganga og fyrre skal mer veita alla þionustu. en nu skulu þier fyrre ganga er eg er hier komin. og sitia fyrre og drekka fyrre og taka fyrre alla þionosto og tign. þuiat mier synezt þat likligazt ath huors ockars folke mune mest ꜳstud ꜳ vera sinum konunge og |[21] mun þetta vera aufundarlausazt af huorumtueggium at so se med farit. Knutr[22] bidr hann rada. og geingr jnn sidan og setzt j hasætid en Magnus konungr hid næsta honum ut j fra. Þui næst kemur Alfiua j hollena og fagnade uel Magnuse konungi og kuozt allan soma vilia honum veita. skenker honum sidan og bidr hann drekka. Magnus konungr segir. fyrst skal Knutr[23] drecka og honum skal fyrst alla þionostu veita. Sidan fær hun Knuti[24] hornit og drack (han) af og mællti vid er hann kastade nidr horneno. eigi skyllde. eigi gat hann leingra mællt og æpti sidan til bana. Og syndiz nu þesse suik Alfiuo vid Magnus konung þuiat hun hafdi honum ætlad þenna daudadryck. enn hun var þegar ỏll j brut og matti henni þui ecke hegna. Þesse atburdr vard ꜳ setta ꜳre Magnus konungs er Knutr[25] fieck bana er bædi uar þa ordinn konungr yfir Danmork og Englandi. Tueimr uetrum fyrr hafde andazt Haralldr konungr brodir hans uestr j Einglandi sonr Knutz ens rika er þeir hofdu konungdom tekit epter faudr sinn. En sidan tok Knutr[26] Eingland epter Haralld og atte .ij. uetr huorttueggia og Danmork. En efter lat Hordaknutz[27] eth sama vor var tekinn til konungs j Einglande Jatuardr en gode son Adalrads konungs brodir Knutz[28] sammæddir. modir þeirra var Emma dottir Rikarda Rudujalls systir Rodberttz langaspiotz fodr Viliams bastardz Rudujallz. Jatuardr var uigdr til konungs paskadag hinn fyrsta. Magnus konungr for nu heim til Noregs af veizlu þeirra er ætlod hafde verit. og eirn dag er hann sat j holl sinne og vard monnum rætt vm þau tidendi er giordz hofdu litlu adr og er bord var j burttu þa stod konungr vpp þegar og mællti. þat viti gud og hinn heilage Olafr konungr ath nu skal eg eignazt allt Danavelldi eptir þui sem skildagar stodu til med Knuti[29] konungi og oss eda falla ath ỏdrum koste. sem Arnor segir.


Ꜳkaflig vard jarla
ordgnokt su er hier drottne
fylde efnd nu er ylgiar
angrtælir red mæla.
ad fram j gny grimman
grafnings od klo hrafne
fus letz falla ræsir
feigr edr Danmork eiga.


Þat sama sumar for Magnus konungr med lide myklu sudr til Danmerkr og fer vida vm land og þydde sier folkit og stiornade allt med lỏgum og sidum. og helldr sidan til Vębiarga og hefir þar þing og ꜳ þingi uar hann til konungs teken yfir allt Danavellde og mællti eingi madr j mote honum. Han for sidan yfir riked og sette hofdingia yfir til landzstiornar med sier og er han vm uetrin j Danmork. sem Arnor seigir.


Nade siklingr sidan
sniallr og Danmork allre
mattr og dreingia drottens
dyr Noregi ath styra.
vngr hefir annar þeingil
adr so nogu lade
braskat bragnings þroska
barnvngr vndir sig þrungit.


Hier getr og þess ath Magnus konungr for af Noregi til Jotlandz þa er han kuad visu þessa.


Segia mun eg hue Sygna
snarfeingian bar þeingill
hallur var hrime sollen
hlebordz visundr nordan.
sette blidr at breidu
byrdings meginþinga
fus tok aulld vid æsi
Jotlande gramur branda.


Og hit þridia sumar for hann aptr til Noregs.

Og er hann lꜳ j Elfenne vid Konungahellu þa kemr til hans af Gautlande einn jungr herra. þessi madr hiet Sueirn son Vlfs jarls Sprakaleggssonar og son Astridar þeirrar er var systir tueggia konunga Knutz ens rika og annars Olafs ens suenska. Fadir hennar var Sueirn konungr tygiuskegg enn modir hennar var Sigridr en storrada er fyr hafde atta Eirekr konungr en sigrsæli. Sueirn hafde þa dualizt vm hrid j Suidþiod med frænda sinum Aununde konungi Olafssyne. Sueirn for med fagrmælum j millum og heimte sig so til vinattu vid Magnus konung og leitade eptir sæmd ef hann vill fa honum edr nockuru lene sem hann var til boren. þuiat Vlfr fadir hans hafde jarll verith j Danmork enn Sveirn hafde feingith ỏngua sæmd af Knute konungi fyrir vig fodr sins. og heitr hann nu Magnusi konungi ollum sinum trunade og vinfeinge ef hann villde sæma hann j nockuru lene til forrada og mællti eigi frekliga til. Magnus konungr ahlydizt vmmæle Sueins og fann at hann var vitr madr og virduligr synum og hugde ath hann munde so nockuth j trunade og vinfeinge sem hann var asyndar. Magnus konungr tekur hann nu til sin og duelst hann med konungi vm hrid.

Og eirn dag vid dryckiu gaf konungr honum skickiu sina er skoren var af enum dyrazsta gudvef og þar med eina skal fulla af miod og bad hann drecka motzminne. og hier med segir konungr vil eg gefa þier jallznafn og þuilikt af landzgædzslu j Danmork sem þa vilium uær hafa ꜳ kuedit er vær komum þar. Sveirn tekr vid skikiunne og kastar eigi yfir sig gefr þegar einhuerium sinum manne og rodnar vid miog. en hann skikir sialfr grafelld eirn islenzskann. Og er Einar þambaskelfir sier þetta þa mællti hann. ofiall ofiall fostri segir hann. Konungr segir styggilega. fꜳtt ætli þier ath eg kunna ath lita og ongua mannraun mune kunna ath þui at ydr þiker sumt ofiallar enn sumt ecke ath manne. Einar let þa vera kyrt og talade ecke vm leingr. En næsta dag eptir adr messa var sungin þa lætr konungr taka skrin med helgum domum þeim sem j voru. sidan bad hann Suein jarl ath hann geinge til ath sueria sier trunadareida. Hann giorde sem konungr beidde. Skillde Magnus konungr so fyrir eidstafinn þa er jall lagde hendrnar ꜳ skrinid ath hann skyllde hallda trunad sinn uid Magnus konung og rikis hans auka j alla stade en huergi þuerra. vera vndir hann skylldr og skeyttr j ollum hlutum medan þeir lifdu badir. sem skalldit kuad visu þessa.


Sialfr var austr j Elfi
Vlbs mogr og hiet fỏgru
þar red Sueirn ath sueria
sinar hendr at skrine.
red Olafs son eidum
att hafa þeirra sattir
skemra alldr en skyllde
|[30] Skanunga gramr honum.


Sidan for Sueirn jarl med Magnusi konunge. og er ꜳ leid sumared þa foru þeir sudr til Danmerkr og fær Magnus konungr þa jalle valld og riki j Jotlande er mega er allz Danavelldis. Þat er first Noregs rike en næst Vindum og Soxum er mikenn ofrid veittu Daunum jafnan. Sidan for Magnus konungr aptr til Noregs og sat þar vm vetrin j Nidarosi og veitti þar jol sin. Þa hafde Magnus konungr skip þat er atth hafde fadir hans og styrt er Visỏndr var kalladr og þui skipe var Olafr konungr vanr ath styra huert er hann for ef hann for eigi ꜳ lande. Þat er nu fra Sueini jalli sagt ath þann sama vetr eptir jol j Uebiorgum stefnde hann þing. og þa talar jall ꜳ þingeno og let ath eigi væri osandligt at Daner þionỏdu honum helldr enn Nordmanna konungi. þui hier er ætt min og edli sem þier vitid og ollum monnum er kunnigt vm mina sidu og skapsmune. en þat verdr torsott þott konungr sia se vel sem þat er ollum kunnigt ath hann er godr konungr ath þiona vndir Nordmanna konung. og vil eg bidia ydr ættarnafns og uera konungr yfir Danmork og heita ydr þar j mote minu trausti og þar med fegiofum og fullkominne minne vinattu. Ogh ꜳ þui þingi gafu Daner honum konungsnafn og eignadiz þa at yfirfor Sueirn og skottum mestan hluta allz Danavelldis.

Magnus konungr spyr nu þesse tidende er vora tekr og bydr vt vm sumarit af Noregi halfum almenninge ath lidi og vistum og for sudr til Danmerkr þegar onduertt sumar. Og er Sueirn konungr spyr þat þa treystiz hann eigi lidsalfa og for ỏr lande og vpp j Suidþiod a fund Aunundar Suiakonungs frænda sins og elfdiz þadan at lide vm sumarit. En er Magnus konungr kom j Danmork þa refsar han landzmonnum er þeir hofdu tekit annan konung og tekr fe af morgum. en sumir flydo[31] ỏr lande fra eignum sinum. suma let hann drepa. Sidan sigldi hann med flotanum yfir til Vindlandz og kom med herinn vt ath Jomune. geingu þeir ꜳ land vpp og heriỏdu og brendu þar bædi bygdir og menn. og giorer þar mikenn hernad og vinnr þar storuirke mikil. sem Arnor seigir.


Vann þa er Vindr of minner
vopnhrid konungr sidan
suefns ofan af Jomni
illuirkia hræ stille.
buk dro bralla steiktan
blodigr varge af glodum
rann ꜳ oskird enne
allfrekr bane hallar.


Nu vikr Magnus konungr aptr hernum til Danmerkr. og er þeir koma fyrir Ræ ꜳ Vestlandi þa liggia þar fyrir morg stor uikingaskip og slær þar þegar j bardaga og feck Magnus konungr þar sigr. s(kalldit) kuad visu.


Fus let ꜳ Ræ ræser
ramþing hatt gamla
virdum rautt fyrir vidu
Vindlande gramur branda.


Og er Magnus konungr kom j Smaland þa sendir hann aptr Nordmennina en hann sialfr duelst þar eptir.


Um hersaugu til Magnus konungs. fra j(arli).

6. Og þetta sama haust þa er Magnus konungr var staddr j Jotlande þa var honum sỏgd hersaga ath Vindaherr giordizt ꜳ hendr honum og þættizt sin hefna eiga. Og þegar j stad sendir Magnus konungr vm allt sitt riki j Danmork og fer j mote þeim dag og nott sem mest ma hann. þuiat honum er so sagt at Vindaherrinn fer ospakliga brennir allt og bælir þegar hann kemr j Magnus konungs riki. Magnus konungr kemr j gegn þeim fyrir sunnan Skotborgar ꜳ. og verdr hier frasogn ath huilazt fyrst þuiat eigi ma allt senn seigia. Magnus konungr er nu ahyggiufullr þuiat lidsmunr er mikell so at menn seigia sannlega ath eigi se færre en .lx. vm eirn. en konungr vill þo fyrir onguan mun flyia. en allillr kuittr er j þeim Daunonum og þiker þeim sier styrt til voda.

Nu er hier til ath taka j ỏdrum stad ath Otta hiet hertogi eirn rikur sudr j Saxlande storaudigr ath fe. hann var bædi frændi keisarans og fostri og alldavinr hans. roskr madr var hann so ath varla fieck hans nota og bardagamadr mikell. En Magnus konungr j Noregi atte sier systr er Vlfilldr hiet og var dottir Olafs konungs. frid kona var hun synum og foruitra ath hyggiu. Og eitt sinn er þeir rædduzt vid Otta hertogi og keisarenn frændi hans þa tok keisaren so til ordz og mællte. nu vil eg senda þig nordr til Noregs ꜳ fund Magnus konungs brodr hennar og leita þessa mals uid bædi þau ef þier lizt kona eptir þui sem oss er fra sagth og synezt ydr oss þetta sæmiligt rad. Hertỏgen seigizt fara skulo huert er hann vill. Og eptir þat fer hann til Noregs og kemr hann j Vikena og er Magnus konungr eigi þar. en Alfiua er þar þa j Vikinne og giorir veizslu j mote hertuganum. þuiat han var frædemadr mikell og agætr. Og eirn dag uid dryck spyr hertogin Alfiuo huort systir Magnus konungs væri þar med henne. Alfiua kuad hana at visu þar vera. hertogin letz villdu sia hana. en hon mæler þui ecke j mot. Og eirn dag vid snæding lezt Alfiua bua dottur sina vel og med allri fegurd og pryde. su var eigi samfedra vid Suein konung. Og er hertogin setz til snædings þa sitr þesse mær hid næsta honum og skorte eigi ꜳ henna gull og gersimar og þui likazt sem god væri sætt ꜳ stalla. Hertỏginn litr ꜳ hana vm stund og rædir med hana og virdir so fyrir sier. ath huorke se forkunnligt ordafar hennar ne vizska og ecke so frid synum sem hann hugde til og honum var fra sagt. og let hann ecke vm talad malid og synezt ecke konungi fellt vera þetta kuonfang. en Alfiua sagde þessa vera systur Magnus konungs. Hertogin snyr nu heimleidis og finzt ecke vm þessa konu. Og er þeir keiseren finnazt þa seiger hertogenn honum sitt erend og sagde myklu minna vert vm konu þessa en þeir hugdu. Keiseren segir. nu fyrir[32] sakir goduilia þins vit oss og vinattu ockarar og þar med frændsema |[33] þa vil eg ath þu farer annad sinn og bidir hennar fyrir þik og þier til handa med vorre ordsending og ma vera ath konungr vnne þier þessa rads med minne ordsending og vmmælum. en þott þier litiz eigi konan eptir þui sem þu ætladir edr oss var fra sagt þa synizt mer þo flestum monnum þat sæmdarrad at fꜳ þann kost fyrir mægda sakir fyrst uid Olaf konung hinn helga og so vid Magnus konung brodr hennar. Hertuginn fer nu j annat sinn. og er hann kemr j Noreg þa er þar fyrir Magnus konungr og finnazt þeir hertogin og fagnar konungr honum vel þuiat konungrin hafdi marga goda hlute og agæta spurt fra honum. Og er hertogin og konungr tỏloduzt uid med dryck þa spurde hertỏginn ef konungr ætte sier systr nockura samfedra vid sig. A eg ath visu seigir konungr systr þa er Ulfhilldr[34] heitir og er dotter Olafs konungs. Hertogin mællti. þat ætlum uær herra ath þier lofit ath vær sæim hana og rædum uid hana. Leyfa skal þat vist segir konungr. Annan dag eptir geck Magnus konungr og Otta hertogin þangath sem hun drak og stod vpp j mote konunge brodr sinum og fagnar þeim vel. og setz hertogin hia henne og talazt þau vid og finnr hertoginn bratt at sia kona mun vera langt vm þa fram sem hin fyrre er honum var og sogd systir Magnus konungs bædi at viti og vænleik. og er han hafde vid hana talad j þui sinne sem honum likade þa ganga þeir j brutt. og sier hertỏginn ath hann sier(!) vid brogdum vm kominn og Alfiua hefir ætlat ath suikia hann j maleno ef hann hafde eigi vid sied. Hann etr vid sik radunum huort han skal bidia hennar sier til handa edr keisaranum og sier þath ath keiseren mun sia kunna ath honum mun sia kona allmaklig fyrir allra hluta sakir. og þat kys hann þo at bidia hennar ser til handa med ordsending keisarans. Magnus konungr seigir ꜳ þa leid ath seint feingizt henni jafnræde og eigi vist ath þess mætte bida vm giaford hennar. en ef þetta samþyckir lidit og modir min þa ma ꜳ slikt lita þuiat marga goda hlute og stora og agæta hofum vær fra ydr spurda. Nu kemr hertogin miog opt ath male vid konungsdottr og so konung. og fulltingia honum margir storir hofdingiar. heimte han sig fram med fegiofum og vinsældum vit folkit. og þar kemr og ath konungr af hlydizt og er Vlfilldr gipt honum med myklum soma. og sidan fara þau sudr til Saxlandz og til þeirra borga er hans valld var yfir. Han var allra manna audigaztr madr ath fe og manna milldaztr og huataztr. Hertogin hefir nu ecke til fundar farit vid keisarann frænda sinn so ath hann sækte han þꜳ heim edr hans menn ok setz nu heima vm kyrt. Og nu sendir keisarinn menn sina til Otta hertuga og bydr honum til sin med vinmælum og letz (vilia) hitta han. en hertogin segir so. letz eiga fiolskylldusamt og letz eigi fara mega so buit fyrir vandkuædum manna sinna. og hafde verit ofridr mikell j riki hans. Þeir fara nu aptr er sendir voru og seigia konungi so buit.

Þess er uid getid eitt kuolld ath þar giordizt sa atburdr med hertoganum þa er han sath med vinum sinum j hỏllunne og Vlfilldr sath hia honum j hasætino. ath þar syndizt med þeim hætti ath madr eirn geingi j hallardyren og hefde danskan hatt ꜳ hofde og geck jnnar miog ath hasætinu og sidan vtar aptr og j brutt og mællti ecke ord. Þa mællti hertogin uid drottninguna. kendir þu mannen konungsdottir segir han. Hun suarar. skal egh segia þerra eptir þui sem mier syndiz. Ja segir hann. þat skalttu j orlofi giora. Hun segir. likur syndiz mer kampenum fodr mins er nidr tok vndan skugga hattarens og kann vera ath Magnus brodir minn þikizt þurfa lidsinne yduart. En Otta hertogi hafde litlu adr komit vr bardaga og var hann sar miog og þa en eigi groin sarin. og segir þetta. veita skulum ver Magnusi konungi lid slikt sem ver hofum til og eg til vinzt. Konungsdottir segir. þier erud nu herra litt tilfærir segir hun nema hinn helgi Olafr konungr fadir minn grædi þik skiotara en likendi þætti ꜳ uera. Eigi skal þetta fyrir standa segir hann og trui eg so vel ef þetta er eptir þui sem þu segir ath hinn helgi Olafr konungr fadir þinn hafi hier komid ath oss mune ecke til saka. Hann sprettur þegar vpp ỏr sætino og bidr riddara vopnazt sem tidaz. Sidan tekr konungsdottir linda eirn er att hafde Olafr konungr og lagde uid sar hertugans. og tok vr allt vanheilendit þegar og alldri sidan vard honum mein ath þessum sarum. Otta hertogi fer nu sidan med lid sitt vnzt hann fann Magnus konung ꜳ Hlyrskogs heidi. og tekur hann vel vid magi sinum med allre blidu og verdr feginn hans þarkuomu. Heidingiarner hofdu ogrynne lids sem fyr var sagt og var lidsmunn allmikell og var illr kurr j Donunum og sogdu ath konungr þessi villdi stefna þeim til bana. Konungr er fyrir þui ahyggiufullr og harmar hrygd þa er hann sier ꜳ monnum sinum en letz alldri villdu flyia ef nockurer villdu fylgia honum eda samþyckiazt vid hann. þo þikir honum nu wænna[35] er Otta hertogi er kominn ath veita honum lid. Þar var þa med Magnusi konungi Einar þambaskelfir fostri hans. han mællti til konungs og bad hann hugsa eptir vanliga vm tiltekiur Dana. þuiat þier eigit mikit vndir þeim huersu þeir vilia duga. Og nu taka þeir þat rads konungr og Einar ath þeir fara leyneliga eitt kuelld og dyliazt j herinum og kenndu menn þa eigi þuiat þeir hofdu breytt buningi. Þa heyra þeir ath eirn danskr madr tekr til orda og mællti. huar muno þeir beriazt ætla. Annar segir. eg veit þat giorla hier vit ana. Þa seigir sa er spurt hafde. hier villda eg þa vera uid skogin þa berzt sꜳ er beriazt vill en hinn felr sig er feltmta(!) vill. Þa mællti Einar til konungs. hier megit þier nu herra heyra ad sia seigir margra vilia og ætlan en danske. nu munda eg þat rada ath setia þar fylkingar ath þeir nædi eigi so skiott skoginum sem þeir villdu. Konungr kuad so vera skylldu. |[36] Skamt j brutt þadan var eirn litill bær. og bidr Einar konungen ath þeir geinge þangath og siai til ath bonda væri ecke mein giort. þuiat hann ꜳ litla eigo. Þeir geingo og giorde bonde þeim mikenn fagnath og gaf þeim vin gott. og eptir þath lagdizt konungr nidr og sofnar bratt. Og þegar vitraz honum draumr edr eigi sidr vitran. hann þottiz sia fodr sinn ꜳ huitum hesti og þotti hann mæla vid sig. statt vpp hartt og fylk lide þinu. ærid lid hefir þu ath beriazt j mote heidnum monnum þuiat eg mun beriazt med þier. þa er þu heyrir hringt Glỏd nordr j Þrandheime þa mun eigi leingr þurfa ath bida min þuiat hun skal vera ludr minn j dag. Konungr waknar[37] eptir þetta og segir Einare fostra sinum ath þeim wæri[38] sigri heitid og kuad þa gott erendi hafa þangath hafth til bonda. fara sidan aptr til lids sins og sa ath menn laga wndir[39] skiolldum sinum og bidr konungr þa wpp[40] standa. Sa madr var þar med konungi er Oddr hiet og var Gellisson. hann hefir sagt suma hlute fra þessum tidendum.

Hertogin fyste konung ath beriazt og lezt vel segia hugr vm ath þeir munde sigr fꜳ. og var allt lidit med vopnum vm nottina ꜳ Hlyrskogsheide þuiath þa var Vindahersins von alla vega ath þeim. Magnus konungr kallade nu hatt og bad menn vpp standa. ver[41] skỏlum sigr fꜳ þuiat hinn helgi Olafr konungr fer med oss. Og j þui bili heyrdu allir klucknahliod vpp j himenenn yfir sig og kennir Magnus konungr og allir Nordmenn ath þath hliod var sem j Glỏd nordr j Þrandheime. og uid þetta snyr af lideno allan otta og hyggia aller ꜳ þessar jarteignir og eingi hrædist nu vm sitt lif huort sem heidingiar eru fleire edr færre. Þa steypir Magnus konungr af sier brynionne er hann var j og hefir ecke klæda nema eina silkeskyrtu. oxi hafde hann j hende sier er fadir hans hafde atta er menn kalla Hel. Ogh j þessum þys kemr þar bukall eirn og bryst fram j milla manna og kuodz eiga skylt erendi vid konunginn. Sumir menn hrinda honum en sumir hrinda honum ath konungi og greida ferd hans. Einar þecker mannen og bidr[42] ath hann gange sem hann vill. Og er bonde kemr fyrir konungen þa mællti konungr. huat villtu bonde. Han seigir. eg vil segia þier draum minn. eg þottumzt sia Olaf konung rida huitum beste med ollu konungsskrude og sagdiz ydr skylldu lid veita og bad ydr setia ꜳ langa fylking og fylke þyckuazt j midia og bad ydr þar vera en lata siga at vtan armana[43] ath fylkingum Vinda. so ath þeir mætte eigi flyia. og kuodz mundu syna merke sitt fyrir lideno. og ath þu gruner eigi mina sogn þa hefe eg sannar jarteignir til ath sanna sogu mina. Og syner konunge þær jarteignir er hann ma eigi vid dyliazt. Konungr verdr þessu allfeginn og gaf bonda fe miked. Magnus konungr skipar Otta magi sinum j fylkingararm annan og lide hans en hann sialfr er j midre fylking sem fadir hans hafde mællt.

Eirn madr af Vindahernum uillde beriazt vm aptanen og vekur hann leiken. en honum var þannueg farith ath hann var mestr og sterkastr og fiolkunnigr so ath hann bitu eigi jern. Hann geingr so fast ath fylkingu Magnus konungs so ecke stendr og hoggr ꜳ tuær hendr og veitir morgum manne skiotan bana og brytr nidr vndir sig huat sem fyrir verdr og spyr huar se konungr þeirra Nordmenna. Þa mællti eirn madr uid konungin. so uar mikell vexti og vænn at alite og nockut so hnigin til elle. hui lætr þu þenna ouin drepa nidr menn þina sem bufe. Huerr megi þat so skiott banna segir konungr. Þa mællti hinn alldradi madr. fyrr radiz þier heiman ath styra myklu herlide en þier kunnit fyrir ath sia. Konungr segir. vera ma ath so se sem þu segir. en þiggia mun eg ath þier nu heilræde ef þu kant til ath gefa. Þa mællti þesse madr. hogg þu til hans med oxinne Hel med minum athbeina. Þessi madr snarazt þa fram fyrir konunginn og lystr hogg miked ꜳ hialmenn kappans so at hann hne fyrir. en hann hafde brynio stutta. og bar nu af honum bryniuna og þar fyrir nedan hio konungr oxunne Hel til hans og beit hun nær j sundr mannen j midiu. og leita nu vndan þeir heidingiar er adr hofdu mest fram geingit. En konungr beid þa eigi merkianna. og slær þa j allmikid mannfall. og lata Vinder þa elltazt vt ath anne. en Magnus konungr sækir þa eptir þeim med sinar fylkingar og falla Vindir nidr sem stord. Magnus konungr hoggr med oxunne Hel tueim hondum og hafde huorke hialm ne brynio og ongua hlif. Og er Vindir koma ath anne þa nema þeir enn uit littad og beriazt nockut. þa lætr Magnus konungr siga ath þeim fylkingararmana og þar kemr ath þeir lata elltazt vt a ana. og ridlazt nu lid þeirra j mannfalleno en konungr med lid sitt sotte eptir. og so vard mikid mannfallid sem olikligt mun þikia er fra er sagt ath so storir valkestir lagu j anne og so þyck at stiga matte buk af buk og fara so þurt yfir ana. en þeir konungr og Otta hertogi magr hans reka flottan. Þath er sagth ath Vindum yrde nær at mestu olide er þeir hofdu sier til lids ætlad. þeir hofdu skipad ỏxnum morgum j framanverdum fylkingum en bundin spiot ꜳ bak þeim enn fialir fyrir augum þeim. Nauten snerost vid littad og þegar aptr ꜳ mote þeim og vard so ath þeir vrdu netiader vndir nautaflockinum og j mille hers Magnus konungs og feingu þar af hinn mesta mannskada. en þeir er lifit þagu þa frelstu þeir sig med flotta. Nu sækir Magnus konungr hartt eptir Vindum og bidr ecke merkianna og hio ꜳ badar hendr og felldi nidr menn sem bufe. en lidit dualdiz eptir. og rak hann so miog leingi eirn samt flottan ath eingi madr fylgdi |[44] honum. en sumir segia ath hann ræke vid þrettanda mann og gade eigi ath hann væri so langt komin fra lideno. og er so hafde geingit vm hrid þa finnr hann huersu ovarliga[45] farit er. snyr sidan aptr til lids sins. og vrdu allir honum fegnir en adr hofdu þeir miog ottaz vm fall hans. Magnus konungr þacker vel magi sinum lidueizsluna og þar med ollum monnum. En þath var samkuæde þeirra Vindanna er vndan kuomuzth ef allir borduzth sua sem sa enn fride er j silkeskyrtunne var þꜳ hafde ekke mannsbarn vndan komizt. Og vm þenna bardagann er þetta kuodit.


Menn var sigr fyrir sunnan
sniallr Heidaby spialle
nær fra eg skarpa skæru
Skotborgar ꜳ gioruar.
vnde otal Vinda
Elle konr at fella
huar hafa gunnar giorua
geirhrid framit meire.


Sidan skipta þeir herfange sinu og tok konungr af þui hinu mykla fe hringa nockura. og þath eitt sinn sa menn fegirne hans. og midlade hann þa þo morgum mikid fe. konungr bad og þꜳ menn vitia sin er honum logdu heilræde og kuozt mundu launa þeim er hann kæmi heim j riki sitt. Þessa orrostu hofu þeir ꜳ Mikaelsmesso aptan og skamma stund borduzt þeir adr flotten brast. og dreifdiz so lidit Magnus konungs sem flotten sotti vndan ath so foru þeir vida ath þath var raust leidar er so lꜳ þyckt valren ath huerr lækr og beckr stemdizsth og nade eigi faruegh sinum og eingin madr visse huersu mart fiell af heidnum monnum. Þat segir Siguatr skalld.


Hygg j hundrads flocke
Haralldz brodrson stodu
hrafn visse sier huassazst
hungrbann framaz manna.
vitt la Vinda flotta
var þar er Magnus bardezth
hogguin valr ath hylia
heide rastar breida.


Þesse orrosta hefir agætozt verit ꜳ Nordrlondum bæde ath mannfalle þui sem vard og mest af þeim sokum er so miklar jarteignir voru gioruar af hinum heilaga Olafi konungi ath jafnmiked lidh sigradizt vid so mikenn her en tynde fꜳeinum monnum so ath eigi yrde græddir. En konungr sialfr geck vndir vopn heidinna manna hlifalaus og þorde eingin vopn ꜳ hann ath bera so hlifde honum guds myskunn og arnadarord fodr hans. sem Arnor kuad.


Od med oxi breida
odæsinn fram ræser
vard vm hilma Horda
hrædyr og varpp brynium.
þa er of skapt en skepti
skapvordur himens jordu
Hel klauf hausa folua
hendr tuær jofr spende.


Ogh enn segir so.


Skiolldungr letz vid skira vallde
Skotborgar a Uinda sorgum
yngui var sa frægr er feinguth
fornaudr þinn vid helming minna.
vorru lꜳ þar valkostr hærre
var þier sigr skapadr grams enn digra
uirdum kunn en vida runnen
varga ættum klifa mætte.


Og enn kuad hann.


So hlod siklings hafan
snarr or vlfa baurre
hrosa eg hugfullz visa
hrækost fira ræfe.
ad aleggiar hyggiar
allnatt forut mattod
aulld la vidt þott villde
vifs mark yfir klifa.


Nu skiliazt þeir þar magarner og fer Otta hertoge heim j Saxland og sitr nu j riki sinu. Og er keisarenn finnr ath hertỏgin mun ecke ætla ath sækia ꜳ sinn fund þa sende hann menn til hertogans j annath sinne med þeim erindum ath hann letz mundu taka veislu ath hans og bad hann so uid buazt. Og er sendemenn kuomu med þeim ordum þa var audsynt ꜳ hertỏganum ath honum var þetta litt ath skape og let sier fatt vm finnaz en byr þo veizsluna allt ath einu. og kom keisaren sem hann hafde akuedit. Og er keisarinn sier konungsdottr þa finzt honum miked vm fegrd hennar og hæuersku og þiker sem hertogin hafi honum rangt til sagth og giorizt keisarin nu okatur. þat finnr og bratt hertoginn þuiat hann þionar fyrir bordino. giorizt nu og annath folkit okatt þegar hofdingen var so fyrir. Og vm aptanen er þau komu j eina sæng hertogin og konungsdottir þa spurde hun hann hueriu gegna munde ogledi keisarans. hugdum vier ath hier munde vera vina samkunda er þid frændr finndizt. þuiat þu sagdir mier suo at þid frændr væri(t) miog astfolgnir huor audrum keisaren og þu og þier væri ath ongum jafnmikell vegr sem ath honum keisaranum. seg nu ef so er sem mik grunar ath nockut komi til min af þessu og hafir þu eigi so med ollu farith sem honum likar og mier hafi eigi verid gæfu til audit þeirra rada sem j fyrstu var til hugath og se þath þo af þinu tilstille nockut. nu þo ath so se þa gef eg þier þat rad ath þu vekir til uid hann ꜳ morgun og spyr þui hann er so ogladr og þott[46] ath keiseren take omiuklega þino male þa verttu miukr og linr vid hann allt ath einu og legg allt malid ꜳ hans valld bædi þitt og mitt. nu uili hann vel sem mik væntir þꜳ er gotth vid þui ath taka þuiat eg hygg at hann so agætr madr. nu vili hann odruvisa þa er þat hans og er þo mest von ath han rade þo allt ath einu og þann veg fer þier betr. Hann quat so farith hafa sem hun gath og er mikel von ath þesse rad verde ath hafa sem þu leggr til. Ogh vm morgunen eptir vekr hann til uid keisarenn og mællti. hui erud þier hliodir herra. ver willdum[47] þessa veizslu veita ydr med allra blidu og astsema til yduar eptir þui sem vor skyllda er til. Keiseren segir. furdu er þat vndarligt er þu hefir suo miklazst er þu spyr ath þui þar er þu hefir suiket mik. Hertogin suarar. jlla er þa herra segir hann. þier senduth migh til Noregs ꜳ fund Magnus konungs ath bidia systr hans til handa ydr. en þath sinne hitta eg ecke Magnus konung þuiat hann var þa eigi j lande og þa sꜳ egh mey þa er mier var sogd systir hans en hun syndizth mier ecke hæfa yduarre tign huorke ath viztmunum ne yfirsyn. og vid þath for egh aptr og segda egh ydr beint eptir þui sem |[48] hattad var. ogh eptir þad sendudh þier mik j annath sinn ath bidia hennar mer til handa. og er egh kom til Noregs þa fann eg Magnus konung þar og þꜳ sꜳ eg þessa konu. nu var þa bæde herra ath mier þotti mikid ath missa þessa radahags enda gafu þier þo orlof til. nu vil egh sua myskun fa af gude og ydr ath þann veg hefir farit. gef eg nu ꜳ yduart valld bæde mitt rad og konungsdottur. Keisaren segir er stund leid. egh ætla ath þui mune so farid hafa at gud mune vnna þier þessarar gersime ath niota. er nu og mest von at eg muna hafa hapt rikith medan ath mer var ynde ath. nu med þina medferd alla jafna saman þa vil eg gefa þier allt rikid og þar med keisaranafn og alla virdingina. en eg vil nu radazt j þeirra manna sueit er hafna þessa heims life og taka þa slikan hlut af gude sem hans stendr myskun til. So er sagt ath Otta yrde nu keisare j Saxlande og attu þau konungsdottir son þann er Magnus hiet og var allra manna fridaztr synum. En þessi madr er keisari hafde verit giordi slikt af sinu male sem hann hafde adr rætt. og er nu lokit fra honum ath segia.


Er Magnus konungr var j Jotlande

7. Magnus konungr Olafsson var vm vetrinn j Jotlande. ogh vm sumarid eptir kom Sueirn jarl j Danmork med skipalide og fer Magnus konungr þegar j mote honum. Þeir finnazt vid Helganes og leggia þegar saman skiponum og beriazst. og var su orrosta vm alla nattina og lauk so ath Sueirn jarl lagdi ꜳ flotta og komzt ꜳ land vpp og aller þeir er lif þagu. en skip aull voru eptir og drepinn mestr hlute lidsens. sem Arnor segir.


Dorr let dreingia harre
driugspakr af þrek fliuga
glæda elldr af oddum
alme skeyttr ꜳ hialma.
let ath hilme hneita
hugnar vedr j gegnum
jarn flugu þyck sem þyrnir
þel ard adra spardan.


Hittek hlaut er heitir
Helganes fyrir kesium
sucku sarir reckar
Sueinn ferd bana verdir.
mætr hiellt morgu spiote
Mæra gramr snæri
oddr raud aske studdan
aurlandreke draurrum.


Vppgongu van yngui
tyr log noga
giorde hilmir ỏrda
hiorþey j Skaneyiu.


Ogh þessar orrostu getr þat skalld er so segir.


Keppenn vantu þat æ mun vppe
yggiar uedr medan heimren byggizth
vargur skok j vopna rimmu
vidr Helganes blodugth fidre.
yngui feckttu oll med hringum
jall visse sig folldar missa
þiodum kyrr en þu tokt sidar
þeirra flaust vid sigri meira.


Hier tekur Magnus konungr oll skip þeirra sem heyrazt ma en Sueirn jall flydi til Gautlandz og þadan til Suidþiodar ꜳ fund Suiakonungs frænda sins.


Um þat er Magnus konungr var j Jotlande

8. Magnus konungr var enn vm vetrinn j Jotlande. og þann vetr nockuru fyrir jol kemr Sueirn jall Vlfsson ofan af Suidþiod med her sinn ofan j Danmork og hiellt þegar sudr til Jotlandzs til fundar vid Magnus konung og vill enn beriazth til rikis ef honum er eigi vpp gefit þrautlaust. þeir finnazt nu fyrir sunnan Aross ꜳ Jotlande og tekz þar med þeim bardagi og vard skammr af þui ath Sueirn jall hafde lid minna en Magnuse konunge var jafnan sigren ætladr. Þar let Sueirn lid sitt allt og skip og komz ꜳ land vpp med fa menn. sem Þiodolfr kuad.


Hyde jall af odru
ættuin skipa sinu
modr þar er Magnus giorde
meinfært þadan Sueine.
red herkonungr rioda
Hneitis egg j sueita
sprænde blod ꜳ bryndan
brande vo gramr til handa.


Vard fyrir Mikels messu
marg grim hait rimma
fiellu Vindar en vonduz
valtafne þeir hrafnar.
en fyrir jol vard onnr
ohlitulig litlu
vpp hofdzth med gumnum
gunnr fyrir Aros sunnan.


Hier visar til þess jafnan j kuedskapnum ath Magnus konungr og aller hans menn kollodu Suein jall þott hann sialfr kallade sig konung edr hans viner. Þetta kuad Arnor jallaskalld vm þenna bardaga.


Sueins manna rekr
sỏndug lik ath strondum
vitt sier olld fyrir vtan
Jotland huar hræ fliota.
uitner dregr vr vatne
vann Olaf son bannath
buk slitr vargr j vikum
valkost ara fỏstum.


Skeidr tok Biarnar brodir
hallr kann vngum allar
þiod rera þeirra tidar
þingath gramr med hringum.


Sueirn jarl komz ꜳ land upp og fordade sier. en Magnus konungr tekur skip ỏll og fiarhlut. en Sueirn jall for af landgongu allt j Suidþiod og var þar vm wetrin[49]. Magnus konungr for nu vpp ꜳ Skaney og bardizt vid bændr ok drap þar marga ouine sina. sem Arnor kuad.


Vitt hefi eg heyrt ath hiete
Helganes þar er elge
vox ens vida frægi
vargteiter raud margan.


Og eptir þetta for Magnus konungr sudr. sem hier segir.


Suik red eigi ecklu
allualldr Donum giallda
let fullhugadr falla
Falstrbyggia lid tiggra.


Þadan veik hann aptr og lagde ath vid Fion og veitte þar hernad og drap þar mart folk fyrir suikræde þuiat hann villde nu leida Donum suikin. og þessa hernadar getr Arnor skalld.


Næst raud fram ꜳ Fione
folld sotte gramr drottar
rans gallt herr fra hanum
hringserks litodr merke.
minnte ỏlld huert annar
jafn þrafn blam hrafne
ỏrt gath hilmir hiarta
her skylldir tỏg fyllde.


Hier visar til ath þessi uetr fyllir annan tỏg alldrs Magnus konungs og var hann hid næsta vor eptir tuitogr ath alldre og giorizth nu frægr miog vm lond af riki og sigrsæld og storum giofum og matto so ath kuoda at aller ynne honum hugastum nema ouiner hans.


9. Nu er Magnus konungr hefir eignazt Danavelldi eptir suardỏgum þeirra Hordaknutz |[50] sem fyrr var sagth og er hann var nockut j frelse fyrir ofride þa sendi hann menn med brefum til Einglandz vestr ꜳ fund Jatuardz goda er þa var konungr j Englande eptir Hordaknut[51] konung brodr sinn. En ꜳ þeim brefum var su ordsending ath Magnus konungr og Hordaknutr[52] hofdu suarith sin j mille ath huor þeirra skyllde taka (riki) eptir annan. og nu hafde so til borit vm misdauda þeirra sem ollum var kunnigt ath Magnus konungr var nu ordinn rettr arftokumadr Hordaknutz[53]. Lezt Magnus konungr villde þat nu vita vilia af Jatuarde konungi huort hann skyllde þurfa ath beriazth til Einglandz edr villde hann ath þeir giorde so sem Daner giordu ath hallda rettu sattmale j millum sin og hefde Magnus konungr Eingland j villd Jatuardar konungs og jafnt sina eign giora Eingland sem Danmork eptir lifdaga Hordaknutz[54] þar er vndir hann bar adr eptir dauda Haralldz brodr hans og var hann konungr beggia landanna adr hann andadizth. Og er sendemenn Magnus konungs komu j Eingland ꜳ fund Jatuardar konungs baro þeir fram erende sin og bref Magnus konungs. Og er Jatuardr konungr hafde yfir litid brefin Magnus konungs þa giorir hann onnr bref j mote til Magnus konungs med þeim hætte ath hann segir fra þui ath hann miste j barnæsku fodr sins Adalrads konungs og hanns ættmenn fyrir þath og fyrir sakir æsku minnar þa tok Jatmundr brodir minn konungdom fyr enn eg eptir landzlogum vorum. og eptir þat kom til landzsens gamli konungr Knutr er bardizt med Danaher til Einglandzs ættlandzs vors og kom so ath hann vard konungr j Einglande med Jatmunde brodr minum. og eigi leid langt adr en Jatmundr konungr feck bana og sỏgdu þath sumir menn ath þat væri af radum Knuz ens gamla. og tok þa allt riked Knutr konungr og eigi fyrir þath ath þat uæri hans edr rettkomin til helldr fyrir sakir agirne og rikdoms hans. og þott eg væri son Adalrads konungs og Emmu drottningar og rettborin til rikis j Einglande enn eigi ath sidr var eg giorr þo eiginlaus. tok þa Knutr stiupfadir minn. og buduzt mer til lidueizslur ath beriaz til landz en eg villda helldr trua guds myskunn ath hann munde mer fyrir hafa hugsat þat riki er eg væri makligr ath hafa. en eigi villda egh spilla þar til kristinna manna hondum og likomum. þa lidu enn nockurar stundir og riki þessa veralldar Knuz konungs og andadizt (han). kuomu þa j kosning synir hans fyrst Haralldr. og var enn sem fyr ath eg var giorr eiginlaus og fyrir vtan alla sæmd vorra forellra og vnda eg þui medan gud villde riki þessa mannz. og var eigi laung hrid ꜳdr ath Haralldr konungr andadizt og var tekin til konungs Haurdaknutr annar son Knutz hins rika. var hann brodir minn sammædr og var þa konungr yfir Danmork og Einglande. og var enn j fiorda sinn so konungr yfir landit tekinn ath eg hafda ongua nafnbot. og for eg sem eirn riddarason sem sa er einskis gods ꜳ von. og mun eingi þat kunna ath segia at eg þionada verr edr mikillatlegar Haurdaknuti[55] brodr minum en þeir riddarar er ath allri ætt voru otiginbornir. Þa andadiz Hordaknutr brodir minn og var þa rad og villd allra landzmanna ath taka mik til konungs hofdingiarnir fyrst ath vpphafe og þar med allrar alþydu. og þotte eg þa mist hafa vm hrid minnar sæmdar og fodrarfs. var eg þꜳ konungs vigslu vigdr og stolsettr. sor eg þann eid j vigslunne sem gud j himeriki late mik hallda ath hallda j ollu guds rett og hans log og landzens og deyia helldr fyrir logum og rettendum en þola vondra manna agang. em eg so settr fyrir land þetta af guds alfu og landzlaga ath dæma huerium sinn rett og leggia so nidr ofrid. nu medr þui Magnus konungr ath þu villt taka af mer land þetta er mitt erfdaland er ath rettu og fyrir þa eina sok ath þu þikist eigi adr til vidlendr og rædr nu fyrir fỏdrleifd þinne Noregs vellde og nu hefir þu feingit Danariki og uillt nu girnazt mitt riki og fer nu ꜳ hendr mer til Einglandz þa er meire von ath eigi samna eg lide j mote þier. en eigi muntu þo mega konungr heita yfir Einglandi fyr en þetta hofut hefir þu afhỏgguit og eingin þionkan mun þier veitt uera fyrr en þetta er giort j þessu lande. Nu fara þeir menn Magnus konungs er sendir voro og syna honum bref Jatuardar konungs. og er Magnus konungr heyrde og las þesse ord Jatuardar konungs og skillde huersu mikla hormung hann hafde leingi þolad adr hann yrde konungr fyrir ofriki og oiafnade annarra þa skilde Magnus konungr huersu mikell guds vin hann er og lattiz hann þessarar ferdar ath giora honum neirn ofrid og quad þat sandlegaz ath hans riki uæri ærid miked ef gud uillde vnna honum ath niota. og þath eina munde uid aukazth þott hann legde stund ꜳ þad ath hann munda þui tyna þar ꜳ mot er myklu var meira vert er von var til almattigs guds ef hann dræpi þuilikan (hofdingia) og guds vin sem Jatuardr konungr var. Og styrde nu huor sinu riki med sigri og soma.


Vm sigling Haralldz konungs er hann kom til Skaneyiar

10. Þath sama haust er Magnus konungr lꜳ skipum sinum vid Skaney sa þeir eirn dag ath skip siglde austan fyrir land. þat uar allt gulle buit fyrir ofan sio ok voru ꜳ drekahofut faugr. en seglit uar tueuallt pell af enum dyrstum vefium. Og er þessi nylunda hofst vpp þꜳ þotte monnum mikels vm vert. en þetta skip var med þesskonar farme ath þath var fermt med raudu purpura gulli en aller uedrvitar voru so ath sia sem rautt gull væri. so og aller spænir j. en fyrir bordin innan þa uoru vaskir dreingir klæddir med dyrum vefium og pellum. Magnus konungr giorde þegar skip vr hỏfninne vt j mote þeim og vill vita um ferd þessara manna. og er sendimenn hitta þa þa vikia þesser menn ath lande |[56] og lægia seglid. roꜳ sidan jnn til flota konungs og leggia þessu enu fagra skipeno nær konungsskipe. Styremadr skipsens kemr bratt ꜳ rædu uid radgiafa Magnus konungs Ulf stallara en þo leynde þessi madr nafne sinu og talade mal Harallzs Sigurdarsonar sem hann væri sendemadr hans og leitar eptir uid hann huersu Magnus konungr munde taka uid fodr(brodr) sinum ef hann kæme ꜳ hans fund. og quad ærna verdleika til vera ath vid hỏnum[57] uæri vel tekith fyrst ath vpphafe fyrir sakir frændsema þeirra og fylgdar þeirrar er han hafde uid Olaf konung fodr hans. og bad radgiafan slikt allt tia fyrir Magnusi konungi. kallade og Haralld vera vitran mann og hafa styrk miken og hafa morg storuirke vnnit j vtlondum þau er leingi munde vppe vera. enn kallade hann vera ferikan og storaudgan ath gersimum. og af ollu sagde sa er sendr sagdiz uera af Harallde þa mꜳ han honum mikenn styrk vinna frænda sinum. en hitt ma horfa til mikels voda edr vanda ef hans uidrtaka uerdr eigi med sæmd edr æru. Radgiafenn tok blidliga male þessa mannz og þotti skorugliga fram flutt. Sia madr var mikill vexte og med tiguligu yfirbragdi þat er hann matte ꜳ sia en auallt var nockr hulda ꜳ dregin. Nu ferr radgiafenn ꜳ þessar slodir fyrir konunginum og tekr hann vel og lettliga vndir þetta mal. og vænti eg stgir konungr mikils gods af minum vinum ollum og þeim dreingium er mer fylgia en þo framazt minum fodrbrodr bædi vm radagiord og annan[58] styrk og mun eg giarna vilia ath hann komi til min. Og eptir þesse andsuor konungs sækir radgiafen til skips og segir styremanni suor. og þui næst ganga þeir Haralldr ꜳ land og ferr ꜳ fund Magnus konungs og dylst nu ecke. og kennde radgiafen þꜳ þann hinn mikla mann og enn listuliga er hann atte tal vid og hafde Haralldr þat verid Sigurdarson og fleire menn kenndu han nu. og gengr Magnus konungr sialfr j mote honum og allr herr hans og fagnar honum forkunnar vel. og var morgum mikell forkudr[59] ꜳ ath vita og heyra þau tidende er Haralldr kynne at segia og tekr Magnus konungr uid honum med allre blidu.


Um ferdir Haralldz

11. Nv huilizt fyrst ath segia fra Magnuse konunge og skal fyrst segia fra ferdum Haralldz. þat fyrst er tiltekr vm hann eptir fall Olafs konungs. Ætt Haralldz er su sỏgd ath verid hafa at Haralldr harfagre atti son þann er kalladr var Sigurdr hrise. han var fadir Haldanar fodr Sigurdar syrs fedr Haralldz. þesser langfedgar aller voru konungar ꜳ Hringariki j Noregi. Sigurdr syr atte Astu dottr Gudbrandz er adr hafde atta Haralldr grænske. þau attu .v. born edr fleire. var Gudraudr ellztr. þa Haldan. þar næst var Jngibiorg. þa Gunnhilldr. Haralldr var yngztur. Haralldr þessi var styremadr skips þess er fyr var getid og var þau nykomin ỏr Austrvegi. Haralldr Sigurdarson var ꜳ Stiklastodum sem fyr var sagt med Olafi konungi og feck þar gott ord og uar miog sar j orostu og flutte Rỏgnualldr Brusason han þadan ꜳ brott og feck han til lækningar einum bonda. en sa bonde atte sier son frumuaxta og seigir bondason fra þui huat hann visse til eptir bardagann ꜳ Stiklastodum. ath menn .xij. saman kuomu til fodr mins segir hann og baro þangat saran mann j hus hans. og sa er fyrir þeim mællti var manna vænstr og huitr ꜳ har. sidan hurfu þeir j brott og stundu sidar sende fadir minn til min og bad hestz mins til reidar. og giorde eg sem hann beidde. þa kemr fadir minn þar sem eg var og leidir mann eptir sier j raudri kapu miken vexte. og þotti mer sem han væri ꜳ vnga alldre. sa hafde steypt hettenum og matte eg fyrir þui ecke sia j andlit honum. fadir (minn) mællti ath egh skyllda fylgia honum til þess ath han beidde mik aptr huerfa. vit forum badir samt nockura stund. sidan snera han aptr j mote mer og quad þetta fyrir munne sier og hlo vit.


Verd eg skog vr skogi
skreidaz litils heidar
huer veit nema eg verde
uida frægr vm sidir.


En segir bondason enn fleira fra forum þeirra. og er vid ridum fram j nordrætt mest ath þui at mer þotte. og þui næst fundu uit þa menn enu somu er komit hofdu til fodr mins og heilsodu raudkapumannenum med Haralldz nafne. og þa sa eg glỏgt segir sueirnen yfirlit hans. han var uigligr madr og fỏlitadr stormanligr og skolbrun og nockut grimligr. hann gaf mier knif og bellte ath skilnadi. for eg sidan heim til fodr mins. Þessa frasogn visse Magnus konungr og adrir menn j Noregi. En hiedan fra er su frasogn um farar Haralldz er hann Haralldr sagde sialfr og þeir menn er honum fylgdo.[60] Sidan for Haralldr til Suidþiodar austr og þadan j Gardariki. sem Boluerkr segir.


Milldingr strauk vm mækis
munn er lezt af gumfne
hollz uant hrafn vm fylldan
hras þaut vargr j ase.
en gramr ne eg freg fremra
folkherdir þier berda
austr varttu arid næsta
aurỏglyndr j Gỏrdum.


Þetta kuad Þiodolbr.


Austruindum ok
j onguan krok
uarad Lesum lettr
lidmanna rettr.


Haralldr giorditz bratt landuarnarmadr med Jarizleifi konungi og tok af honum goda uirding og mikla sæmd og mest fyrir sakir Olafs konungs brodr hans og þo sialfs sins. hann finnr þar mikla sæmd af konungenum vid vtlendann her er ꜳ geck rikid. þeir voru badir samt j hernade wm[61] hrid og Eilifr jall. sem Þiodolbr segir.


|[62] Eitt hofduz at
Eilifr þar er sat
hofdingiar .ij.
vm allt fylgtu þeir.


Og þui meire frægd vann hann j Austrveg sem hann hafde leingr verit. Jarizleifr konungr og Jngigerdr drottning attu sier dottr er Elisabeth uar nefnd. þa kalla Nordmenn Ellesif. þar hefir Haralldr tilmæle at na þui rade og kuad þeim kunnigt verit hafa sitt forellri dyrligra frænda er hann atte og slikt af hans framkuæmd sem þa mattu þau nockut til uita og kallade eigi oruænt þess ath enn mætti uid aukaz hans framaverk. Konungr suarar. þessa er vel leitad og j marga stade lizt mer fullbodit. og þath er likligt ath leingi mun aukazt hans framaverk so sem nu hefzt vpp. en at so bunu til gỏfugs rads þa ertu eigi til ferikr og landlaus madr at so faurno. en med þui ath þin framkuæmd verdi slik sem eg vænte þa mun þier eigi vera fra visat ꜳleingdar. Og eptir þessa rædu giorist hann ath fara ut j lỏnd og visar so til j kuæde hans sem hann hafde farit med herin austr vm Vindland og so til Saxlandz og allt uestr j Frakland. sem Jllugi quad.


Opt geck ꜳ frid Frakk(a)
fliot reid ath by snotar
var ꜳ doglingi dolgar
drotten minn fyrir otta.


Þadan for hann j Langbardaland og sidan til Romaborgar og eptir þath vt ꜳ Pul og red sier far til skipa og for þadan til Miklagardz ꜳ konungs fund. sem Boluerkr segir.


Hartt knude suol suartann
sneckiu brand fyrir lande
skur enn skraula baru
skeidr bryniadar reide.
mætr hilmer sꜳ malma
Myklagardz fyrir barde
morg skridu beit ath borgar
brann fogr ham arme.


Hier segir þat at hann for herskipum til Miklagardz med myklu lide ꜳ fund Gardzkonungs er hiet Mikael katalactus. þa uar drottning j Myklagarde Zoe drottning hin rika. þar var vel fagnat Nordmonnum. Geck Haralldr þegar med ỏllu ꜳ konungs mala og nefndizt hann sialfr Nordbrigt og var þat eigi j uitordi alþydu ath hann væri konungborinn helldr bad hann alla sina þui leyna þuiat þat er ath uidrsyn giort ef utlendir menn eru konunga synir. Enn mikill fiolde var þar adr fyrir Nordmanna er þeir kalla Væringia. þar var sꜳ madr islenskr er Már hiet og var Hunrỏdarson fadir Haflida Marssonar og uar þar agætr sueitarhofdingi. Honum uar mikill grunr ꜳ vm menn þessa eda vtlendu huort allt munde eptir þui sem þeir sogdu. og sidan hitte hann ath male Halldor Snorrason er þa uar med Harallde er kalladizt Norbrigt og villda Mꜳr tala vid Haralld. enn Haralldr[63] villde ecke uid hann eiga og feck Már ecke þar af. Ogh sidan redst hann vr Myklagarde og þotte einskis oruænt nema nockr storræde kæmi vpp af stundu. Ogh einn dag er þeir Nordbrigt satu ꜳ vollum nockrum j þrimr hringum þa geck Zoe drottning þar[64] hia þeim og so huersu rembiliga þeir letu. þa geck hun ath Nordbrigt og mællti. þu Nordmadr gef mer lock ur hare þino. Hann segir. drottning segir hann. jafnmæll skal med ockr gef mer þar vr magaskeggi þinu. Þetta þotti hlægliga mællt uera og þo diarfliga vid þuilika konu. Hun gaf ecki gaum ath og geck leid sina.

Erlendr hiet madr þar j gardenum Væringe eirn. enn kona hans feck uitfirring og bidr Erlendr Nordbrigt gefa til nockut rad allz þotti vera spakr madr og uitr. Hann geck nu og hitter konuna. ræder vid hana og bidr syna sier gripe sina og gersimar og leitar eptir marga vega uitrliga. og hun giorir so syner honum gripena. hann spyr huar henne gæfe gripuna þa sem agætaztir voru. hun lezt eigi mikid af vita huer hann være enn segir ath henne leizt agæta uel ꜳ þann mann er henne hafde gripuna gefit. Hann spyr hueriu hun hefde launath. hun kuozt ongu launat hafa og verd uid fꜳ. Þat samir ydr eigi husfreyia segir hann ath launa ongu slikar gersimar. nu ef þu þikizt ecke til hafa so sæmiligt sem þu villdir þa vil eg gefa þier eirn godan grip ath þu launir þetta. Þessu jatade hun. Hann geck þa i brutt og lætr giora kross af gulle einu og let vigia. þa ferr hann ꜳ fund hennar j annat sinn og selur henne krossenn bad hana hafa hia sier og segia sier enn giorr vm sina hage og leitada marga uega eptir. Hun kuad mann koma til sin er henne vard vel fyrir ỏgum so hon lezt onguan slikan sied hafa. kuad hann vitia rekiu sinnar vm nætr. og hefi eg mikla ast uid hann lagt. Eptir þetta gieck Nordbrigt burtt og sagde Erlende huad titt er. skulum vær nu hallda vord ꜳ ef hann vitiar hennar og taka hondum ef vær megum. Þath uar nu eitt kuolld ath þeir sia ath madr eirn geck til herbergis hennar. sa var bæde mikill og uæna og so syndizt þeim sem gullz litr uære ꜳ horonde hans þar sem hann var berr og ætlodu nu ath take hann hondum er hann genge j burtt. Hann ste j reckiu hia henne. þa synir hon honum krossenn og mællti. eigi vil eg ath eins þiggia gripuna ath þier so ath eg launa ongu. vil eg nu gefa þier þenna grip j mote. og rette[65] ath honum krossenn og bad hann uid taka. Honum vard uid þetta so illt ath hann huarf þegar ath syn so at eigi vissi hun huad af honum vard. en hun giordiz miog mattfarin eptir þetta. Þeir hielldu nu vord ꜳ henna ath hun leitade huerge i burtt og nærdu hana sem þeim þotte vænazt. Þa mællti Nordbrigt. þess get ek til ath þessi madr mune verit hafa fyrrmeirr nockr vondur madr og orden nu ath orma og mun liggia nockur ꜳ gulle edr uite þier nockr ormabæli j nand. Honum var sagt at þar var ath visu. Þangat munu vier fara seigir Nordbrigt. Og so giordu þeir. enn þar uoru biorg nockur. þar giora þeir bal mikid ꜳ biargino. og er elldrinn sotte hart balit þa kemr þar fram triona mikil og eigi þeckelig. Nu gatu þeir ecki at giort |[66] og fara nu heim til borgarennar uid so buit. en ecke ỏruænt þo ordit at honum hefde leidzt balid og munde eptir þetta færa bygd sina. Og ena næstu nott eptir dreymde bonda eirn j borginne at madr kæmi at honum og bædi hann skips og lezt mundu leggia skipleigu j stafnen. og þottiz bonde lia honum skipit. og vm morgunenn eptir er hann vaknade fer hann til skips sins og sier ath þat hafde nylega haft verit og j stafnenum sa hann liggia eitt mikid staup af gulle. Vard og ecke mein ath þessu kuikende þadan fra og feck kona Erlendz heilsu sina. Og þotti ollum monnum mikid vert vm speke Nordbriktz og uar hann vinsæll af Uæringium og skilia þat allir ath hann er mikilshattar madr j ollum atgiordum og radum sinum.


Um for Nordbrigdz

12. Þat sama haust for Nordbrigt vt til Gricklandzhafs med galeidaher og ollum Uæringium. þa uar hofdingi Grickiahers Gyrger[67] frændi drottningarennar Zoe. Þeir foru uida vm Griklandzhaf og eyiar og vnnu morg storverk. sem Boluerkr segir.


Sniall raud j stor stiller
stal ok geck ꜳ mala
hadiz huert ar sidan
hilldr sem sialfer villdu.


Og eitt sinn er þeir settu landtiolld sin (tok) Nordbrigt og hans menn þann tialldzstad er yfir var odrum tiolldum. þa kom til hofdingen Gyrger[68] og bad Væringia flytia j burtt tiolld sin. Nordbrigt segir. ecke er þath rettligt og ecke hefir þat verid Væringia hattr ath flytiaz j daluerpe vndan Girckium. Gyrgir lezt fyst eiga tiolld ath setia þar er hann villda fyrir tignar sakir. Þꜳ segir Nordbrigt. ef þu erth hofdingi Girkia þa er eg hofdingi Væringia. Til þess ræda þeir vm þetta ath sitt þikir huorum þeirra og uilia huorirtueggiu taka til vopna. þa komu til spakir menn og godgiarnir og uilia skirra uandrædi þeirra. bidia þeir ath þeir skule sættaz og gera eigi þa skomm Gardzkonunginum og skada ath beriazth þar sem huorirtueggiu eru hans menn og kuedia helldr ꜳ med sier vm þau skipte sem þeim vel likade badum og geingi þeir huoregir vm fram. bidia þꜳ nu hluta vm huorir fyrr skolu tiallda edr roa edr leggia til hafna. og þessu jata þeir. Nu eru hlutir giorder og marker huor þeirra sinn hlut og kostỏdu sidan badir hlutunum j skikiuskaut Gyrgis. enn Nordbrigt skyllde taka til hlutanna. Þa mællti Nordbrigt til Gyrgis. lat mik sia huert mark er þu hefir til þess at uit morkum eigi ꜳ eirn ueg badir. Gyrgir sendir honum hlutenn og red hann ecke j ath hier munde nockut annath vndir bua enn Nordbrigt segir. Og Nordbrigt merkir nu sinn hlut. og beint ꜳ eirn ueg og Gyrgir hafde adr giort og kastar sidan j kne hertogenum G(yrge). og sidan tekr Nordbrigt til hlutanna. Ogh er hann hafde vpp tekit hlutenn annan mællti hann til Gyrgis. þeser skolu fyrre tiallda og fyrre roa og fyrre rida fyrre til hafnar leggia og hafa kiosande hlut af ỏllu. Leit sidan ꜳ hluten og hiellt vpp hatt og mællte. þetta er hlutr vor og fleygir sidan j brott og langt ꜳ sio vt. Þa mællti Gyrgir. þui leztu mik ei sia hlutenn. Hann segir. ef þu satt eigi þann er eg tok vpp þa sia nu þann er eptir liggr og uæntir eg ath þu kenner þitt mark ꜳ. Og uar þa hlutrin vpp tekinn og kenndr og var þar ꜳ mark Gyrgis. Og j þuilikum uidrskiptum þeirra fanzt þath bratt ꜳ huersu Nordbrigt uar framgiarn og og afburdersamr og for vm sumared vtan. og er so fra sagt ath Nordbrigt breytir so til at hans menn uerda nær fyrir vtan bardagan og allan haskann og nockr þar j fylking jafnan er minnzt var mannbættan. og uardizt sua ath hans lid tyndiz eigi en spurde eigi Gyrge til ath þeir uæri meir ꜳ uidborda. enn þa er Nordbrigt uar eirn saman med lide sinu þa lagde hann sig so fast til ath annat tueggia skyllde hann fꜳ sigr eda bana. Nu bar so til jafnan ath þa er Nordbrigt uar fyrer lideno þa uann hann sigr. en (er) Gyrgir uar fyrir vann þa ecke. Þath fundu þeir er Gyrger[69] fylgdu og kollaudu ath betr munde fara sitt mal ef Nordbrigt uæri eirn hofdingi yfer ỏllum hernum og amælltu þeir Gyrge[70] hertoge og kuodu ecke at vinnazt fyrir honum og hans lide. Hann suarar so j mote. ath Væringiar villde ecke ueita honum og bad þꜳ fara j annan stad enn hann munde fara med sinum her og mundi vinna slikt sem hann mætti og audit yrde. Og nu eptir þetta þa for Norbrigt þadan fra j burtt og med honum aller Væringiar og aller Latinomenn. en (þeir) Gyrger foru med Grickiaher. Og syndizt þa bratt huad huerir mattu. feck Nordbrigt jafnan bædi sigr og fe. en Gyrgir for heim til Miklagardz med sitt lid. nema þeir vngir menn sem sier uilldu afla fiar og frama þa sofnuduzt þeir saman og foru til Nordbrigt og hielldu hann til hofdingia. Hann lagde nu med herinn uestr j Affrika og elfdiz þadan miog at fiolmenne j uellde þui er þar liggr. Þat er talt eptir fyrirsogn Haralldz[71] konungs af hann tok .lxxx. borga ꜳ sitt valld. sumar voru gefnar ꜳ valld hans. sumar braut hann edr brennde. sem Þiodolfr segir.


Taugu ma tegna segia
tandrauds ꜳ Serklande
vngr hætte sier atta
ormtorgs hrautodr borga.
adr herskodudr hardan
hilldar leik vndir skillde
Serkium hættr j slekter
Sikleyiu geck heyia.


Nordbrigt dualdiz marga uetr j Affrika og feck þar mikid gull[72] og marga dyrgripe. en fe þat allt sem hann feck og ecke þurfti hann ath hafa til lidskostar sende hann med trunadarmonnum sinum nordr j Holmgard[73] j ualld og gæzslu Jarizleifs konungs. Ogh drozt þar so mikid ogrynne fiar saman at eigi matte morkum telia. sem likligt ma þikia er hann heriade þann hlut heimsens er nær var audgaztr at |[74] gulle og dyrgripum. so er þo ath hann hefde eigi barizt uid bukalla þuiat hann segir sialfr at hann bardiz uid konungenn sialfan j Affrika og feck sigr og eignazt uida uelldi hans. En þar eptir for hann heim j Miklagard med mikid agæti og er nu þar vm hrid.


Vm hersaugu

13. Nv er þat sagt næst ath hersaga kom til eyrna Mikael konungi. Gyrgir mællti þa til konungs. nu mun ath taka til Uæringia ath þeir reyna sig. og er morgum monnum grunr ꜳ herra ath þier muned hier eiga vm konungborin mann ath mæla. en þu veizt hier onguan siduanda til þess vera ath þeir menn gangi hier ꜳ mala er konungborner eru. Konungr segir. eigi er þat enn satt giort en vist er þath ath þesse madr er afbragd annarra manna badi at radum og hardfeinge. og þeir menn eru oss vænster til varnar fyrir landeno er þann ueg er hattad sem honum er. þui er þath nu vel þott þeir reyne sig. Væringiar attu nu stefnr sin j millum og segir Haralldr þeim ath honum er mikill grunr ꜳ ath menn mune oss þikiazt vm skynia hier j Miklagarde. og leide menn morgum getum vort mal og hirde ecke vm þo ath oss sie fram hleypt j ofrid edr j haska. nu uil eg ath uær heitum ꜳ hinn helga Olaf konung oss til sigrs og latum giora hier kirkia honum til dyrdar med gude. Þessu jatodu aller og ath handfesta mille sin. og sidan med hans vilia fara þeir nu j mote heidingium. En þeir heidingiar hofdu fyrir her sinum marga konunga og var blindr eirn og var sꜳ þo vitraztr. Þeir hofdu hiol vndir kerrum sinum og ætlodu ath hleypa þui ꜳ lidit med þeim vmbunade sem þar var til samin. En er þeir uillde þeim fram hleypa ꜳ Væringia þau urdu þa aller fastar. En j odru lage þa sier sa enn blinde madr er konungr uar mann rida fyrir Væringia her ꜳ huitum heste. og af þessum manne stod heidingium so mikil ogn ath margir konungarnir flydu en .vi. urdu eptir. Og lykr med þui ath Væringiar hofdu sigr og sottu sidan heim eptir þath med miklum sigri og uirding og lata þegar giora virduliga kirkiu. En af fyrirtolum manna þa bannar konungr ath kirkian se vigd. Haralldr lætr þa veizlu bua og ætlar þa byskupe til ath koma ath vigia kirkiu. Konungr bannadi þa elldeuit til ath buꜳ veizluna og kuad konung ecke mega hafa rett sinn fyrir kappe hans og rikdomi. En þo hittizt bratt til þess ath veizlan var buin þott konungr villde eigi. Sidan bad Haralldr ath byskup skylldu fara ath vigia kirkiuna. enn hann lezt eigi treystazt fyrir konunge. en Haralldr lezt mundu þui ꜳ leid koma er konungr munde þat eigi banna. Og sidan fer Haralldr nu ꜳ konungs fund og tiar fyrir honum huersu osanlegt er hann lema nidr ath giora Olafi konungi sæmd fyrir þa sæmd og jarteign er hann giorde þeim og frid þann er hann gaf riki hans. og fær hann so vm talid ath sialfr konungr fer med honum til veizlunnar og so byskup. og vard ueizlan agæta god. Og undradizt konungr miog ath hann hafde elldeuid feingit so gnogliga þar sem hann lagde bann uid at hann skyllde med ongu mote fa. en Nordbrigt segir honum ath hann hafde þar til skiphræ og suord og valhnetr. Nu uar kirkian uigd en konungr launade stormanliga veisluna. og sidan uar su kirkia uigd og fagrliga tignod med mikille klucku so at eingi var onnr slik j Myklagarde. en af fortỏlum vondra manna þa lætr konungr taka ur kolfinn. þeir hietu þa ꜳ hinn helga Olaf konung ath hann lete koma aptr kolf j klucku sina. Og sidan hrædde hann Gardzkongin j suefni og skipadizt hann ecke uid þad. og sidan var hann tekinn med æsiligum siukleika so ath hann matte varla bera. En drottning gat sanzs til vm hans mal huath hier munde til koma. hon bad Nordbrigt til komꜳ og gefa til nockut gott rad med konungi. Ogh Nordbrigt fer þegar til motz uid konung og gefr honum þat rad ath hann lata bera apptr kolfin til klucku Olafs konungs. og sidan gæfi hann til kirkiunnar .iii. hlute og færi þangat sialfr. dyrkade framarliga Olaf konung medan hann lifde. En konungr hiet þui og endathi þath vel sidan.

Nu fara þeir badir or lande enn Nordbrigt og Gyrgir. og uar mællt med þeim Gardzkonungi at .c. marka skyllde giallda honum af hueriu skipe enn þeir skyllde sialfer eignazt þat meira væri. Og uid þetta fara þeir j hernad og koma nu uid Sikeley. enn þat er mikid riki og margar storborgir. og flyia menn vndan þann veg ath þeir leita til borganna og var þar einskes fatt þess hafa þurtte þeim er þangat flydu. og þykiazt landzmenn nu trutt traust hafa ser fengit er þeir eru komnir j borgina. Þeir Nordbrigt setiaz nu vm eina borg agæta bædi ath fiolmenne og storaudigum gersimum. og uerdr þeim (t)orsott og fast fyrir og fa þeir eingi suig ꜳ vnnid. Þa mællti Gyrgir. hier mun eigi þat til ath taka et[75] minna er eigi fæzth hid meira. þuiat eigi liggr sia borg laus fyrir og eigi verdr hun af vorum styrk unnin. og munum uer uerda til ath fara og uæntir mig ath oss ueite betr vt vm strandernar þar sem minne alle er fyrir. Nordbrigt segir. seint mun fazt skulld konungs ef uer skulum kanna skerin oll edr huat gefit þeir mier til ef eg fæ vnnid borgina. Gyrgir suarar. huat er til mællt. Þria kiorgripe er eg kys segir Nordbrigt. Þui uilium uer jata segir Gyrgir[76] og uar þetta nu bundit uitnum med þeim. Nu var so vm farit. ꜳ fiell eptir gile einu hia borginne sialfre. þangat geck Nordbrigt med .lx. manna og fal syni j mille borgarennar. þeir mælltu adr grunduoll hennar huersu diupth þurfa mundi ath grafa vndir nidre og ætlꜳ sidan ꜳ gagngiort vndir hollena. og sidan taka ath grafa .xx. menn og adrir .xx. ath moka en hinir þridiu leysa fyrir og ausa vt allra molldunne ꜳ ana. En þeir einir urdu |[77] senir vr borgenne og þottuz þeir eigi vita huad þeir mundu giora. Þeir grafa nidr vndir borginne vnzt þeir komazt jnn vndan ath þui er þeir ætla. Þa mællti Nordbrigt. nu er groftr sia vordin mikell sem eg villda. skyllde vær og gott fyrir taka en giptan munde rada. grofum vær nu vpp þar sem vær væntum ath ver komum vpp j einhueriu herbergi j borginne. og grofum eigi fyr vpp wr[78] jordunne enn ver erum adr aller vitbuner og herklæddir. en þa hefir sa happ er hlytr og audit verdr. en ef vel villde til takazt vm uppkuomuna vora j borgina mætti so vera ath þeim brygde nockut vndarliga vid er fyrir eru og yrde nockut vm felmt edr otta er menn koma uou(e)ifliga vr jordu upp ath þeim. hattum og so bunade vorum og sialfum oss ath þeim mætti mestr grunr ꜳ uera huat dreingia vær erum. þuiath marga geth egh ecke sidr ætla onnr kuikende muno koma vr jordunne vpp enn menn. Þeir giora nu so med rade Nordbrigt. Herklædizt nu herinn allr og setia hialma ꜳ hofut sier nema þeir einir menn er til eru ætladir ath grafa upp til lykta vr jordunne þa er buit er. En so stillti hann til glogt vm vppgonguna af radsema sinne og vite. ath þeir komu vpp j steinholl eirne j borgenne og var þar helldr fatt manna fyrir. en mestr hlute hersins gieck nidr j groftinn vndir borgina þott eigi mætte aller senn upp ganga. Og nu er þeir ganga vpp þa mællti Nordbrigt ath þeir skylldu emia vpp og lata sem grimligazt. Og er dockuir hialmar kuomu vpp vr jordu ath þeim þꜳ bra monnum miog uid. þa uar og nockut dimt ath jmne. hlupu nu vndan vm alla borgena þeir er þui komu uid med opi og kalle og sogdu ath fiandr være vpp komner vr jordu og dræpi allt þat er fyrir þeim uar. saugdu nu ath folk var so fiolkunnigt þat er vm sat borgina ath þeir kollodu diofla vr jordu ath þeim og dræpi menn þeirra. og uerdr nu otte mikill og op j borgenne. En þa er lette enum mesta þys og uitad var hueriu gegnde og uid huer brogd er þeir voru komner þa drifa menn til vopna þeir er godir riddarar uoru og hraustir menn og uilia ueria sig. En þo þegar er þeir Nordbrigt voru eigi verr ath vigi staddir þa fiellu þegar borgarmenn sem bufe. enn sumir leita j burtt þeir er lif þagu. sumir gafuzt vpp og geingu til handa og eida. toku þeir j borginne slikth sem þeir villdu. Þa mællti Nordbrigt. þath ætla eg Gyrgir ath miog vida verdum uær ath fara til adr en uær faum þuilikt fie sem j þessarra eirne borg er þier uillduth fra huerfa. og uil eg nu kiosa gripuna mier til handa slika er mer likar eptir þui sem uær urdum ꜳ sattir. Satt er þat segir Gyrgir ath storfie hofum vær hier upp tekith enn þath þætte mer sem þier sæmde bezt ath taka eigi fyrre af gripena en heima j Myklagarde. Nordbrigt segir. til þessa fiar þikiumz eg alluel hafa vnnit þuiath standa munde sia borg enn j dag ef eigi hefdi minna rada ath notid. eda huad þikir hofdingium sanligaz uera. Aller sonnodo hans mal og kuodu slikan mann helldz hofdingia mega heita at rettu er so var hardfeingr. Satt er þath ath vær hofum nu feingit mikid fe segir Gyrgir. þiki mer oss nu gott heim ath sækia vid so buid. Nordbrigt segir. enn munum ver eigi greida konungi hundrath marka af hueriu skipe er uer oflum eigi meira fiarens. enda skulum ver enn leingr eigazt uid adr enn ver liettum[79] þuiat eg hefi spurt huar enn mun uera meire feuon. Allr herrinn samþyckte honum og þotti mikels vm vert vm skipte hans og framkuæmd er hann veitte jafnan.


Vm hernat Nordbrigz og Gyrgis jarls

14. Nu leggia þeir til annarrar borgar er bædi uar meire og torsottari. Gyrgir mællti. þetta rad muno þier vm megn ydr taka og treystir þu nu offramarliga af sigri þeim er þu hefir nu vnnid. og forum nu helldr uidara til og latum eigi þat hlægi henda oss ath briotazt uid þat er ecke verdr ath giort og er illt ath setiazt aptar nidr enn hann ris vpp. Nu þikiz Nordbrigt sia ath Gyrgir uill j burtt og mællti. þat er satt ath sia borg ma ecke uinnazt at þessu somu bragde sem hin fyrre. enn þo er eigi þrotin von ef j tomi leki uid. en giora (skal) þier kost ꜳ burtt ath fara huert er þu villt ef þu villt nu þoath eigi megi greida konungi fe so mikid sem skilit uar þa er þo nockut. enn eigi muno þeir þo j brutt fara þuiat lidmenn vorir þurfa fiarens þuiat eg mun hier eigi fra huerfa so buit. Þui ætla eg segir Gyrgir at þu muner nu hier nu ecke rad til kunna. Þat er nu sem gefazt vill segir Nordbrigt. Þar er Gyrgir nu og nennir eigi fra ath huerfa uid litid fe edr ecke. Þar uoru uellir fagrir og slettir nær borginne og þar ꜳ vollunum stodu tre fogr og limod uel þau er blomgut uoru og sem þar uæri skogr litill og flugu fuglar þangath jafnan vr borg vm daga þeir er hreidr attu. Smafuglar foru þar ath matfongum ꜳ daginn vtan borg enn flugu aptr ꜳ kuolldit ath sofa er þeir attu hier og huar hreidr j husþekium j borginne. Borgarmenn þottuzt auruggir er þeir hofdu steinuegg sterkan vm borg sina og mælltu til þeirra Nordbrigt ath þeir skyllde dreingiliga ath sækia og kuodu þar mikils uera ath uitia j morgum gersimum og dyrgripum. enn þeir kuoduzt þo uænta ath þeim munde þo seint sækiazt ath grafa nidr vndir borgina edr vinna hana þui mote sem hina fyrre. Allt mælltu borgarmenn drembiliga til þeirra og helldr med bad og spott. Nordbrigt mællti nu uid sina menn. nu skulo uær taka nockura menn af huerre sueit og þo so ath borgarmenn sakne eigi lidsens og skal þo sækia ath borginne gletting þann sem ena fyrre daga. en þess uænti eg ath þeim þike litils vm vert ydra adsokn. þier skulod og so eina ath sækia ath ydr so sem minztr |[80] haske j uera. hier er lækr eirn skamt fra borginne en þan sama leir sem þar er hia læknum er heitir bitumen þann leir skulum uær taka og ellta vm nætr so ath borgarmenn uerdi eigi varir uit. þat mun þa verda jafnt sem lim ef þat er til giort og med þessu sama lima menn jafnan borgir. sidan skulum uer rida þessu lime ꜳ tre þesse er hier standa utanborgar. en þat kann uerda so hart sem griot er þath þornar. sidan skulu ver rida blautu liminu ꜳ trein og med þessum radum skulum uer uinna þessa myklu borg. sidan skulu til koma þeir menn vorir er bezt kunno uid smafugla ath þa kann vera ath fuglunum uerdi uhægth ath hefia fætrnar af limunum er limino er adr ꜳ ridit. og ef ver faum valld þessa litlu fugla vr borginne þa kann uera ath rad hittiz til ath ver fai þeim hinum stærum fuglum nad og meire fyrir sier. Nu fara þeir so med ollu sem hann segir þeim fyrir. ogh dugir þetta rad ath fuglarnir verda fastir uid trien er þeir uilldu fa sier matar og fa þeir nu tekith hondum marga smafugla af þessum brogdum. Þa suaradi Nordbrigt. nu er vel segir hann og mikit ath vnnit. þesser fuglar skulu vinna oss mikid sigruerk. nu skal taka tre þath er þurrast er og ellnæmazt og latid j elld litinn og bera j brennustein og steypa þar vaxi ath vtan og binda þesskonar byrdar ꜳ bak fuglunum so ath þeim uerdi eigi vm afl ath fliuga med. og er natta tekr þa skulum ver lata leysa alla þa senn med bagga sina og þessum buninge ath huar hafi byrdi ꜳ bake. og get eg at þeir fliuge bratt til setra sinna og hreidra j borginne eptir þui sem þeir eru vaner. Þann ueg er med farith. og fliuga fuglarnir þegar j borgina er þeir uerda lausir til hreidra sinna og unga. En husen uoru reyrþacken oll þau er fuglarner bygdu j. og er eigi nu langt ath bida adr ellde lystr i fidre fuglanna og þui næst j þekiuna og sidan brennr huad af ỏdru og gioriz elldzgangr j borginne. En j odru lage herklædizt allr herinn og sækir allfast nu ath borginne. En borgarmenn þottuzt eigi vita þui sætte ellzgangrenn og attu nu at veriaz huorutueggiu elldenum og atsokn þeirra hardre. þuiat Nordbrigt bad nu onguan uid hlifaz huern eptir sinum mætte og feingu borgarmenn eigi varizt huorutueggiu senn. Brutu uikingar nu stor hlid ꜳ borginne so ath vognum matte aka jnn j borgina. Og þui næst eru þeir Nordbrigt j borginne med allan herenn og slær þa j orrostr og mannfall. og eigi stod þessu leinge adr enn borgarmenn klockna uid aller saman og gafu sig vpp. og geck nu þat sama folk med linleik og litelæte ahyggiu og harme at bidia sier miskunar er adr hofdu drembeliga mællt til Nordbrigt og hans manna. So voru borgarmenn felmsfuller ath þeir oruæntu ath elldrin yrde sloktr þar er vatn var fiarre og langt ath sækia. Og nu er þeir gafu sig upp og toku grid þeir er eigi urdu drepnir þa feck Nordbrigt rad til þess at slockua elldinn. Suo segir Þor.[81] skalld.


Let þa er lypt uar spiotum
lidz hofdingi kuidia
enn þeir vndan runnu
vlfs grad fridar badu
hann hefir fyrir sia sunnan
so finnazt til minne
opt med odde keyptan
aud þar er leitt uar blaudum.


Hier taka þeir nu meira fe myklu j þessarre borg enn j hinne fyrre og quad Gyrgir nu einsætt ath snua nu heim med þuilikum sigri og fe og lezt vænta ath nu munde konungr fa fe sitt og munde þo huers þeirra hlutr godr uerda eptir. Nordbrigt segir. nu er þat vist nærre enn fyrre. en eptir er þo enn ein borg su ed oss uæri mikid happ[82] j ath na og sannliga er mer sagt ath þar mune eigi minna fe en j þessum badum. Þetta er oradligth segir Gyrgir at taka þetta rad og tapa þuilikum sigri sem nu hofum uer feingit og setiazt nu vm þessa eina borg. hier eru eingin tre hia edr skogr er fuglana megi veida j. og muntu hana eigi med þui vinna. ecke ma og undir hana grafa en landzfolk fioldi til drifith ath veria borgina. Nordbrigt segir. so er og ath þetta er med nockurre hættu. en eptir skulvm uer sækia fast þui þat megum uer af hafa. Gyrgir for undan og quad eigi mundu uel gefazt akafi hans og ofsi. En Nordbrigt lezt[83] eigi uita nema hlydde og til skal hætta. enn þo er enn so ef[84] eg skal þetta ꜳ mik taka og leggia rad til ath vinna borgina þa uil eg enn sama kost hafa sem fyrr. Og þui jata aller.


Vm hernat Nordbrigt

15. Þat er nu fyrst segir Nordbrigt ath nidr skal leggia leika[85] med hernum sem oss er jafnan titt ath hafa j framme til skemtunar þꜳ uer erum j kyrdum og sitium vm borgir. enn tialld eitt skal giora af pelle godu skamt fra herbudunum og uedruitar skulo þar af upp med gylltum stongum. þangat skulo ganga fimm menn edr sex ꜳ huerium degi til þess tialldz og dueliazt nockura stund og fara ꜳuallt hrygguare j burtt en þa er þeir ganga þangat. og ef þier hafit mal edr rædr vid borgarmenn. sem jafnan er sidr til þott sins lids se huorir þa eigazt menn þo jafnan tal uid. þa get eg ath þeir spyre ydr eptir þui þier erud so daprir og okatir edr huad tialld skal þath hid fagra er sett er brott fra odrum tialldum. þa skulu þier segia mik siukan og liggia þar j tialldenu. þannueg skulo þier fara med uiku. og er su stund er lidin þa skulo þier allz uid leita ath hryggua andlit ydr og segia andlat mitt. sidan skulo þier beida þangat leyfis likino til einshuerrar kirkiu og segit eigi fet skorta skule gull og silfr og dyra gripe ath fara med likino. og væntir mik ath þetta mune þeir leyfꜳ þuiat margir eru fegiarner. og skulo þier bidia leyfis ath .lx. manna gangi j borgina med likeno. en eg get at þeir uili þat eigi. þa skulo þier bidia at .xij. menn ganga jnn og segit huergi j londum sid til þess ath færre menn gange med tigins mannz like enn .xij. þat muno þeir leyfa uilia. þier skulud giora kistu og skal ecke vætt yfir vera. skal breida |[86] yfir kistuna dyrligt pell þat er bezt se til og latid þannueg bragd ꜳ ydr uera sem eg se harmdaudi. og fer þetta sem eg geth þꜳ mun eg fara j kistuna. en sidan skulu þier bera kistuna ꜳ oxlum ydrum og ganga vndir fiorir edr .v. en .ij. skulo ganga vndan og bera vndan merke Halldorr Snorrason og Ulfr stallare og uera j sloppum og undir j brynium. en herren allr aluopnadr og þreyngiazt ath vtan er uer komum j borgarhlidit. eigi skal þeim þurfa ath fryia er fyrir fara. en j borgarhlideno þa skulo þier fella nidr kistuna. en eg verd at hætta til þess huersu skiottr egh uerd ꜳ fætr vr kistunne. Og er þetta uar giort og rad sett þa var herenn nu med þungu bragde og er allt lidit tuist og litid vm. þetta þickir borgarmonnum vndarligt. Eirn jall er yfir borginne. þeir hrosa sier miog borgarmenn og bidia at þeir sæke ath nockud (allz) þeir[87] hafa þo mikid lid og fritt og kuoduz þat og spurt hafa ath þeim uæri ecke vm megn en kuoduz þo ætla ath seint ynne þeir borgina med smafuglum þo at þeir beri byrdum sponu[88] ath. og monum ver sia uid slikum brogdum. en ydr er dreingiligth ath sækia hier eptir meira fe en j þeim tueimr borgum sem þier hafit adr unnid. hofum uer og spurt ath hofdingia ydrum uerdr slikt ecke of megn. Ogh um nottena giora þeir athgongu ath borginne og standaz eigi eggiun borgarmanna og dettyrde og uilia uita huort uorn þeirra er jafnmikel sem borgin er god og ramgiord. þeir hafa nu uid oll brỏgd sem tizska er til j þesshattar bardaga. en er her þeirra kemr ath borgaruegginum þa skorter þar eigi valslongur fyrir og adra griotflaug. Og er þeir sia þessa borg so sterka ath eingi von þotte þeim til ath hun yrde med uopnum sott. hallda nu aptur til herbudanna og styrma nu yfir hofdingia sinum eptir þui sem hann hafde rad til gefit. og allt fer nu eptir getum Nordbrigt. Og þar kemur er þeir hafa þar uerid uiku. þa segia þeir borgarmonnum andlat hofdingia sins og voru allhrygguir. beida sidan ath þeir skylldi veita leg likinu ath nockurre kirkiu j borginne og kuoduzth ofra skylldu myklu fe sem sidr var til fyrir sal rikra manna. beiddu og vm likfylgiu eptir þui sem hann hafde adr fyrir sagth. En þeir kirkiur uardueittu j borginne uilldu giarnan þiggia gullit þott uikingar gæfe þeim og baud nu huerr fram sina kirkiu ath hofdingian skylldi til færa. hugduz þeir mundu upp taka fullsælu og keptizt nu huerr fyrir annan fram ath ganga j mote likeno. en ꜳ þat urdu þeir sattir vm likfylgiona sem hann gat. Sidan ganga þeir vt j borgarhlidet j mote likinu med krossum og helgum domum. en uikingar j odru lagi baru kistuna tiguliga ꜳ oxlum ser og uar tialld yfir med purpurapell. en þeir er fylgdu likino hofdu silkesloppa og hottu sida ꜳ hofde fyrir hrygdar sakir. en undir uoru hialmar og bryniur. og er þeir koma j mitt borgarhlid þa uerdr slys j borgarhlidenu og rasa þeir so ath nidr fiell kistan vm þuert borgarhlidit. og j þui bile kuad uid ludr en heren uar adr med uopnum og albuin til bardaga. runnu nu til borgar huerr sem fara matte og þrongduz nu j hlidit. Nordbrigth hafde borith sialfr kistuna þott hann hefde hitt sagt alþydu. hann bra þa suerdi og aller hans menn hlupu nu vpp j hlidit og drapu þar margann mann er adr uoru vopnlausir fyrir. þa vard Halldorr Snorrason sar og var hogguit j andlit honum. aller urdu þeir nockuth sarer er likfylgiuna skylldu halldit hafa og mest af griote er kastad uar ofan vr turnum borgarinar ꜳ þꜳ. Og jarll sꜳ er hofdingi var yfir borginne hann hafde brugdit suerdi og uar þath gerseme mikil þuiat hann uar agætr madr. Nordbrigt þrifr nu til suerdzsins og nair þegar af honum en giorer jallenn handteken og hefir j sinu vallde. Þat er sogn manna ath so hafa farith ord med þeim Nordbrigt og Halldori þa er hann mællte at han skyllde bera merke fyrir honum i bardaga. en Halldorr segir so j fyrstu. beri hier merke fyrir þier rỏgum. Miog er nu mællt Halldor segir Nordbrigt enda er vel gengit. Nordbrigt spurde ef jarlenn villde þiggia lif ath honum. Hann segir. huar ertu segir jall. ath visu ertu konungboren madr. Hann segir þa jarli til ed sanna j hliodi huer hann var. þꜳ jarl af honum bædi lif og riki. Nordbrigt tok til sin af fiarhlutum af þessi borg sem hann villde eignaz og gaf upp jarli borgina. Marga stade vann hann j þessu lande vndir valld Grickiakonungs adr hann kæmi heim j Myklagard. Þa segir hann Gyrgi ath hann vill hafa gripe þa er dyrstir ero j kiorgripi þa er hann atte ath hafa. en Gyrgir lezt þa villdu færa konungi. Nordbrigt segiz uel til kominn ath hafa gripuna og kuoz þess von þickia ath hann munde seint lata þa þrautlaust. og bad Gyrgi ꜳ þat minnazt ath alldri hefde hann so enn j her komid ath hann hefde slikt storuirke vnnit sem sidan er þeir funduz. Þeir skilia uid þetta og uerda litt ꜳ sattir. For Gyrgir heim til Myklagardz til fundar uid stolkonunginn og er nu med honum og rægir Nordbrigt ꜳ marga vega uid konungen. segir ath hann vill allt fe vndir sig draga en vnna konungi litils af og kuoz þat ætla ath bratt mun hann sitia vm hans riki ef þenna framgang skal hafa hans kapp og ofmegth og metnadr sem ꜳ horfizt. Þath segia menn ath drottning Zoe hafa of miog rækt hann uid konung og sagde ath hann villde leggiazt med Mariu systrdottr sinne og sagde ath konungr ætte grimliga ath hefna slikra hluta. en sumir menn mælltu þat at Zoe sialf villde hafa hann.


Um ferd Nordbrigtz til Jorsalalandz

16. Sidan giorde Nordbrigt ferd sina af Sikileyio med ollum herinum og ut j Jorsalaheim og uill nu bæta sinar afgiordir uid gud. og huar sem hann for vm Jorsalaland voru nalega allar borgir og stadir gefnar j hans valld. so fylgde honum mikil hamingia. Þat |[89] sannar Stufr skalld er heyrt hafde Haralld konung sialfan fra segia þessum tidindum.


For ofhugrin æfre
eggdiarfr vndir sig leggia
holld uar viga uallde
uirk Jorsala vr Grickium.
og med ærnu riki
or brunnan kom gunnar
hemnis jỏrd und herde
Harallzs kund ofra londum.


Hier segir fra þui ath þetta land kom obrunnit og oheriat j ualld Haralldz konungs. for hann þa vt til Jordanar og laugade sig sem vande er til annarra palmara. Hann var og til grafar drottens og krossens helga og annarra heilagra doma j Jorsalalande. þa gaf hann og so mikit fe j gulle ath eigi fær talith. og ꜳ þeirre tid fridade hann ueginn ut til Jordanar og drap þar margan reyfara og annan hernadarflock.

Sidan for hann aptr til Myklagardz og hafde æ nafn sitt hid sama og giordizt þar margra manna ofund ꜳ honum Gyrgir fyrst ath vpphafi med drottningu og þar med margra annarra. Jafnan ber saman fundi þeirra Mariu og Nordbrigz. Og eitt sinn er þau voru stodd bædi þa uar konunginum til sagt og bedinn til ath ganga og reyna suik Nordbrigz uid sig. Nu uerdr jungfruin vor uid þetta ath setid mun vm þau og konungrenn mun þar koma. Nu lætr hun Nordbrigt siga nidr vndir loptit med skyndingu er flæde vndir. og er konungr kemr þar ser hann huerge Nordbrigt hia henna og ecke lezt hun vita til hans. en þat uar honum þa mikil hialp er konungr hitte hann þar eigi uid þat er þeir rægdu hann. og þotte konungi nu hrundit þessu male. Ogh þui næst uar þath borit fyrir konung ath Nordbrigt uæri otrur j uardhallde uid hann. en konungr kuad þath eigi uera mundo. Þa mællti Gyrgir. gior nu tilraun herra og set menn til vardhallz aluopnada. Og var so giort. Og er Nordbrigt var varr uid uopnada menn med launungu þa lætr hann drepa þꜳ. aller letuz þeir þar marger konungsmenn. Konungr þykizt nu jafnan illt fꜳ af Gyrgi og hans radum og þikizt varla uita huersu siatna (mun). Gioriz nu af nyiu oþocki drottningar Zoe til Nordbrigz og gaf hun honum þa sok enu fyrstu ath hann hefde gull þat er Girckiakonungr atte og hefdi eigi fram greitt eptir þui sem log stodu til og hefde sialfr meira af eignazt af fenu en hann atte med rettu edr hans leyfe var til og sagde ath þeirre stundu er hann var yfir Girckiaher þa hafde nær ecke gull komit af galeidum eptir þui sem uande uar til. en su uar þo mest sok med þeim ath Zoe drottning kuad hann uilia fifla Mariu jungfru og hennar hafde bedit Nordbrigt og feingit eigi radit þuiat þat segia þeir menn er uerit hafa j Myklagarde ath Zoi sialf villde hafa hann.

Nu kemr so ꜳ gang rogit ath þau Zoe drottning og M(ikael) konungr toku Nordbrigt hondum og uar hann leiddr bundinn j myrkuastofu. og er þeir menn foru med hann eptir stræti nær dyblizu er þar uar þa þottiz Nordbrigt sia Olaf konung brodr sinn. þar er nu gior kapella Olafs konungs. Ogh þui næst uar honum kastad j dyblizuna og tueimr monnum med honum þeir sem honum voru kærastir. var þat annar Halldor Snorrason og Ulfr stallare. en af þeim uoru tekin oll vopn. Dyblizan uar sem hellir uæri j jordu nidri en ꜳ ofan munnen. þar uar fyrir eirn mikell eitrormr og suaf þa uid bæck eirn (er) flaut eptir hellenum. þetta herberge uar nær sihuerfỏllt og grafit ut under einu megin sem heller væri. ormren hafde dauda menn til fædzslu sier og þꜳ menn er missatter voru uid konung og hann uillde liftion veita. og uar þeim þangath kastad þuiat ormrin vann skiott vm þeirra liflat. Og er þeir Nordbrigt komu j dyblizuna þa attu þeir þar kallt. þa odu þeir þar j okkla. nockrer menn lagu þar funader. settuz sidan nidr ꜳ backana. Þa mællte Halldor Snorrason. ecke er þetta god vist og kann þo vera ath sidar vesne þuiath ormren mun skamma stund sofa og ofus em eg ath hann vakne edr huad synizt ydr helldz til liggia. Haralldr segir. heita skulum (ver) ꜳ hinn heilaga Olaf konung. Festa sidan heit sitt. en hier er eigi greint hueriu þeir hietu. Þa mællti Haralldr ath þeir mundu skiptaz til atgongu vid ormenn. þu Halldor segir Haralldr skallt fara ꜳ hỏfỏdijt. en Vlfr er sterkare þui skal hann fara ꜳ spordinn þuiat þar er allt aflit ormanna. en eg mun ganga ath honum framan og vinna ꜳ honum þar sem synizt þuiat minne treyste eg hamingiunne best. en þess vænti eg ath ꜳ lofti muni hann hafa eirnhuern vorn þa er hann bryzt vm ef nockr verdr ꜳuerkinn. Sidan biozt Haralldr suo ath hann tok af sier gran felld er hann var j og snarade felldinn vm hond sier og hafde kefle j framanverdre hendinne og knif j annarre. Sidan geingr hann framan ꜳth orminum og stack vinstri hendinne j ginit og leggr jafnfram med enne hægri hendenni enum vinstra megin þar sem hann hugde ath sem næst munde ganga hiartano ormsins. en so fast lagde hann til ormsins ath skellr uid hepte vppe og var mikell vande j ath vinna hann med mycklu.[90] Ormren vaknar uid illan draum og bryzt vm fast. og lætr Haralldr taka felldinn uid eitrinu og færiz ofan ꜳ orminn. og so er hann sterkr ath stundum hefer hann vppe .ij. hueria og med hamingiu og trauste Olafs konungs og huatleik Harallz og tenade lidsmanna hans þa sefuaz ormren vm sidir og fa þeir hladit honum. en þo komazt þeir eigi vr dyblizunne þui helldr en adr. Og enu næstu nott kemr eckia ein ofan ꜳ dyblizuna. en þar uar sem þar uæri turn eirn har upp af dyblizunni og opit ofan er sidan uar kollod Haralldz dybliza. .ij. þionostomenn hafde þa husfreyia med sier. hun spurde huort þar væri nockut lifs. þeir sogdu so uæri og sig sakade ecke til. Hun spurde nu ef nockud uæri brodir Olafs konungs j dyblizunni þuiat hann sende mik hingat og uill hann hialpa ydr edr uili þier nu þiggia lif at mer fyrir hans sakir. Þeir sogduz þat vilia. Þui kom eg hingat segir hon at Olafr konungr uillde ath eg leysta ydr. Þeir þacka þat gude og hinum heilaga Olafi konungi ath hann vill ꜳ lita med þeim þott þeir so ouerdir. voru þeir þa upp dregnir og þackar Haralldr henna |[91] uel sinn greida og skiliaz þau eptir þat. Þeir Haralldr fara þegar til Væringia og var þetta vm nott. þeir verda honum fegnir. Haralldr bidr þa upp standa og vopna sig sem tidaz og so giora þeir. Sidan ganga þeir til konungs herbergis og briota þath vpp og giora konung handtekenn og luka sua vid hann ath þeir stinga vr honum augun bædi. og ꜳ þeirre somu nott geingr Haralldr j hollena er jnne var Maria jungfru og hofdu hana med sier. Toku sidan .ij. galeidar og reru vt j Sæuidarsund. en þar voru jarnfestar yfir sundit. og þa mællti Haralldr. nu skulu menn skipaz til ara ꜳ huortueggiu galeidinne. en aller þeir menn er eigi þurfu naudsynliga þa skal huerr taka hudfat j fang sier edr annan hofga og hlaupa aptr j skipit og uita ef sua uilldi ꜳ vpp ganga ꜳ festarnar þuiat hætta verdr nu ꜳ nockut. Nu gera þeir sua og renna skipen upp ꜳ jarnfestarnar. og þegar er þau feste og skridin tok af þa mællti Haralldr. nu skulu aller menn hlaupa fram j skipit og hafa enn med enum sama hætti j fange sier. og nu uid þetta bragd steypizt su galeidren er Haralldr sialfr uar ꜳ af fram festinne en hin reid ꜳ festenni og geck j sundr og tyndizt af þeirre miog mart manna en sumir vrdu teknir af kafe. Og uid þetta komz hann j brutt af Myklagarde og for so sidan j Suartahaf og adr hann siglde ꜳ haf setti hann jungfru Mariu þar ꜳ land vpp og feck henna gott foruneyti aptr til Myklagardz og bad hana so segia Zoe drottningu ath hun hafde med Haralldi j brutt farit. Sidan skiliazt þau þar og siglir Haralldr nordr yfir hafit og þadan fer hann vm Austrriki til Holmgardz ꜳ fund Jarizleifs konungs og feck þar godan fagnat og tok þa j sitt valld þat hid mykla gull er hann hafde þangath sent sem fyr segir. Vekr nu sidan bonordzmalid uid konung lezt nu hafa aflat fiarens og þo nockut fyrir storuirkia sakir. Konungr ueitir þau suor ath hann lezt nu ecke mundu draga þat mal fyrir honum og skal þetta nu giora eptir ydrum vilia. Sidan gipte Jarizleifr konungr Harallde dottr sina Elisabeth. Suo som Stufr segir.


Mægd gat audlingr eiga
ognar milldr þa er villde
gullz tok Gauta spialle
gnogt og bragnings dottr.


Og ath vore byriar Haralldr ferd sina og segir Jarizleifi konungi ath hann mune uilia hitta Magnus konung frænda sinn og vita ef hann uillde nockut riki midla honum og kallade honum þat uel soma ath giora honum nockra sæmd so nanum frænda sinum. Konungr bad hann og sua hid sama Jngigerdr drottning ath hann skyllde fyrir huetuetna fram þyrmaz uid Magnus konung og letu ser vndir þui mest þikia ath hann uæri honum sem traustaztr og traustr med sinne vizsku og styrkleik. For Haralldr sidan austan fra Holmgarde og hafdi eitt skip til Suidþiodar. þeir funduz þar Sueirn jarl Vlfsson er hann hafde fluit vndan Magnusi konungi vr Danmork og beidde Sueirn ath þeir legde til samans lag sitt vm vandrædi þau er þeir uoru badir ættbornir til rikia þeirra er Magnus konungr sath ath og talde Sueirn til magsemda uid Haralld. en Haralldr segir Sueini ꜳ þessa leid ath hann lez eigi villdu synia Sueini vinattu. en þo lez hann fyrr villdu hitta Magnus konung frænda sinn en ouingazt uid hann edr hylla sig fiandmonnum[92] hans. Og fer Haralldr nu þadan til Danmerkr. sem hier segir.


Eik slong vnd þier yngvi
ognblidr j haf sidan
rett uar ydr um ætlad
odal fra Suidþiodu.
hund bar rif þa er reydi
rett ꜳ staf fyr sletta
skeidr en skeldud brudir
Skaney Donum nanar.


Um fund konunganna

17. Nu er þar til mals ath taka er fyr uar fra horuit er þeir finnaz j Danmork Magnus konungr og Haralldr fỏdrbrodir hans. og heimtaz nu ꜳ ener vitroztu hofdingiar ꜳ tal og hafa þat tal j mille sin. spyr Haralldr huersu Magnus konungr mun vilia jafna rikid ꜳ millum þeirra. Magnus konungr suarar blidliga frænda sinum og lez þat giora uilldu eptir rade stormennis og fysi landzmanna. lez þeim eiga gott vpp ath launa sidan er hann kom til landz sins. eru þar til heimtir rikismenn og upp borit malid huers Haralldr beidir af Magnusi konungi. Þa segir Einar þambaskelfir fyrst allra rikra manna. fiarre varttu þa Haralldr er uær vnnum apttr landit af Knutlingum og ecke fysumz uær ath tuiskiptaz mille hofdingia. hofum uer jafnan einum senn þionath og so mun enn uera medan Magnus konungr helldr rikinu og lifi sinu. Eptir þessa rædu er Einar tok upp hneigiaz allir landzmenn j sinum suorum. ogh þo ꜳ sina leid hefi huerr sitt mal þa kom þo j eirn stad nidr vm andsuor ath þeir vilia hallda Magnus eirn saman til rikis. Skilst Haralldr nu fra uid osæmd og uikr nu aptr og stefnir fund uid Suein jarl Vlfsson og giora þeir þa rad sin og binda þa felagskap sinn ꜳ (þa) leid ath Haralldr leggr Noreg til af sinne hende en Sueirn Danmork og skulu nu badir samt vinna bædi londin af Magnuse konunge. eflaz nu ath skipum og lide og fara nu uida vm sio og lond heria þar vida og brenna þeir bygdir en taka martt folk hondum. Þetta spyrr Magnus konungr og uinir hans ath þeir badir geraz ꜳ hendr honum og letu nu misradit ath þeir hofdu visat Haralldi fra rikium. kalla þetta rikenu oendeligan skada og haska uera muno. giora nu þat rad ath hann sendir eitt leyndarbref ꜳ fund Haralldz og sagde honum huar komit uar. Haralldr villde og giarna þetta þeckiaz og leitar sier rads vm brutferdina fyrir sakir vmmæla þeirra Sveins jarls so ath eigi (virdi) menn honum þetta til lausungar. og einn morgun er Haralldr lꜳ j lyptingu þa kom ỏr j fotafiolina hia honum og þui nest ỏnnur. Haralldr lꜳ vt uid bordit en tredrumbr einn lꜳ j huilu hans og þar breitt yfir klædi dyrligt. Og uid þetta spratt Haralldr upp og mællti. þar megi þier nu sia suik þeirra Dana uid mik og þetta hofdu þeir mer ætlad og mun uist meira rad ath sia uid þeim og er likligt at þeir se mer eigi truir þuiat þeir suikia Magnus konung. Og þegar vm morgunen kuadde hann þings og segir nu ollum monnum ꜳ þingino |[93] ath ber eru ordin suiken þeirra Dana uid Haralld af radum Sueins jarls. og mest uon segir hann at uid þetta skridne j sundr vort felag og mun ek eigi hafa hamingiu til sem likligt er þar er hann sueik Magnus konung og sor honum trunadareid og rauf hann þann. Sueirn jarl spyr þessi ord Haralldz og segir ath hann hefde rangt sagt ꜳ hendr sier og mun hann sialfr þetta rad hafa sett og þarf hann ei fyrir þui odrum ath kenna og er vant uid slikum ath sia. en þar er uist mikit til haft ath ek hiellt ei vel eidum uid Magnus konung en eigi læt ek ath þat skule oppt j mote bera. þotti mer og þar uera til nockur vorkun vm ættleifd mina er utlendir hofdingiar settuz ꜳ hana en ek uar suiptr ollu. Sendir hann nu þau ord med Nordmonnum ath Haralldr hefir hann nu fyrir lognu vm þetta mal og lez hann skulu þat syna ath hann ma nu uid suiken kennaz og bidr so segia Harallde ath hann hyggr sandlega ath sialfr hann mune þetta rad giort hafa og mun Haralldr syna brigt sitt skaplynde og omerkt j þessu. Og nu skipta þeir lide sinu. sigler Haralldr vtleid til Noregs. sem Ualgardr segir.


Jnn uar j sem brynne
jdligt j sia midian
elldr þar er ydr hielldut
orms munn skipum sunnan.
skeid bar skolp enn rioda
skein af gulli hreinu
dreke for dagleid mikla
dufu braut vnd hufe.


Laudr uar lagt j bæde
lek selled haf golle
en herskipum hrannir
hỏfud ogrlig þuogu.
rædr þu en ræsir ædre
rikr alldre sia kalldan
sueit þier sinum drottni
snioll Noregi aullum.


Hier uisar til ath ꜳ þessa lund kom Haralldr til Noregs vr utferdinne. Og er hann kemr j Uikena lætr hann þar eptir skipin og flytz þa vpp ꜳ land til odala sinna og beidiz þar ættarnafns ath bændr skyllde hallda hann þa til konungs sem uerit hofdu hans fyrirmenn. En þa diorfung þorde einge ath giora fyrir Magnusi konunge ath lata annan heita konung þar j lande medan hann lifde. Þa kom Haralldr nordr j Gudbrandzdale og atti þar þing uid bændr og beidiz þar konungsnafns. þar uard til einn madr af bændum er þat giorde en so hiet Þorir af Steig er sidan uard mikill hofdingi og allra manna uaskligaztr. Hann uar þa .xii. uetra gamall er hann gaf Haralldi konungsnafn. en Haralldr gaf honum mosulbolla og giordr med silfri. hann gaf honum og .ij. gullhringa og stodu badir mork og uar þat hofdinglig giof og hier med gaf hann honum skikkiu sina og uar þat brunn purpuri. yfir bollanum uar gylltr kilpr af silfri. sialfr bollinn uar og fullr af brendu silfri. og hier med hiet (hann) honum myklum metordum ef hann yrde radande rikisins. Sidan for Haralldr med flocke vm Vpplond og uar þa kalladr konungr af bændum. Sueirn jall for uida vm Smalond med herskillde j Danmork. Oll þessi tidende sem nu uar fra sagt spyr Magnus konungr og med rade hofdingia þa snyr hann flotanum nordr j Noreg. vill Magnus konungr nu hitta Haralld frænda sinn og foruitnaz huort hann uill sættaz uid hann edr vill hann hallda ofride uid hann þuiat Magnus konungr uill þath landit fyrst veria sem hans ættiord var. kemr nu j Uikina og spyr þar oll tidende huad Haralldr hafdiz ath. Haralldr sækir j mot honum med lide. Og nu koma þar beggia þeirra uinir og frændr og bera j mille þeirra sættarbod og so kemr ath þeir frændr skulu finnaz j gridum. uar þa sett sterk ueizla þar sem heitir ꜳ Skialldarakre og skyllde Magnus konungr veita Haralldi vm .iij. daga og med honum .lx. manna. Og en fyrsta dag er Magnus konungr ueitte og borden uoru ofan geck Magnus konungr vt vr stofunni. og litlu sidar kom hann aptr og geingu menn med honum fyrir og eptir med storum byrdum. Menn Haralldz konungs skipỏdu annan beckenn. Þa geck Magnus konungr þar at yzta manne Haralldz og gaf honum gott suerd þa odrum skiolld þa kyrtil þa klæda gull edr uopn. lætr so fara jnnar eptir beckinum gefr huerium manne nockura giof og þeim stærre ꜳuallt er tignare voru og sidan kemr hann ath frænda sinum Haralldi og hafde sier i hende .ij. reyrteina fagra og mællti. Haralldr frændi huorn vilid þier þiggia reyrteininn ath oss at giof. Þann herra er nær oss er. Þa mællti Magnus konungr. med þessum reyrsprota gef ek þier halft Noregs konungs riki med ollum skatte og skylldum og allra eign med þeim formala ath þu skalt uera jafnrettr konungr j ollum Noregi sem eg. en þa er uer erum allir saman skal ek uera fyrirmadr ockar j heilsun og þionkun og sæti. og ef .iij. eru gofgir menn þa skulu ver jnzt sitia. vær skulum og hafa konungs lægi og konungs bryggiur. þier skulud og stydia og styrkia uort riki j þann stad er uer hofum nu giort ydr þann mann j Noregi er uer ætlodum ath einginn skylldi uera medan nær uærum fyrir ofan jord. væntum uær ath þier munid oss godu launa. en þa þiki mier so ef þier gangit huergi yfir þetta fram sem nu hefir eg fyrir sagt og at vitni allra þeirra manna sem nu eru hier uid staddir. Þa stod Haralldr konungr upp og þackar vel frænda sinum þessa tignargiof. Sitia nu sidan og eru katir. og at lidnum .iij. dogum þa hefir Haralldr konungr ueizlu buna med ollu lidi sinu. bydr hann þa til sin Magnusi konungi med .lx. manna og ueitir med kappi. Og enn fyrsta dag hans veizlu uelr Haralldr konungr ollum monnum Magnus konungs godar giafir og kom þar jnn margr fasenn gripr er gefin var. Og þa er ollum uar gefit nema konungi einum þa let Haralldr konungr taka stola .ij. og settiz sialfr ꜳ annan en bad Magnus konung skipa annan. og so giorir hann sezt nidr ꜳ stolinn. Sidan uoru bornar jnn j stofuna toskr badi margar og storar. þa uar breitt nidr klædi ꜳ hollinne og sidan leth Haralldr konungr upp luka toskrnar og mællti sidan til Magnus konungs. þier ueittud oss fyrra dags riki mikit er þier hofdut adr unnith med sæmd af ouinum ydrum og uorum og tokut oss til samlags uid ydr og uar þad uel giort enda hofdut þier mikid til. nu er hier j annan stad ath sia. ver hofum uerit leingr vtan |[94] lendis og þo j nockrum mannhaskum jafnan adr uer nadum ath koma saman þessu gulle og skulu uer nu skipta þui j .ij. stade ollu og skulud þier nu frændi eignaz halft gullit uid oss þar sem þier villdut eg ætta halft landit uid ydr. Lætr Haralldr konungr nu bera upp gullit ỏr toskunum og bera til reizlur og skipta mille sin. og þyckir þetta mikil furda huerium er sier er j Nordrlond skal so mikid gull komit j einn stad. en þetta uar þo reyndar Grickiakonungs audr sem allir segia ath þar se rautt gull nær husum fullum. Og nu eru konunganir katir og gladir. Og þa kom upp eitt gullstaup so nockru mikid sem mannz hofut uæri og tok Haralldr konungr upp staupit og mællti til Magnus konungs. frændi segir hann. huar hefir þu þat gull er þu reidir j moti þeim knapphofda. Magnus konungr segir. suo nockut hefir oss gefiz ofridren vm hrid ath allt gull og naliga allt silfr hefir upp geingit þat er uer tokum j landzskylldir og j uorre uardueizlu er. og af þui þa er eigi meira gull eptir enn sia hringr er eg hefir ꜳ hendi. Og tok af hendenne hringinn og feck j hond Haralldi konunge. Konungr leit ꜳ og mællti. þetta er litid gull frænda segir hann þess konungs er ꜳ tueggia konunga riki en meire von ath sumir menn jfizt j huort þier eigit þo þennan hringinn edr eigi. Þa segir Magnus konungr ꜳhyggiusamliga. ef þenna hringinn hofum uer eigi rettliga feingit þa ueit eg eigi huat þat er er uer hofum rett feingit þuiat Olafr konungr hinn helgi gaf oss hringinn ath enum efzta uorum skilnade. Haralldr konungr mællti. satt segi þier herra ath Olafr konungr hefir getit ydr hringinn en þanna sama hring tok hann af fedr minum fyrir ecke mykla sok. og ecke uar þa gott smakonungum j lande er fader yduar uar sem rikaztr. Felldu menn nu nidr talid eptir. slitu nu sidan veizluna med þui mote ath .xij. menn enir rikuztu af[95] huors lide vnnu sættareida mille þeirra ath sia sætt skylldu nu j alla stade halldin uera af huorstueggia hendi sem nu uar ordin. Og skilia nu med vinattu og styrdu rikinu vm uetrin og uoru badir j Noregi og hafde sina hird huor þeirra. Med þessum hætti hefir sagt Þorgils uitr madr og sannfrodr og quad sier sagt hafa Gudridi dottr Guttorms Steigaþorissonar og lez sia mosulbollan og mỏttolin er Haralldr konungr hafde gefit Þore og uar þa skorin j sundr j alltaraklæde. Þessi mal sannar Boluerkr skalld.


Heimil uard er eg heyrda
hoddstridir þer sidan
græn er gull bautt honum
grund er Magnus funduz.
endiz yduar frænda
allfridlega ꜳ mille
sætt en sidan vætti
Sueirn romolldu einnar.


Og er ꜳ leid uetrinn og sumarit eptir þa er þess uid getid ath so barst ath þa er Magnus konungr og Haralldr konungr foru med lide sina austan vr Vik og lagu j hofn eirne og vm daginn uard Haralldr konungr fyrri buinn at sigla en Magnus konungr og hans menn voru enn eigi bunir. nu siglir Haralldr konungr fyrir. og er þeir koma til hafnar þa leggr Haralldr j konungslægit. Magnus konungr sigler nu sidar vm daginn þa þeir voru til bunir og koma sua til hafnar at Haralldr konungr og hans menn hofdu tialldat. og sa nu Magnus konungr ath þeir hofdu lagt j konungslægit. Þa mællti Magnus konungr er þeir hofdu hladit seglunum. fara menn nu og setiz til rodrs med endelongum bordum en þeir er eigi þurfa til rodrar brioti upp vopn vor. og med þui ath þeir vili eigi leggia j brutt fyrir oss þa skulum ver beriaz. ecke skal Haralldr konungr taka afla fyrir mer edr briota þann skildaga edr sætt sem uer hofum adr samit. So er nu giort. Nu er sagt Haralldi konunge ath Magnus konungr frændi hans fer vtan j hofnina og allir herklæddir sem til bardaga bunir. Þa mællti Haralldr konungr. hoggum landfestina og latum sla skipunum ỏr læginu. skil eg nu at Magnus frændi uill rada og reidr er hann nu. Og so giora þeir og roa nu sem tidaz skipunum ỏr læginu. en Magnus konungr leggr sinum skipum j lægit. Og þa er huorirtueggiu hofdu vm buiz þa geingr Haralldr konungr ut ꜳ skip Magnus konungs med nockrum monnum. Magnus konungr bad hann uera uel kominn. Þath hugdum uer segir Haralldr ath nu skylldum uer uera komnir med uinum en þo grunade oss adan vm hrid huort þier mundut so til ætla. og er þat satt er menn mæla at brad er barnæskan. vilium uer so uirda frændi at brad bernska hafe ydr til geingit. Magnus konungr segir. þetta var ættarbragd enn eigi barnsku þott eg mætti muna huad eg gaf ydr edr huad eg bannada. en ef þesse litle hlutr hefde nu uerit tekinn fyrir utan mitt lof þa munde þier skiott hafa tekinn annan. en alla sætt uora uilium uer hallda eptir þui sem gior var. en þat sama vilium uer hafa af ydr j mote er uer attum skilit. Þa segir Haralldr konungr og stod vpp. ath þat er fornt mal ath en uitrara skal uægia. Alldre skorter ydr vit segir Magnus konungr og skylldu þier þa til gods hafa vilia. Gegk[96] Haralldr konungr þa j brutt og ꜳ skip sitt og þotti nockut sinn veg huorum. Og j þuilikum uidskiptum konunganna fanz þat ꜳ ath vant uar til ath gæta so ath badum likade vel. kollaudu menn Magnus konungs ath hann hafde hier rettara ỏr haft. en þeir er ouitrare voru og eigi godgiarnir þa kollodu Haralld nockut j sliku suiuirdan. Þuilikar vmrædr og greinir giorduz ꜳ med monnum og enn hafa uerit fleira hlutir þeir er nockur grein hefir ꜳ geingit med þeim frændum. Og hielldu nu landenu vm uetrinn so ath ecke uard til tidenda. Fridr uar godr j landeno og mikil gæska fyrir arferdar sakir og annara hluta.


Um rog Þorkels

18. Sa madr uar borinn j rog uid Magnus konung er hiet Þorkell dyrdill frægr madr og agætr og uar syslumadr hans. honum uar kent ath hann hefde eigi vpp greitt af landskylldum sem hann atte. og nu fer Magnus konungr þangat ꜳ veizlu og kemr þar þo ꜳ ouart. Konungr uar fiolmennr og uisse Þorkell aungua von tilkuomu hans. en konungr for þui so ath honum yrde ueiszlufỏll. og fanzt þat þo ecke ꜳ og tok Þorkell ed bezta uid konungi og for ueizslan skorugliga fram. Konungr uar þar helldr fakatr. og einn dag er bord uoru j bruttu geck Þorkell fyrir konung og mællti. herra. þyckir ydr nockut gaman ath hauggua yxn edr hafra er slatr þarf til veizslunnar. Konungr segir. huad mun varda þott ver reynum. |[97] Og litlu sidar kemr Þorkell þar og leidde eptir sier hafr eirn og fyrir konunginn. Konungr bra suerdi og hio til hafrsens ꜳ halsinn. en suerdit beit ecke edr litt. og þotti monnum næsta kyniu(m) uid bregda. þar hrutu vpp vr sarenu silfrpeningar nockrir enn ecke blæddi. Konungr uard uid þetta reidr miog og mællti. þat er þo sannaz Þorkell ath þu villt mik ꜳ marga vega suiuirda badi j smam hlutum og storum. Þorkell segir. eigi villde eg ath þat sannadizt at eg suikia þik. eg hefi nu uerit med nockrum konungum og þionat þeim sem ydr eptir minne kunnattu. fyrst med Olafi Trygguasyne er eg vnna mest allra manna. sidan uar eg med fedr þinum og mundi hann eigi þess til min geta ath eg munda suikia son hans. og þa herra er yfir oss kom riki Alfiuu og su en illa aulld er j ofride uar huers mannz fee. þa hugda eg ath eigi munda eg fa gætt konungs eigna þeirra er uer vardueittum en vissum þat at þier attud ath rettu ad hafa en eigi Sueirn edr Alfiua. tokum þa þetta rad ath eg fyllda vpp hafrstokuna af silfri og feingum so til gætt med audnu yduarre ath uær hielldum fenu fyrir þeim Sueini og Alfiuu modur hans. og takit hier nu herra landskylldir ydrar og þikiumz eg nu eigi mer j siod dregit hafa. Og nu ser konungr og adrir menn ath þetta er so mikid fee at varla fær talt. Likadi konungi nu ꜳgæta uel og þackar Þorkeli uel og kuoz vilia ath hann leti eigi sitt vmbod og let osynt at þat yrde jafnvel skipad ef hann leti af hondum. Sier konungr nu ath Þorkell hefir rægdr uerit uid hann fyrir lognar sakir. Þorkell uar þa gamall madr er þetta bar til og skildu þeir nu med kærleika.


Er eirn madr kom fyrir Magnus

19. Sva bar til eitt sinn ath madr eirn mikill og nockut hniginn j alldr geck fyrir Magnus konung og heilsade ꜳ hann. sidan bad hann at hann skyllde midla honum nockut fe. med þui segir hann ath þu ert nu kalladr milldaztr af fe. Huat vanda er mer ꜳ uid þig segir konungr. Ekke mikill herra nema fyrir konungdom yduann. Konungr bad taka halfa mork vegna og fa honum. Þa mællti gỏngumadr. vel er þetta gefit herra en þo hugda eg til meira ꜳ Hlyrskogsheidi vmfram lỏg ath þeim vmmælum er þa hofdu þier. Konungr mællti. erttu sa madr er mer gaft radit og mer uant þar mestan sigr. Eigi uar so herra. þier vnnut sigrin enn nockut þotti ydr þat uera þa med minum atbeina. Konungr mællti. þigg af mer hring þenna og dro af hende sier og uillde fa honum. og ecke skal þig fee skorta medan uid lifum badir. Konungliga er gefit segir hann. en eigi ber mer þo naudsyn til ath þiggia og dro af sier .iij. hringa. og uillda eg herra at þier þægit þessa hringa ath mer og nu launa eg ydr huersu uel og litilatliga þer tokut radin þau er eg gaf ydr nockut so med beryrdum og ꜳsỏkun. en eg var leingi med fedr ydrum j hernade og vnna eg honum sem sialfum mer. enn nu heyrda eg margan dag þitt nafn og fystumz þui til þin ath uita huersu mikid þier hofdut af hans skaplynde. villda eg og vera j þinne vinattu og synir minir en fe skortir mik ecke. Konungr tok blidliga hans male og let honum heimillt at vera j sinne vinattu og kuad þat j morgum hlutum makligt ath sua ueri. og skilia þeir godir viner.


Um bardaga Magnus

20. Af þui mꜳ enn marka huersu mikil var gæzska Magnus konungs ath so berst ath einu sinne er þeir Sueirn jall borduz at sua nær uar þa enn styrt Sueine jarli ath hann hliop fyrir bord og lagdiz til skips þess hofdingia Magnus konungs er Ormur hiet og uar son Jngibiargar dottr Hakonar Hladajallz. og bad Sueirn jarl Orm grida sier til handa. en lez Orm(r) mundu gefa honum grid. og þat uar bratt sagt Magnusi konungi og spurde konungr Orm þui honum yrde þath fyrir. Ormr segir. herra .ij. uoru hæfir annat þath ath hialpa ydr uid ef þess þyrfte med en þa þetta þar næst. Konungr mællti. kom þier ecke þat j hug ath hier munde min reide ꜳ liggia. Ormr segir. ecke uar þa hier fyrir þui sed. Konungr mællti. nu skal og launa þier þessa þina medferd. Og gaf honum jalldom og kallade hann ath betra dreng. Nu er þui fra þessu sagt ath þar ma nockut marka af huersu olikt þetta uar giort audrum monnum ath snua so dyrliga ath uirda meira mannkaupit enn hitt þott ouingan væri þeirra ꜳ millum.


Um mal Þrandar uid konung

21. Sua bar ath eitt sinn þa er Magnus konungr for ath veizlum vm Vpplond og atte þar þing vida og sagde þat jafnan ath hann villde þat mal vpp gefa er kom til faudr hans ef menn villde nu til hans vikiaz med astud og alhuga. þa er þess uid getid at ꜳ einu þingi stod vpp madr eirn er Þrandr uar nefndr og suarar konungs male. þacka uilium uer ydr herra þessa goduilld til manna sem marga adra er þier giorit. en frændr vorir uoru ouinir yd(ar)ra frænda sem gud lati þa þat bætt fa en uer hofum ecke uid uerit þau enu myklu tidende er þier hafit uid hataz frafall fodr yduars. en til yduar vilium uer giora allt hit bezta. og reyna villda eg nu litilæti þitt j einum hlut. eg villda ath uit skiptim yfirklædum okrum. Konungr quad þat uera skylldu ath visu þuiat eg se ath þin eru mikid betri. Þat uar pellzskickia er konungr hafde af honum. Þeir skipto og vopnum eptir bæn Þrandar og uar þeirra eigi minne munr. Sidan baud Þrandr konungi til veizlu og tok þui konungr vel. og nu hefir konungr virduliga ueizlu nær Þrande. Og er nockur stund lidin er fra veizlunne þa spurde þetta Haralldr konungr og þotti Þrandr bratt hafa ꜳ litid og synt sig j þui berliga ath han villde meira soma giora Magnusi konungi en ser og likar honum þetta storilla og leggr ꜳ Þrand miken oþocka. Sueirn girzske hiet madr. hann kom j land med Haralldi konunge og hafde nu þegit af honum nockut leni. var hann og buin til sliks jafnan er Haralldr villde giora lata þo audrum þætti orifligt. hann uar og garpr enn mesti. Nu sendir Haralldr konungr Suein ꜳ Vpplond med .xii. mann. þeir hofdo aller suort klæde og letuz munkar |[98] uera. setti Haralldr konungr allt radit huersu þeir skylldu ath orka ath na Þrandi þuiat konungr uillde hafa lif hans. Þeir koma nu snemma vm morguninn eirn ꜳ bæ Þrandar. þar uoru menn ꜳ akri j þeim stodum. Sueirn spurde menn þa er hann hitte fyrst huort Þrandr uæri heima. þeir segia ath hann væri eigi heima. Sidan foru þeir og hittu adra menn og spyria ens sama og leystu þeir samt or sem fyr. Þa mællti Sueirn. þetta mal fer undarliga. þier segit allir eitt til en mer þickir allt ath einu sem þier munid liuga. nu skal reyna til framar vm þessa menn. Þetta voru .ij. fedgar er þeir uoru nu hia. Þeir [tala nu uid[99] enn yngra mannenn og [hlyda ꜳ[100] vm stund. og þetta ma enn ellri eigi standaz og segir nu ath Þrandr er heima. Þetta grunade mik segir Sueirn. Þeir hyda sidan verkmennina. Sigurdr hiet fostbrodir Þrandar. hann geck vt j þetta brum og ser þetta og segir Þrandi ath menn voru komnir j akrinn j munkaklædum og baurdu uerkmenn hans. Þeir muno bidia fiar til heilagra stada og mun ecki so uera sem þier hefir synz og munu munkar ecke beria ꜳ monnum. Vera mꜳ þat segir Sigurdr en kynliga þike mier þessir munkar (hatta. þat kann og vera segir Þrandr at þat se niosnarmenn og skulu ver nu gera tilraun. her koma þeir bratt ꜳ bæinn og ef þeir eru munkar) þa munu þeir gangs hingat til skemmunnar og bidia fiar. en eg mun mæla ath þeir gangi til stofu og bidi þar til er meir mornar. og ef þeir eru niosnarmenn munu þeir ei þat vilia og munu þegar bera ath husum kongslykil. en eg ꜳ hier jardhus eitt og sakar mik alldri þott þeir hlaupi jnn ef þeir vilia. en þu skallt standa vppi ꜳ hurdarbake. en eg get ath þeir mune hlaupa jnn allir som tidaz og munu vinna ætla slikt er þeim er bodit. og ef so er þa skalltu skiotaz vt og reka aptr hurdina og þa mun eg þar koma og mætti þa sua uera at uær ætlim eigi sidr valld ꜳ þeim en þeir ꜳ oss. Þetta geingr beint eptir getu Þrandar ath þeir koma ꜳ bæinn og snua þangath til stofunnar og bidia bonda fiar. og er þeir Þrandr lata seint uid ath luka upp hurdina þa mællti Sueirn ath þeir munde bera ath konungslykil ef eigi uæri vpp lokit. Kappsamliga fara munkar þessir segir Þrandr og skal helldr lata upp hurd en brotin se. Sueirn skipade þa menn til vm jnngonguna og bat wti[101] uera suma. en þat uar sem ecke mællti og hliopu aller jnn. en Sigurdr komzt vt hia þeim og skeller j las hurdunne enda kom Þrandr þa þar. og eru þeir Sueirn og hans fylgiarar nu j uallde Þrandar. skortir Þrand og alldri fiolmenne fyrir. Sidan toku þeir Þrandr þa hondum og hyda alla og hafde af þeim sannar sogr huers hattar menn þeir uoru. hafa þeir nu þangat skammarerende. Sidan fara þeir j brott. en Suein lætr hann eptir uera med sier og uel halldinn. Han var hliodlyndr og vnde jlla uid sinn hlut og þotte honum uerre uisten en var. Og nu spyr þetta Haralldr konungr og likar honum allþungt. Magnus konungr spyr og þetta og likar honum megin vel og giorir nu ferdir ꜳ Upplond med myklu lide og koma uid skoga nockra j nand bæ Þrandar og dualdiz þar og uill reyna huat Þrande yrde fyrir. Og nu uar honum sagt ath lid mikid uar komit ath bæ hans. og hyggium uer ath uera mune Haralldr konungr. og þegar stefnir Þrandr ath sier lide og sendir ord vm alla bygdina og kom þar saman mikid lid og fritt. Nu er sagt Magnusi konungi ath Þrandr hefir fiolda lids fyrir og buit sem til bardaga. Konungr mællti. eg ueit þath ath Þrandr ætlar Haralld frænda uera munu og skal giora heim vissu ath uer erum fridmenn. og monu slikt uera fridmenn til kallmenzsku og mikill skade er þat ef Haralldr skal hafa lif hans enda fai hann eigi vndan styrt. Og er Þrandr veit huad titt er kastar þar þa nidr huar sinum vopnum sem kominn var og geingu j mote þeim og þa konungr þar veizlu. Nu segir konungr Þrande ath Haralldr konungr hefir þungan hug ꜳ honum og quad hann eigi mundu þar mega vera leingr. bydr konungr nu honum til sin en lez mundu skipa jardir hans. og er þetta rada tekit. Haralldr konungr sitr nu vm hann allt ath einu og villde giarna nꜳ honum. en eigi gioriz færi ꜳ þeim eptir þui sem hann villde. Og er uora tok mællti Magnus konungr uid Þrand ath honum þyckir osynt huort hann getr haft uardhỏlld yfir honum jnnanlandz fyrir Haralldi konunge. hefi eg nu latid skip bua af launungu og uillde eg ath þu hielldir til Grænlandz og stadfestiz þar þuiat þar fær þu uel gætt þin fyrir Haralldi konunge. Og so er nu giort. og so mykla varygd hafde Magnus konungr ꜳ honum ath hann sialfr fylgir honum til skips og skilst so uid hann ath hann lætr fra lande. Og þegar er þeir hofdu nær nyskilid uid Magnus konung þa uar þar þa fyrir þeim Haralldr konungr uid eyiarnefit. og þegar leggr Haralldr ath þeim og tegzt þar þegar bardagi. Nu jhugar Magnus konungr og þikiz ofyrirsyniu munu hafa uid skiliz Þrand og þikir uid radogan vm ath eiga þar sem frænde hans uar og leggr nu aptr til og sier ath þeir beriaz. taka nu atrodr hardan. Og er Haralldr konungr sier atrodr Magnus konungs þa leggr hann þegar fra og skilia þeir uit þat. Fer Þrandr nu vr lande sem ætlad var og ut til Grænlandz og uar þar nockura uetr. En konungarnir eru nu badir j lande og hellz fridr nu ath kalla j lande. en þo uerdr þeim mart til sundrþyckis sem optliga ma heyra er fra þeim er sagt.


Um har(d)endi Haralldz konungs

22. Nu er fra þui sagt ath bændum þikir Haralldr frekliga heimta ath sier skatta landzskylldir og adrar vtheimtur. þikir þeim nu þungt vndir ath bua. enn aller menn vnna Magnusi konungi og uilldo helldr greida honum allar skylldr. Og ꜳ einu þingi uar mart vm talad. konungr Haralldr uar þar og beidde þa enn alaga og pyndinga nockura sem eigi hofdu adr uerid. Og þessa uerdr |[102] nu uarr Einar þambaskelfir og segir Magnusi konunge. og mun þier vant verda ath gæta rikis þins fyrir Haralldi konungi. segir honum fiardratt hans og lids. Magnus konungr quaz ætla ad þett(a) munde uera kuittr manna ath Haralldr mun uilia eigna sier meira af riki en hann ꜳ ath rettu. Eg mun foruitnaz segir Einar. Og nu er þingit sett sem fyr uar sagt og kemr Einar til þings uid .lx. manna og hafde hann uerit ath konu nockurrar er Jngebiorg hiet og fieck hun honum lidit þui hun uar hardla rik. Stod upp eirn gamall madr er Toki hiet ꜳ þingino og mællti. þat hofum uier segir hann ef madr beidiz konungsnafns og se annar adr j lande og til konungs tekinn ꜳ Eyrarþingi. nu ætlum uær þat ath sa mune mest ualld ꜳ oss eiga þegnum sinum. vil eg þess bidia ath menn bide aller orda Magnus konungs og urskurdar og giorum hans soma vm alla hlute. Einar stod þa upp og þackade honum ord sin og þar med ollum bændum þeim er þingid satu. Haralldr konungr mællti þa. hatt berr þu hialmen nu Einar segir hann og miog synir þu þik j motgange uid mik nær sem þier uerdr þath golldit. og godr uæri dagurin sa er þinn ofse steyptizt og so sem þu ert nu ollu hofde hærre en aller adrir þar skylldir þu bratt uera hofde lægre. Einar segir. gud ꜳ valld ꜳ þui enn ecke muntu hræda mik med ordum einum saman. Þeir slitu nu þingino vit so buit. So er sagt ath þeir konungarner badir voru ꜳ eirne veizslu og veitte sa madr þeim er Aslakr hiet. sat Magnus konungr og sumir hans menn vm hapallinn en Haralldr brodir hans sat langpallenn annan en Þorir brodir Magnus konungs sat annan gegnt Haralldi. Þorir uar samædr uid Magnus konung. hann var gegn madr og famalogr optaz og ecke ordhittenn. Haralldi konungi þotti sier suiuirding j at sitia fyrir adryckiu hans og quedr nu ath honum Þore.


Þegi þu Þorir
þegn erttu ogegn
heyrde eg at hieti
h(u)inngestr fadir þinn.


Þori þotti illr kuodlingren og reiddiz uid en þottiz þo ecke mega ath giora og beit nu ꜳ hann miog. Eirnhuern dag hittuz þeir brædr Magnus konungr og Þorir. þa spurdi konungr. þui erttu so hliodr frænde segir hann. Þorir segir honum huad til bar. Konungr segir. eg se radit hier j mote. kuod þetta j moti ath honum ef hann kastar oftar kallzyrdum ath þier.


Giordi eigi sa
gard vm hestredr
sem Sigurdr syr
sa uar þinn fadir.


Og um morguninn eptir funduzt þeir Haralldr og Þorir. kastar konungr þegar ath honum hardyrdum sem hann uar uanr. Þorir þegir nu eigi vid og kuodr þat er honum uar kent. Haralldr konungr bra þegar suerde og uillde hoggua til Þoris. Magnus konungr uar þar nær staddr hleypr þegar til og þrifr þegar suerdit fyrir Haralldi og bidr þa hætta folsku slikri og þickiz þo uita ath eigi mune duga ath Þorir site leingr jafngegnt Haralldi. skipar Magnus konungr Þori nu hid næsta sier. Nu er rætt vm mal konunganna sialfra einkanliga vm vma þann[103] er ꜳ lek ath Haralldr konungr munde vilia frekara taka skatta edr skylldr en so sem maldagar þeirra stodu til og uar þar uitnisburdr til leiddr. Þat er sagt (at) Aslakr sa er veizluna gerde bæri vitni med Harallde konungi. og er Magnus konungr heyrir þat þa mællti hann. vist villde eg at þeim yrde þui misradit ath bera liuguitne j mote mer.


Fra Þorsteine Hallzsyne er kom . . .

23. Sva er sagth ath eitt sinne er Þorsteinn Hallzson af Sidu kom ur kaupferd af Dyflinni og uar þat ecke ath konungs leyfi. en þat uar ecke j þann tima ath menn færi vr lande kaupferdir vtan konungr gæfi leyfe til og uar sok ꜳ huerium er hann færi olofat. so og hofdu þeir eigi golldit laudaura er giellkerin heimte og lez Þorsteinn eigi skylldr ath giallda er hann uar konungs hirdmadr. Þorsteinn þottiz og heimillt eiga ath fꜳ eigi gialld fyrir þa menn er med honum uoru og uard eigi fyrir þat fast ath geingit ath heimta frekara er menn vissu þatt satt uera ath Þorsteinn uar hirdmadr Magnus konungs. Hann for ut til Jslandz vm sumarit til bus sins. Magnus konungr spyr þetta nu allt jafnt saman og likar storilla. lezt ueitt mundu honum hafa Þorsteine sialfum landaura en eigi monnum hans. en kuat þo þickia meira vert er hann tok Dyflinnar ferd ꜳ sig so at hann hafde ecke leyfe til. og giorir konungr Þorstein vtlægan og ur ollum hirdmannalogum fyrir þetta og kuozt so skylldu leida fleirum lagabrotin þott at mikils være uerdir. Og annat sumar kom Þorsteinn vt af Jslande og hafde þa ecke spurt þetta. hann flutte vtan med sier stodhross agætlig[104]. Nu kemr Þorsteinn nordr uid Þrandheim og stygduzt menn uid honum þott adr hefde latid likliga til hans fyrir sakir vmmæla Magnus konungs og kom þar ath þui sem mællt er ath dyrt er drottens ord. sat Þorsteirn jafnan nu eirn j herbergi og felagar hans. þetta þikir honum þo hardla daufligt er onguir menn vilia eiga glede uid þa. stodhrossin voru fyrir ofan bæinn j haga ꜳ Jluvollum[105] og for Þorsteinn jafnan ath lita yfir þau. Þeir voru þa j bænum Einar þambaskelfir og Jndridi son hans. og eirn dag geingr Einar vt ꜳ Jluvollu.[106] kemr nu at hrossunum og litr ꜳ vm stund og lofar allfast. og er þeir ætla brutt ath ganga þa kemr Þorsteinn þar og heilsar Einera og spyr huersu honum liz ꜳ hrossin. hann suarar og kuoz uel ꜳ litaz. Þa uil eg ath þier þiggit segir Þorsteinn. en Einar lez eigi þiggia vilia. Þat veit eg segir Þorsteinn at þu munt þiggia giafir ath þuilikum monnum sem eg er. Satt er þat segir Einar. En erit mik(it) þikir oss ꜳ liggia fyrir þier og þinu male felage segir hann og berium uer þar nu augum j. So uerdr þath ath vera segir Þorsteinn. Og skiliaz uid þath. Og litlu sidar geingr Jndridi til at sia hrossin og lofade miog og spurde huar ætti. Þorsteinn kom þa ath og heilsar honum uel og segir ath hann vill giarna ath hann þiggi hrossin ef honum þikia nockurru neyt. Jndridi tok uid og þackade honum giofina og skiliaz uid |[107] þath. En er þeir fedgar finnaz þa segir Einar ath hann munde mikit hafa til gefit ath Jndrithi hefde eigi tekit uid hrossunum. Jndride quedz eigi so ꜳ litaz og quad uera gott mannkaup j Þorsteine. Einar segir. eigi mun eg þui j mote mæla. en eigi muntu þa giorla kunna skaplynde Magnus konungs fostra mins ef þu ætlar þat audsott ath sættaz uid hann ꜳ þetta mal þar sem hann hefir adr giort hann vtlægan. en þo muntu mega þat. en ætla munum ver oss minna en þat ath beitaz birne uid Magnus konung og þat vinn eg til einskis en eg veit ath þath mun hier ꜳ liggia þuiat ecke giorir hann þetta ath barnamalum. Skildu þeir fedgar nu uid þetta j styttingi. Jndridi bydr Þorsteini til sin og for hann þangath og sitr hann hid næste honum vm vetrinn j godu yfirlæti. Magnusi konungi likar þetta þungt er hann frettir þetta og mæla margir fyrir honum ath eigi se allsæmeligt þeirra handar ath giora slikt so mykla sem hann giorde þa fedga j ollum Þrændalỏgum og nu skulu þeir hallda vtlaga konungs er slik lagabrot hafde giort og konungr hafde reide ꜳ. Konungr suarar þeim fam ordum er slikt taulodu fyrir honum. let nær sem hann heyrde eigi. en hugsade þo fyrir sier ath eigi væri vist huort þeir uæri so myklu traustara edr heille er slikt baru til eyrna honum ef hann þyrbte nockrs med. So er sagt at Einare uar fatt til Þorsteins vm uetrinn og segir at Jndrida munde bioda goda sætt konungi fyrir hann. Þeir fedgar voru uanir at drecka jol med Magnusi konungi og segir Jndridi fodur sinum at enn mun hann suo giora. Þu rædur segir Einar. en heima mun eg sittia og radligre þætti mer at þu giordir suo. Eigi byzt Jndridi at sidr og Þorsteinn med honum. fara nu heiman og voru saman .xij. og komu ꜳ eirn litin bæ. voru þar um nottina. Og um morguninn ser Þorsteinn ut og kemr inn aptr og segir Jndrida at menn rida at bænum og er alligtt fodr þinum. Ja segir Jndridi. þath bætir mikid uora ferd en hann vill nockud fylla vorn flock. Og so var ath Einar kom þar og mællti til Jndrida. allkynlig er þin ætlan og eigi syniz mer vitrlig ath þu ætlar ath sækia heim Magnus konung og hafa Þorstein med þier og er slikt meir giort af kappe en alitum. fer nu helldr heim ꜳ Gimsar. en eg vil hitta konung og vita huad af skapiz. eg kann skaplynde yckars konungs ath ecke munud þid sua stilla yckrum ordum ath þath mune vel hlyda og er mer þa ecke betra vm ath tala ef adr verdr meira ath. So giora þeir nu ath Jndridi for heim fyrir bæn fodr sins enn Einar kom til bæiarens ꜳ konungs fund og tekr konungr blidliga uid honum. tala nu mart og sitr Einar hia konunge ꜳ adra hond sem hann atte vanda til. Og enn fiorda dag jola vekr Einar til uid konung vm malid Þorsteins Hallzsonar. og villde eg giarna herra at þier tækid sættum uid hann. og kuad gott mannkaup j honum vera og kuoz ecke til villdu spara þat er hann ætti volld ꜳ ef þa uæri nær en adr. Konungr segir. ecke þurfum uid þar vm ath ræda þui mer þikir mikid fyrir ad giora þik reidan. Hættir Einar þessu og þikir horfa hellzti þungliga. og er konungr þegar katr. er þeir taka annat ath tala. Lidr so framan til jola. og ens atta dags þa uekr Einar hid sama malit uid konung og fer rett ꜳ somu leid og fær ecke af konunge og ath sidr uill hann ecke vm tala. Og nu kemr enn þrettande dagr þa bidr Einar ath konungr take sættum uid Þorstein. og uæntir eg ath þier munid nockut giora fyrir mina skulld þuiat mer þikir þetta allmyklu skipta. Konungr segir þa allstutt. ecke er hier vm ath tala segir hann og kynligt þiki mer ath þier halldit þann mann er eg hefe reide ꜳ. Egh ætlada segir Einar at mer munde stoda ord min vm eirn mann og þann er eigi hefir meira saka til at bera en þessi madr þuiat huorke hefir hann drepit frændr ydra ne vine og ecke hefir hann neina suiuirding giort ydr so ath þier þurfit neirn heiptarhug ꜳ honum ath hafa fyrir þat. nu uilium vær ydra uirding giora j ollu og so þikiumz uer giora jafnan og uar þetta meir rad Jndrida frænda en min j fyrstu ath taka uid Þorsteini en þo allt ath einu mun eg ecke hann fyrr fyrirlata en sialfan mik. en þat ætla eg at mikid mune ꜳ liggia adr en Þorsteinn er drepinn þuiat eg kann skaplynde Jndritha j þui ath eina leid fara þeir badir ef hann ma rada. nu em (eg) þa uant uidkominn er þid eigit saman sonr minn og þier. og vilir þu helldr beriaz uid Jndrida en ath taka sættum fyrir Þorstein þa mun þat helldr horfa til þurdar riki þinu en til framgagns. en eigi mun eg þo beriaz j mote þier og eigi þike mer þu nu miog ꜳ þat minnaz er eg sotte þig j Garda austr og styrkta eg sidan riki yduart j ollu þui er eg matta so at eg sit fyrir þui j nockurre hættu af audrum. og ueit eg ath þeim þætti eigi allille þott þann veg færi vor felagskapr. hefi eg ath þui hugat hueria stund sidan eg giordumst fostrfadir þinn ath þin sæmd mætti uerda sem mest. nu skal eg fara af lande j brutt og ueida þier huorke ath gagne ne meine sidan. en mæla munu þat sumir menn ath litid vinner þu ꜳ j þessu. Einar sprettr þa vpp vr sætinu og er allreidr og snyr nu vtar eptir hollunni. Magnus konungr ris þa upp og eptir honum og leggr hendr vm hals Einari og mællti. kom heill og sæll fostri segir hann. þat skal alldri uerda (ef) eg ma rada at ockra astsemd skile og tak menn j frid so sem þier likar. Einar sæfiz nu uit þetta og er Þorsteinn nu j sætt tekin uid konung. for Einar nu heim eptir þat og segir þeim Jndrida huad hann hefir ꜳ orkat og þacka þeir honum forkunnar vel.


Um ueizlu konunga

24. Þess er uit getid ath eitthuert sinne er konungarnir badir satu j eirne hollu yfir matbordum. |[108] uar þo med þeim alitliga þott jafnan hygde sitt huorir. þar uar þa kominn Arnor jallaskalld til konunganna og hafde ort sitt kuæde vm huorn þeirra. Og eirn dag er skalldit uar ath og bræddi skip sitt þa koma til hans sendemenn Magnus konungs og Haralldz konungs og bidia at hann kome ꜳ þeirra fund og færa þeim kuædit. Hann for þegar og þuo ecke af sier tioruna. og er hann kom ath hallinne þa mællti hann uid dyruorduna. gefit rum skallde konunganna. Og so giordu þeir. Geck jnn sidan og fyrir konungana og mællti. heilir allualldar badir. Þa segir Haralldr konungr. huorum skalltu fyrri færa kuædit skalld. Hann segir. enum yngra fyrri herra segir hann. Konungr segir. þui honum fyrr. Herra. segir Arnor. þat er mællt ath bradgiord verde vngmennen. En þat þotti huorumtueggium uirduligra at fyr uæri kuædit fært. Nu hefr hann upp kuædit og getr hann j fyrstu jarla fyrir uestan haf og yrkir nockr erindi fyrst vm ferdir sinar. Og er þar er komit þa mællti Haralldr konungr. huatt siti þier ath herra þott hann hafi ort vm ferdir sinar edr vm jarla j eyium vestr. Magnus konungr segir. bidum enn frænde. mik grunar ath adr lokit er quædit ath þier þiki nogu mikid lofit mitt. Og er so er komit ath skalldit quad þetta erinde.


Magnus hlyttu til mattigs odar
mangi veit eg fremra annan
yppa radu(m)zt ydru kappe
Jota gramr j quæde fliota.
haukr rettr erttu Horda drottinn
huerr gramr er þier storu verre
meire verdi þinn enn þeira
þrifnaudr adr heimr rifnar.


Þꜳ mællti Haralldr konungr. lofa þu þenna konung so miog sem þier likar en lasta ecke adra konunga ath helldr. Og kuad skalldit ed sama sitt og kemr upp þetta erende.


Otte kunnit elgium hætta
ædi ued'rs ꜳ skelfdan grædi
fengins gullz edr fædit ella
flestan alldr vnd drifu tiallde.
likann berr þig huossum hauke
hollumr minn j lypting jnnan
alldri skridr vndir fylke frægra
fagrligt eikiu sund snarla.


Eigi letud jofra bægi
ydru nafni mannkyn hafna
huorke flyr þu hlenna þreytir
hyr næmen j brodde styriar.
hlunna ess sem raudull renne
reidar buningr vpp j heide
hrosa eg þui er herskip glæsir
hlenna dolgr edr uita brenne.


Þa segir Haralldr konungr. allakafliga yrker sia madr og eigi veit eg huar kemr. Og enn kuad hann.


Monnum lizt er milldingr renner
meida hlidir sæfar skide
vnnar jafnt sem osamt renne
eingla fylke himna þeingils.
eydendr þegn eg ath elska þiodir
en drott þin er hofd ath minum
grædi lostens gude hid næsta
geima vals j þessum heime.


Og þegar quædinu uar lokit þa hefir hann vpp Haralldz kuæde og snyzt fyrir hann og heitir þath Blag(ag)la drapa og er þath gott kuædi. Og er þetta kuædi uar vti þa uar Haralldr konungr ath spurdr huort kuædit honum þætti betra. Hann segir. kann eg sliks grein huer munur kuædanne er. mitt kuæde mun bratt nidr falla og kunna eingi en dreapa su er ort er vm Magnus konung mun kuedin uera medan Nord(r)lond eru bygd. Haralldr konungr gaf skalldino spiot gullrekit. en Magnus konungr gaf honum fyrst gullhring. og nu geingr (Arnor) vtar eptir hollunne og dro hann gullhringen ꜳ fal spiotzsins og mællti. hatt skal bera huoratueggiu konungsgiofina. Kom sia til nockurs longum ordgnogt segir Haralldr konungr. Þui hafde skalldit heitid Harallde konungi ath yrkia vm hann erfidrapu ef hann lifde leingr. Magnus konungr gaf honum knorr med aullum farmenum sidan og var þat god giof og giordiz hinn mesti astudaruinr hans.


Capitulum

25. Sa hlutr barst ath vm son eirnar konu gofugrar ath hann miste minnes sem hann væri hamstoli. Modir hans kom ꜳ fund Haralldz konungs og bat hann leggia til nockut gott rad. Konungr segir. hitt Magnus konung. hann veit ser onguan betri j landeno og mun hann leggia til nockut gott rad. Hun fer nu ꜳ fund Magnus konungs og bidr hann leggia til nockut hialprad. Konungr segir. hitter þu ecke Haralld konung. Hitta eg segir hun. og segir honum vmmæle hans. Magnus konungr segir. einge madr er Haralldi konungi uitrare j lande þessu og mun hann kunna til ath leggia nockut rad ef hann vill. Sidan fer hun og hitter Haralld konung annat sinn og segir honum vmmæli Magnus konungs. Þa skal nu og nockut til leggia segir Haralldr. sia þikiumzt eg huat syne þinum er. hann er draumstole en ecke er þat mannz edli at hann dreyme ecke. nu uil eg gefa til rad med þier. gack nu þar til er Magnus konungr hefir tekit handlaugar og lat sueinen supa ꜳ handlaugunne. sidan lattu hann syngia. þo ath slai ꜳ hann hofga edr geispa þꜳ lattu hann eigi na ath sofna. en eptir þath far þu med hann þangat er konungr hefir huilt og let hann þar sofna og meire von at honum birtiz draumr. Nu fer hun so med ollu sem henne var kent. og sefr son (hennar) þar j vm hrid. og þa er hann uaknade hlo hann og mællte. dreymde mik nu modir segir hann. Godri heill skyllde þat þa segir hun edr huat bar fyrir þik. Mier þotti sem konungarner kæmi til min Magnus og Haralldr og mællti j sitt eyre huorr þeirra mer. Mantu þat son minn segir hun huath huor þeirra mællti. Man eg segir hann. þetta mællti Magnus konungr. verttu sem beztr. eigi uar vm lengra. en Haralldr mællti þetta. verttu sem næmazstr og minnugazstr. Og þessi sueirn var sidan merkiligr madr og dugde honum þesse lækning er Haralldr konungr gaf til. Þessa visu orti Magnus konungr.


Margr quedr sier ath sorgum
suerdriodr alinn verda
uggek allit seggia
otta bukallz dottur.
enn ef einnhuerr bannar
elldgiofn fyr mer suefna
vist velldr siklings systir
suinn anduoku minne.


Fra Þrande er bio ꜳ Stockum j Noregi

26. Lendr madr og ꜳgætr bio j Vik austr sa er Þrandr hiet. bær hans hiet ꜳ Stockum. hann atte þa dottur er Margret het. hun uar kuenna uitruz og vænz og giordiz mikid ord ꜳ vm hennar vas(k)leik. Sigurdr het madr er kalladr uar konungsfrænde. hann hafde syslu skamt fra |[109] Þrande. hann uar madr fridr synum og skylldr miog Magnusi konunge. Þess er uid getid eitthuert sinne vm haust ath bod fiolment var ath Þrandar og kuomu þar saman margir bændr. þath uar uane Þrandar ath hann kuadde dottur sina ath ollum malum. Og einn dag veizlunnar voru menn uti ꜳ hỏgum nockurum þar sem uid synt var og hofdu menn margskonar leika og skemtanar atgiorfi. og er ꜳleid dag sau þeir skip eitt þat uar glæsiliga buit med spanum og uedruitum alskialldat allt med stofnum. og er þeir nalgazt jnn ath bænum þa sa þeir ath þar var skiþat voskum dreingium og hofdu kurteisligan rodr. og er vmræda huerir vera munu. Þrandr fer nu ꜳ fund dottur sinnar og segir henne þessa nylundu. uitum uer nu ongua von Magnus konungs. Margret segir. þat er ouænst segir hun ath hann se og kynnum ver mykla þock ꜳ þott hans kuoma frestadiz hingat. Þrandr segir. hui mæler þu þetta þar sem aller menn leggia astud uid hann og skulu uer honum þo uel fegnir fagna. Skipit kom nu j lægit og ganga menn af utan og uar þar komin Magnus konungr. geingu menn þa j mote honum og fylgdu honum til bæiarens og uar buinn enn ꜳ nyia leik hinn bezti fagnadr. Konungr er katr uel og ueitir Þrandr honum med allre blidu. og er konur gengu j skalann um kuolldit þa geck Margret fyrir þeim og kuadde eigi Magnus konung. Konungr spyr Þrand huer su ueri en frida kona er fyrer geck. Þrandr segir ath su er dottir hans. Konungr mællti. og ecke uill hun oss kuedia. uist lætr hun uel enda er hun uæn kona og frid og hia henne uil eg reckia j natt. Eigi samir ydr þat herra segir Þrandr þuiat hun er litils hattar hia ydr og er þat ofærth yduarre tign. Þetta mun þo fram fara segir konungr. Þrandr segir þetta dottur sinne huad konungr ætlaz fyrir. en hun quad sier þat ecke ꜳ ouart koma og ueit eg segir hun ath konungr byzt uid þui eina vm er mote er minu skape og þike mer þat þungth ath leggia fyrst ast uid hann en tyna honum sidan. Þessi ord hennar segir Þrandr Magnuse konunge. Han segir. ecke er eg kendr uid odreingskap af monnum en buaz ma so uid ath henne verde gæfa ath ef hun kann til ath gæta. en einge hæfinde muno ꜳ uerda ella vtan eg rada fyrir ath sinne. Og er þetta sier Þrandr huar komit er fyrir konungi þa lætr hann bua eina sæng uirduliga j skemmunne og er þar buin reckia konungs. nu uar Margretu þangat fylgt og ecke skylldu vera þar fleire menn. hun uar okat miog. Þannueg uar til farit ath husit uar tuidyrt. og er hun hafdi legit þar vm stund litla þa uar kuatt annarra dyranna tysuar. og hid þridia sinn geck upp hurdin og geingr þar jnn madr og hafda hatt ꜳ hofdinu og spurde ef þar væri nockur madr. hun suarar aungu. Þesse madr leitar þa til reckiunnar og gripr ꜳ henne og mællti. hyggr þu illt til rada uid konunginn. Uist er þetta ecke ath minu rade segir hun. Þath mun flestum þikia litil uorkun segir hann. nu ef þier er þetta so gefit sem þu ætlar edr lætr ath yfirsyn. villtu þa eiga kaup nockur uid mik so ath eg koma þui uid at konungr eigi ecke uid þig þat er þier mislike og vil eg þa eiga valld yfir þer. Þat ætla eg segir hun at helldr uili eg ꜳ þath hætta. Þa er uel segir hann. hann tekr þa ꜳ brioste hennar og merkti hana sier so og uard henne kallt uid nockut. og mællti hann þa. nu skalltu fara so med sem eg kenne þier rad til. þa er konungr kemr j reckiuna hia þier seg þu ath þu hafir þa sed[110] Sigrd frænda hans adr og uitum þa huers hugar honum ler. so mun eg til snua ath eigi mun meira uid þurfa. Madrin geck j brutt eptir þetta en Magnus konungr kom þar litlu sidar. Og er hann uar j reckiuna kominn hia henne bidr hann menn j brutt ganga og so uar giort. Sidan snyst hann ath henne og mællti til hennar blidliga og kuozt ætla ath giora mikenn soma til hennar ef hun uillde uid hann sæma med blidu. Hun segir. þath er med mikelle hættu segir hun. so dyrligr madr sem þu ert og vel ath þier þa skalltu þat vita at sez hofum uid Sigurdr frænde þinn ef þu att nockut lag uid mik. Konungr suarar þa reiduliga og sprettr upp uid og mællti. eigi mun þa hæfa ath hafa þessa reckiuna nattlangt. Geingr sidan ut og þar til er Þrandr suaf jnne og ber ꜳ loptid. Þrandr geck til dyranna og sier þegar ath konungr er reidr miog og spurde huat vm væri. Þath er nu tidazt segir konungr ath farit se eptir Sigurde. Og þegar fær Þrandr menn til þess og mællti konungr ath þeir skyllde so segia honum ath hann munde fara verda huort hann villde edr eigi. Sendemenn koma ꜳ fund Sigurdar og bidia hann buaz sem tidazt og fara med þeim segia honum frekliga ord konungs. Hann lez so mundu giora og kuozt fusliga vilia hann finna og lez ætla ath sia ferd mundi god verda at finna þuilikan frænda sinn sem Magnus konungr uar. Fer Sigurdr sidan og finnr Magnus konung og uar konungr hinn reiduligazte og spurde konungr huersu opt funde þeirra Margretar hafde saman borit. Sigurdr segir þa. herra segir hann verit hefir eg opt ath veizlum med Þrande bonda so ath eg hefir sed hana en talad fatt uid hana. Þa muntu eigi þat hafa att uid hana segir konungr ath yckr se mannlyte j þui ef þu hefir uid hana talad. Vm þad er eg buinn ath sueria segir Sigurdr ath eingin skipte hefir eg uid hana att þau er eigi same ockr vel. Þa ma uera segir konungr ath hon hafa |[111] ordit diupsæri j male nu en eg og komiz so fyrir mik ath eg skal so bratt yfir hafa litid. en hun hefir þo satt eina sagth nu þikir mer þetta vndarliga ordit hafa ef hun skal hier ein[112] uerit hafa j radum. Þa let konungr kalla þangat Margretu og spurde[113] nu jnnuirduliga eptir huersu hattad væri. mun eg þui nu kaupa uid þik ath þu skallt ecke uera naudkuon min upp fra þessu. Hun segir nu vm kuomu mannzsens til sin og ath hann kende henne þetta rad og so vm markit er hann kalladizt hana sier merkia og hann hafdi tekit ꜳ brioste hennar. Konungr mællti. let mik sia mark þad. Hun giorir so. Ogh er konungr sꜳ briostid þa syndiz monnum þuilikaz sem þar lægi ꜳ silfrpeningr fagr. þa mællti konungr. er so farit segir hann ath fadir minn vill eigi ath eg taka þessa konu til lags uid mik. giorla skil eg segir hann ath hann hefir þessi madr uerid. og þui uard mer so mikid j skapi og so skiott ꜳ litid ath gud og hinn heilagi Olafr konungr villde eigi ath fyrst min geingi fram vm þetta. og skalltu nu Sigurdr fꜳ þetta rad og þar med mina vinattu. Og for nu þetta fram eptir þui sem konungr villde ath Sigurdr feck nu Jngibiargar[114] og giordiz hann rikr madr og godr dreingr. Hun þotte og merkeleg kona ath vite sinu og morgum godum hlutum. En Magnus konungr for brott er veizlu var lokit so sem hann atti ferdir til.


Um ferd konunga

27. Nv er þeir frendr hofdu radit fyrir landeno .ij. uetr badir saman Magnus konungr og Haralldr konungr þa bua þeir her sinn ath sumre sudr til Danmerkr og badu ut leidangri af Noregi og ætlaudu ꜳ hendr Sueine Vlfssyne er þa hafde setid j Danmork vm uetrinn. Þorgils hiet madr Birnoson hann red nalega fyrir þridiungi af Danavellde. Og er konungarner foru sudr þa uar jafnan langt j mille flotans þeirra vm nætr. og er þeir komu j Danmork þa uar þat eirnhuarn dag at menn Magnus konungs giordu uppgongu þar sem konungr hafde adr þyngztan hug ꜳ monnum fyrir sakir otruleika þeirra uid sig. þeir drapu menn þar sem þeir kuomu ath og nadu en giordu suma handtekna og raku j bond. og uar þat ecke sid dags er þeir foru ofan til skipa sinna med .xij. menn og raku þa bundna fyrir sier. Haralldr konungr uar þa enn eigi eptir kominn med sitt lid. Geingu nu upp j odru sinne og mællti Magnus konungr mikid um ath einge skyllde so diarfr ath þa leyste. Og nu er þeir uoru ꜳ land geingnir þa spurde Alfhilldr konungsmodir. hun var þar med Magnuse konungi sinum syne. huerir þeir uæri bandingiarnir edr huar er sia hinn uirduliga madr segir hun er mer þiker sem uera mune foringe yduar. Hann suarar aungu. Hun spurde ef hann villde þiggia lif ath henne. Eigi ætla eg segir hann. Hueriu gegnir þath segir hun. Hann segir. þar koma .ij. hlutir til þess. annar sꜳ ath eg mun eigi trur og þikiumz eg þa eigi launa lifgiofina eptir þui sem eg ætla. hinn er annar ath eigi mun betri madr veita mer liftion en konungr þessi. og er þetta makligt er eg hefe jafnan verit j mote honum enda er fꜳm monnum skade ath mer. þath er hellzt ath eg ꜳ konu vnga er henne og hellzt skade ath mer. Hun mællte. þat er satt þuiat eg se ath þu ert mikils hattar madr og skalltu þiggia lifit. Hann segir. þat vil eg og giarna ath þiggia lif ath þier en eigi mun konungi vel lika þin tiltekia. en þo ꜳ eg þier konungsmodir mykla gæzsku aptr ath launa og uitia kunnliga þess mannzs er Þorkell geysa heitir ef þu þikizt þurfa nær sem þat er. Nu fara þeir .xij. j burtt þann ueg sem þeir vilia þuiat Þorkell villdi eigi lif þiggia nema þeir uæri aller leystir. Og er konungr kemr aptr uerdr hann þessa var og uerdr akafliga reidr kuad slikt hofutfirn er hun skyllde hellzt til uerda ath briota bod hans eda þikiz þu betr kunna edr vilia en eg. Hun segir. eigi villda eg uerr j þessum hlut en þu huersu sem vm annat fer. og geth eg ath þat uerda eitthuert sinne ath mier þiki eigi þessu misradit. Konungr mællti. margir eiga sinum fedrum gott ath launa en eigi annar madr betra en eg vm flesta alla hlutena en uannt valde hann mer modernid. Jꜳ son segir hun. so er og en so mun mer fra segiazt ath velia matte hann þier þo enn midr og ecke attu honum þat ath sok ath gefa. en virttu þat þa meira uid mik huersu eg valda þier faudrinn. verttu nu katr herra segir hun þui ecke tiair eptir þessum monnum ath sækia þuiath eg vænti ath þeir sækia langt nu ꜳ sinn veg ath þier hafit þeirra nu ecke. Kongarner foru nu vida vm landit. og þess er enn uid getid audru sinne ath þeir hofdu enn ꜳ land geingit og raku ofan fyrir sier marga menn bunna og settu sidan j fiotra. j þeirre uppgongu hofdu þeir og tekit mikid fe af þeim monnum er geingid hofdu vndir Suein konung Vlfsson og uar nu þar og Haralldr konungr. Þa mællti Magnus konungr af hliode til modur sinnar. fyrir þat segir hann ath eg mællte næst hast uid þig er þu lezt leysa menn vr fiotrum þa vil eg þat nu bæta þier. þigg þu þesse launen ath þu bid nu fridar manne þessum er æztr er bandingianna so at menn heyre. Huad mun eg nu þath giora segir hun vm fiandmenn þina so jlla sem þier likade næst er eg skaut þeim vndan. Konungr mællti. þat er eigi radit ath þu niotir min leinge hiedan fra er þa gott at leita sier þangath hialpar sem hann hefir adr til vnnid þuiat litid muntu mega treysta ꜳ hialp Haralldz konungs ef min misser uid. Hun tok nu til orda so ath marger menn heyrdu. gior nu fyrir minar sakir herra. gef lif þessum hinum merkeliga manne er hier sitr j fiotrum. Konungr segir. þiggia skalltu |[115] nu bæn þina modir. Og nu uar þesse madr leystr. Ecke uar langt adr en þessi madr uar leystr og geck fyrir konung og þackade honum lifgiof og mællti sidan uid konungs modr. ef hun þyrfte hans nockut sinne og kynne so til ath bera þott nu væri þat olikligt ath hun skyllde vitia þess mannz kunnliga þess mannz er Þorgils Birnuson heitir og er frænda Sueins konungs Vlfssonar. sidan fer hann ꜳ burtt. Þess er getid eitt sinn er konungarner foru med lid sitt og lagu þar nær sem skogr þyckr var og stor morken þa reid madr fram af skogenum med agætum riddarabunade og let hest sinn fagrliga bordeiga.[116] þessi madr var buin med myklu gulle og dyrligum klædum. hann uar og sialfr hinn kurteisazte madr so ath uarla þottiz sed hafa vaskligra riddara. hann lek fyrir þeim marga leika þa er þeim þotte sialldsener med mikille list og miukleik og horfdu menn ꜳ vm hrid er hann lek og þotte skemtan ath sia. Og er hann hafde sliku hlute framma haft vm hrid þa snere hann hestenum ath lideno og mællte. egh er nidingr fyrir Magnuse konunge og slikt hid sama er Haralldr konungr fyrir mer nidingr. og ojafnir konungar eru þeir þo ath þeir se skylldir. Hleypir sidan j skoginn og huerfr þar. Magnus konungr þikiz glogt vita ath þessi madr er sialfr Sueirn konungr og mællti til sinna manna. gerseme er Sueinn konungr. hefde hann lid med sier jafnt traust sem hann er sialfr frækinn þa munde hann optar sigr fꜳ. Ogh nu er sagt ath eptir þetta ath Sueinn konungr stauk vr lande og vpp j Suiþiod en þeir konungarnir foru ath þingum vm allt landit vm sumarid og okudu so rikit vndir sig.


Um liflat Magnus konungs goda

28. Nu barst so ath er mikil tidende voru ath segia þa er Magnus konungr var staddr ꜳ Jotlande ath eirn morgun er konungr uaknade varp hann mædiliga af sier klædunum er hann lꜳ j lyptingunne og rauk af honum. Einar þambaskelfir uar þar j hia konungi og mællti. Erttu siukr herra segir hann. Litt er eg en siukr segir hann. Þath er harmr mikill herra segir Einar ef ydr verdr nockuth og muno vinir þinir þess eigi bætr bida. Konungr mællti. fostri[117] segir hann latid giora reckiu mina vt uid bordit þar mun hægra og sualara. Suo var giort. Og er hann var þangat kominn þa mællti konungr mædiliga. ecke tiair þetta. færi mik aptr j sama stad. Og so uar giort. Þa mællti Einar. mæl þu herra þath fyrir vinum þinum er naudsyn ber til medan kostr er til. rad oss heilrædi og kann vera ath nu verde eigi langt vort uidrmæli. Konungr mællti. Þat skal eg ueita og þike mer þath likazt ath nu mune skiott skilia vora samuistu og vinskap. Ogh þa kom þar Haralldr konungr og spurde. eru þier siuker herra. Magnus konungr segir. siuker eru uær frænda en þess bid eg ydr ath þier sed vin vina minna. Skyllt er þat frænda segir Haralldr fyrir ydar sakir. en miog eru þeir sier einir j alla stade en mer avallt nockut ofskynia. Þier munuth nu hliota ath rada frænda segir Magnus konungr. en þetta giora þier so ath mer þikir mestu varda. Þa mællti Einar þambaskelfir. þetta mun litid tia ath ræda herra og mællti. Haralldr mun adr radit hafa fyrir sier huern ueg hann uill giort hafa hueriu sem nu er lofat. Haralldr konungr mællti. mun eigi þat og makligazt at eg se vinr vina minna og ætla eg mer allra skylldaz þetta. Magnus konungr mællti. suo mun vera frændi sem þu villt. enn eigi þætte mer omakligt þott þier giordit nockut fyrir min ord þat er ydr samir sua nockut uel sem þetta. Haralldr konungr suarar þa ỏngu. Þa mællti Einar. talid þat herra er meira uardar og meira liggr uid vm riken huersu þau skulu fara og huersu ydr þikir þau fara eiga so ath rettligaz væri. Þath legg eg til rads Haralldr frændi segir Magnus konungr at þu snuer aptr til Noregs ættjardar þinnar og gæt hennar og stiorna sem bezt j alla stade. en biozt ecke hier til rikis hier til Danmerkr þuiat so uar mællt med ockr Hordaknute ath Danmork skyllde ecke j ætt huerfa þott min yrde. so hid sama Noregr þoath hann yrde hans. hafe nu Sueirn konungr Danmork og niota uel. vil eg nu gefa honum upp rikid og slika tiltolu sem eg hefir þar til att. Þa mællti Haralldr konungr. so þikiumz eg eiga eptir þig Danmork sem Noreg ef þin misser uid. Eigi er so herra segir Magnus konungr. en skilia ma eg þath nu segir hann at til litils mun koma min vmræda og þat þo synna at þier uerdi eigi audit at uera konungr yfir Danmork þott þu vilir ath litlu hafa mina tilskipan. Þa spurde Haralldr konungr. huersu mikid er eptir gullz þess er ver fluttum j land og gafum j yduart valld og þier þagut halft uid oss. Magnus konungr mællti. lit hier ꜳ bordin frænde segir hann er skipud eru godum drengium og dyrligum. þeim somum hefe eg gefit gullith og haft j mote gullino ast þeirra og hollostu og er uist betri fylgd og framganga eins gods dreings en mikid fe. Sidan geck Haralldr konungr j brutt. (Þa mællti Einar). siait herra nockut gott rad fyre Þore frænda ydrum. litils get eg ath Haralldr konungr frænda þinn uirde hann ef hann skal ꜳ hans miskunn koma. Þa kom þar Þorir og sua madr med honum er Refr hiet. Magnus konungr mællti þegar til þeirra er hann kende þꜳ. gangit nu af skipe og j skogenn er skamt er fra oss. eigi mun length lida adr landmenn segia andlat mitt. farit þa sidan skiott ꜳ fund Sueins konungs og berit honum til ord min ath hann take med yckr og segit honum ath hann take so uid þier Þorir sem hann villde ath eg tæke uid hans brodr ef hann kæmi til min ꜳ deyianda degi. segit honum eigi j fyrstu andlat mitt helldr sott mina. Þorir matti ecke uid konung mæla fyrir harme. þa mællti Magnus konungr. segit so konunge kuediu |[118] mina og þath med ath eg gef honum vpp þetta riki ef eg hefir nockut j att og eg ann honum nu og bezt ath niota þuiat mer þikir hann rettligaz tilkominn og þat geingr nu ath rettu þott hann fai þath. Sidan ganga þeir Þorir j skoginn og bida þar huat til tidinda vill giorazt. Og litlu sidar kom Þorsteirn Hallzson til Magnus konungs og var hann þa kominn sunnan ath fra Rom. Magnus konungr hafde þꜳ midlat fe vel flestum monnum slikt er til uar. Þorsteinn mællti. eigi mun nu uerda þuilikr fagnadr ꜳ vorum funde herra sem uid hugdum til vm hrid. nu mun eg ecke bidia ydr fiar en þat villda eg ath þu gæfir mer nafn þitt. Konungr suarar. godra hluta erttu verdr fra mer Þorsteinn firir margra hlutu sakir og sialfr ertu mikils verdr og vel vnna eg þier nafns þessa ath þu gefir þinum syne. en þo eg hafa litils hattar konungr verit þꜳ er þo nauckr so diorfung otignum monnum ath kalla born sin eptir mier. en allz er þu bidr þessa med alhuga og eg skil ath þier þiker þetta mali skipta þꜳ uil eg ath visu gefa þier. en þat segir mer hugr vm ath mune liggia (a) þessu nafne harmr og tign. Og litlu sidar fyrir andlath konungs þꜳ sofnade hann littad og uar Haralldr konungr þar þa hia honum. Ogh vid þann suefn opnadiz munnr hans og syndiz monnum sem fiskr rende vr munne konungsens og hafde gullz lit. og sidan villde fiskuren aptur huerfa j munnenn og nade eigi og ueik sier þꜳ j munn Haralldi konunge er hann sat nær konungi og syndizt monnum sem þꜳ væri hann dauckr ꜳlitz. Ogh þa vacknade Magnus konungr og sogdu menn honum þetta. Hann segir. þetta mun vera fyrir skammlifi minu og kann uera ath sumum verde myrkare og kalldare rad Haralldz konungs frænda mins en min. Nu gefr hann einkum Haralldi konungi Noregs konungs riki en Haralldr lætur sier ecke vm finnazt. og eptir þath koma til kennemenn og veita honum fagurliga þionostu. Sidan mællte konungr uid skosuein sinn. hefir eg nockut minzt þin. Ecke nu ath sinne segir hann. Konungr rette þꜳ til hans knif og bellte og var þath huortueggia gersime sem ætla ma er þuilikr madr hafde att og borit. og er sueirnen tok uid gripunum þa leit hann til konungs og uar hann þꜳ beint j andlateno. En honum sueininum bra so uid og feckzt so mikels ath hann fell j ouit. og er hann uitkadizt þa uoru j burtu gripirner j þys þeim hinum mykla er þa uar og alldri sa hann þa sidan. Þesse tidende andlat Magnus konungs wrdu[119] .iij. nottum fyrir messudag Simonis og Jude. Og nu kueda uid ludrar vm allan herenn. og þat heyra þeir Þorir þar sem þeir voru j skoginum og þikiazt nu vita ath visu andlat Magnus konungs. En j odru lagi heyra þeir hia sier j skoginum manna mal og mællte þetta. hier uoru þeir adan. þui næst flugu oruar j skoginn til þeirra. en þeir foru undan og forduthu ser. þetta muno vera segir Þorir vinsendingar Haralldz konungs til min huort sem hann sialfr hefir sent edr senda latid. og mun hann hafa ordit uar uid brutfor ockra og so ath[120] uid hofum hier stad numith. Sidan foru þeir vnzt þeir kuomu ꜳ fund Sueins konungs. var hann þꜳ enn eigi j brutt vr Danmork. þeir fundu hann hia ꜳnne helgu og uar þa kominn ꜳ hest sinn og ætladi þꜳ ath skiliaz uid rikid. Þorir mællti ecke uid konunginn fyrir hryggleika. En konungr sꜳ ꜳ þeim ath þeir mundi stortidinde seigia kunna og mællte. huad seigi þit tidenda. Þa segir Refr forunautur Þoris. herra segir hann. andlat Magnus konungs. Segia sidan vmmæle konungs og ordsending vm ꜳsia uid Þorir brodur hans og tia konunge harm þann og missu er hann hafde bedit j frafalle Magnus konungs. Þa mællti Sueirn konungr. mikil tidendi eru þetta og uel komin skalltu uera Þorir hia oss og skulu uer sannliga veita þier mikenn soma þuiat þath true egh ath so munda Magnus konungr giora uid minn brodur. Þath uar vm hridh ath Þorir uar med Sueine konunge og uirdr uel sem konungr hiet honum. enn hann vnde engu og lifde eigi leingi. En konungsmodir for fyrst eptir andlat Magnus konungs a fund Þorkels geysu og tok hann uel uid henne og baud ꜳ hennar ualld slikt er hann atte. Hun uar þar vm hrid. Og er ath dro jolum vm uetrinn þa ogladdiz hun. Þui eru þier so okatar konungsmodir segir hann. allth skulu uer giora uid ydr sem ver kunnum bezt. seg mer þann veg sem þu uillt uera lata. Vel fer þier og dreingiliga segir hun en minner mik þeirra jolanna er j fyrra uetr uoru er eg atte þꜳ ath sitia hia syne minum og þike mer nu mikid ath drecka med otignum monnum jolin. Þat er ydr vorkunn segir hann ath so se. ogh ef þat er ydr j hug ath þier fysuz[121] ꜳ fund konungs þa mun eg fylgia ydr þangat og ueit eg uist ath hann mun vel uid ydr taka. Og þath þiggr hun. fylgir Þorkell henne nu ꜳ konungs fund. Tok Sueinn konungr uid henne agæta uel. og er hun nu þar. Þat er sagt ath hun gaf Sueine konunge dyrligan skutul allan gullbuinn. Nu er þar enn til ath taka ath j frafalle Magnus konungs uar mikid nidrfall huorutueggia rikinu Danmork (og Noregi) og uar hann miog harmdaudi flestum monnum. allra hellzt er ecke lifde eptir hann nema ein dottir. uar hun þa ꜳ vnga alldri. er Ragnhilldr hiet.


Vm þing Haralldz

29. Eptir þesse myklu tidende hefir Haralldr konungr þing uid lid sitt og sagde hann monnum ætlan sina ath hann uill fara med ollum hernum til Uebiarga þings og lata þar taka sig til konungs yfir allt Danavellde og ætlar sidan ath vinna undir sig allt landit. telr jafnuel sina erfd Danmork sem Noreg eptir Magnus konung og bidr þa lidit efla sig til og kuozt þat ætla ef þeir feingi landit ath jafnan mundu sidan Noregsmenn yfirmenn Dana. Þa segir Einar þambaskelfir. kalladi sier myklu skylldara ath flytia lik Magnus konungs |[122] fostra sins nordr til Noregs til graftar og færa hann faudr sinum hinum heilaga Olafui konungi en beriazt vtanlandz til rikis annara konunga og girnaz þeirra eign so fyrir on(g)va sok. Hann lykr so maleno ath honum kuoz betra þickia ath fylgia Magnuse konunge daudum en huerium audrum konunge lifanda. Taka nu sidan likit Magnus konungs og bua vm vegliga og setia med vmbudum sinum j lyfting ꜳ konungsskipeno. Og nu buaz Þrændir allir til heimferdar med Einare og like Magnus konungs og flestir aller Nordmenn og raufzt nu leidangrin. Ser Haralldr konungr þꜳ þann sinn kost næstan ath fara fyrst aptur til Noregs og eignaz fyrst þath vellde er honum uar þar gefit og hann þottiz einkum ættborinn til og eflaz þadan med lide sidan þa er honum syndiz. Fer hann nu aptur med allan heren og uar þa suarid landit Harallde konunge ꜳ Borgarþingi[123] af nockurum monnum og fer þa allt at þingum nordr þadan og geingr vndir hann margt folk.


Um likfor Magnus konungs

30. Einar med ollu Þrændalide ferr sidan med like Magnus konungs. og er þeir kuomu uid Samsey og lagu skipunum þar j einre hofn sem jafnan hafde legit Magnus konungr fyrr þꜳ er hann kom uid eyne þa uar eirn blindr madr fatækr og hafde Magnus konungr[124] jafnan minz hans j fegiofum. og þegar vm kuelldit er hann uard uarr ath morg skip voru komin vid eyna geck hann ofan og spurde. huar er æztr madr ꜳ skipunum. Þa suarar Einar. Magnus konungr Olafsson sagde hann. Hinn blinde madr mællte. mun konungr nauckut minnazt uilia minna aumlegleika sem hann hefir jafnan giort. Einar segir. eigi er so uid uoxt felage sem þu ætlar. konungr er nu latinn. Þa komz sa uid enn auma madr og matte eigi leinge ordum upp koma fyrir harme. og er af honum geck ohugrinn þa mællti hann. huersu mun ydr vm gefit Einar bonde. munu þier nockut minnazt mins fatækis sem konungr hefir adr giort fyrir sakir þinnar stormenzsku og þurftar minnar edr mun nu sia hugsan aull nidr falla. Einar segir quozt ath uisu vilia minnaz hans fyrir guds sakir. kuedr ꜳ sidan huath or huerre sueith skyllde midla honum af uistum af hueriu skipe. og uard þetta stormikil vist. leth Einar sidan senda þetta til hans. Þa mællte enn blinde madr. nu hefir þu enn Einar synt storlynde þina sem jafnan og er þetta laung hialp. en þess uillde eg beida þik ef nockur er sa litill hlutur eptir er Magnus konungr hefir atth ath þier gefit mer til huggunar. Einar segir. so skillde konungr uid oss ath miog voru midladir griper þeir hann hafde atth so gull og klædi. veit eg eigi huort nockut mun eptir. tekur þo j puss sinn og finnr þar fingrgull litid. bidr selia honum og mællti. eigi se eg ath uid Magnus konungr fostri minn munum betr niota gullz þessa enns litla er hann gaf mer fyrir longu og sel þath enn til birgda þier. Hann uard þessu gratfegin og hiellt gulleno upp fyrir augun sier og hrundu taren ꜳ kinnr honum og ꜳ gullit. Þa mællti hann. gott sagde mer þegar hugur vm ef eg næde funde Magnus konungs ath þꜳ munde enn nockut rautt fyrir brenna og so hefir mer nu gefiz. þier veittod mer mikla hialp i ydru tillagi. en nu hefir konungr gefit mer syn med gude beggia augna minne. enn eg adr steinblindr og þarf eg nu ecke tilstoda annarra manna og ma eg nu vel vinna mer biorg ef gud lætr mik nu hallda heilsu minne. Þessu urdu aller konungs astuinir fegnir og lofudu aller gud huath er hann þetta veitte fyrir Magnus konungs uerdleika og fodr hans hins heilaga Olafs konungs. ogh þotti aullum likligt ath þar vm mundi skipta. Sidan fara þeir Einar nordr til Nidaross. Þa uar þetta kuedit vm ferd þeirra.


Nu fara heim j hume
herkunn fyrir log sunnan
daprar skeidr fyrir daudan
dyrnennen gram þennan.
aulld hefir illa halldit
era striduada sidan
hulid hafa hirdmenn skilia
hỏfut þess er fremztr er jofra.


Og nu uar sidan geingit j mote likino og uar hringt vm allan bæinn og giort med allra uirdingu er matte og þo med myklum harme. Likith var jardeth ath Kristkirkiu fyrir vtan kor enn nu er þath jnnan kors fyrir ruma erkebyskups. yfir hans greftri stodu marger godir menn og uasker gratande. sem Oddr segir kikinaskalld.


Felldu menn þa er milldan
morg tar j grof baru
þung byrdr uar su þeingil
þeim er hann gaf seima.
deilldiz hugur so ath hiellduz
huskarllar grams uarla
siklings þiod enn sidan
sat opt huipinn uattne.


Ma eg þui sizt Magnus æfe
modfikings þraut goda
Odd hafa strid vm studdan
stiller harda illa.
huerfa eg huers mannz þurfe
harmstrangadan mann angrath
þiod er ath dogling daudan
daupr þui forum uer aprer.


Þessi tiþendi voro margs mannz harmur j Noregi ollu og segia þath aller menn eirn ueg ath einga madr hefi meir astfolginn verith allri alþydu en Magnus konungr. og lykr hier fra honum at segia.


Um þing Haralldz

31. Sem Haralldr konungr kemur aptur nordr j Þrandheim stefnir hann Eyrarþing og uar honum suarit land allt ꜳ þui þinge og giordiz hann þadan af einualldzkonungr yfir ollu lande. Og segia allir ꜳ eina leid en so sem fyr uar getid ath Sueinn konungr spurde frafall Magnus konungs er hann uar staddr ꜳ Skaney hia anne helgu. þa mællti hann þessum ordum sem uar getid. og þat uer med ath hann let þat uera skylldu annathhuort er Magnus konungr var andadr ath hann skylldi fꜳ allt Danavellde edr deyia ella þar ꜳ odỏlum sinum. stigr sidan ꜳ hest sinn og uikur þegar ut aptur j Danmork og drifur þa lid til hans og leggr hann allt land vndir sig. og fer þegar vm vetrinn sudr j Jotland og stefnir Uebiarga þing. og uar honum nu af nyiu gefit konungsnafn ath villd allra Dana. Þorkell geysa gaf honum konungsnafn. og segia Danir ath þetta nafn hrædiz aller Nordmenn. Ogh so mikid spott giordu Daner vm ath þeir skaru ackeri af osti og saugdu ath þau uæri ærid traust fyrir skipum Haralldz konungs þeim er hann munde vinna Danmork med og giordu |[125] þath med mycklu gabbe og spotte til Nordmanna.


Um herferd Haralldz konungs til Danmerkur[126]

32. Hid næsta sumar eptir andlat Magnus konungs hefir Haralldr konungr almenning vti af Noregi bædi ath uistum og lide og sagde nu ath honum þikir þath likligt ath hann skule reyna huersu hann fær fest ackerin fyrir Danmork vm sumarid og mællti so til manna sina. bad þa leggia ꜳ ath meira hug vm framgongu ath ecke skolu þeir skiptaz j vm herfangit. lætr ath þo vni hann vel vid fyrir sina hond ef þeir giallda honum nockurar vogir af brendu silfri enda hefde hann strandhogg til uista herinum. og lezt þat vilia mundu ath þeir giorde litt foruerkum ath hefna þeim Daunum spotzsins. En herinn allr let uel yfir þui þott Daner gyllde afrad.[127] Foru nu sudr til Jotlandz og heriade Haralldr konungr þar vm sumarid og brende vida landit. Lidit stock vndan miog og hræddiz æ miog Nordmanna her sem matte. Haralldr konungr lagde skipunum þa j Godnarfiord og þa kuad hann visu þessa.


Latum uer medan lirlar
lineik vari sinum
gerdr j Godnarfirda
galldrs ackerum halldit.
sumar annat skal eg sunnar
segig eina spa fleine
ver aukum kaf kroke
kalldgedr skipum hallda.


Þat sannar Boluerkr skalld ath hid næsta sumar eptir andlat Magnus konungs for Haralldr konungr herfỏr vr lande.


Leidaugr biottu af lade
laugr geck of skip faugru
gialfrstodum reistu grædi
glæstum arit næste.
skockr lꜳ dyrr ꜳ dockri
Daner uoru þa baru
skeidr so herr fyrir haudri
hladnar illa stadnir.


Þat segia menn fra ath niosnarmadr sa er Haralldr konungr sende mællti sa hafde sed flota Haralldz konungs. hann talade vid dætr Þorkels geysu. þær hofdu atth mikinn hlut j ath gabba Haralld konung. þat sogdu þær Þorkels dætr niosnermanne ath Haralldr konungr munde eigi koma til Danmerkr edr ætle þier nu komin uera sagde hann. Þær vissu ecke til vm hann ath kominn væri og kuodu sier okunnigt vm ferdir Haralldz konungs. Nu sia menn ath Haralldr konungr geingr af skipum. þa mællti Haralldr konungr. þat hefir eg spurt ath skamt er hiedan ꜳ bruttu bu þath er Þorkell geysa ꜳ. er Sueini hefir konungsnafn gefit og mestr geriz uor ouin eirnhuerr. en hann er eirn audgaztr madr j allre Danmork. nu þætti mer sannligt ath hann mætte vid kannaz ath Nordmenn eru komnir og þær dætur hans mætti sia huort af osti væri giorr ackera vor edr uæri þau traustare nockuru. sækit nu fast fram sagde hann. þuiat meira fe munu uer hier upp taka nær j einum stad en vidara annarstadar j Jotlande. Þeir fara nu þar til er þeir koma ꜳ bæ Þorkels geysu og leggi þegar elld ath husum. En er menn uerda uarir uid elldzganginn þeir er jnne voru þꜳ leita þeir ser grida og vtgongu. þa mællti Haralldr konungr. þo ath þath væri makligra ath þier dætr Þorkels geysu brynnith hier jnne þꜳ ætla eg þo hitt radligra ath þier reynit hua(r)t ꜳ festir leggium þeim hinum donskum hinir norænu krokar. Haralldr konungr brende bu Þorkels geysu en dætr uoru bundnar og leiddar so til skipa. þa uar þetta quedit.


Skaru jast ur oste
eybaugs Dana meyiar
þat angradi þeingil
þing ackeris hringa.
nu ser mægi morgin
mær hlær ath þui færi
ernan krok vr jarne
allualldr skipum hallda.


Þorkell geysa uar eigi heima þa er bær hans uar brendr. og er hann spyr þesse tidende aull taka þat rad at þeir fara ꜳ fund Haralldz konungs og bidr sier eirdar og bydr fe fyrir sig og fyrir þat allt er hann hefir til ouinganar giort vid Haralld konung. Konungr seigir. þat uar ouizska mikel ath giora slikt spott og gabb til nockurs hofdingia sem þier giordut til min og er makligth ath þier reyned þat nu huort uer megum nockut. en þo þike mer meira uerdr motgangr uid mik og fiandskapr so og ofdirfdaruerk þat er þu gaft Sueini konungsnafn. Eg vil nu þa sagde Þorkell leggia ꜳ yduart valld vm vort mal. Konungr segir þa. med þui ath mer lizt þath ath eigi fullu konungligt ath veita bana dætrum þinum fyrir sitt spott þo ath þær hafe til illz vnnit en þat j audru lage ath þu leggr allt þitt mal ꜳ mitt valld þa skal taka sætt af þier. skalltu giallda vt fe slikt sem eg kuod ꜳ og mun vera mikid. spare eg ecke fe þitt til þess. Þorkell lezt giarna þetta vilia og leyste dætur sinar med ogrynne fiar og so sialfan sig þo ath hann hafi eigi a kuedit ꜳ markatal fiarens. Sua sagde Grane skalld.


Let alldregi vti
osuifis kraka drifu
hleck j harda þiockum
Hornskogi bra þorna
fialla drottinn rak flotta
fianda grams til strandar
aud uard vt ath reida
allskiott fader dottur.


Nu skilia þeir Haralldr konungr og Þorkell geysa vith suo buid ogh heriar konungr þad sumar j Danmork og feck ogrynne fiar en ecki vard hann jlendr þath sumar. for hann aptr vm haustid til Noregs og sagdi monnum sinum ath þessi ferd er þeim ordin haglig og nockuru betri til fiar en sitia heima j Noregi. ogh kann vera ath þetta megi virdazth til nockurs skattgilldes ogh leggith til ath betra hugh ad yduar hlutr skal godr af fienu. vni egh þo vel vid allt saman ad Danir skulu vera eigi ohrædderi fyrir oss hiedan jfra en hingat til. Var Haralldr konungr vm vetrinn j Noregi og sat vm kyrtt. Og ath sumri lyser hann ferd sinne til Danmerkur. lezth vænta ath hann mundi eigi suig ꜳ þeim fe og eigi skal þat land enn j fride standa þetta sumar. hefir suo upp hafizth þegar [vm vinsælld[128] Sueins kongs[129] sem þier uitud ef þier minnizth a huersu þessi madr hiellt eidane vit Magnus konung og mun þat jafnan halldazth vm hans osigr sem hefir hefizth. mætti nu og Nordmenn minnazth a og þad mundi þeim þa j hugh er þeir vrdu ath liggia vndir ofsa og ofrelsi Dana þa er þeirra yfirgangr var sem mestr j Noregi vm dagha Sueins Alfifusonar ath hefnazt vith þa ef fære gæfizth ꜳ. og nv er einsætth |[130] ath þier leggit greypan hug til þeirra og latid þar fylgia framkuæmd verkanna. Haralldr konungr for nu sudr til Danmerkr og heriar enn ꜳ Dane og giorir þeim mikid illt og rekr þar nu hardan hernath og feck huergi uidstodu. Hann tok nu þar mikid herfang[131] og let so ganga allt sumarid. enn landzmenn stocku vndan huar sem matti komaz og frydu nu aunguer Nordmonnum illgiorda og þottuz Daner nu ærnar raunir þess hafa. Haralldr konungr og hans menn fara sua heim vm haustid ath hladin uoru aull skip þeirra af herfangi. og sagde konungr nu ath þetta fe ma endaz morgum godum dreingium til skotsilfrs j Noregi. og þo ath þeirra Dana verde smam minnzt segir hann þa er þetta þo nauckur aminning ath þeir uite at Nordmanna konungr lifir. ogh ouist ath Sueirn konungr gyllde ꜳ einum misserum meira skatt en þa þeir hofdu feingit. Konungarner Haralldr og Sueirn funduzt ecke vm sumarid og er Haralldr konungr enn j Noregi vm uetrinn. Ogh vm sumarit eptir ferr hann enn til Danmerkr og giorde so huert eptir anneth ath hann heriade til Danmerkr og vann morg storuirke j riki Sueins konungs og hefir þath ath herlande. sem Stufr segir.


Eytt uar falar ath frettum
feck drott mikinn otta
brædiz hrafn enn hræddir
huert ar Daner voru.


En þo var Sueirn konungr j lande j Danmork allt ath einu og sat vm kyrt ꜳ vetrinn en lꜳ vti med leidangri ꜳ sumrum og heitaz nu ath fara med Dane her j Noreg og giora þar eigi minna illt enn Haralldr konungr giorde j Danmork.


Um bref Sueins konungs

33. Sveirn konungr sende menn med rade hofdingia og landzmanna vm vetrin nordr j Noreg ꜳ fund Haralldz konungs og segir honum ordsending Sueins konungs og þar med allra hofdingia j Danmork. ath þeir beiddu ath Haralldr konungr kæmi nordan med lide sinu en Sueirn konungr sunnan med sinu lide og hittiz uid Elfina og berdiz þar til þrautar og skipte þa vm rikid med þeim. Haralldr konungr segir. þetta er dreingiliga bodit af Sueini konungi og þeim Donum og þath þiki mer vænna ath þessi fundr uerde og Daner ræke minne til ath uer hofum fundiz. og þath villda ek ath so væri. og þat skulu þier segia Sueini konungi og audrum Daunum ath ek mun koma til fundarens. Sendemenn komu aptr og sogdu so buit Sueine konungi. Bua nu huorirtueggiu skip sin vm uetrin allann og hofdu almenning vti vm sumarit. Þa kom vtan af Islande Þorleifr fagre og ortte flock vm Suein konung. og er hann kom villde hann finna Haralld konung j Noregi en hann uar farinn sudr til Danmerkr ꜳ moti Sueini konungi. þa kuad hann visu þessa.


Vann er med uisi kærum
uigs ꜳ rakna stigu
aurr j odda snerru
Jnnþrandꜳ lid finne.
þa er annar huor annan
aundu nemr edr laundum
litt hyggr Sueirn ꜳ sattir
sialldfestar god vallda.


Fær reidr sꜳ er randa
raund hefir opt fyrir londum
breid ꜳ Budla slodir
bordraukn Haralldr nordan.
enn lauks vm sia sækia
Sueins fagrdrifin steine
glæse byr þess er geira
gullmudr fyrir sunnan.


Nu kemr Haralldr konungr til akuedinnar stefnu þeirra konunganna med sinum her. en Sueirn konungr liggr med sinum flota sudr uid Sialand. þa mællti Haralldr konungr.


Logit hefir balldr ath balldri


Þa segir Þiodolfr skalld.


Brynþing fetilstingꜳ
linz sa er land ꜳ sunnar
ladbriotr fyrir rada
þo er sia niordr hinn nerdre
nordr glymhridar borda
gramr erttu frækn og fremre
fastmælare halla.


Haralldr konungr mællti. so hefir nu og uerith skalld segir hann ath Sueirn konungr hefir brugdith stefnunne uid oss en uer eigi uid þa. kann vera ath Donum þike enn miukara ath reka suin sin j skoga en beriaz uid oss. ogh er þeir eru eigi komnir þa skulu ver nu eptir sækia j þeirra valld og riki og gera þeim slikt jllt sem fyrr nema ver megum vid auka. Skipte Haralldr konungr þa lide sinu og let aptr fara helming Þrænda hers. enn for med hird sinne og lendum monnum og uilldarlide og slikt af bændum sem næst uar landzenda. vendir nu sudr til Jotlandz fyrir sunnan Vendilsskaga og so vm Þiodu. fer nu allth herskillde. brennir bygdina og drepur mennena so sem hann uar vanr. sem Stufr segir.


Flydu þeir ꜳ Þiodi
þeingils fund af stundu
stort red hugprutt hiarta
Haralldz aund ofar laundum.


Giordu þeir nu so mikenn hernath sem hier til hefde naliga skuggi uerith hia þui sem nu uar og toku yke[132] fiar. Þa mællti Haralldr konungr. giarna villda egh ath Daner ræke minne til vorrar kuomu og megu þier ꜳ lita huer frame. þat uæri ath ver sæktum þa heim og giordum þeim slikt illt sem uer mættum. ver hofum nu feingit meira fe enn ꜳ morgum sumrum fyr. nu mun eg fara allt sudr til Heidabæiar þath uæri oss mikid snilldarverk ath na honum og giora þeim [nockut ofuista.[133] Fara þeir nu med herinn og lata geisa elld og jarn huar sem þeir foru vm Danmork. og fara nu diarfliga. Lidit stock vndan slikt er komaz matte og a fund Sueins konungs og bera vpp fyrir honum kueinstafe sina segia skada sina og hormung. Haralldr konungr kom nu med herinn til Heidabæiar og giordu mikenn sueim j bænum. toku og ræntu morgum gersimum. þuiat naliga uar þar komnar allar þær sem mestar voru. þar uoru og konur rikra manna og j þeim stad einshuerium var mest frægd og gæska j allre Danmork. Toku nu þar allt slikt er þeir villdu bædi konur og fee. Þa mællti Haralldr konungr. þo ath Daner stæde ꜳ moti ath eg mætte konungr vera yfir þeim þꜳ stodu þeir nu litt ꜳ mote oss edr fyrir konum sinum og gersimum ath eigi koma þath j uort valld Nordmanna. Ogh er þeir hofdu rænt stadinn og tekit slikt er þeir villdu þa brendu þeir hann allan. Þa ortu menn Haralldz þetta.


Brendr uar vpp med endum
allur enn þath ma kalla
hraustligt bragd er eg hugda
heidiberr af reide.
uon er ath vinnum Sueine
verk j nott fyrir ottu
gaus har logi vr husum
harm ꜳ borgerarme.


Þess minnizt og Þorleifr fagri j sinum flocke er hann segir so.


|[134] Hue hefir Heidabæiar
heiptgiarn konungr arnat
folkraugnir getr fregna
fylkis sueit enn hinn er ueitad.
þa er til þeingils bæiar
þarflaust Haralldr austan
ord þau er enn vm væri
endr byrskidum hrinda.


Nu fara þeir Haralldr konungr nordr aptr med feing sinn og hafde .lx. skipa og uoru aull miog stor og hladin af herfange er þeir hofdu tekit j hernade. og er þeir kuomu nordr fyrir Þiodu þa kemr þar af lande ofan Sueirn konungr j mote þeim med myklum her og kallade ꜳ Haralld konung og mællti so. hitt er rad Haralldr konungr sagde hann ath leggia ath lande og beriaz. ætlada eg ath eigi skyllde þier vm þath eiga ath amæla oss leingr ath eigi uerde fundr vor ef þier eruth allfusir til ath beriaz þott nockru se sidar sumars en stefndr var fundr vỏr. er þat uaskleikr Nordmonnum er þeir þikiazt þo yfir Donum vera vm alla hlute ath ganga nu a land og beriaz uid Dane. og mun ydr þetta vera hoti meire raun og meire frame þott konungr se eigi mikill fyrir ser ath beriazt uid hann helldr enn taka kalfa edr kid edr gripe manna sem þier hafit jafnan giort hier j Danmork. Haralldr konungr segir. þath hygg (eg) ath morgum skule kunnigt ath ver hofum barizt vid fleire menn en bukalla eina. var og so stefndr fundr vor uid Elfina ath þier leitaudut eptir og uar þath konungligt. en hitt þotte oss illa sama ath riufa þath mal fyrir ongua sok er mikell herr uar adr samandreginn og var ydr ohỏfdingligt ath fara med þat eitt er fals var og hiegomi og liggia sidan fyrir þat efni vndir huers mannz amæli. nu hefir Donum uerit makliga hefnt er ver hofum setid j sumar j þeirra kostnade og þath þike mer likara ef þier hefdut geingit oss so nærre ath vopnin hefde nad til þeirra ath uer skylldum gera þeim einhueria hrid og uar oss þat nu hægt er þeir þordu huorke sig ath veria ne konur sinar edr fe. en ath ganga hier ꜳ land vpp Sueinn konungr þa er þath ecke mitt rad sem þier beidit og beriazt nær vid allann Danaher uid eigi meira lid enn eg hefi nu. en beriazt mun eg ꜳ skipum uid þik ef þu villt þott Daner se halfu fleire. Þetta bod Haralldz konungs sannar Þiodolfr skalld.


Baud sa er bestrar tidar
borinn vard vnn midgarde
rikri þiod ath rada
randir Sueirn ꜳ lande.
þo letz helldr ath hillde
huatradr lade
ꜳ byriar ual beriazt
bilstyggr Haralldr uilia.


Nu skilde þar med þeim. siglde Haralldr konungr nordr. og uiku enn siden austr til Limafiardar og fyrir þa sỏk at uedr bægde heim. enn þo heria þeir huar sem þeir foru. þeim byriar seint og taka ꜳ sig rodr sunnan med lande og liggia vm nottina uid Samsey. Ogh þegar vm morguninn j solarrod þa uakna þeir og uar ꜳ myrkue mikill sua ath huerge sꜳ af eyiunne. og er solin færiz vpp tekr ath riufa myrkuan. Þꜳ sau þeir annath sinn fra sier til hafdins sem elldar brynne vpp vr sionum. þa uar sagt Harallde konunge. þa mællti hann. lꜳti af tiolldin af skiponum sem tidaz ok taki rodr fyrir landit. egh veit giorla sagde hann ath herr er kominn ath oss. myrkuan leggr ath landeno en vt j hafit mun vera solskin biart og mun þar uera nockur konungligr skipabunadr. og mun þath synaz elldrin er morginsolin skin ꜳ gullit. Sua uar þetta sem konungr segir at þar uar kominn Sueirn konungr med ouigan her. Og er Sueirn konungr sier lid Nordmanna þa eggiar hann fast sina menn til eptirrodrar. og latid ydr hugkuæmt uera huers þier hafit mist fyrir Nordmonnum og huersu mykla hadung med mannskada og fiartokum er þier eigit þeim ath giallda. hier eigu og margir ath leita eptir dyrligum konum sinum og myklu fe ogh er osynt ath þier komezt j betra fære. mun og leinge uppi ef ver feingum þess hefnt ꜳ litillo stundu er þeir hafa leinge giort oss til hneisu. Danir taka nu mikinn rodr eptir Nordmỏnnum og hofdu skip miklu fliotare og midr sett og nu dregr saman med þeim. og nu ser Haralldr konungr ath eigi mun hlyda so buit. Drekinn for sidaz allra skipanna er Haralldr konungr styrde sialfr. þa mællte Haralldr konungr. rads muno uer leita þurfa þuiat eigi dugir so buit. nu skal kasta fyrir bord uidum og lata þar ꜳ koma klæde dyrlig og adra goda gripe þuiat nu er logn uedrs og helldr þann ueg straumi ath helldr mun hefia j moti þeim. en þess geth eg vm þa Dane ath þeir mune þangath til uikia flotanum sem þeir sia gersimar sinar vtanbordz. Suo uar giort og uard hann þessu nærgætr. Þegar er Daner sia fe sitt reka ꜳ hafinu þa viku þeir þegar þangat til er fyrst kuomu ath og dualdiz nu eptirrodrinn. Og er Sueirn konungr kom eptir med sinu skipe þa kom hann med aeggian til þeirra. og er þat skomm mikil segir hann uid so mikinn her sem Daner hafa ef uer skulum nu eigi fꜳ valld Nordmanna og minniz þier litt ꜳ þath huersu margra hluta þier eiguth þeim ath hefna. Nu herdaz Danir uid eptirrodrinn j annat sinn og dregr enn saman med þeim. og sier Haralldr konungr ath meira ganga Dana skip. Enn muno ver letta skip vor segir konungr. skal nu fyrir bord bera þungauarnad bædi mallt og hueite og hleypa nidr mungatum. So uar giort og stod nu so uid vm hrid. Og enn ser Haralldr konungr ath eigi hlydir so buit og mællti. nu skulu þier take uiggyrdla uora og uerpla toma og kasta fyrir bord. sidan skal reka vtan bordz hina herteknu menn uine þeirra og konur og frændr. vænte eg ath eingi muni so illan hug ꜳ oss hafa ath eigi muni þeir meira gaum ath gefa ath hialpa konum sinum og felogum. So uar nu giort sem konungr mællti ath þessu uar ollu fyrir bord kastad. og kleif folkit vpp ꜳ viduna og ueinade miog bæde konur og annath lid. og hefir nu allt samen fyrir straumi. Og er Daner koma þar ath og sia mennena illa stadda. kenna þar og margir konur sinar og uine og frændr en banan buinn fyrir þeim. þa uikia þeir þangath til sem skiotaz og vilia hialpa monnunum fyrir huotuetna fram og stoduadiz þa flotinn og þurfti vida til ath uikia ath taka mennina. og sækiz nu miog nordr hafit. en Donum leidizth |[135] rodrin. Og j þesse duol þeirra þa skilduzt flotarner. Fer Haralldr konungr uid so buith til Noregs og letzt þath vilia mundu ath eigi lidi enn langt adr fundr þeirra Sueins konungs yrde og þetta mætti hefnazt. Sueirn konungr mællti þa uid menn sina er hann kom eptir og hann sa ath þeir toku mennina af kafi þa mællti hann. þetta er naudsyn og vorkun mikil ath hialpa monnunum uid. en þo mundu þier nu hafa til gætt hins meira feingsins ef þier værid jafnskeleggir sem (eg) og mundu ver hafa fundiz Haralldr konungr þa j þessu sinne og skylldu Nordmenn nu reynt hafa huort Danir kynne ath beriaz. og mun sia ofridr leingi ꜳ oss liggia ef hann lifir er nu vard so afaudit vm vorn fund. Hier vm orti Þorleifr fagri þetta.


Allt vm fra egh hue ellti
Austmenn ꜳ ueg flausta
Sueirn þa er audlingr annar
aurlundadr hiellt vndan.
feingr uar Þrænda þeingils
þeir letu skip fleire
allr j eli sollnu
Jotlandz liotu.


Sueirn konungr uikr nu sudr vndir Samsey og hittir þar .vij. skip af lide Haralldz konungs. voru þat Vikueriar og hofdu ordit helldr tomlatir. þat uar leidangrslid og flest bændr. og er Sueirn konungr kom ath þeim badu þeir sier grida og bioda ꜳ hans valld fe sitt og fior. Sueirn konungr segir. ef nu ber vndan oss enn meira sigrin þa ætla eg þath rad ath gefa ydr lif. sem Þorleifr segir.


Sætt budu seggia drottne
siklings uinir mikla
suaufdu hialldr þeir haufdu
hugstinnir lid minna.
og snaradir sidan
sokn er ordum tokuz
aund uar yta kindum
ofaul buendr duauldu.


Margir eggiudu miog Suein konung ath lata drepa þa og kuodu alle eiga þess ath giallda Nordmenn er Haralldr konungr hafde giort og allra hellzt þa menn er uerid haufdu j hernade med honum. Sueirn konungr segir. eigi mun þa þikia mer uel samen fara ath vera osigursæll j orrostum enn eg drepa þa menn er ganga ꜳ mina myskun. og eigi skal uera þat mitt rad segir hann. Nu foru þeir j fride og er hier ecke getid vm febætr. en allir þagu þeir lif af Sueini konungi og sitr hann nu heima j Danmork vm uetrinn vm kyrth.


Vm Haralld konung

34. Haralldr konungr var rikr madr og stiornsamur jnnanlandz spekingr ath vite. og þath (er) vitra manna mal ath eingin madr hafe verit diupuitrare ꜳ ollum Nordrlondum en Haralldr konungr og manna radsniallaztr so ath honum uard alldri radfatt. Hann uar sterkur madr ath afle og uigur huerium manne betr. hann var fullhugi og mikill ꜳ framkuæmd verka sinne sem nu hefir leinge fra verith sagt. og liggia þo nidre osagder miklu fleire hlutir þeir sem osagdir eru af hans afreksverkum. og kemr mest til þess ofrodleikr vor og þat med ath ver vilium eigi rita uitnesburderlausar saugur þott uer hofum heyrt þær frasagnir. þuiat oss þikir betra ath hiedan af se uid aukit helldr en þetta sama þurfe aptr ath taka. Er mikil saga fra Haralldi konunge j kuædi sett þau er honum samtida uoru vm hann kuodin og færdu honum sialfum þeir sem ortu. var Haralldr konungr þui mikill uinr þeirra ath honum þotte gott lofit þuiat hann uar þessa heims hofdingi hinn mesti. En þo eru enn hans braugd ath segia. Hann hefir verit allra Noregs konunga vinsælaztr uid Jslendinga. Þa er ꜳ Jslande uar miked hallæri þa sende Haralldr konungr fiogur skip og hladin aull med miol og quad ꜳ ath ecke skippund skylldu dyrra enn þrim morkum vadmala. hann leyfde vtanferd aullum fatækum monnum þegar er þeim feingizt vistir vm haf og for fiolde vtan fatækra manna. og þadan jfra nærdizt landit til arferdar og batnade er adr uar ath þrotum komit af hallæri þui er ꜳ geck. Haralldr konungr sende vt til Jslandz klucku til kirkiu þeirrar er hinn heilege Olafr konungr sende uidin til og adra kluckuna. og su kirkia var sett ꜳ Þinguelle þar sem alþinge er sett. Þuilikar meniar hafa menn hans ꜳ Jslande og þar med margar storgiafir er hann veitte þeim er hann sottu heim. Vlf Ospaksson islendzskan mann hann giorde Haralldr konungr stallara sinn og ueitte honum þar med hinn mesta metnad og ualde honum kuonfang uirduligt Jorunne Þorbergsdottur Arnasonar. þa hafde Haralldr konungr sialfr gerth brudkaup til Þoru Þorbergsdottur systur Jorunnar. Vlfr stallare vard madr kynsæll j Noregi. hans son uar nefndr Jon. hann var fader Himallda fodur Eysteins erkebyskups. Haralldr konungr atte .ij. sonu uid Þoru Þorbergsdottur hiet hinn ellre Magnus en Olafr hinn yngri. Haralldr konungr let giora Mariukirkiu nordr j Nidarose og stod þar þa allterid sem nu eru gradrnar hia Kristkirkiu. hann lagde þar til prouentur myklar og hann efldi miog kaupstadinn j Nidarose. Ogh vm hans daga voru Armædlingar mestir lendra manna j Noregi fyrir sakir mægda uid konung. og ath þeim vard konungenum mest traust j ollum þeim hlutum er hann vardathi.


Vm osætt konungs og Einars þambaskelfis

35. Haralldr konungr uard osattr uid Einar þambaskelfir fyrir þa sok ath Einar villdi jafnazth uid konung j rikdom sinum allt j Þrændalogum. og alldri kom hann so til kaupstadarens þa er Haralldr konungr var fyrir ath eigi hefde hann mikid lid. og varla matte konungr koma fram malum sinum fyrir ofriki Einars. Ogh þath kapp giorde Einar j kaupstadnum ath hann tok af mote sannan[136] þiof og nade konungr eigi ath dæma hann og uar Haralldr konungr sialfr ꜳ motinu. Þetta mællti Haralldr konungr so ath nockurir menn heyrdu.


Riodan mun rada
randabliks vr lande
oss nema Einar kysse
ỏxar munn enn þunna.


Þat segia menn ath Haralldr konungr kuæde visu þessa þꜳ er hann sꜳ vt vm loptsualar nockurar ath Einar geck eptir langstrætino og hafde eigi meire ne minna lid enn .v. hundrud manna.


Hier se egh vpp enn orua
Einar þann kann skeina
þialfa þambaskelfir
þangs fiolmennan ganga.
fullafle bidr fyllar
finn eg opth ath drifur minna
hilmis |[137] stols ꜳ hæla
huskalla lid jarle.


Slikar greinir voro j mille þeirra konungs og Einars.


Fra Jslenzskum manne

36. Sva er sagth ath eitt sinn kom af Jslande madr sꜳ er getid er felitill og nordlenzskr var hann ath ætt. Hann hiellt uord vm nott ꜳ skipe þeirra. og er menn uoru sofnadir þa sꜳ hann þau tidende upp til Gaulardals j Gaularas. ath .ij. menn geingu þangath leyneliga med graftol og grofu þar j jord nidr. og þath ætlar hann ath þeir mune fiar leita. geingr sidan af skipenu og kemr þar ath þeim ouorum og ser ath þeir hafa þar kistu vpp tekit og þikiz vita ath full mune af gulle og silfri uera. Hann mællti þa til þess er honum þotte uera fyrir þeim. sa het Þorfinnr. ath þeir skylldu leysa hann af med nockru og letz mundu þa leyna med þeim fundinum. og mæle eg til þriggia marka ueginna segir hann. og ef eg uerd enn sidar feþurfi þa skulu þid fa mer annath þuilikt. þuiat þetta er so mikid fee sem þid hafit fundit ath þat er margs manns sæla. Þenna kost uill Þorfinnr. fær honum slikt sem hann beidde. þa ser Jslendingr ath runar (eru) ꜳ kistunne og sogdu so ath Hakon jall hafdi atth fe þath og sialfr folgit. og nu þotti Jslendingi so sem erfingiar hans ætti þetta fee. Þar la ofan ꜳ kistunni digr gullhringr og helse af gulli. Þeir Þorfinnur skilia nu uid so buit. fer Jslendingr til skips med feing sinn og lætr kyrt yfir þessu. En Þorfinnr uerdr madr so audigr ꜳ litille stundu ath hann visse ogiorla huersu mikid hann atte og uar nu kalladr Þorfinnr kaupmadr edr Þorfinnr en audgi. og þui næst atti hann naliga fe j huerre kaupferd enn bio sialfan sig agætliga ath vopnum og klædum. og giordiz nu mikid ord ꜳ vm hans hagi. en menn þottuz eigi skilia ath munde so skiott uid ganga hans kostr. En Jslendingi forzt litt med fenu og tyndiz allt fyrir honum. kemr sidan ꜳ fund Þorfinnz nockurum sumrum sidar og bidr hann fiar sem mællt uar med þeim. Þorfinnr bregdz uid þetta okunnigr sagde hann ecke eiga ath sier. skilia þeir ath þessu sinne. Siden for Jslendingr ꜳ fund Einars þambaskelfirs og bidr sier ꜳsia og quoz vera felaus. og tok Einar vid honum. Og nu ætlade hann ath launa Einare so ath segia honum til fundarens ꜳ fenu og þotti eigi auruænt at hann munde þikiaz eiga nockura tiltaulu vm fe þath er att hafde Hakon Hladajarl magr hans þetta. forst þo vndan og getr hann ecke vm þetta fyrir Einari. Lidr nu ꜳ uetrinn og allt þar til er sumrar og gleymde hann ath segia. Og er menn ætla ath fara ferda sinna vm vorith þa spyr Einar Jslending huad hann ætle fyrir sig ath leggia. en hann lezt fusaztr ath fara vt til Jslandz. þat er þier og bezt fallit segir Einar. hier er fe litid er eg uil fꜳ þier og mattu kaupa þier þar med nockura naudsynliga hlute. mun eg lata flytia þath til skips. er þat kista ein og j uarningr nockur. vist mun eg og fa þier. Skilia þeir nu. ferr Jslendingr j brott og getr ecki vm fiarfundinn. kemr j bæinn og finnr Haralld konung. Og eirn dag er menn geingu fra kirkiu mællti konungr. huer er madr so hinn skrautbune er þar geingr eptir strætinu. Honum uar sagt ath þath uar Þorfinnur kaupmadr. Konungr mællti. undarliga uerdr slikt er slikir menn koma so myklu fe saman ꜳ litille stundu ath gioraz so festerkr. eg man fyrir litlu ath hann uar nær aureige. kynligt er ef þath er eigi af nockuru vondu efne. og kallid hann til min uil eg finna hann. Og so var giort. Og er hann kom fyrir Haralld konung þa mællti Haralldr konungr. huathan kom þier fe þath hit mikla er þu hefir so skiott saman dregit. Hann er lengi fyrir ath segia enn finnur þo til eitt og annath ath ꜳ hafi skotnad. Nei seigir konungr. ecki er neytt j þui er þu seigir. nu eru tueir til seigia lostigr hid sanna edr ella munttu seigia naudigr og med nockrum hardkuælum. Og seigir hann þa lostigr hid sanna. Og er kongr[138] veit hans sannindi af hueriu efne risit hefir fiardrattr hans þa lætr konungr taka upp allt feith og eignar sier og jafnvel þat j kaupferdum er. og lez þo betr giora enn Þorfinnr var makligr er hann drap hann eigi þar sem hann fanzt ꜳ konungs fe. Konungr feck honum sidan fe nockut og for hann af lande j brutt. Og nu kemr Jslendingi j hug ath hann mun þagath hafa ærid leingi yfir fiarfundinum. fer nu þo og hittir Einar og segir honum nu allann atburdinn. Einar mællti. betr munde farit hafa þitt mal og allra vorra ef ver hefdum fyrre vordit ath bragde ath nꜳ fenu en Haralldr konungr. og er nu allohægt ath kippaz vm fe vid hann. enn ver hefdum allz koste uid Þorfinn og skylldu þa þo betre hans kostr en nu. og eingi giptumadr muntu vera so vænliga sem fyrst hafde til stofnaz vm þitt mal. en þo skalltu enn þiggia nockut silfr af mer og leitadu vt til Jslandz sem skiotaz og kom eigi til Noregs medan Haralldr konungr er yfir lande. Skiliaz nu annath sinne. Og litlu sidar ferr Einar til bæiarens med myklu fiolmenne bæde frændum sinum og vinum. og er hann kom j bæinn stefnir þangath til sem Haralldr konungr var j kirkiu. Og er konungr geck fra kirkiu snyr Einar ꜳ mote honum og heilsar ꜳ hann. konungr tok kuediu hans. Sidan spurdi Einar ef hann hefde vpp borit fe þath er Þorfinnr audgi hafde vardueitt. Konungr segir ath so var. og uoru þat landzlog ath konungr eignadiz þat fe er j jordu finz. Einar segir ath þath var rett vm þath fe er einge kennezt vid. en eg hefir hier sannar jarteignir til bæde med runum og so med einkagripum ath þetta fe hefir att Hakon jall magr minn. nu þikiunz[139] eg eiga erfdafe þetta sem annath eptir Hakon og Bergliot kona |[140] min dottir Hakonar. og ef þier vilit feit eigi lata segir hann þa skulu uit nu eigi spara eptir ath sækia. enn þier standith fyrir ef ydr syniz sꜳ kiorligri. Haralldr konungr mællti. rikr erttu Einar ef þu ert konungr yfir landeno helldr enn eg þo eg so se kalladr. Nei segir hann þu ert konungr yfir lande þino enn ongum manne uil eg þola olaug. Nu gæta til godgiarnir menn med þeim ath eigi yrde verra af. og skiliaz nu at sinne. Standa nu þesse mal kyrr vm hrid og sefaz helldr hugr þeirra er fra lidr og siautlaz nu med fortaulum þeirra manna er vinir voru huorratueggiu konungs og Einars og godan hlut villdu ath eiga med þeim.


Um klok rꜳd Haralldz konungs

37. Þath er sagt einhueriu sinne ath Haralldr konungr giorir þath rad ath hann tekur hondum .ij. danska menn med jnnsigle Sueins konungs. Sidan lætr hann gera bref til lendra manna og allra hofdingia j landeno og setr nu fyrir brefin jnnsigle Sueins konungs. Hann kaupir nu ath þeim hinum donskum monnum ath þeir skule fara med þessum brefum til hofdingia landzins og segiaz vera sendemenn Sueins konungs vr Danmork. þeir skulu og hafa storfe med ser ath gefa hofdingium til þess ath þeir veitte honum lid ef hann kæmi j landit. Eptir þat fara þesser med rade konungs og þar med brefum og insigle Sueins konungs. sogdu og j hliode huar sem þeir kuomu ath þeir væri sendemenn Sueins konungs eptir þui sem bref þeirra vottodu. Þeir kuomu vida fram og reyndiz monnum allmisjafnt. og eru þeir eigi aller nefndir. Þess er getid ath þeir koma til Einars þambaskelfis og syna honum brefin og so fet er honum uar bodit. Hann segir. kunnigt er monnum þat ath Haralldr konungr er ecke vinur minn. enn Sueirn konungr mælir jafnan vingiarnlega til vor og ath visu uil eg vera uinur hans og segit honum so. en med þui ath hann komi til Noregs med her ꜳ land Haralldz konungs og heriar honum ꜳ hendr þa skal eg j mote standa med aullum minum afla og ueita Haralldi konungi slikt er eg ma. og huern enda sem ꜳ med ockr Haralldi konungi þa mun eg ecke suikia hann ne land vndan honum. Þeir foru ꜳ brott uid þetta. Koma nu ꜳ Steig til Þoris ganga fyrir hann og syna honum feit og bera fram brefin. Þorir segir. jafnan leggr Sueirn konungr til vor goda hluti og vinsamliga og kann vera ath þath þuerre enn ecke ath þui er mer syniz nær sem ver faum þath launad. Þorir tekur uid fenu og uardueitir. enn sendimenn fara leid sina. Sidan komu þeir til þess mannz er Hogne heitir og er Langbiarnarson allra manna audgaztr og bezt mentr. Þeir syna honum nu brefin og fet. Hann segir. þath þiki mier likligt ath litid skyn mundi Sueirn hafa ꜳ mer þar sem eg er eirn bukall. en þessu male er þo so ath suara. ef Sueirn konungr fer hingat j land med her sinn j Noreg þa skal einge bondason honum oþarfare en ek. Foru þeir ꜳ brott uid sogiort og koma enn aptr vm sidir til Haralldz konungs. og tok hann uel uid þeim og spyr jnniliga eptir j huerium stad huersu farit hefde. en þeir segia honum. Huersu foru ord med ydr Einare kappanum ꜳ Gimsum. Sendemenn herma honum ord Einars. Konungr mællti. sliks uar beint von ath honum at dreingeliga munde hann mæla og af aungri hollostu uid mik. enn huersu for med ydr Steigarþori. Þeir sogdu ath hann tok uid fenu enn mællti þo godum einum ordum til beggia konunganna. Haralldr konungr segir. þat ma sizt marka edr vita huersu honum er gefit og marga stora hlute hofum ver til hans giort og so hann til vor. en huersu for med ydr Hogna sagde konungr. Þeir sogdu honum huersu ord foru med þeim og hann kuad onguan skylldu Sueine konunge verra enn sig ef hann kæmi j Noreg med hernadi. Þa mællti Haralldr konungr. þar sitr eitt lendz mannz efnit. Þat er nu fra sagt at Haralldr konungr for ath veizlum bratt eptir þetta og þikiz nu vita huar uinir hans sitia fyrir edr ouinir. og tekur nu fe af þeim er sanner vrdu ath suikum uid hann en suma let hann drepa. Sidan for konungr ꜳ fund Þoris og ætladi ath koma ꜳ ouart. enn sa var eirnhuerr madr j lide konungs er var uinur Þoris og leynizt fra foruneyti konungs og segir þat Þori ath konungr ætladi þangath og væri reidr honum miog og sagdi honum huersu farit væri malenu og huert uite þeir hofdu hreft er uid fenu hofdu tekit. Þorir tekur þegar hest sinn og ridr j mote konungi og hefir med ser fe þat er hann hafdi uid tekit. og er þeir funduzt þa fagnar Þorir uel konungi og mælti sidan. veizla er buin þar hia mer herra og kann eg mykla þock ath þier sækit til. enn menn hafa komit til vor af Danmork sunnan fra Sueine konunge og foru med brefum hans og nockuru fe er þeir budu fram. nu kom mer þat j hug ath taka uid fenu og þotti mer betr komid ath þier hefduth enn Daner. tak nu uid herra. Og selr honum fesiodinn. Vel mun ydr fara seigir konungr. Þannueg er til farith herra segir hann at menn minir her j bygdinne hafa vnniz ꜳ miog og uerd eg til fara at sætta þa ef þer gefit orlof til og kem og þo j kuoll(d) til ydar. Og þegar keyrir hann hestinn og hleypir ꜳ burt. Konungr kemr til veizlunnar og voru þar fair menn fyrir og kom Þorir eigi heim. Þa mællti konungr. hafi þik troll so slægan. en þar er sa madr er sizt ma vita huad j skape byr. ogh er þetta nu nockud vant ad skilia med hueriu hann ferr. en ecki munu vid hann nu hafa ad sinne. en svo segir mer hugr vm ad osynt se huerssu hans mal leidir til lyckta fyrir sakir pretta hans og otruleika. Ferr konungr af veizlunne og finnazth þeir Þorir ecke. og kemr konungr nu til Haugna og tekr nu veizlu ath hans. ogh er konungr þꜳ allkatr og lezt spurt hafa vingiarnligh ord hans og sagde honum þau skylldu fyrir godu og hann mundi gefa honum lendz mannz rett. Haugne suarar. med þockum vil eg taka ydra vingan herra og allt þath |[141] er eg ma skal eg ydr gotth giora. en lendz mannz nafn þat uil eg eigi hafa þuiat eg ueit huat rætt mun þa er lendir menn koma saman. þar sitr Hogni og er minztr allra lendra manna. hann er buanda ættar. þat er mer ecki til uirdingar helldr til hadungar og ath athlægi. nu vil eg helldr vera mestr bændanna og se þat mællt huar sem menn koma saman ath Hogni er þeirra fremztur og verdr mer su vmræda myklu vinueittre og mer skapfelldre. en soman og uirdingina uil eg þeckiaz af ydr herra hueruetna fram þott eg hafa bonda nafn. Konungr kuad slikt stormannliga mællt hans handar og skiliaz nu med myklum kærleika.


Vm bod konungs uid Einar

38. Sva er sagth ath einhueriu sinne baud Haralldr konungr heim Einare þambaskelfe til veizslu og tolodu þa likliga vm ath semiaz munde med þeim. Ogh Einar kemr til veizslunnar og fagnar konungr honum vel og sette hann hid næsta sier. Og vm kuelldit er þeir hofdu snætt og bordin uoru j bruttu satu þeir eptir j huirfing konungr og Einar og villdarmenn. satu þeir j hasætinu og uoru drucknir miog og dynur lagdar ath herdum þeirra konungi og Einare. Toku nu tal j millum sin og skemtan med sier. sagdi konungr Einare af morgum afreksverkum sinum j vtlondom. Ogh er þeir hofdu talad vm hrid fann konungr ath Einar hugleidde nær ecke þath er hann sagdi og sem suefnhofgi nockur sigi ꜳ hann. Einar uar þa gamall miog. Og er konungrinn fann ath Einar gaf aunguan gaum ath huath er hann sagde þa þotti honum sem hann vannuirde framsognina og þottiz finna bæde nu og fyrr j þeirra uidskiptum at Einar villde aungua hugdu til hans leggia. enn hann þottiz nu mykt hafa sitt skap og sueigt til samþyckis. Ogh nu er menn voru miog drucknir þa uar Einare næsta suefns. sath hann so ath hann hneig vpp ath dynunum. Þa laut konungr ath Griotgarde frænda sinum og mællti. tak nu grasit frændi segir hann og uef saman og stik uid nasir Einari. kny uid fast og mæl þetta. ver vilium buaz Einar. Griotgardr giorir nu so. Ogh nu treysti Einar til hnera vid þat er hann stack grasino uid nasir honum og frat uid. Konungr spratt vpp uid þat og geck ꜳ brauth. Og er Einar vard uis huad til hafde borit þa þikir honum þetta giort til hadungar vid sig og skilur huadan þetta munde ath komit. byzt nu ꜳ þraut þegar j stad og er hinn okatazte. Ferr heim þegar vm nottina. og vm morguninn eptir kemr hann j bæinn med mykla sueit manna og ganga þegar ath loftum þeim er Griotgardr suaf j og bera vopn ꜳ hann og drepa hann. Konunge likar þetta storilla vm frænda sinn enn Einar hirdir þath allitt. og gioriz nu af nyiu fiandskapr med þeim konunge og Einare. Leitar konungr ecke eptir vm sættir ennda bydr Einar onguar enn ætlada þo ath bæta ef konungr leitada eptir. enn konungi þotti Einar eiga ath bioda enn þat feckz ecke af honum og matuz þeir hier uid. Viner þeirra ættu hlut j med þeim og uilia nu sætta þa og kemr so þui male at Einar fer til bæiarens med myklu lide og ætlar nu ath bioda konungi jafnadarbod og sætt. en konungr tekr þui likliga og bad þa sialfa tala malid med sier og kallade so likazt til ath þeir semde med sier. var nu so stefnt ath Einar skylldu ganga j eina malstofu til tals uid konung. Einar bad Jndrida son sinn standa j forstofunne og lezth ætla ath konungr munde eigi ꜳ hann rada ef Jndride uæri eptir. Ogh er Einar kom j stofuna bera menn þegar vopn ꜳ hann þeir sem þar uoru fyrir. Einar uedr þar ath sem konungr er fyrir og leggr til hans enn hann sakadi þat ecke þuiat hann uar j tueim brynium. Þa mællti Einar. sart bita nu hundar konungsins. Og er Jndridi heyrde þath þa stodz hann eigi og hleypr jnn j stofuna og er sa madr Arne nefndr er honum uard ath bana. og uar þar nu drepinn Einar þambaskelfir og Jndride sonur hans er allra manna var vaskaztr og gioruiligaztr. Nu leid so ath Einare laung heipt og fiandskapr er Haralldr konungr hafde leinge bundiz og stilltan sig so sem fyr visar til j þessu male. og var þo morg aminning aunnur ꜳ mille þeirra adr enn ꜳ þessa lund for. Og j þenna tima voru lendir menn so ofkatir j Noregi ath þegar þeim likade nockut illa uid konung þꜳ hlupu þeir vr lande sudr til Danmerkr til Sueins konungs. giorde hann þa mykla þar j Danmork gaf þeim gull og alla adra uirding og gripe. enn sumum veitte hann annan soma. sem Þiodolfr skalld segir.


Dad og drottne godum
dreingspell er þath leingi.


Þa for Finnr Arnason vr lande og sudr til Danmerkr og gaf Sueirn konungr honum jarlsdom og miket lan þar med.


Um osættir uid (Haralld konung)

39. Enn j þenna tima vard Haralldr konungr misꜳttr vid Vpplendinga. toldu þeir ath Olafr konungr brodir hans hafde gefith þeim rettarbætr j morgu lagi vm þat fram sem audrum monnum j Noregi bæde vm skuldir og vtgiordir og morg aunnur ꜳlaug gefit þeim vpp þau er med geinguz annarstadar j lande. toldu þeir Olaf konung hafa veitt sier þessi fullrædi eptir Nesiaorrostu fyrir þa sok ath Vpplendingar veittu honum lid þa er hann vann vndir sig allt land vid þeirra fullting af Sueine jarle Hakonarsyne og hann stock þa vr lande. Þetta likade Harallde konunge ecke og kallade ath Olafr konungr mætti ecke þessa giof leingra fram taka enn medan hann hielldi lande og redi fyrir riki og kuad konunga nu mundu vilia vera frialsa og sialfrada eigna sinna og sagde ath allir landzmenn skyllde nu hafa eirn rett en giora þar ecke j þui adra rikare en adra. sem Þiodolbr skalld segir.


Letu lystir sleitu
landkarlar gram varla
giorde ỏlld ꜳ jordu
vdæmi lỏg sæma.
og þui rade þioda
þeir brutu troll er ollu
hæls |[142] j hleypikiola
hris annskotum visa.


Haralldr konungr for med elldi ꜳ hendr þeim vpp ꜳ Raumariki og brende þar vida bygdina og giorde mikid heruirke ꜳ þeim. sem Þiodolfr skalld segir.


Tok holmbua hneykir
hardan taum uid Rauma
þar hyck fast hins fræga
fylking Haralldz gingu.
elldr uar giorr ath giallde
gramr red enn þa tiedi
har j hof ath færa
hrotgarmr buendr arma.


Þiodolfr getr og þess huersu þeir uikuz vndir hann og myktuz til þionustu uid hann. sem hann segir.


Lifs badu sier lydir
logi þingadi Hringum
naudgann dom adr næde
nidrfall Hꜳlfs galla.
Lytr folkstara feite
fꜳtt er til nema jata
þat sem þa vill gotnum
þiod aull konungr bioda.


Eptir þat vægdu bændr sialfir sier og hielldu log og landzrett eptir konungs ordum og aull hans bod. enn hann hætti þa ath brenna bæi þeirra. Og eptir þat er settuz aull vandræde þeirra þa tok Haralldr konungr þar veizslur ꜳ Upplondum. Og er þess vid getid ath hann uar ath mannz þess er Arne hiet. hann uar rikur madr og uoru þa oll hierod j frid þegin og sagde Arne ath aullum monnum var þat mikill fagnadr er konungr var j nadum og aller menn hofdu frid ꜳ sier. Vlfr er madr nefndr hinn audgi. hann atte .xii. bu og oll audig. kona hans mællti eirn dag ath hann skyllde bioda konungi þangath til veizlu og kuad þat honum uerra ath konungr rænti hann. enn kuozt spurt hafa ath konungr hefdi ecke godann hug ꜳ honum. enn þier mun fara uid konung sem aullum hier j lande þott myklu se stærre bockar fyrir sier en þu en lægri verdr ath luta. og er þath likaz ef konungs er vel leitad ath hann mune þath eigi illo launa. Vlfr sagdiz ofus ath bioda konunge heim og lez ætla ath konungr munde girnazt ꜳ fe hans þui meir sem hann kæmi nær. enn þo fyrir astar sakir uid konu sina þa lætr hann þetta eptir henne. Fer nu til Arna þa konungr er þar ath veizlu og bydr honum til sin. Konungr segir Vlfi ath hann munda koma. Nu byzt Vlfr uid veizlu og konungr sækir þangath er hann fer fra Arna. Og er hann kemr þar voru þar aull tilfong hin stormannligztu bordbunadr og aulgogn og stofubunadr. þa var þath med myklu afbragde bæde og femikill so ath varla þottizt konungs menn hafa slikan sed ath otigins mannz. Og er menn koma j sæti sin eitthuert sinn vm veizluna tekur konungr til orda og mællti. þath somir vel segir konungr ath ver gledium þessa veizlu med vorre skemtan. Aller suoraudu og kollodu þat uera veizlunni sæmd og so þeim er veitte ef slikr madr skemtir. Konungr mællti. eg mun þa segia ydr litla rædu. þath er vpphaf ath þesse sỏgu ath Sigurdr hrise hiet sonr Haralldz harfagra. Sigurdr atte sier son er Haldan hiet. jarl eirn uar j rikinu og uoru þeir fostbrædr og jafnalldrar Sigurdr konungr og jallinn og godir vinir. Almsteirn hiet þræll konungs. þeir uoru miog jafnalldra Haldan kongson og þrællinn. ogh er fram lidu stundir tekr konungr sott og segir honum so hugr vm ath sia sott mune leida hann til heliar. konungr skipar so til ath hann skipar jarlenum ath vardueita rikid med Haldane syne sinum. lezt þess vænta fyrir sakir vinattu þeirrar er verit hafde mille þeirra alla æfi ath þetta munde Haldane syne hans trutt traust j alla stade er jarllenn var huers sem hann kynne med þurfa. og bratt eptir þath andadizt konungr. jarlen gerizt nu mikill styrktarmadr Haldanar konungssunar og hans riki og heimti saman lendzskylldir til handa honum og annadizt allt þath er naudsyn bar til fyrir hans hond. Almsteirn er þa var þræll Haldanar konungs giordiz hann mikill madr og vænn og framkuæmdarmadr vm marga hlute og var vmfram þræla konungs enn eingi kann segia huer ætt hans er. Almsteirn þræll byzt til þess ath heimta landzskylldir Haldanar konungs. og er hann var kunnigr ath þui ath hann var ætlunarmadr hinn meste og uar fostbrodir konungsins þa er þath rad tekit ath (hann) heimtir landzskylldir konungs. en so ferr þetta ath litid kemr til Haldanar konungs af fenu. Nu andaz jarlinn. enn Almsteirn helldr til ymissa landa med feith og fær til auaxtar og eignar sier. hann spenner nu lid vndir sig med fiegiofum. og þegar Almsteinn veit andlat jalls þa kemr hann ꜳ ouart j rikid vm nott med lide til bæiar Haldanar konungs og berr þegar elld ath bænam og ætlar ath brenna konung inne og setiaz j rikid eptir. Jarl atte son eptir og uar hann þar jnne med Halfdane konunge. Og er menn vrdu varir vid elldzganginn og uissu ath þath uar af manna volldum þa komaz þeir kongsson og jarllsson j jardhus eitt og var annar endir j skogi. og nu komaz þeir j skoginn og uoru nu sidan vm stund ꜳ morkum vti og koma vm sidir til Suidþiodar til Hakonar jarls og letuz vera einir hlaupastrakar. þeir ganga fyrir jallinn og bidia hirduistar hann enn hann starde ꜳ þa vm hrid og veitte þeim vist uetrinn allann. en lagde onguar uirdingar ꜳ þꜳ helldr uar hann far til þeirra. þar voru þeir þria uetr hia jarli. En j odru lage er þath ath segia fra Ꜳlmsteine ath hann brenner upp bæinn allann og huert mannzbarn er jnne var. þeir hugduz og hafa jnne brent kongsson og jarlsson. og eptir þath tekur Almsteirn vndir sig riki þeirra og giordiz þar konungr yfir og uar honum eingin motstada veitt. enn ollum þotti illt vndir hans riki ath bua. Hann giordiz þa oeirenn vm allt. tekr þa konur virduligar og leggr hia sier slika stund sem honum likar. og getr born uid þeim. Og nu er sueinarner hofdu verit .iij. uetr j Suidþiod med Hakoni jarli þa ætludu þeir ꜳ brutt og geingu fyrir jarllenn og þockodu honum fyrir veizluna. Jall suarar. hun er litils verd Haldan segir hann. enn vissa eg þegar hid sama kuelld er þith komud hier huerir þid vorud enn þui let (eg) litt yfir yckur |[143] ath eg villde ath eingin ordreid væri ꜳ giorr ath þid lifdit. og mætti þid enn fꜳ riki yckarth ef audna willde til. vil eg nu fꜳ yckr .iij. hundrud manna og vita ef so willde uel verda ath þid kæmid þar ꜳ ouart og mættid hefna þeim hinum vondum monnum Almsteine og hans fylgiorum. Þeir þacka nu jarle agætliga sina lidueizlu. fara nu sidan med þessu lide og koma nu ꜳ ovart j landet og for eingi frett fyrir þeim. koma nu ꜳ bæinn og logdu elld j. þeir leyfdu vtgỏngu flestum monnum. Almsteinn bad sier grida og vtgongu. Halfdan kuad þat makligt ath hann hefde nu slikan dom sem hann ætlade honum. en fyrir þa sok sagde Haldan ath vid erum ecke jafnmenni þa giori eg þier þann kost ath þu skallt huerfa aptr til natturu þinnar og vera ꜳvallt þræll medan þu lifir og aull ætt þin su er fra þier kemr. Og þath sama kys Ꜳlmsteinn og þa þiggr Ꜳlmsteinn uid þrælsnafni kyrtel huitan og litt vandadan er Halfdan fiek honum. Var nu eptir þetta þings kuatt og tok Halfdan vit riki sinu og þar med kongsnafn og faugnadu aller þessu skiptte en þottuzt vesler medan hitt var. Almsteinn þræll atti margt barna. og ætla eg þa vera ætt þina Vlfr sagde konungr ath Almsteinn væri faudurfadir þinn enn eg er sonarson Halfdanar konungs. enn þier frændr hafith dregiz med konunga eigner sem nu ma hier sia j morgu lagi bædi j aultolum og husbunade. Tak nu hier Vlfr segir konungr uid kyrtle huitum j þa minning er Haldan konungr faudrfadir minn gaf Almsteine fodrfodr þinum og þar med ættarnafnith og ver ꜳvallt þræll hiedan fra ogh eig alldri annath nafn þuiath so uar fyr til skipath þa er Haldan konungr hafde þingit sem egh gath adan og afi þinn tok þa kyrtilinn og þar kuomu þa margar mædur barna hans til þingsins og toku þa aull born hans þesskonar klædi sem sialfr hann. og skyllde so allt þat er fra honum kæmi. Sidan lætr Haralldr konungr bera fram einn huitan kyrtil fyrir augu Vlfe og bidr hann uid taka. og kuad þetta ath honum sidan.


Kennir þu kyrtil þenna
ku attu skiolldungi ath giallda
og aluaxinn vxa
attu skiolldungi ath giallda.
suin og aligas eina
attu skiolldungi ath giallda
born og allt þath þu arnar
attu skiolldungi ath giallda.


Ogh þar let konungr fylgia drag þetta.


Margar eru manna vel
mos attu skiolldungi ath giallda.


Tak nu Vlfr kyrtil þenna er egh baud þier adan og frændr þinir hafa att og þar med nafn þat er alldri skal ur yduarre ætt ganga og slikan soma þar med sem þeir hofdu. Vlfi þotti ouinueitt skemtan konungs en treystiz þo ecke ỏdru enn taka vit kyrtlinum. en kona hans og frændr badu ath hann skyllde þann buning alldri taka huern ueg sem færi vm hans mal. En j annan stad geingr kona hans fyrir Haralld konung med frændasueit sina og bad Ulfi fridar ogh þess ath hann væri eigi so miog suiuirdr sem nu horfdiz ꜳ. Og þat uard ath konungr let ath bæn þeirra og gaf Vlfi eitt buit af þeim .xii. er hann atte og neydir hann ecke til þrældoms en tekr upp aull aulgogn hans og adrar gersimar og sier eignar hann aull onnur buin en þat eitt er konungr þottiz honum vpp gefa. og sidan fer konungr heim.


Um atgiord k(onungs)

40. Halldor hiet madr eirn rikr og audigr og mikell vinr Haralldz konungs. dottir hans var nefnd Jngibiorg vitr kona og væn og uar hun j vinattu uid konung og jafnan var konungr þar ath veizlum. og uar med þeim Jngibiorgu tidrætt þuiat hun kunne marga hlute vel ath tala uid tigna menn. Og ꜳ einhueriu hauste er þath fra sagth ath hun tekur vanheilsu mykla og þrutnade kuidrinn ꜳ henne og sækir ath henne þosti mikill og hite. Hun uill fꜳtth vm þetta ræda fyrir alþydu og voru þar ꜳ margar getr og ymsar vm meinsemi hennar. þath hyggia sumir ath hennar vanheilsa muni vera af konungs volldum. en þar kemr þo male ath þetta gioriz enn med meira mætti enn monnum þætti likligt at (af) manna volldum væri fyrir þa sok. og gioriz þetta mein medr so myklum meinlætum ath konan þikir miog framkomin. Eru nu konungi ord gior ath hann leggi til heilrædi og kemr hann til og litr ꜳ rad hennar og mælir sidan uid Halldor faudr hennar. so stendr af vm ferdir minar ath eg uerd heim ath koma ꜳ fund drottningar. hun er siuk og skyllde fæda barn en þat er med storum abyrgdum. en uanheilsa dottur þinnar liz mier mikil og ogrædilig og mundi mer þat þikia likaz ath hun munde solgit hafa af vermslum nockurum og drukkit. en hier er vida yrmt og ætla eg ath hun mune hafa solgit yrmling nockurn litinn og mun sa nu hafa þroazth j kuide hennar. nu skipter aungu vm vist mina hier enn rad uil eg til gefa med þier ath giora ath þessu meine ef audna vill til med oss þat er mer þikir uænligaz. enn þat eitt er þo til er med mikille hættu er. en þier skulud hallda dryknum fyrir henne enn hun mun þat illa bera og skulu þier onguan gaum ath þui gefa. sidan skulu þier bera hana til uatnfallz þess er falle af biargi fram og stemmit af so litid vatnfalleno ath sem driupe smam en lækrinn falle þo ofan af bergino fra ydr so ath giorla heyre til hans. sidan halldit þier blæiu vndir henne og þar skal hun liggia ꜳ ofan sem hogligaz. og buit so vm sem von se ath sa leiti ath vatninu er med henne byr. en latid hana þar med er driupe smam og smam j munn henne enn hun nai þo aungum drycknum. en þu Halldor ver þa nær staddr med brugdit sax ef so fer sem mik grunar ath sa leite eptir uatninu er byr med henne. ogh ef vt kemr trionan or munne þenna þa lattu eigi |[144] sia þik og uaraz ath þu rad eigi fyr til en vt eru bæxlin vr munne henne. þuiat hinn fremre hlutr ormsins er fullr med eitr enn þat skiptir ongu þott hun mellte hinn eptra hlut. farit ecke at þott hun mæliz hormuliga vm þuiat þetta mætti henne meira ef uel uillde til takaz med guds myskunnn og arnan hins heilaga Olafs konungs. kallit ath hann hialpe til og hafit nu þessa medferd sem eg kenne ydr. Sidan fer konungr ꜳ braut. en Halldor fer nu med aullu suo sem kongr giordi rad fyrir. og fer nu med hana til vazfallzins. Hun mæliztt nu illa vm og lieztt alldri trua mundu ath fadir hennar mundi suo vilia pina hana. og kann vera sagdi hun ath hier kenni ath grimleiks Haralldz kongs. Þeir gafu eigi gaum ath huad hun mællti edr kueinadi. og draup uatnid nu smam j munn henne. Halldor stendr nu hia med brugdnu saxi og fer þo leyneliga. Hann setr nu til menn ath gæta og voru þeir vpp ꜳ berginu. og nu vm sidir sier hann huar triona kemr fram vr munne henne og skygndiz vm (og huarf aptr inn. og litlu sidar kom hann ut odru sinne og lætr þa nỏkkuru meir sia voxt sinn. skygniz vm) og uillde giarnan vatnit. og ecke þiki Halldori enn til hans radanda. og huerfr hann jnn aptr. og hid þridia sinn kemr hann enn vt og nu sier Halldor ath bæxlin eru vt komin vr munnenum. heitr þa af nyiu ꜳ hinn heilaga Olaf konung rædr til sidan og hoggr j sundr orminn. fellr hofudhlutrinn vt en aptrhlutren nidr j buk henne. Hun uard uid þetta so mattlitel ath þeim syndiz nær sem ecke megn uæri med henne. fara nu heim med hana sem hægligaz. og nærdiz hun þa smam og smam so sem fra leid og uar þo leinge mattlitil og uar ꜳ henne ohugr og otte mikill so ath mein voru ꜳ. Var þa sagt Haralldi konungi og hann kom ath hitta hana. en hun uillde þo j fyrstu fatth uid hann tala. en er hann fann þath spyr hann hueriu þat sætti. Hun suaradi ath lyktum og kallade hann hafa synt sier mikenn grimleik j sinum tillogum. en (konungr) let ath eigi mundi su raun ꜳ uerda og kuad henne eigi annat mundu betr hafa gegnt en þath sem nu var ath giort. Þa mællti konungr uid fodr hennar. heit þu firir þenna ath syngia beati jnmaculati og siau salma og einkanliga skal þetta syngia Mariu messo. Og eptir þetta heit batnade henne þegar til fullz. og þotti sia kuenkostr einnhuer beztr j Noregi og þa giordiz til eirn lendr madr ath bidia hennar og þotti hann vænn til hofdingia. og leidiz þar eptir miog hugr fodr hennar. senda sidan til konungs ath uita huers hann fysti um þetta mal. En konungr let þau ord j mote koma ath hann þottiz eiga ath sia fyrir rade hennar. Halldor kuad þath sannligth ath hann redi myklu um. Sidan for Halldor ath finna hinn lenda mann þann er hennar hafde bedit og ræda þeir malid. sagde hinn lende madr ath þath ætlodu margir ath konungr munde elska hana og þui munde hann odrum banna. Konungr bad hann af lata ath bidia hennar og letzt honum uera uinr ef hann hygde af þessu en kuad þath sidar mundu birtazt huat hann uillde sia fyrir rade hennar. Og nu er þessu uar brugdit med aullu þa let konungr gefa hana j klaustr og ende þar sina æfi j fogru lifi og godu.


Fra jslenzskum manne

41. Madr er nefndr Þoruardr krakunef. hann uar islenzkr madr og uestfirdzkr at kyne. audigr madr og dreingr godr. hann for landa ꜳ mille og virdizt uel huar sem hann kom. Hann kemr eitt sumar skipe sinu nordr j Nidaros. og var Haralldr konungr þa þar j bænum og Eysteinn orre magr hans er þa hafde mestan gang med konungi. Eysteinn var son Þorbergs Arnasonar er allra manna var bezt menntr þeirra er þa fædduz upp j Noregi. Þoruardr leigde sier skemmu og ruddi skipit. sidan geck hann ꜳ fund Haralldz konungs þar sem hann sat og drack. kom hann so ath stofunne ath konungr var vti. og er hann uill snua jnn aptr mællti Þoruardr. hier er segl er eg uil ath þier þiggit. Konungr uar nockut brunvaului og suarar. þa eg segl af ydr Jslendingum og munde buit uid ath þat yrde mer til skada. er þat jafnan hid mesta fals er þier farit med. nu haf þu sialfr segl þitt og uil eg eigi þiggia. Eysteirn mællti. gack til herra og sia og kann uera ath ydr litiz þa betr. og er þa of skiott neitad. og þess er meire von ath þier þiggit þa gripe ath eigi se sæmiligri. mun hann ydr og ætlad hafa sꜳ eirn madr er hann. Konungr suarar. eg hlyt nu ath rada fyrir mer en þu fyrir þier Eysteirn. Snyr konungr nu jnn j stofuna og ma ecke festa ord ꜳ honum. Þoruardr mællti. þokk kunnum uer Eysteirn segir hann at þier þiggit seglit ef ydr þikir hæfth þa er þier siait og gack med mer. Eysteirn giorir sua og þottiz eigi sied hafa meire gersime j einu segle og þackar uel giofina og bidr hann koma til bus sin vm vetrinn og sia hybyli sin nordr[145] ꜳ Mæri j Gizka. Er nu kyrt vm vetrinn. Og er uarar tekr Þoruardr ath bua skip sitt og helldr sudr fyrir land. og er þeir koma sudr fyrir Solskel þa sigler Þoruardr þar til hafs og bida sua byriar. Og eirn dag brunar skip fram hia þeirra skipe og uar alskipat af monnum. þar stod vpp j stafnenum madr uænn og listuligr. sꜳ var j skallazskyrtle raudum. sa spyr ef Þoruardr krakunef uæri þar. hann segir ath so er og fagnar uel Eysteini. Eysteirn mællti. seirn varttu ath sækia mik heim og stig nu ꜳ skip med oss med so marga menn sem þu villt sialfr þuiat nu er eigi byruænligth. Þoruardr giorir so. fer nu med nockura menn og roa nu til eyiarinnar Gizka. og er þar fagnadr mikill og veizla hin bezta. þar uoru hus stor og god. Og er ꜳ leid nottina og morna tekr þa uaknar Þoruardr og uar Eysteirn ꜳ fotum og mællti. ecke er byrligt Þoruardr. verit med oss j dag og latid mik uedr sia ydr til handa og skulu þier ecke ath helldr sitia byri vr hondum. Og vm daginn er þeir drucku og voru katir (þa mællti Eysteirn). fyrir þath er þu forth med mer fra skipi þinu bunu og sottir |[146] mitt heimele þigg ath mer kyrtil þennan. Hann var allr hlaudum buinn og skorian af nyiu skallate. Þoruardr þackade honum giofina. Eysteirn mællti. ecke skalltu þetta hafa j segls launen. Sitia nu þar vm daginn og skortir eigi godann dryck. Og annan dag eptir mællti Eysteinn vid Þoruard. kyr skalltu hier vera j dag þui ath þetta er eingi byr. Þoruardr suarar. þier skulud nu fyrir sia. Allt er nu meira vit haft enn hinn fyrra daginn vm dryck og annan fagnad. Þa let Eysteinn bera fram skickiu. þat uoru algra skinn og vonduth sem mest og skallazmottull vndir. Þa mællti Eysteinn. þessa skickiu skalltu þiggia og launa eg þier nu seglit. þuiat þannueg sua mun skickian bera sig med vel flestum audrum klædum sem seglit hia audrum seglum. Þoruardr þackar honum giafernar vel. Lidr nu af nottin. og vm morguninn snemma er Þoruardr vakinn og er þar kominn Eysteinn og mællti. nu skal ecke duelia fyrir ydr þuiat nu er byrr at kominn. Toku nu snæding og drucku adr þeir foru. Þꜳ mællti Eysteinn. eigi uard þier nu audit ath konungr þægi seglit ath þier. en þess get eg ef hann hefde þegith ath hann munde þannueg launa sem eg. en nu hefir þu ecke fyrir þat er nu gaf eigi konungr þier launin. en þar ma eg ecke at þui hafa þott eg se otignare enn konungr. en fyrir mismuna ockarar tignar skalltu þiggia gullhring þenna. Og dro af hendi sier. Þorvardr þacker honum margfalldliga þessa sæmd alla og storgiafir er hann hafde honum veitt. fara nu til skips eptir þetta. og gefr þeim vel byre til Jslandz. og uar Þoruardr krakunef hid mesta mikilmenne. Og nu vm sumarid er þeir sigldu med lande fram Haralldr konungr og Eysteirn orri og siglir Eysteinn næst konungi og þegar vm fram. þa mællti konungr. huadan kom þier segl þath hid goda er þu hefir. eg þikiumz eigi sed hafa betra segl med þui mote sem þath er. Eysteirn segir. hier er nu þath segl sem þier neittud. Konungr (mællti). eg hefi alldri betra segl sied og hefi eg þar neitath mikille gersime.[147] Eysteirn mællti. villtu flenza mille seglanna herra. Konungr mællti. hui eigi. Geck sidan vpp hia siglunne. Og er Eysteirn ser huad hann ætladizt fyrir þa mællti hann. gior þig ecke ath vndri sagde hann. haf segl huort er þu villt og er vel ath þu viter hueriu þu hefir neitt. Konungr þackadi honum og hafde jafnan þetta segl yfir skipe sinu. en þath uard ath konungskipinu ath seglith stodz eigi j kappsiglingu þuiat þat uar meira enn þar til heyrdi enn þo þotte seglith hin mesta gersime.


Um leidangr konungs

42. Nu er næst þath til tidinda j Noregi ath Haralldr konungr helldr vt leidangri og fer med lide sinu sudr til Danmerkr ath heria. Hann liggr sudr uid Halland[148] j Lofofirdi og hefir heriath mikid af Hallande. Þa hafde hann halft annath .c. skipa. og lezt konungr ætla ath nu mundi betr fara en j Jotlandzhafi þa er Sueirn konungr ellti oss. og kallade Dane sialldan att hafa þui ath hrosa at þeir ellti hann og kuad þath til bota ath þeir attu eptir sinu at sia. Og er þeir Haralldr konungr lagu þar þa uissu þeir eigi fyrr enn Sueirn konungr kom þar ath þeim vtan j fiordinn med vuigann her. hann hafde .ccc. langskipa og vrpu Daner Nordmenn jnne og komu fyrir vtan hofnina adr Haralldr konungr vard uid varr. En þeir Haralldr konungr hofdu uatnfatt ꜳ skipum sinum enn lid mikid en þo eigi trygt ath leita ꜳ landit vpp fyrir ofride. ætlade Sueirn konungr nu ath sitia þeim þar mat og dryck. Ey ein uar skamt fra þeim jnn j fiordinn og uissu menn þar þo ecke vatn. Þa bad Haralldr konungr leita ef nockr kuikr ormr fyndiz þar j eyiunne. og þeir fundu ormenn. Þa bad konungr baka hann vid elld þar. til er hann mæddiz so hann þyrste sem mest. hann let og gefa honum sallt og sleikti hann þat skiott. Nu skal vita segir konungr ef ormrinn viti hier til uazs nockurs þott uer finnum eigi. þuiat ecke mætti hann hier lifa ef hann hefdi ecke vatnid. Og nu mællti konungr at langann þrad skyllde binda uid spord orminum og lata hann sidan lausan. en madr skyllde ganga eptir og hallda j þradinn. Ormrinn sotti þangat þegar er hann vissi uatnid vera þott þad uæri leyniliga komid og vard med þesse radspeki konungs vatnid fundit. og þui ath minnum haft eftir og þotti radith uera bædi uitrligt og hagkuæmligth. Toku þeir nu uatn ꜳ skip sin sem þeir þurftu mest og þeim hentar.


Um kuædi Siguaz skalldz

43. Juar huiti het madr. hann hafdi verit lendr madr hins heilaga Olafs konungs og mikill madr fyrir sier og ecke miog dæll og nockut suipuindr. Hann var staddr eitt sinn med Olafi konunge ath veizlu og hafde Siguatr skalld fært konunginum kuæde og var miog lofuat af monnum. Þa mællti Juar til Siguaz. hitt er meira rad skalld segir hann ath yrkia vm fleire menn en konung eirn þott þat se uirdingar vænz. þuiat vera kann ath konungr mædiz ꜳ giofunum vid þik vm sidir er þu yrkir vm hann ꜳ leid fram. Siguatr skalld kuad og slikan mann vel til fallinn sem hann var ath yrkia vm fyrir margs sakir. Og er Juar for braut þa bidr Siguatr sier leyfis til ferdar ath sækia Juar heim. Konungr segir. vel ma þier vinnaz þessi sæmd er eg veitti þier og minni sæmd er þier ath þiggia sæmdir og giafir ath lendum monnum flestum enn ath mer. enn þu skallt rada. enn mæla þath sumir menn ath Juar se ecke jafnlyndr madr. Siguatr fer nu austr j Uikina og kom ꜳ fund Juars og kuadde hann. Juar suarade helldr fꜳ og med aungri lettud. Siguatr lietzt ortt hafa eitt kuædi vm hann og kueztt nv komen ath færa honum. Juar suaradi. þat verdr ydr miog optt skalldunum segir hann ath þier skualldrid. enn þa er kongi leidiztt skualldr yduartt þa leiti þier undan og uilit þa ginna fe af bændum. Þa kuad Siguatr visu.


Eigi satud itrum
Juar megin fiarri
ord er eg aurum færda
ath sottiztt lof drottni.
ydr er |[149] allz hann red hlyda
hrodr sinn lofi þinu
hliods hefi eg beitt ꜳ bada
becki vannt er ath hneckia.


Þa segir Juar. þu segir satt og skal ath visu hlyda. Færdi Siguatr þa kuædit og þa fyrir god laun. For sidan aptr til konungs. Juar þessi atti son er hiet Hakon manna uænztr og giorviligaztr. hann lagdiz j hernad ꜳ vnga alldri og vann morg frægdarverk. þeir voru badir samt j hernadi og Ketill af Hringunesi og Finnr Arnason. Þeir voru nockur sumur aller samt j vikingu og var einga þeirra meire framkuæmdarmadr en Hakon. komu þeir nu j Danmork þann tima er Haralldr konungr var þar kominn. Hakon segir nu lidinu at fundr þeirra konunganna var stefndr. ogh monnum þikir likligt ath nu slite vr med þeim. nu er so farith malenu ath Sueirn konungr er vinsæll enn vor konungr er ecke uinsæll sem þier vitid. en eg er þo fusari ath veita honum lid. Finnr sagde ath hann munde snuaz til Sueins konungs. en lid Hakonar bad hann rada fyrir þeirra hond. þat voru .xv. skip er hann hafde. Hann fer nu og hittir Haralld konung og bydr honum lid sitt. Konungr þackar honum og kuoz heyrt hafa getid hans hardfeinge. Haralldr konungr stefnir nu saman ollu lide sinu og mællti sidan. nu er Sueirn konungr kominn ath oss sem þier vitid. og þo ath hann hafi lid mikid þꜳ hefir hann þo skip smærri en ver. nu uæntir mik ath lid hans mune vera synu otraustara en þath er ver hofum. ver hofum adr heriath vida og tekit fe mikid. hyggit ath þꜳ segir hann huad til frægdar er ordith. allz ecke nema strandhogg og er þath litil frægd og fremd en hittann ecke konung. meira mundi þath vert þikia enn ver ynnum nu sigr og sæmd edr land undir oss. kunnum uer nu mikla þock ath þier segit nu huort ydr er meira ath skapi ath beriaz edr leita brutt ath sigla. Hakon segir. ecke hofum ver hier til ydr þionath herra en þo uilium ver beriazth med ydr og uil eg hafa skip min laus uid en ecke i teingslum. Þar uar og med konunge Skialgr Erlingsson Þorolfr mostrarskegg. hann (var) þa med Magnusi konungssyni. Vlfr stallare. þessir uoru aller skipstiornarmenn og margir adrir agætir menn. Konungr uar þa katr og mællti. dreymdi mik j nott. mier þotti sem uid Sueirn konungr fyndumz og hielldum ꜳ eirne hỏnk og togỏdum og dro hann af mier haunkina. Nu ræddu menn misjafnt vm drauminn og toku so flestir vpp ath Sueirn konungr mundi uerda þui driugare vm þat er þeir kiptust vm. Þa mællti Hakon Juarsson. vera kann herra ath so se sem þeir taka vpp. enn vænna þætti mier til hins ath Sueini konungi mundi þar ꜳ hankaz er hann hafdi honkina. Þath þike mer likligra segir Haralldr konungr ath so sie og þann veg er betr radit. Sidan bra Haralldr konungr suerdi og hio fram j loptid fyrir sig ꜳ vindinn þrysuar. hann uar þa j onduerdu lidinu. Hakon spurdi hueriu gegnir þetta herra segir hann edr huad skal þessu. Konungr suarar. Þetta kalla menn sudr j londum ath konungr bendi þannueg reidi sina. Haralldr konungr eggiar nu menn sina af nyiu og kuad þo mikid ofrefli vid ath beriazt og halfu fleira. edr væri þier fusari ath segir hann vndan ath hallda. og segit nu ef so er. Allir badu hann fyrir sia. enn ollum þotti naliga ofært vera fyrir lidsmunar sakir. Se eg nu segir konungr ath þier vilid heyra mitt atkuædi vm þetta og so skal vera. ver skulum so ꜳ lita ath ver vilium med ongum kosti flyia ath oreyndu med so mikid lid og fritt. helldr skal nu huer liggia vm þueran annan. Suo segir Steirn Herdisarson er þa uar þar ꜳ skipe med Vlfe stallara.


Sagde hitt er hugde
hunklundr vera mundu
þar kuad þeingill eirar
þrotna vann af honom.
helldr kuad huern vorn skylldu
hilmir frægr enn vægia
menn brutu vpp vm annan
aull vopn þueran falla.


Hann kuodr og ꜳ huersu mikid lid huorir hofdu j þesse visu.


Hitti hỏlda drottinn
hugstrangr skipa langra
hinn vid halft beid annad
hundrath Dana fundar.
næst var þath er reg nam rista
reidr ath seti Hleidrar
þangs lꜳd maurum þingath
þrimr hundrudum sunda.


Nu let Haralldr konungr blasa til samlaugu skipunum og let vt vikia j moti skipum Sueins konungs og leth fyrstan fara dreka sinn. Þꜳ kallade Vlfr stallare ꜳ sina menn. leggit fram uorum skipum hid næsta konungsskipino. sem hier visar ath.


Hiet ꜳ oss (enn) jtri
Vlfr þa er kesiur skulfu
rodr uar greiddr ꜳ grædi
grams stallara alla.
vel bad skip med skylia
skeleggiadr fram leggia
sitt enn seggir jattu
sniallr landreka spialle.


Sidan lætr Haralldr konungr saman teingia skipastafna sina. og þꜳ roa Danir ath og geingu þa ludrar med opi og eggian. og þikiaz Danir nu hafa allt valld ꜳ Nordmonnum. Þetta var Laurencius messo aptan og uar sid vm aptaninn tekit til ath beriaz og borduz vm nottina. Haralldr konungr var j fyrirruminu og skauth af handboga. sem Þiodolfr skalld segir.


Alm dro vpplenzskr hilmir
alla nott hinn snialle
hremsur let ꜳ huitar
hlifr oddviti drifa.


Nu vard orrosta hin snarpazta. leggr Sueirn konungr uel og dreingiliga sitt skip j moti Haralldi konungi. Þar uar Finnr Arnason j lidi med Sueini konungi og leggr fram ꜳ annat bord honum og veitir honum lid. Eggiar nu Sueirn konungr fast og bidr þa nu minnazt huersu margt illt Haralldr konungr og adrir Nordmenn hafa giort j þeirra riki og huersu þungt er ath liggia jafnan vndir þeirra ofridi. latum þat nu spyriaz ath uer gongum uel fram og dreingiliga og osannit þat nu sem Haralldr konungr segir ath hann kallar betra til vigs eirn Nordmann enn .ij. Dani edr þria. nu er voskum dreingium illt slikt ath heyra. rekum nu af oss þessa skomm og latum þa annat eiga til ath segia enn ver seum tuitala uid þa Nordmenn. eru hier nu og margir tignir menn og dreingir godir og latum vm skipta med oss ef audna fellr til en uerum sidan j fride og frelsi jafnan og myklum veg. Nu tekz hier snorp orrosta og uard gnyr mikill og hreysti sem likligt var þar er so mikill her kom saman til bardaga bædi af vopnum og monnum og kalli og eggian. Hakon Juarsson lagdi framarliga j herinn og leitadi sier mikels ꜳgætis. |[150] Eigi hofdu menn Haralldz konungs skemri atlogu skipa en Sueirn konungr þuiat þeirra skip uoru myclo stærri. en skip Hakonar leku uid laus og rende j mille skipanna og ꜳ bædi bord Sueins konungs skipum. þath lid var og bezt buit er hann hafde. hafde hann uanit lid sitt j uikingum. Orrostan uar nær landi. og þa fiaradi upp skip Skialgs Ellingssonar og uoru þegar aller menn drepnir af þeim af landhernum Sueins konungs þeim sem ꜳ landi var og hann hafdi eigi matt koma ꜳ skip sin. Nu falla menn þyckt med bordum og uerda nu morg tidendi senn ꜳ skamre stundu. Nu uerdr þar orrosta annan veg en Daner hugdu og stodu Nordmenn þyckt vm Haralld konung sem Steirn segir og borduz snarliga.


Vndr uar er eigi fundu
aurmoz uidir giorna
borduz uær þa er uordum
uida grund vm sidir.
huar herskillde hielldu
hrafn fieck nog j ottu
nꜳs fyrir Nidarosi
Nordmenn Haralld fordum.


Nu uikr mannfallinu ꜳ Dane og fiellu þeir j akafa en sumir toku ath flyia. og þui næst geingu Nordmenn vpp ꜳ konungsskipit og rydia nu med bordum sem Þiodolfr segir. Hann segir og þath ath Sueirn konungr flyde ꜳ land vpp med skutu eirne er flotid halde uid lyptingina. Og i þessum þys hoggua Daner teingslin og leggia fra. vard þui huerr fegnaztr er huerr komz ꜳ brott og þar lagu eptir .lxx. skeida er Daner attu og uoru allar rodnar med stofnum. sem Þiodolfr (segir).


Saungs kuodu gram ganga
glæstar taugu hid næsta
senn ꜳ suipstund eirni
Sueins þiodar skip rioda.


Þetta kuad Arnor.


Hialmꜳru let heyia
hitz er raud fyrir Nidzi
tiggi tyrfings eggiar
tuær adr mannfall være.
nadr bordz skridu nordan
nys ath allualldz fysi
hlaut til Hallandz skiota
hrafn þarfr konungr stafne.


Hraud sa er huergi flydi
heidmilldr Dana skeidar
gladr med gulli rodnum
geirjalm konungr hialm(i).
skialldborg rauzt en skufa
skaut hauddglautudr oddum
bragna brynir gegnum
budlung af nꜳ sungu.


En segir hier huersu miogh þreyngt uar kosti Sueins konungs adr hann flydi.


Geck ath Sueirn ath sneckiu
saklaust hinn forhrausti
malmr kom hardr ꜳ hialma
hugr minn er þath sinne.
farkostr hlaut fliota
fiolniotz vinar Jota
adr enn audlingr flydi
audz fra uerdung daudri.


Nu flyr brutt allr Dana herr. en Nordmenn sækia eptir þeim og minnaz þa huersu Danir kendu þeim rodrinn j Jotlandzhafi. reka nu flottan allt ꜳ haf vt. verdr so mykid mannfall ath eigi fær talt. Finnr Arnason og Hakun Juarssun hofdu skilit foruneyti sitt þa er Hakun redzt til lidueizslu med Haralldi konungi og uar hann þa naliga blindr. hann settiz þa nidr j lyfting sinne er flottinn brast. var hann þa handtekinn og leiddr fyrir Haralld konung. Sua er sagt ath Sueirn konungr hafdi med sier .vj. jarla med til orrostu. sem hier visar til.


Sueirn ꜳ sigr ath launa
sex þeim er styr uexa
jnnan eina gunni
aurrecks Dana jaurllum.
uard sa er villdit forda
vigbiartr snauru hiarta
j fylkingu fanginn
Finnur Arnasun midri.


Og nu er jarlinn settr nidr j fyrirrumid fyrir Haralld konung. var konungr þa allkatr og mællti. hier finnumzt uid nu enn næst adr j Noregi. huort hefir hirdin su in danska eigi allfast stadit fyrir þier og hafa Nordmenn nu illt ath verke ath draga þig eptir sier blindan og vinna þier þat til lifs. Jall segir. martt uerda (Nord)menn illt ath giora og þath þo allt vest er þu leggr fyrir þꜳ. Villtu nu þo þiggia grid segir konungr þott þath se omakligt. Eigi af hundinum þinum segir jarl. Villtu þa segir konungr ath Magnus kongsson frændi þinn gefi þier grid. Magnus kongsson styrdi þꜳ skipi og uar þa vngr ath alldri. Jarl suarar. huath mun huelpr sa gridum rada. Þa þotti konungi gaman ath ertazt vid jarl. Villtu þa taka grid af Þoru frændkonu þinne. Þa spurdi jarl. er hun hier. Hier er hun segir konungr. (Þa mællti Finnr jarl) kappyrdi þat er sidan er vppi haft huersu reidr hann uard þuiat eigi feck hann stillt ordum sinum og mællti. eigi er þa vndarligt þott þu hafir uel bitiz er merin fylgir þier. Finne jalle uoru grid gefin þott hann villde eigi jata og hafdi konungr hann med sier vm hrid. Sueirn konungr flydi nu ꜳ land vpp og uar uid annan mann. koma sidan er morna tok til kotbæiar nockurs fyrir þꜳ sauk ath Nordmenn rannsaukudu meir þorp og storbæi. Þar uar fyrir ein gaumul kona og spurde huat manna þeir væri. forunautr konungs hafdi meir ord fyrir þeim og segir kerlingu ath þeir uoru farandi menn. og þurfum forbeina yduarn. Kerling segir. þid latid mikiliga og mune þid hafa tidindi ath segia nockur edr huort hafa konungar þessir barizt j nott edr hueriu hefir gegnt ef þetta hid illa er j alla nott uar vt ath heyra er uer hofum eigi ro fyrir feingit edr suefn. Meire von ætla eg segir hann at konungarnir hafi bariz. Þa mællti kerling. huor hefir betr haft. Hann segir Nordmenn hafa betr haft. Kerling mællti. huort er konungr var drepinn. Hann segir. ꜳ flotta hefir hann lagt. Þa mællti kerling mikid folsku mal. vesul eru uær konungs segir hun og uei uerdi oss uer eigum konunginn bædi halltann og ragan. Þꜳ suarar sꜳ er færra hafdi talad. ætlum hitt kerling er likligra er ath konungr mun eigi ragr vera enda eigi sigrsæll. Vm morguninn adr enn þeir attu daguerd fieck kerling þeim handlaug og for sꜳ fyrre er sidar geck og tok midian dukinn og þerdi sig. kerling þrifr sidan til og knyckir af honum og mællti. tak endan handklædissens og gior eigi allt senn vott. Þa mællti sꜳ hinn mykle madr. þath ma enn uera kerling segir hann ath ef gud vill eg fꜳ so mikinn metnad ath ver radum sialfir huort uer þurkum oss ꜳ midium duk. Þetta er gamans frasogn og eigi saugulig eins kostar nema fyrir þa sauk ath hier er lyst grein speki og ouizsku og j annan stad |[151] er sagt fra orda uidskiptum þeirra Haralldz konungs og Fins jalls. þar liknadi sa er valldit ꜳtti og uar þat uegr en eigi litilrædi. enn jallinn syndi þat huersu ohræddr hann var og þotti honum ecke fyrir ath deyia. hann matti þa ecke annad enn mæla slikt er hann villdi og syndi hann jafnlynde. mællti ecki til Sueins konungs nema þath eina er vel var er hann hafde adr honum þionath enn mællti herfiliga til Haralldz konungs er hann hafdi j moti uerit. en Haralldr konungr uirdi þath allt sem barns ord og hafa so allir sidan virt.


Um Hakon Juarsson er fast stod med Haralldi konungi

44. Hakon Juarsson feck þar mykla frægd og hafdi lagit sitt skip ꜳ annat bord konungsskipinu og uar einginn honum frægara. fieck hann fyrir þath hid besta ord sem hann hafdi til vnnid og hina mestu uirding. Gætum nu til sigrs vors segir konungr ath Daner vinne nu eingi suig ꜳ oss hiedan fra og sækium nu landit med soma. En vm nottina er konungr var j suefni þꜳ logdu .ij. skip fra flotanum. annath uar skip Þorolfs mostrarskeggia en annath var skip Magnus konungssonar. þeir laugdu til landz og villdu ræna og leita sier frægdar og agætis. þar kom ath þeim Danaherr og borduz vid þa og urdu þeir bornir ofrlidi og uar drepit af þeim mart manna. Þorolfur komz vndan med Magnus konungsson og bar hann j kiolltungu sier til Uikrinnar. Ogh vm morguninn saknar Haralldr konungr þeirra og bidr þar nockura hrid og kuomu þeir eigi. En þau hofdu lok ordit orrostunnar ath Haralldr konungr hafdi tekit morg skip Sueins konungs ath herfange og allann fiarhlut þann er ꜳ var. Skrin þat er j var heilagr domr Vincencij diakns fundu þeir j lyptingu ꜳ skipe Sueins konungs og hofdu þath med sier. Og nu villde Haralldr konungr eigi bida leingr þeirra Magnus sonar sins og Þorolfs og þikir eigi olikligt ath þeir se drepnir. Fara nu med feing sinn vnzt þeir koma j Vikina. let Haralldr konungr þar giora ellda og setia tiolld ꜳ lande og skipadi konungr monnum j sæti og geck j mille elldanna. þa geingr þar ath þeim Þorolfr mostrarskegg og hafdi Magnus konungsson ꜳ bake sier. og er konungr þeckir ath sueirnenn er heill þa uard hann uid gladr og katr en kallade þo sigr þeirra meiddan af vangeymslu þeirra Magnus. og let þat uerit hafa oforsialigt. hafdi og illa gefizt. Binda menn nu sar sin og toludu vm huerir bezt hofdu fram geingit j bardaganum. og uar þath allra manna romr ath Hakon Juarsson hafdi þar best fram geingit allra manna og mest vnnid sigrinn med audnu konungs. Þꜳ segir konungr. Hakun mundi hier nu huerr heita vilia. en sigr hofum ver vnnid stundum þott Hakon hafi eigi uid uerid. Þorolfr uar modr miok og þiakadr af gongu og erfidi. og þat fann konungr og spurdi huort Daner hefdi sig vpp gefit fyrir þeim. og hugdu þier at þeir mundu eigi treystaz at bera vopn ꜳ ydr og uar slikt ouiturliga farit ath skiliaz vid oss og ganga ꜳ land vpp uid fꜳ menn j hendr ouina sinna og latid þar nu margann vaskan mann og mattu þier vel hlita þeim sigri er uer vnnum aller saman. og hefir þetta eina nu minkath vora sæmd og þo ma nu ecke ath hafa. Haralldr konungr þackade monnum nu vel lidueizlu og einkum Hakune Juarssyne og baud honum ath koma til sin vm vetrinn ath jolum og kuad þa uon nockurra launa af sier fyrir lidueizluna. a eg morgum gott ath launa en þier þo eirna bezt. Hakon þackadi konungi heimbodit og het ath koma. og var vm vetrinn ath buum sinum þar j Vikinne. en konungr ferr nordr j land og þar til er hann kemr heim.[152] Og vm uetrinn ath jolum sækir Hakon heim Haralld konung og konungr sialfr geingr j moti honum og fagnar honum agæta vel. setr hann hid næsta sier. og eru þeir laungum ꜳ eintali. Þar uar þa med hird Haralldz konungs Ragnhilldr dottir Magnus konungs Olafssonar og uar kuenna friduzt og uitr kona. og þa var sꜳ kostr beztr j ollum Noregi. Haralldr konungr spurdi Hakon eitthhuert sinn vm jolin. huad skal hafazt ath vm vorit er kemr segir konungr. Hakon suarar. þath ætla eg herra ath leggiazt j hernad. Konungr mællti. þath er abyrgdarhlutr mikill og somir eigi vel kristnum monnum. j heidni samdi þat vel þa er menn vissu eigi til guds en er þat eigi so nu. þuiat þar fylgir mikid nidrbrot kristninnar fyrir agangs sakir uid kristna menn. Hakon segir. daufligt þike mer heima herra. þarf eg storra uidfanga vm fet þuiat fiolmenne er mikid. Konungr segir. þui kuongazt þu ecke og sezt sidan vm kyrt. Þui herra segir Hakon at tiginna manna dætrum mun litid þikia til min koma og litils vm mik vert. en eg vil ecke so buit girnaz lendra manna dætr og mun sliks enn leingi kostr. Konungr mællti. so mætti til bera ath eg launade þier so lidueizluna med þui kuonfange sem bezt er j aullum Noregi og þo ath vidara se til farit sem er Ragnhilldr dottir Magnus konungs þuiat margr er eigi so uel mannadr sem þu ertt. Giorit eigi herra med spotti til vor segir Hakon. og er mer þetta ofhatt og fa mier helldr jallzdottur nockura þina frændkonu og feinga eg þar med mikid fe þuiat mer mun verda fefrekt ef einskis skal afla j hernadinum. Konungr suarar. eigi er mer synt ath þu takir annars stadar meire femune vpp enn med þessa konu. og þessa mun eg leita vid hana ef þier vilid. Hakon segir. ecke rad munda eg helldr villa enn þetta þott eg ætti vol ꜳ. og gott er ef þessi ræda uerdr vel. enn minnr mun eg nu ydr vm kenna huernnen sem tekzt edr snyr. Konungr hittir Ragnhilldi ath audru bragdi og tiar fyrir þenna skaurugleik Hakonar og huatleik og huersu vel hann var mannadr vmfram alla menn adra. Hun segir. ecke gruna eg þath ath Hakoni se martt uel gefit edr þui tiair þu fyrir mier so miog atgiorui Hakonar fyrir mer og uelmenning. Konungr mællti. þui frændkona ath mer syndizt makligt ath þid biuggit saman |[153] þuiat þar eru huorirtueggiu agætir menn so ath varla skulu fazt adrir tueir þuilikir. Konungsdottir segir. vera mꜳ þat herra ath ydr syniz mer þetta jafnrædi edr hellzti gott en eigi mundi fadir minn þath þo fyrir mer sia ath gipta mik neinum otignum manna. Konungr mællti. þath er vndir mer komid ath gefa honum tignarnafn og þath einn skortir hann til tignar nafnbotin og mꜳ þath en skiott ath giorazt. en þer samir þat betr vm slika hluti þott þu ser vitr kona ath hafa hier (eigi) vid þitt einrædi og giora eptir radi frænda þinna og er þier þat bædi vandaminna og þo samabezt. Hon segir. ef þu ert radinn til ath gipta mik eigi konungbornum manne edr tiginbornum manni þꜳ veit eg eigi huad mer er annar otiginn madr betri en sia. Konungr mællti. eg skal so vm bua frændkona ath þu skallt eiga jallmann. Ragnhilldr segir. eigi skal þat nafn enn þacka ydr herra þui ma vera ath enn se tom til þess. Skilia þau talid eptir þath. Haralldr konungr segir Hakoni tal þeirra konungsdottur og kuad hana ecke ouænt tekit hafa. Hakon segir. eigi skyllde þetta giort til vor med gabbi edr spotti herra þuiat eg þikiumz ecke til þess vnnit hafa af ydr. Konungr segir. ecke uikr þessu so uid og ꜳ minu valldi er tign þin ath gefa þier jalldom. Nu jhugar Hakon malid fyrir ser og væntir ath konungr mune hier satt til segia og ath hann mune rætt hafa uid Ragnhillde sem hann sagde og spyr eptir huern ueg ord færa med þeim. Konungr suarar. eg tiada malid þitt fyrir henne sagde konungr sem mer þotti likaz huersu þer var farit vm hreysti og dreingskap og huersu vel þu erth mannadr. enn henne fellz þath allt vel j skap en letz þo eigi mundu otignum manna gipt ef fadir hennar lifde. en eg let þat vera ꜳ minu valldi ath gera þik valldzmann hueria nafnbot sem eg villda fꜳ þier. Hakon segir. ef eg skal vera sua giftumikill ath mer audni þath ath fꜳ hennar þꜳ samer ydr þat eina fyrir sakir hennar ath lata nafnbotina fylgia ath eigi hlioti hun þa ouirding af mer ath eiga vtiginn mann þuiat þat er eigi uid hennar hæfi. Sidan var Ragnhilldr fest Hakune med vingan konungs. var þath þa so frame giort er Haralldr konungr hiet Hakuni jarllsdomi adr. þꜳ leggr hun leyfi til. Og er nu þegar eptir jolin druckit brullaup þeirra þar med konungi og fer Hakun sidan heim med Ragnhilldi konu sina j Vik austr og leggr hun mykla ast vid hann. er þo ecke mart vm med þeim j audru lage en hun lezt mundu vel uid vna ef hann væri jall. Þessu fer nu fram þau missare og kemr ath jolum annan vetr. þa ferr Hakon ꜳ fund Haralldz konungs og þikiaz nu vitia eiga jarllsdomsins ath þui sem konungr hafde heitid. og tekr konungr uel vid honum og spyr konungr þui konungsdottir fære eigi. Hakon kuad henne þikia so betr fara. Og adr þeir skilia vikr Hakon ꜳ vm jallzsnafnit og so vm tilgiof Ragnhilldar er skyllde henne heiman fylgth hafa eptir þui sem heitid var. Þa segir konungr ꜳ moti. huort var fadir þinn jarl edr forellri. en þo er þat audsætt ath þu ert fedrbetrungr. Nu ser Hakon huersu horfir malino er vndan er dregit tignarnafnid. tekr nu vopn sin og vill ꜳ brutt sem skiotaz. Huad er nu titt vm segir Hakon nafnbotina vid oss edr eigurnar þær er oss var heitid og kongsdottur skyllde heiman fylgia. og samir ydr eigi ath hun missi sins huersu sem þier giorit til min. og er þath okonungligt ath hallda eigi ord sin. Konungr segir. þat er og sannaz Hakon segir konungr ath ecke þarf at draga þath leingr fyrir þier ath ecke mun af uerda vm jalldominn uid þik. Hakon ferr nu heim uid þetta austr j Vik. Geck konungsdottir j mot honum hlæiandi og mællti. heill jall minn segir hun. Hann segir. ecke er eg jall en ef þier þikir velrædi til þin giort fyrir minum saukum þa tak þu upp fe mitt allt og eignir en eg mun fra radazt og leita fyrir mer med sueit mina. Hun suarar. ecke mun egh þui fyr(s)t jata en þo for þetta jafnt sem mik vardi ath konungr mundi þetta vndan draga. Lidr nu af vetrinn og er fatt vm med þeim. og er vorar segir Hakon konungsdottur ætlan sina. eg hefi feingit .vi. langskip og mikid lid. mun eg fara vr lande og koma hier alldri sidan þuiat eigi uillda eg ath þier yrdi vanuirding ath mier. Hun segir. aungua þock kann eg þier þoath þu farir ꜳ braut og ecke eru af þui ockrir faleikar ath mer se astlaust uid þik og einskis ꜳ eg þik ath kunna. nu muntu rada vistarfare ockru. enn ecke hirdi eg ath byggia[154] jarder þinar þott þu biodar[155] mer þat. Sidan binda þau þat rad saman ath hann selr jardernar til lausafiar og byzt nu j brutt med myklu fe og .vj. langskipnum. og adr enn þau foru j brutt giorir Hakon til og drepr ꜳrmann Haralldz konungs og tekr vpp buit og feit allt. fara sidan med allt sitt. Nu er þetta sagth Haralldi konungi drap ꜳrmannzins og tiadiz fyrir honum skadinn allr saman. En konungr suarar þessu. mikill er skadinn vist en meira þike mer þat vm so vaskan mann sem Hakon er ath hann skal hafa geingit af viti sinu og idrumzth eg nu miog er honum er gefin dottir Magnus konungs. Hann leggr nu sina eign ꜳ jardir þær er Hakon hafdi attar þott selldar uæri og tekr leigur og skylldr af. En Hakon var þa enn eigi langt j brutt farinn. og er hann spyr þetta ferr hann til og drepr þa menn sem konungr hafde til setta ath byggia jardirnar. eptir þat leggr hann elld j bæina alla og brenner vpp. Eptir þat leggr Hakon j haf og spyr konungsdottir þa huad hann ætliz fyrir vm sumarid. Þath hellzt ath eg leggiumzt j hernath. Þat er vist eigi minn vili segir hun. þuiat eins mannz fior ꜳ huerr þott þu sert frækinn. enn þa er eg vppgefin ef þier berst nockut ath bordi og er þa meire von ath vikingar leggi mig hia sier. enn þat samir mer eigi fyrir sakir ættar minnar. nu er þath mitt rad ath þu farir helldr ꜳ fund Sueins konungs þuiat hann er godr dreingr og tak her eitth |[156] fingrgull er fadir minn gaf mer og syn þath Sueini konungi. og fyrir þat er Sueinn konungr hiellt eigi einkamalum uid faudr minn hans lætr hann nu jafnan niota sidan hans frændr og teingdamenn og uirdir þꜳ nu alla mikils. Hakon segir. ecke mun eg min niota fra Sueini konungi. so laukz var fundr fyrir Nidzi. en nu erttu illa gipt ef mer uex þetta j augu og þora eg eigi ath finna Suein konung. Þau hallda nu til Danmerkr. Sidan ferr Hakon med nockura menn og kemr fyrir Suein konung og kuedr hann. Sueirn konungr kennir hann skiott og mællti. hui forttu hingath slikt illt sem þu hefir oss giort. Herra sagdi Hakon Ragnhilldr konungsdottir sendi mik hingat til ydar med gull þetta. Og synir honum gullid og segir honum allan malavoxtinn vm skipte þeirra Haralldz konungs. Þꜳ suarar Sueirn konungr. eigi giorde Haralldr þa uel er hann gipte frændkonu sina gaufga so vondum manne sem þu erth. en uelkomin skal hun vera med oss. en þo mun henne eigi virdazt til fulls nema þu fylgir med. nu skalltu niota Magnus konungs og hennar so ath þier skal giora .iij. kosti þa er mer synazt allir miok vænligir. enn osynna ath þu hefdir lif ef eg næda þier ef eigi nyti hennar ath. nu er eirn kostr sꜳ ath eg uil bioda þier til min uid .xij. menn og ser þu ꜳ samt vid konu þina enn lid þitt se annarstadar. þa er so annar kostr ath þu þiggir af mer .iij. bu ath giof og skalltu skylldr landuarnar med mer. sꜳ er og hinn þridi kostr ath þu skallt fara ꜳ fund Asmundar Biarnarsonar brodrsonar mins er nu giorir mer mikenn ofrid og beidiz Hallandz.[157] fær þu mer hann og uer sidan jarll yfir Hallandi ef þu kemr þessu ꜳ leid. en þo uil eg ath þu hafir hier fridland þott þu giorir eigi þetta og sier j ongum heitum bundinn vid mig fyrir sakir konungsdottur. Hakon segir. of miog sannar þat þa herra er þier mælltud ath omakliga væri sed fyrir konungsdottur ef eg treystumz eigi ath beriazt uid Asmund. enn ef eg fell herra þꜳ muno þier sia fyrir konungsdottur nockut sæmiligt giaford þott þetta se med litlu moti. Konungr mællti. eg skal fꜳ þier lid til fararinnar. Nei segir Hakon. þat muno Daner þꜳ segia ef ver fꜳm gagn ath þeir hafi vnnit sigrinn og ann eg þeim eigi þess og skulu minir menn einir fara. En þessi voru vpphauf vm mal þeirra Asmundar og Sueins konungs at Sueirn Gudnason hafde veget[158] Biorn faudr hans j þingamanna lidi vestr ꜳ Einglandi. Sueirn konungr Vlfsson hafdi vpp fæddann Asmund brodrson sinn og feingit honum þriu skip ath hann færi ath hefna faudr sins. En Haralldr Gudnason[159] var þa konungr j Einglandi enn Sueirn brodir hans uar þa anndadr. Asmundr sꜳ þat fyrir lidi þui er Sueirn konungr feck honum til faudrhefnda ath hann heriade ꜳ Dane og uard hann þrysuar handtekinn og færdr Sueini konungi. en konungr gaf honum huert sinn grid og let hann fara j fride. enn hann let alldri af helldr enn adr at giora Sueini konungi slikt illt er hann matti. Ragnhilldr konungsdottir fer til Sueins konungs og tekr hann uid henne badum hondum og eru þau Hakun þar bædi vnzt hann uill buaz ꜳ fund Asmundar. Hann byr sex skip til ferdar þeirrar og fer sidan med þessu lidi og helldr frettum til ad huar Asmundr var og spyr hann vpp ath hann hefir .x. skip. og uard fundr þeirra j Slesmynne. og er skip renduzt ath adr bardagi tækiz þꜳ mællti Asmundr. vel ꜳ sꜳ madr fram ath ganga er jalldomi er heitid en missyne uard Sueini konungi þa er hann mællti þat og eigi mintiz hann þꜳ miog Nizarorostu og eigi munde honum þat þꜳ j hug. Hakon segir. satt uar þat Asmundr ath eg var fyrir Nidzi med Haralldi konungi at þui ath mer samdi þat eigi illa ath veita konungi minum. en hitt kemr uerr uid er þu villt auallt suikia þinn frænda Suein konung og lanardrottinn. og nu j dag skalltu þat finna ath uer hofum fundiz og eg skal otæpiliga ath sækia. Og nu tekzt orrosta med þeim og uerdr hardr bardagi og geck hann vel fram og hans lid. falla menn þygt med bordum og þo meir lid Asmundar. ogh þar kemr ath Hakon nair vppgongu ꜳ skip Asmundar og hoggr Hakun ꜳ badar hendr og sækir fast ath fyrirruminu med sinum monnum og falla menn Asmundar j akafa. og þar kemr ath Asmundr verdr handtekinn af Hakonar monnum og hallda þeir honum. Þa mællti Hakun. alldri ætla ek ath oþarfari forn se færd Sueini konungi. Hleypr sidan ath honum og drepr hann. og eptir þetta fara þeir heim med sigri og herfangi og kemr Hakon med þetta allt saman ꜳ fund Sueins konungs. Hakon geck fyrir konunginn og kuaddi hann. en Suein konung setti fram dreyrraudan og mællti. far þu til sætis. Og uar þat þo med aungum letta. Hakun mællti. þat þikiumz eg nu ꜳ sia og finna herra ath þier kunnit minne þock fyrir vorn sigr en ver hugdum. en þat hygg eg ath þessi madr mundi eigi spara ath sitia vm lif þitt ef hann hefdi vndan geingit og þui drap eg hann. en ecke var mer so mikil heipt ꜳ honum. villda eg nu hafa slikt af ydr sem þier hietud mer. Konungr segir. þath væntir eg ath þier geingi til þessa eingi ouingan vid mik og uist helldr godr vili þinn. en ecke mattu þo ath so bunu uera minn aludarvin en haf þath af riki minu sem (her)skarzth er. eg skil ath þier mun vel hent ath veria landit fyrir hernade. Þath er sagt ath Sueinn konungr giorir Hakon nu jall ifir Hallandi og redz nu Hakun þangath med konu sina Ragnhilldi konungsdottur og lid sitt þat er honum hafdi fylgt vr Noregi. og takaz þa af nyiu astir med þeim hionum. Hakun var allra manna huataztr og bezt mentr fyrir allra hluta sakir. hann for jafnan j Vikina og heriade ꜳ vine Haralldz konungs og lagde þath miog j uanda sinn opth.


Hier segir um ferd konungs

45. Aa enu þridia are eptir |[160] Nizarorrostu settiz fridr mille Haralldz konungs og Sueins konungs Vlfssonar med rade allra Nordmanna og so Dana. og var med þeim hætti gior ath huor þeirra skyllde hafa j fridi og frelsi sitt riki þadan fra Haralldr konungr Noreg enn Sueinn konungr Danmork botalausa. skyllde þar leggiaz hernadr sem hafiz hafde og sꜳ happ hafa sem hlotid hafdi. Sꜳ fridr skyllde standa medan þeir konungarnir lifdi badir. sem Þiodolfr segir.


Færdr fylkir Horda
fridr namz arit þridia
rendr bitu stal fyrir straundu
starf til kroks ath huarfe.


Og nu eptir þetta uar fridr godr j mille Noregs og Danmerkr. Þꜳ tekr Haralldr konungr þat rad ath hann heriar ꜳ riki Steinkels Suiakonungs ꜳ Gautland. Steinkell konungr ferr þa ꜳ fund Sueins konungs og bidr hann lids. Sueinn konungr segir honum sætt þeirra Haralldz konungs og lezt eigi villdu ꜳ hana ganga. enda uerdr mer torsott uid hann ath eiga. en rad mun eg til leggia med þier. Hakun jall Juarsson er j ouingan vid Haralld konung og er hinn mesti orrustumadr. þu skallt gefa honum til hid vestra Gautland ath hann radiz j moti Haralldi konungi. Hakon er nu minn madr og er allra huataztr og vaskastr. en hann er giarn ꜳ mannuirding og mun honum vel lika ef hann hefde þar annat jallzriki. en þott hann latiz þa skadar þik ecke til þui hann er ecke þinn madr. en þier er osynn sigrinn ef hann er ecke med þer. Nu eru menn sendir eptir jalli og kemr hann þar. og er þetta mal borit vpp fyrir hann. Hakun spurdi huern ueg Sueini konungi væri vm gefit þetta mal. mun enn vera sem fyr mikil mannraun ath beriaz vid Haralld konung og eigi mun eg til þess rada nema þu leggir nidr alla vuingan uid mik og fæd og sier hiedan fra med allri blidu til min. Sueirn konungr mællti. nu ma eg þath so vel giora. enn þa gath eg þat eigi ath mier er þu hafdir nydrepit Asmund frænda minn þott þier giordut þath fyrir minar sakir. þa hafda eg þo eigi skaplynde til þess fyrst j stad. Nu rada þeir þetta med ser at Hakun skal uera fyrir lidenu enn lid skal fꜳ honum af Gautlande huor(u)tueggia af monnum Steinkels konungs. Og eptir þat fer Hakun heim og segir Ragnhilldi huar komid er. Og er hann byzt til ferdar þa mællti Ragnhilldr konungsdottir. nu kann vera ath þu komir j gillda mannraun og skal eg vel uid una þott þu latiz fyrir Haralldi konungi en litid ma eg ueita þer. merke þetta uil eg gefa þier er fadir minn hefir att og þetta sama hafde hann ꜳ Hlyskogsheide þꜳ er hann bardiz vid Skotborgar ꜳ. og giarna hefir Haralldr konungr þetta merke fꜳ viliad og hefir þo eigi feingit hier til. Merkid var allt gullsaumad. Sidan fer Hakun med lid sitt er hann er buinn vpp j Gautland og safnar lide ath sier. og er lidit kemr saman stefnir hann þing og talar fyrir lidinu. þess uil eg bidia segir hann at þier gefizt uel ef fundr vor Harallde konungs uerdr eptir þui sem ætlad er. og hafa skulu þier nockurn styrk af hofdingianum og hans lide. og ecke ætla eg ath skelfaz uid hot Haralldz konungs. en þo er mer grunur ꜳ ath þesse samnadarherr muni litill vera ꜳ moti her Haralldz konungs. og skulu þier herdaz uid sem bez og mun þa vel duga. og þott eg se otignare ath nafni enn Steinkell konungr þa ma ydr þo verda ath mer eigi minna fullting ef audna fylgir þuiat hann er vanr sællifi miog en eg er vanr bardaugum og uesauld morgu sinne. En so uar hattad sem Hakun sagde ath Steinkell var madr feitr og dryckiumadr mikill og þungr ꜳ ser og var hann þui ecke vidridinn. þotti honum gott ath uera kyrrum þott menn hans nauckurir færi med Hakuni jarlle. Haralldr konungr spurde þetta allt huersu ætlad var og uard gladr uid og skamti ser vm sumarid heima j landi en byr .lx. skipa er ꜳ lidr og vallde ser hernadarfolk og lid sem mest feck hann med brynium og hialmum og audrum herklædum og voru þau skip agætliga buin. Hann lysir ecke ferd sinne huert hann ætlar. helldr sidan nordan med lande. leggr fyrst skipunum vpp j Miỏrs. eptir þat ferr hann skipum vpp j Ueni og so upp eptir Elfinne. ogh er þar vid land skamt fra þui er lid Hakonar var og hofdu huorir spurn af odrum. Og eirn morgin snemma spurde Haralldr konungr ad uedre er madr eirn geck vr tiallde vt þar sem þeir haufdu tialldat ꜳ lande. sꜳ suarar. stendr med backe sa. Halldiz þath fyrst so segir konungr. Ogh nockru sidar spyrr konungr enn ath uedrinu er madr hafde vt gengit og sagde sꜳ ad[161] snær væri kominn miog synn. Konungr mællti. þꜳ er jafnt komid sem eg mundi kiosa ath þeir Gautarner mætti eigi[162] vndan færa fe sitt hernadinum er ver skulum veita þeim. Og hid þridia sinn spyr hann ath vedrinu. Sa suarar er jnn kom ath eigi skorti kullda og akafliga horfdiz ꜳ vm uetrinn. Konungr mællti. vel koma oss nu og frostin. Nu er ath segia fra Hakone jalle ath hann hefir ath sier dregith lid og ferr sidan til motz uid Haralld konung og kemr jallinn ath dal nockrum diupum og stoduar þar herinn ꜳ dalsbru(n)inne og. vill þar bida konungs. þuiat hann veit ath skamt er j mille þeim. Lid Hakonar var martt klædfatt sem þeir eru jafnan Gautar. en þat allt er honum hafde heiman fylgt var uel buit bæde ath vopnum og klædum. Þorfinnr hiet laugmadr Gauta. hann uar j lide Hakonar jalls hann hafde hest kornfeitan og tiodradi hestinn og batt hann vid hæl nockuru þar hia þeim er þeir satu vid dalinn. En þath er ath segia fra Haralldi konunge ath hann hefir þing vm morguninn og veit hann þꜳ atfarar Hakonar jalls uid sig. Haralldr konungr talade ꜳ þinginu. sagde (at) bratt munde saman bera funde þeirra Hakonar jalls. skulu uer nu eigi vera of snertubradir þuiat uer hofum uidrbuning godan fyrir vopna sakir og klæda enn þetta er vedr kallt. og þott Hakun se hraustr madr og lid hans sialfs vel buit þa veit eg þo |[163] vm bondalidit af Gautum edr Hallande ath þath mun uera klætt illa og mun hrauckua saman miỏg og þola illa kuldann. Sidan fara þeir Haralldr konungr vnz þeir koma audru megin ath dalnum. Þꜳ mællti konungr. nu skulu ver hier nidr setiazt fyrst. ogh er ordit heitt vndir herklædunum og vitum fyrst ef þꜳ kale nauckut Gautana og munu þeir hafa harkat saman lidi sinu og kann uera at oss se eigi ohægra ath vega af oss er eigi jafnheitt enn ouist huersu þeir þola kuldan. Þeir settuz nu nidr med herklædum sinum audru megin dalsins og uoru allir bunir til bardaga. Nu stendr vpp Þorfinnr laugmadr j lidi Hakonar og mællti. ver verdum ath tala medan vngmennid skialar. gott lid hofum ver og fritt og er oss skyllt at leggia eigi ꜳ flotta. en ef so illa verdr þa skal þo eigi leingra en hier til haugsins. en ef so uerdr þa skal þo eigi leingra renna en hier til becksins. ver hofum og hraustann jall og fridan ath beriaz med og agætan dreing. Og i þui er hann mællti þetta kippiz hestrinn vid og hleypr hællinn vpp er hann var bundinn vid og kemr hællinn uid eyra Þorfinne enn hann hleypr upp uid og mællti. skiottu allra Nordmanna armaztr. Og snyr þegar ꜳ flotta og leggr þegar ꜳ flottann. Og nu metaz þeir uid huorir ath audrum skulu rada ifir dalinn. villde Hakon ath Haralldr konungr redi fyr til og uillde þo hafa breckumuninn. en Haralldr konungr sparir þath ecke. Og er þeir hafa setid so vm hrid ath huorigir rada ath audrum þa sier Hakun ath lidi hans sumu mun þetta eigi andazt fyrir kulda saker. stendr sidan vpp og mællti. uær munum nu uerda til ath rada. enn hefde eg konungi ætlad ꜳhlaupit og uerdr nu annan veg breckumunrinn enn eg hugda til. Og eggiar nu lidit og rædr nu j dalinn og upp ad þeim Haralldi konungi audru megin. Og te(k)zt nu orrosta. og er enn sem fyrr ath Hakon synde enn af ser mycla hreyste og allt lid hans sialfs. En konungslidit er bæde fleire menn og betr buit og fiell þegar lid Hakonar enn sumt leggr ꜳ flotta. Allir Gautarnir þeir upp stodu þa hiellduz litla stund uid. og þo uard þeim tionsamt. og er þath eitt eptir sem jallenum hafdi fyllgth heiman og dugir hid bezta. Hakon jarl berz uel og uinnr morg frægdarverk. Og nu kennir konungr merkit er borit var fyrir jallenum (og villdi giarna fa þat. og þui næst uerdr nu so fast sott ath jallenum) ath merkismadrinn fiell og uar þegar merkit tekit af konungsmonnum. og þa flyr Hakon jall og þad lidit er honum uard eptir og hielldu ꜳ skog er þeim uar þꜳ nær. Þꜳ kuad Þiodolfr visu.


Aulld var su er jarle skyllde
ognteitum lid veita
sterkur olli þui stiller
Steinkels gefin heliu.
enn þath illa reyndizt
aflvỏn þadan honum
fyr let Hakon borna
huatt segir hinn er þath fegrir.


Og nu mællti Hakon jall er hann flydi ath konungsdottur mundi hann þikia laust hafa stadit og halldit laust merke Magnus konungs faudr hennar er hun hafde gefit honum. Haralldr konungr rekr nu flottann og mælltu menn hans ath Hakun hefde nu uart launad jalldomin Steinkeli konungi og hann kynne eigi glaugt ath sia efnitre sitt og honum munde uerda ofrefli ath beriaz vid Haralld konung sialfan. Sumir tauldu hann vaskan mann og hafa vel og dreingiliga variz. Haralldr konungr let nu bera merkit fyrir ser þath er hann hafde nu nyfeingit og nu uar komid j ualld hans og kalladi hann þath mestan sigr er hann hafdi þat feingit. Ogh er þeir rida skogargautuna og þeim uar minzt vỏn hleypr madr vm þuera gautuna vr skoginum fram og þrifr merkit annari hendi enn annarre leggr hann spiote j gegnum þann er bar. og hleypr þegar j skoginn audru megin gautunnar og hafa þeir hans ecki. Þa mællti Haralldr konungr. þat mun sannliga uerid hafa Hakun jall og er þetta ecke annarra manna ath fara so huatliga. og skal þat satt segia ath ecke þike mer honum minne frægd j þessi ferd enn oss uar j orrozstunne. enda kann eg eigi skaplyndi Ragnhilldar frændkonu minnar ef honum hafde allauduellt ordit ath komaz yfir reckiustockinn hennar ef hann hefdi latid merkid. en nu munu þau sættaz ath verr er. Foru þeir nu til skipa og lꜳ konungr ꜳ skipe og mart lidit en sumt uar ꜳ lande. Ogh so haufdu matsueinar elld(s)toar ꜳ lande. Og vm kuelldit er þeir snæddu er ꜳ lande voru þa kom þar eirn fatækr madr og bad matar og uar miog treflaugr en þeir gafu honum driugan. Hann spurde huort konungr væri ꜳ lande edr skipe. þeir sogdu hann ꜳ skipe. þat uæri skyllt godir menn segir hann ath eg launada ydr þennan forbeina er þer veittud mer. en þar se eg eirn hlut til. eg ueit huar Hakun er skamt ꜳ brutt hiedan med fa menn og kann uera ath konungr launada miog vel ef þer drepit hann edr handtækit og mun eg segia ydr leid þangat sem þeir uoru adan. Þeir hlyddu fortaulum hans og foru sidan margir saman og ferr hann med þeim og geck hrumliga. Foru nu eptir skogargautu diupri og dregz helldr vndan og gruna þeir hann nu og vilia nu aptr huerfua. Hakon kallade þa skamt til ath þeir munde snart finnazt. Ogh þui næst koma þeir at lag nockurre er liggr vm þuera gautuna og fara þeir þar ifir og þꜳ sau þeir nockra menn fyrir sier. honum uerdr seint farit hinum fatæka manne yfir treid. Hann bidr nu sækia fram eptir monnunum er þeir voru þar fyrir þeim og kuad þad vera menn Hakonar. Ogh er þeir voru ifir treid komnir þa kastar stafkarllinn af ser tautrunum og hleypr vpp a treid og bregdr suerdi og hoggr nu huern þeirra er hann nair og hafa þeir nu þar fundit Hakun. Þa drifa ath þeim menn bædi vr skoginum og framan af gotunne og sækia þa med uopnum. enn þeir veriaz og finna nu ath eigi (er) suika(laust) med aullu og villdu nu vndan hallda og verda þeir flestir aller drepner. enn |[164] nockurer menn kỏmuz aptr til skipanna vid illan leik og segia konungi ofarar sinar og þath med ath margir menn hans eru drepnir. Konungr suarar. þar for sem likligth uar med ydr þui ecke munu þier jafnradỏgir sem Hakun og foru þier med litlum ꜳlitum. Haralldr konungr uar þar nauckara stund. þui at eigi matti skipum braut hallda fyrir isum. og heriudu konungsmenn jafnan ꜳ land vpp eptir strandhỏggum en huert sinn lagu eptir .v. edr .vi. .x. edr .xij. so uar yrmt[165] fyrir ꜳ landinu af vmsatum Hakonar. Þessu næst kemr so kuittr til eyrna Haralldz konungs ath Hakon jall uæri farinn til Suidþiodar eptir lidi myklu og þeir Steinkell konungr mundu þar koma skambragds med mikinn her enn Sueinn konungr mundi koma vtan j ꜳrosinn med skipaher. Ogh þessu truir Haralldr konungr. taka nu at hoggua jsinn vi fyrir skipum sinum. og er þeir uoru at þessu þꜳ mællti eirn madr. einginn hoggr so isenn sem hann Kodransbane. Þath mællti sa til Hallz Otryggasonar er vegith hafda Kodran Gudmund(ar)son. en Hallur uar þa med Haralldi konungi. Ogh þa hliop ath Þormodr Jndriþason og hio Hall banahogg þuiath hann stodzt eigi ath hrosad var viginu Kodrans.[166] Þormodr uar mannenum firr enn systrungr Gudmundar Eyjolfssonar faudr Kodrans.[167] Ogh er lidit þraung j mille skipanna og villde drepa Þormod þa brast nidr vndir þeim isinn og uard þa mikid suarf j og ad komid ath margt manna mundi drukna. Magnus konungsson veitte Þormodi og bad honum grida og baud sætt fyrir hann þuiat Þormodr var ꜳ hans skipe. og uard sæzt ꜳ malid og for Þormodr sudr til Danmerkr og þadan vt j Grikland og uillde ganga þar ꜳ male. En Gardzkonungi þotti hann vera litill vexti til þess og kuad hann ecke ath manna mundu uera. Og einn dag er konungr sꜳ vt vm sualar nockurar þꜳ sꜳ hann ath gridungr eirn akafa mikill uar leiddr til hoggs ꜳ mot eitt og hio Þormodr so ath fiarre kom nidr hofudit. þa mællti konungr. huad so auruænt ath hann hoggui fleira stort en naut ein. Tok konungr þꜳ uid Þormode og geck hann þar ꜳ mala og uar þar vm hrid. En þeir Haralldr konungr flotudu skipunum þegar þeir mattu og ut eptir Elfi til siofar og sidan heim nordr j Noreg uid so buit. og fiellu þa enn nockurir menn af Haralldi konungi er þeir foru vt eptir Elfinne þuiat Gautar skutu ꜳ þꜳ. En Hakun jall þotti uera hinn mesti rausnarmadr sua ath hans nafn mun uppi medan Nordrlaund eru bygd. hans dottir hiet Sunnifa en son hans hiet Hakon er atti dottur Sueins konungs Ulfssonar og var þeirra son Eirekr lamb Danakonungr. Ogh lykr nu hier ath segia fra vidskiptum þeirra Haralldzs konungs og Hakonar jalls.


Her finnr konungr einn mann ꜳ bate

46. Eitt sumar er Haralldr konungr for skipalide fyrir land fram ogh eirn dag sia þeir mann ꜳ bati fyrir ser og dro fiska. konungr uar þꜳ katr vel og mællti ath þeir skylldu finna fiskemannenn. Og er batinum rende med langskipino þa mællti konungr. kanntu nockut yrkia madr segir hann. Ecke herra segir hann batmadrinn. Nei segir konungr yrk nu til min. Sꜳ suarar. þa skulu þier yrkia j mote. Þat sama skal vera segir konungr. Fiskekall kuad visu.


Ofusa dro eg ysu
atta eg faung vit laungu
vann eg yfir hofde hennar
hlaumm en þat uar skommu.
þo man eg hitt ath hrotta
hafda eg gulli vafdann
dudiz daurr j blode
dreings var þat fyrir leingra.


Vel kuedit karll segir konungr og hefir þu uerit med rikum monnum edr j orrestum. Hann suarar. vera kann herra ath eg uæri med jafnrikum monnum sem þier erud þott ydr þike nu allt lagt hia þui sem þier erud. yrkith nu visu j moti herra og gialldit mer mina skulld. So skal uera segir konungr og kuad visu.


Hiuggu hardla dygguir
hirdmenn Dane stirda
sotti ferd ꜳ flotta
fram en þath uar skommu.
hitt er fyrr er fiarre
fostrlande raud eg branda
suerd j Serkia garde
saung enn þath var laungu.


Þa mællti konungr til Þiodolfs skalldz. hann var þar med konungi. nu skalltu yrkia Þiodolfr segir konungr. Þiodolfr kuad visu.


Milldingr rỏd j modu
mot hart uar þat spiota
Daunum voru god geira
graum enn þat var skommu.
setti nidr ꜳ slettu
Serklande gramr merki
stod ad stillis rade
staung enn þath var laungu.


Konungr mællti. heyr Þiodolfr skalld. kuadtu so graum skaummu. ecke er þat jafnhatt. hraufn skaufn þat er jafnhatt og er þo malleysa og fleira hefir þu betr ort. Þiodolfr reiddiz og bad þann yrkia er betr kynne. Þa mællte konungr til fiskemannzs. yrk enn visu. Hann suarar. þier skulud rada en vant er nu ath yrkia so ydr like er hofutskaldin fꜳ varla leikit. Þigg gull þetta ath mer segir konungr. og retti til hans. Fiskemadr tok uid gullenu og kuad visu.


Heyr þu ꜳ vppreist orda
otvin konungr mina
gæddir gull raudan
gramr uar þath fyrir skommu.
saddir aurn en eyddir
aurum blamanna fiorui
gall styrfeingins stillis
streingr var þath fyrir leingra.


Konungr mællti. Þiodolfr yrk nu j moti. Þiodolfr kuoz eigi mundu yrkia. Bædi er segir konungr af Þiodolfr yrkir vel enda er hann vandlatr vm kuedskap sinn. Þꜳ kuad Haralldr konungr visu.


Hlaut eg ꜳ hraudung skiota
hlyre mær hin skyra
sudr geck felld ꜳ flæde
fram var þath fyrir skommu.
og fyrir Eingland sunnan
od bord uimer nordan
ristin skal med rausnum
raung uar þath fyrir laungu.


Þa kuad fiskemadr visu ath bode konungs.


Vig lezt Vinda mygir
virdum kunnr og vnninn
Þrændr drifu rikt med randir
raumm en þath var skaummu.
enn fyrir Serkland sunnan
snar þeingill hio dreingi
kunne gramr ath gunne
gaung en þath var longu.


Konungr mællti. þesse er bezt ath fiordungalokum af þinum visum. |[168] þath ætladir þu ath eg munda kunna gỏng ath bardaganum. og ef þu ert felaus madr og attu toruelldi nockud eda vandrædi vm ath vera þa kom þu til uor og skal eg gefa þier fe sem þu þarft. Herra segir hann. gud þacke ydr mikla stormenzsku er þier synit j þessu. enn eg er ecke feþurti so buit og eingi uandrædi ꜳ eg vm ath vera. giorda eg þetta til gamanzs mer. eg var med Olafi konungi brodur þinum ꜳ Stiklarstaudum og heit eg Þorgils. Kastadi sidan af ser fiskekuflnum og var hann vndir j skalatzkyrtli og hinn vaskligzti madr. for hann sidan med konungi og var med honum.


Her finnr Haralldr konungr . . .

47. Sva bar ath eitthuert sinn ath Haralldr konungr kom þar sem þeir hofdu bariz Tryggui son Olafs Trygguasonar og Sueirn Alfiuuson. Geck konungr ꜳ land vpp ath skemta ser. þar hitte hann eirn mann er uerid hafde med Tryggua og allda astuin hans. þessi madr giordiz hugsiukr miog er hann sꜳ konunginn. Haralldr sꜳ þath skiott og spurdi hueriu þath sætti. egh þikiumzt þier alldri grand giort hafa ne mein. Satt er herra segir hann. en ꜳvallt bregdr mer vid er eg se tigna menn. Konungr spurde. hueriu þath sætti. Hann segir. j næsta sinne vorum ver j þessum stad med Tryggua konungi. segir nu konungi gloggliga fra atburdum vm orostuna og huersu hormuliga hann lezt ætla ath Tryggui konungr mundi latiz hafa. kuozt þath hyggia ath hann væri myrdr af bonda einum þadan skamt fra j brutt. og byr sa enn hier sagdi hann er eg hygg ath valldit hafe. Eigi er kynligt at mart gangi illt yfir j þeirre vaulld er slik verk voru giorr og uera kann þath segir hann ath nockur ættarsuipr væri med ockr Tryggua konungi. Haralldr let sidan taka bondann og neyda til sagna og geck uid vm sidir. og geck at bonda og let festa hann ꜳ galga og let so hreinsa landit. enn tok þann til sin er j hormung var leingi sidan hann skildi uid Tryggua konung.


Fra Giszuri

48. Gizur Jsleifsson kom ꜳ fund Haralldz konungs og uard rætt vm ath hann uæri merkiligr madr. þa suarar Haralldr. suo er sem þier segit og af honum ma vel giora þria menn. hann mꜳ vera vikinga hofdingi og er hann vel til þess feinginn. þa mꜳ hann og vera konungr af sinu skaplynde og er uel feingit ath hann se þess hattar haufdingi. med þridia hætti ma hann og vera byskup og þath mun hann helzt hliota og mun verda hinn mesti agætismadr.


Stufr h(inn hlindi)

49. Stufr hinn blinde son Þordar kattar for vtan af Jslande til Noregs. Þordr fadir Stufs var son Þordar sonar Glums Geirasonar og Gudrunar Osuifsdottr. Stufr var blindr alla sina æfi og var þo vitr madr jafnt og adr og skalld gott. Hann kom til Noregs ꜳ dogum Haralldz konungs Sigurdarsonar og tok ser vist med einum godum bonda ꜳ Vpplondum og (var) bonde vel til hans. Og eirn dag er menn voru vti staddir þꜳ sau menn fara ath bænum mikinn flock. þeir menn ridu allir og voru bunir skrautliga. Þa mællti bonde. eigi veit eg nu von hingat Haralldz konungs en mer þætti þo þui likazt vera lid þetta ath sia. Voru menn nu vti ꜳ verdi og ridu þessir menn heim ath bænum og var þar kominn Haralldr konungr. og fagnade bonde honum vel og mællti. beinleiki[169] mun eigi uerda makliga til ydar giorr þuiath þier hafit oss miog ꜳ ouart komit. Konungr segir. þat skal þier nu og ouangiort. ver forum nu erenda vorra yfir landit en ecke ath veizslum eptir þui sem sidr er til. nu skulu vorir menn sialfir gæta hesta vorra. enn eg mun ganga jnn. Konungr var allkatr. en bonde fylgir honum til sætis. Þa mællti konungr. gack nu þangat bondi sem þier likar og þu þikizt þurfa og gior allt j dælligleikum vid oss. Þess mun nu neyta þurfa segir bondi. Geingr sidan ꜳ brott og annazt slikt er hans er vili til. Enn konungr leit ꜳ beckina og getr ath lita mann eirn mikinn er sat vtar ꜳ bekkinn og spurde huer sꜳ væri. Egh heiti Stufr segir hann. Konungr mællti. þu hefir onafnligt nafn eda huers son erttu. Hann segir. egh em Kattarson. Allt ferr ath einu segir konungr. þetta spillir þo enn mikid vm eda huor var sꜳ kattrin. Gettu til segir Stufr. og skellir nu vpp og hlær. Þui hlær þu nu segir konungr. Stufr segir. gettu til. Vant er mer þat segir konungr ath geta j skap þier. enn þess get eg fyrst ath þu sert madr jslenzdskr. enn þa get eg þess næst ath þu mundir ath þui hlæia og hugsa huor su væri gylltrin er fadir minn var uid kendr. Stufr segir rett getr þu herra. Þa mællti Haralldr konungr. sittu jnnar ꜳ beckinn og tolumzt med. Hann giorir so. og þikir konungi gott uid hann at tala. Kemr bonde nu jnn og segir ath konungr mun daufligt eiga. Þat er eigi segir konungr þuiat þessi uetrgestr þinn skemtir mer vel og hann skal sitia fyrir adryckiu minne j kuỏlld. Sliku skulu þier rada herra segir bonde. Er nu so giort og ꜳ konungr miog rædr vid Stnf. og fann konungr ath hann mun vera vitr madr þott hann se blindr. Og er menn geingu ath sofa þa bidr konungr ath Stufr se j þui huse sem hann sefr og skemti honum. Ogh so giorir hann og kuad fyrst flock eirn. og er lokit var þa mællti konungr. kued þu enn. Og þa lætr hann fara so enn nockura .x. flocka eda meir. Konungr mællti. kanntu nockud meira ath kueda enn flockana edr huerr hefir ort. Stufr segir. eigi kann eg drapr færre enn eg hefir flockana orth þa sem nu kuad eg. edr þikir ydr herra nockur skalldskapr j þessum kuædum. Jꜳ sagdi konungr. þau eru vist vel ort og skalld mun sa kalladr er kuædin hefir orth huar sem þau eru fram flutt þar sem menn kunnu skilia. og muntu vera frædimadr mikill. enn sofa munu ver nu fyrst. Og vm morguninn er þeir biogguzt þa mællti Stufr. munttu veita mer þat er eg bid þig konungr. Haralldr konungr segir. let heyra. Heit þu mer adr enn eg segi þier segir Stufr. Ecki er (eg) þui miog vanr segir konungr |[170] þo ath mer se vandameire menn enn so sem þu ert. en þo fyrir gaman þitt og skemtan þa mun eg til þess hætta. Stufr mællti. þa er vel vid vordit sem von var ath af ydr. enn þann veg stendz af vm ferdir minar ath eg skal fara austr j Uik og ꜳ at heimta þar danarfe nockut og villda eg ath þier feingit mer þar til yduarth bref og jnnsigle og ath eg nai fenu. Þetta vil eg ath visu giora segir konungr. Þꜳ mællti Stufr. munttu veita mer herra þat er eg bid þig. Konungr spurdi. huad er þat. Stufr segir. heittu mer adr enn eg segia. Konungr mællti. kynligr erttu Stufr og einginn hefir þann veg fyrrum breytt ordum vit mig. en þo skal enn til þessa hætta. Stufr mællti. eg villda yrkia kuædi vm ydr. Konungr mællti. gott mun kuædi þitt og uil eg þat leyfa þier. Stufr mællti enn. munttu veita mer þat er (eg) bid þik. Konungr segir. huers villtu nu bidia. Heittu þu mer enn herra fyrr enn eg segia ydr segir Stufr. Margir taulaudu nu vm ath sea madr uæri hid mesta fifl huersu heimsliga hann klifazt uid konung. Heita mun eg þier nu ongu segir konungr. hefir nu ærid leingi þann ueg farit med ockr. og seg mer nu. Stufr mællti. eg villda gerazt hirdmadr þinn. Konungr suarar. nu uar þath vel er eg hiet þier eigi þuiath þar uid verd eg ath hafa rad hirdmanna minna. og kom til min þa er eg kem j bæinn. Og eptir þat skilia þeir ath sinne. og greidizt Stuf vel feit þegar konungs ord kuomu til. Sidan sækir Stufr ꜳ konungs fund og tok konungr vel uid honum og tiar sialfr mal hans ꜳ hirdstefnu og ath samþycki allra hirdmanna og uid bæn konungs þa verdr Stufr handgeingin konungi. Hann hefir orta æfidrapu vm Haralld konung. er su drapa kollud Stufa og þikir vera hid bezta kuædi og vel orth.


Her segir fra (þui er) Oddr komz . . .

50. Eitt sumar kom af Jslande Oddr Ofeigsson Skidasonar og kom hann ath nordr uid Finnmork og uar þar vm uetrinn. þa uar enn Haralldr konungr yfir Noregi. Og er þeir Oddr sigldu nordan vm vorit þa mællti Oddr uid skipueria sina. ferd þessi lizt mer uera med nockurri abyrgd þui ath hingat til ꜳ einginn madr kaupferd ath hafa sem uer hofum uerid j uetur nema konungs leyfe se til eda syslumannzs. en sa madr nu tilfeinginn ath heimta Finnskattinn og hafa þar yfirsokn er ekke þikir uera uæginn edr linr sem er Einar fluga. vil eg nu vita huersu mikid þier hafit at giort ath kaupa vid Finnana. (Þeir duldu at þeir hefdi keypt vid Finnana). Og nu er þeir foru nordan og sigldu fyrir eyna Þiottu litinn byr og hægann þa sau þeir (at) langskip brunar fram vndan e(y)iunne og til þeirra og uar þar ꜳ Einar fluga. Og er þeir kaupmennirnir sꜳu þetta kallade Oddr þeim nu uera uerra enn hitt ath þeir hefde sagt honum j fyrstu sem hattad var og hefdi hann sed rad fyrir þeim þath er honum syndiz vænligaz. og lezt gruna þa at þeir yrdi nu þar fyrir ath lata bædi fe og fior. og bad þa enn vid buaz og hregda vndan aullu finnskrefinu sem þeir mætti og fela og uarazt at eigi fyndiz hia þeim finnskatturinn. og kuad þar vid liggia lif þeirra. og ef so er sem mik grunar ath þier hafit helldr keypt vid þa Finna en þier letud fyrir mer. latid nu koma fe þath allt j eirn stad ef rannsakad verdr skip uort sem mik grunar ath vera mune. Og nu reynizt sem Oddr gat til og berr nu huerr fram sin fong og slikt sem keypt hafde ath Finnum og uar þath stormikid fe. fela sidan sem Oddi syndiz radligaz og hafa lokid starfe þessu adr Einar kom at þeim. Nu leggia þeir sneckiuna fram hia kaupskipino og uar ꜳ byrr lettr sꜳ og helldr þa j grædingu. Oddr kuaddi Einar vel þuiat þeir voru adr malkunnir. Einar tok þui og mællti. kunnigr erttu Oddr morgum monnum ath þui er uel samir. þier hafid uerid j uetr med Finnum sem þu veizt ogh ma þath uera ath menn þinir hafi eigi jafnuel uid sed ath kaupa uid þa sem þu sialfr. en oss er þath vmbod j hendr feingit af Haralldi konungi ath þeimta þadan skatt og skylld og ath onguir menn fari þangath kaupferd vtan konungs leyfi edr vort og uilium ransaka skip yduart. Oddr kuad honum vist heimillt skylldu ath sia yfir fong þeirra. og luku menn vpp kistur sinar. og ganga þeir vpp ꜳ skipit og leita og finna ecke þat er þeir uilldu af Finnavorunne. Þa mællti Einar. helldr hafa þessir menn meir uid sed en eg hugda ath eiga kaup uid Finna er þeir skulu aunguan hlut þann hafa jnnan bordz er þess kyns se. en vist skylldu ver nu smaþægir ath uera uid þꜳ ef þeir hefde þath nockud er þeir mætti sekiaz af. en eg grunar þa eigi ath sidr þott uer finnum ecke. en varliga ætla eg oss nu endaz ath riufa bunkann þui ath uedrit uex skiott og berr oss ærid undan eyiunne miog og mun hitt rad ath uer forum ꜳ vort skip. Þa mællti madr er sat upp ꜳ bunkanum. sia skalltu adr bagga þenna er eg hefi og uita yfir hueriu hann byr. Tekr nu til og leysir. enn Einar bidr og er ál long vm baggan og uerdr honum torsott ath leysa og er alin skorpnud ath vtan fast. Einar bad hann leysa skiott. hann kuad so uera skylldu. Og er alin er af geingin tekr hann þar vr annann bagga og leysir. og eru þar vm margar ꜳlar og fatrazt miog fyrir honum. Þa mællti Einar. seint geingr þier þetta madr. og bidr þo enn leingi og uillde giarna uita ef nockud mætti þat þar finnaz er þeir mætti festa og þeim uæri til sakargiptar. Og þui næst kemr vpp hinn þridi baggi. Einar mællti. uist er hier tortryggliga vm buit. leys nu skiott. uedrith tekr ath stirdnꜳ. Jꜳ bonde segir hann. eg þikiumzt nu ecke af spara. Og vm sidir fær hann til raufat. þa uar ecke jnnen þar vtan totrar einir og þat eitt er ongu var neytt. Allra manna armaztr segir Einar. hefir þu dualit fyrir oss hier leingi |[171] dags med myklu gabbi so ath nu er eyin miog votund. Lætr sidan hlaupa til hans auxina vpp ꜳ bulkann er hann hafde j hende. Enn baggamadrenn hleypr odru megin af bulkanum og kemr þa ecke vid hann. Skilur so med þeim og ferr sidan Einar ꜳ skip sitt. En byrrinn uex og þroadidz og mattu þeir eigi leingr uid halldaz kaupskipit. skiliaz nu vid so buit. Þeirra hofdingi mællti þa Oddr. nu hofum uer sett vndan Einare og agangi hans fyrst at sinne. enn þar þætti mer oss nu ꜳ liggia ath ver hittum eigi Haralld konung. Einar komzt aptr vndir eyna sem naudugligazt og sotte huer slikt er matti og gatu so tekid eyna med illan leik. Hann sende þegar ord konungi og lætr hann vita huad titt er og huersu skilid hefir med þeim og lezt þo ætla ath þeir mundu eigi vel skirir vm Finnskattinn. Og nu komu þeir Oddr sudr vid Miolu og so bar til ath Haralldr konungr er þar fyrir og sia vr eyiunne bratt kaupskipit. og med þui ath konunge uar komin adr frett vm ferdir þeirra Oddz þa mællti hann er þeir sau skipit. nu kann vera ath miog vel beri til. þetta mun vera skipit Oddz Ofeigssonar og er ecke oskapligt þott vær finnumzt. og sialldan hefir Einar farit jafnvadbiugr sem fyrir þeim Oddi. Konungr var hinn reidazte og var nu ecke hægt ath skipta ordum uid hann. Þeir Oddr leggia nu ath eyiunne og uita onguar vonir til ath konungr munde þar fyrir. Þeir Haralldr konungr meta og ecke muninn og fara þegar ꜳ fund Oddz. ogh fagnar hann vel konungi. en konungr suarar fꜳ og helldr reidugliga og kuad Odd omakliga uid sig bua. kuodz jafnan hafa tekit uid honum med sæmd enn kuad hann nu hafa keypt vid Finna ath oleyfi sinu. Oddr segir. fegnir mundu ver hafa tekit sunnar land ef ver redum sialfir helldr en Finnamork. en hino matta eg helldr rada ath kaupa ecke uid Finna j ydru oleyfi. Konungr mællti. þath get eg ath ærnar sakir mundi til vera þott þier uerit allir vppfestir og heingdir uid hid hæsta tre. og þott þu sialfr sert eigi þessa valldr þa lizt mer þo þann ueg ꜳ menn þina ath þeir munu eigi sparad hafa ath kaupa vid Finna þott þat uæri j oleyfi voru og skal fyrst rannsaka ydr. Þat skal heimillt herra segir Oddr. Var nu so giort og fannzt ecke. Þorsteirn het madr hann var frænda Þoris hundz hann uar vngr madr og vaskligr. hann var godr vinr Oddz og var þꜳ med konungi. Þorsteirn duelzt eptir ꜳ skipinu og bregdr Oddi ꜳ mal leyniliga þa er konungr var brutt geinginn med sina menn. Þorsteirn spyr huort þeir voru nockurs af valldir vm þetta mal er konungr ber ꜳ þꜳ og kallade konung reidan miog og kuad miog mundu eptir leitad uid þa. Þath ætla eg ath eigi beri med ollu af oss vinr segir Oddr. toku menn minir j fyrstu þath med sinu einrædi so ath eg bannada. en nu hefir eg þo sidan rad til gefit med þeim ath leynazt mætti þuiat eg nenta eigi ath gefa þa vpp. Huar er nu komid feit segir Þorsteirn. Oddr segir honum ath allt uar j einu hudfati bundit saman. Þorsteirn segir ath konungr mun enn þar koma og rannsaka. enn þath sama hudfat skalltu taka og leggia vndir konung er hann kemr og bua honum þar hasæti ꜳ ofan. mun hann þess sizt vara ath þui er egh get ath vndir honum sialfum mun i uera þat er hann leitar. en þo er nu allt med mikille hættu. Fer Þorsteirn sidan j brutt. enn Oddr giorir sem hann lagde til rad. Kom konungr þar litlu sidar og settiz j rum þath edr sæti er var honum buit. en konungsmenn leita fiarens bædi j kistum. og huetuetna var upp brotid þath er vænaz þotti til vera ath þeir hefde folgit og fanzt ecke. Konungr mællti. eigi ma egh þetta skilia þuiath ekki er þar ꜳ moti ath feit er hier ꜳ skipino þat er ver leitum. Oddr suarar. þath er fornt mal herra ath opt verdr villr sꜳ er geta skal. Konungr geingr nu j brott og menn hans. enn Þorsteinn duelzt enn eptir ꜳ skipinu og mællti uid Odd. eigi mun þetta bragd leingr duga og mun konungr sia þetta af stundu og seint mun hann af lata hyggiaz vm leitina. so skulu þier til ætla. nu skulu þier lata feith koma j seglid og færid sidan seglid vpp uid tred. og allt mun nu vpp brotid ꜳ skipino bædi bulki og annad. Sidan giora þeir Oddr sua sem Þorsteirn gaf rad til og ferr hann j brutt. og er (hann) kom eptir þeim konunge þa spurdi konungr hui Þorsteinn dueldizt eptir. Naudsyn atta eg til herra sagdi hann. eg uard ath gera ath hosu minne. Konungr uard fꜳr uid. Og litlu sijdar kemr konungr ꜳ skip Oddz og mællti. þath kann vera sagdi hann ath þier hafith buit vm sætid mitt med Finnafenu og skal þar nu leita fyrst og sidann skal leita hueruetna um skipit. og so sem oss uerdr nu mikit fyrir þa skulo þier þui hardara nidr koma. Og nu er leitad þar sem j hug kemr og finz ecke. Geingr konungr nu ꜳ land og er hinn reidasti. En Þorsteirn bidr enn eptir ꜳ skipino og mællti vid Odd. eigi mun þetta enn leingi hlyda og dugir nu ekke annad enn flytia af skipino finnsk(r)efit og flytid fram fyrir nesid. en eg mun ganga adra leid enn konungr. þꜳ mun hann sidr vita ath eg hafe eptir ordit. og j kuolld þa er dagr er vndir vindit þꜳ vpp akeri ydr og tak nu til farsnille þinner. en þat er þo mællt ath þu siert madr farsælle enn adrir menn flestir. og vordit sidan ꜳ brott sem þier megit skiotaz þuiat so nær mun konungr ydr styra elligar [at eigi[172] rekizt þier vndan af eigi verdr med þessu. myklu er konungr madr radaugri þegar hann leikr j tomi vid en ver megum vid hann þreyta og þrare ꜳ þat er honum legzt j lund. en giarna villda eg ecke til spara ath þu kæmizt vndan nu ath sinne huad sem enn kann sidar til ath bera. Oddr kuad þath audsynt at hann (syndi) |[173] uid sig dreingskap j þessu sem optar. hann segir slikt vandlaunad lid þat sem hann hafdi nu enn veitt honum. Skilizt þeir eptir þath og ferr Þorsteinn j þraut. en þeir Oddr giora enn sem fyrr mællti hann. eru j starfe vm nottina. En vm morguninn kom konungr og let nu leita j seglenu og fanzt (eigi) og þottiz konungr sia jafnan eptir huar þeir mundu falid hafa. Oddr mællti þꜳ. herra segir hann. nu mattu eigi gruna oss þuiat huerr leppur er vpp rifinn ꜳ skipe voru. Konungr suarar og sagde at eigi mundi su raun ꜳ verda sem Oddr leth og kuad ongua menn hafa slikt vndr færth ath sier. Var konungr so reidr ath þeir mattu ecke ord ꜳ honum festa. og lidr nu sꜳ dagr. Og er nattar flytia þeir aptr feit ꜳ skipit og buazt vm ath aullu. og j ottu kemr ꜳ byr og bar þꜳ skiott vndan eynne. Konungr mællte er hann vaknar snemma. nu þikiumz eg sia allt rad þeirra eptir. munu og fleire hafa verid ath þessu rade enn þeir einir og mun(u) vær nu finna ꜳ skipunum þath er ver leitum. en eigi kunna eg ath gefa þeim banasok medan mer uar getgangr til. skulum ver fara enn ath leita. Ogh er þeir komu vt vr tiolldum sinum og litoduz vm þa sau þeir segl þeirra Oddz vtarliga til hafs. þꜳ mællti Haralldr konungr. þar mun nu skilia med oss Oddi ath sinne nær sem uer faum minnzt hans. en þu Þorsteirn kant vel ath veita vinum þinum lid og meira virdir þu Odd nu enn mik og kann vera ath þu segizt j ætt þina vm suikin. Þorsteirn suarar. ecke eru þetta suik herra þott þu dræpir eigi Odd er leingi hefir uerid godr vinr ydar herra og marga adra goda dreinge vm getsauk. og þike mer þat truleikr uid þig at firra ydr slikri ohæfu. Þeir Oddr hofdu godan byr. þa mællti Oddr uid haseta sina. nu skal segia ydr fra huersu farid hefir og huad mer geck til huerskis. eg bad ydr eigi meira kaupa ath Finnum en leyft var. enn þier feingut eigi vid sed. og er so var komid ath ver hittum Einar flugu þa mællta eg ath þer skyllduth bioda honum sæmiliga enn fꜳ mart til fatrs ath eg uissa ath þier vorud sakbitnir. bad eg þui sigla medan hann dualdizt ꜳ kaupskipinu at þannenn matti skiotazt skilia med oss. og þa fyrst er konungi var sagt ath sed uar skip vort þa spurde hann huort þat munde uera uort skip. en Þorsteinn uinr minn sagde og kuad menn þar draga fiska. God veidr segir konungr. veit sa er suik kann. og mun su veidr med[174] mer. Nu hofum uer enn halldit veidinne og komizt j bvrth nu ath sinne huad sem konungr sagde og eigu uer þat Þorsteine ath launa. Oddr kemr nu vt til Jslandz og ferr til buss sins ꜳ Mel. Sꜳ madr uar þa j forum er Harekr hiet. hann uar frænde Þorsteins. hann kom skipi sinu j Midfiord. þa var ꜳ Jslande illa ærth enn Oddr baud honum til sin og aullum hasetum hans þeim sem hann villde ath færi. Oddr sende vtan med honum stodhross god raud ath lith og huit monin ꜳ til handa Þorsteini og kuad hann verid hafa sinn fridgiafa. Harekr ferr nu vtan vm sumarid og hitte Þorstein. var hann þa enn med Haralldi konungi og færde honum hrossin og kuad Odd hafa sent honum. Þorsteinn segir. þetta er mer nu mesta olid þuiat nu munda yfir hylmazt elligar enn nu mun eigi leynazt mega og er nu nockud vandradit. Þorsteinn synir nu konungi hrossin og sagde Odd Ofeigsson hafa sent honum ath giof. Konungr segir. aungra giafa uar eg verdr af Odde og (hefir) hann sent þier hrossin en eigi mer og þu skallt hafa þau. Og bidr menn drepa hann fyrir suik þau er hann hafde haft uid konung. enn allir voru þess ofuser þuiat hann uar hinn vinsælazti madr og redzt Þorsteirn burtt fra hirdinne og uard ecke j konungs vingan sidan.


Andlath Jathuardar konungs

51. [A tuitianda[175] ari rikis Haralldz konungs Sigurdarsonar þa andaz Jatuardr konungar godi vestr j Englande hinn fimta dag jola. og hinn vi.ta dag jolanna toku Einglismenn til konungs Haralld Gudinason og Gydu dottr Þorgils Sprakalegs systur Vlfs jallz. Haralldr var vigdr til konungs j Lundunum j Palskirkiu hinn atta dag jola. Jatuardr hafde atta Gydu Gudnadottur systur Haralldz konungs. Jatuardr andadizt barnlaus og huarf þꜳ konungdomr j Einglande vr ætt Adalsteins goda. Tosti jall annar son Gudna þottiz eigi verr til komin rikis j Einglande en Haralldr brodir hans og syndizt þat j þui ath hann villde eigi sidr uerit hafa j kosningi til Einglandz enn Haralldr konungr brodir hans. og eirnhuern tima beidde Tosti[176] ath sꜳ þeirra brædra skyllde konungr[177] huern allr allmuginn og hofdingiar uilldu helldr til kiosa. Og uar þat margra manna mal ath Tosti uæri þeirra uitrare madr og eigi uerr til konungs fallenn en Haralldr brodir hans. en Haralldr hafde uid þetta er hann feck nu konungsvigslu og þar med stolsetningina. þo ath helldr uæri skiott ath þui borit þꜳ villdu nu flestir ath þad stædi kyrt. Haralldr hafdi og hallernar og fehirzlr konungs og vill nu med ongum kosti lata rikizstiornina. og hne nu vndir hann allt megin landzsins. Ogh er konungr veit og fann ꜳhuga brodur sins huad honum bio j skapi þa þronguir hann honum þar til er hann stockr vr lande. For hann fyrst vestr til Danmerkr a fund Sueins konungs frænda sins og bidr hann fꜳ sier lid og styrk og efla hann til ath hann mætti na sæmd sinne af Haralldi brodur sinum. Sueirn konungr tok uel uid honum og baud honum til sin og taka af sier riki nockud þar j Danmork. þꜳ mællti Tosti jall. vili þier eigi fa oss afla af ydru riki til þess ath ver feingium sæmd vora þa vilium (ver) þo helldr ydr til styrkia enn allt beri vndan ef þier vilid fara med her ath vinna Eingland sem Knutr konungr giorde modrbrodir yduar og munu þier hafa rikid med |[178] uoru vmstille og mun þat riki uera oss hollt og trygth j Einglande. Þꜳ suarar Sueirn konungr. so myklu er eg minne madr fyrir mer en vor frændi gamle Knutr uar ath varla fæ eg halldit minu riki fyrir Nordmonnum. en gamli Knutr eignadiz ath erfd Danmork enn vann med hernadi og hamingiu Eingland og uar þath þo vm hrid vænna ath hann munde þar eptir liggia. Noreg feck hann orostulaust. nu kunnu uer ath ætla oss frændi meir eptir voru litilrædi helldr enn framkuæmd vors frænda gamla Knutz. Tosti suarar. frændr vorir gioraz oss fiandr. þeirra fiandmenn skulu og uera vorir frændr og uinir. Skilzt jallinn so fra Danakonunge at badir voru reidir. Vendir nu aptr Tosti jall ferdinne og ferr þo fyrst til Noregs og hittir Haralld konung og kærir sin vandrædi fyrir honum og bydr honum sina þionostu og sitt samlag. Og eptir þetta heimtir konungr ꜳ stefnu spekinga sina og radagerdarmenn og talar þar huor þeirra konungs og jalls blidliga til annars. tiar konungr hormung jalls fyrir hofdingium og huersu hneisuliga ath hann var rekinn (fra) sinu riki ath saklausu og af suiptr allra sæmd. Jallinn mællti so. þath er vpphaf minner rædu herra segir hann sem ydr mun kunnigt miog er Hordaknutr son gamla Knutz styrde Einglande eptir Haralld konung brodur sinn. Tiar nu allt huersu farid haufdu suardagar j mille Magnus konungs goda og Hordaknutz og þa þath næst ath Magnus konungr var rettr arfe Hordaknutz af riki eptir hann sem suardagar stodu til og huersu miog Magnus konungr giorde af myskun uid Jatuard konung. var þar og godum ath þyrma. er hann heimti eigi vndan honum rikid og tign j Einglande slikt sem j Danmork þuiat rettkominn var hann til huorstueggia. enn huerr er rettr erfingi Magnus konungs ath riki. allz eingin nema þu Haralldr konungr faudrbrodir hans. edr huers minnir ydr herra ath uera mune. Haralldr konungr segir. satth segi þier jall og ꜳ þath minnizt þier jafnt sem uerit hefir vm maldaga. Og þessa rædu jhugar Haralldr konungr vandliga. Og nu eiga þeir konungr og jall tal sin j mille marga daga. og eigi er ath leyna lyktinne ath Tosti jall suer sig j ualld Haralldz konungs. heitr hann konunge trure fylgd og foruneyti uestr til Einglandz. en het Haralldr konungr honum j moti riki j Einglande og þui meira yfirlæti sem meir eflizt hans valld uestr þar. Þath segia sumir ath Tosti jall sendi fyrst Guthorm Gunnhilldarson til fundar uid Haralld konung Sigurdarson til Noregs ath bioda honum Nordymbraland med suardogum og eggia hann uestrfarar. og for hann Guthormr til Noregs en Tosti sudr vm sia til Vallandz ath hitta maga sina. Og ofanverdan þennan vetr og mot vorinu þa sendir Haralldr konungr bod vm allth riki sitt og bydr vt almenningi ath lidi og skipum. nefnir af hueriu fylke þat er fara skal. Segia so allir þeir er þessi frasogn er kunnig ath eigi hafi betra mannual buiz af Noregi til eirnar ferdar enn þetta. Er sia minning nu rædd j huers mannz heyra og husi en þo optaz j konungsgarde og af hirdinne huersu Harallde konunge munda faraz til Einglandz. telia þath sumir menn vpp huersu morg stor rike hann hafde vnnid og heriad vida vm laund og kalla ath onguan hlut mune hann finna ser ofæran. Sumir mæla þath ath Eingland er rikt og fiolment og þar er og þad lid er kallader eru þingamenn og ualiz hofdu saman af ymsum londum og mest af danskri tungu. og letu þeir uel yfir sier og þottuz vera orostumenn myklir og med myklum ꜳhuga so ath þeir kolludu lid eins þingamannz eigi verre til uigs en tueggia hinna bestu Nordmanna og kappa Haralldz konungs. Og er Vlfr stallare heyrde þetta kuad hann visu.


Erat stallaurum stillis
stafnrum Haralldz jafnan
onaudigr feck eg audar
jnnan þorf af huarfa.
ef her breckann hrokua
hreins skulu tueir fyrir einum
vngr kenda eg mer vndan
annad þingamanne.


Og rett j þann tima er þesse herfaur uar j bunade anndadizt Vlfr stallare. og þath er sagt ath þa er Haralldr konungr geck fra greptri Vlfs ath hann mællti þeim ordum er Vlfe uar gott vitne. hier liggr nu sꜳ madr er dygguaztr uar og drottinhollaztr. Þꜳ var Styrkar eirn stallare en adr uoru þeir badir. Haralldr konungr hafde hafth tuo hundrud skipa enn otalid uistaskip og smaskutur. Magnus son hans var eptir lands ath gæta. enn Olaf son sinn hafde hann med sier. Þorir af Steig kom eigi fyrir þa sauk ath hann hafde dreymt illa vm konung. Þat verdr þꜳ er konungr ste ut ꜳ batinn ath giorde so þungan at hann feck varla borit hann. Erlendr jall for med Harallde konunge og sagde honum ouænt hugr vm ferd þeirra. Haralldr konungr siglde fyrst uestr til Orkneyia og hafde hann þadan lid af sonum Þorfinns jalls Pale og Ellendi og þar let hann eptir Þoru konu sina og Mariu dottur sina. Sidan hellt Haralldr konungr flotanum sudr til Einglandz. Og þath segia menn ath þꜳ er Haralldr konungr[179] lꜳ j hofn eirne at kona ein kom ath honum ofan af lande og ꜳ biorgin fram vppi yfir skipunum og uoru uid hofnina sialfa. Hun kuad visu.


Sked lætr skina raudann
skiolld er dregr ath hialldri
brudr sier aurnis joda
ofur konungs giorna.
suiptir sier skipta
suanne hollde manna
vlfs munn litar jnnan
oddlꜳt konan blode.


Huerfr hun þa j brutt og þikir monnum þetta vera ecke god bending. Og annath kuoll(d) kemr aunnur ath þui er synizt og kuad visu.


Vist er ath allualldr austan
eggiar uestr ath leggia
moz uid marga knutu
minn snudr er þath pruda.
þar ꜳ valþidr velia
veit hann ærna sier beitu
steik af stillis haukum
stafns fylgi eg þui jafnan.


Og nu huerfr hun og þikiazt menn gloct |[180] sea ath hun hleypr brutt. namu menn og þegar visur þessar og þotti uera ecke god bending. Þath er og sagt ath j þesse ferd uar kuedin visa fyrir Haralldi konungi j suefni.


Gramr var frægr til fremdar
flestan sigr enn digri
hlaut eg þuiat heima satum
heilagt fall til vallar.
vggi eg epzt rad tiggia
ydr mun feigd vm byriud
troll giora fakum fylle
fiks velldrath gud sliku.


Eigi uita menn vist huar uisu þessa hefir kuedit fyrir konunge. en Olafi konungi ætla menn visuna þuiat so þikir hellzt til vikia j uisunne. Margt þotti monnum þat til bera j ferd þessi ath margir þottuzt vita ath konungrinn munde eigi lifs aptr koma. En eigi matti Haralldr konungr at helldr giora vid daudþa[181] sinum þott hann uæri allra uitraztr og radspakaztur.


Er Haralldr konungr j Ein(glande)

52. Kom Haralldr konungr þar fyrst ath Einglande er Kliflond heita og flydi allt vndan. Konungr tok af landinu gisla og skatta og for so sudr til Skardaborgar. hann settiz vm borgina og uar hun torsott og fiolmenn og feingu þeir hana vnnid vm sidir med ellde. og lagde hann vndir sig allt landit nordan so sem hann for yfir. Þadan hiellt hann flotanum sudr til Humru og lagde vpp eptir anne allt til Vsu. þar komu j moti honum Nordymbra jallar synir Gudna jalls þeir Maurukare og Ualþiofr af Hundatuni og hofdu ouigan her þann er saman hafdi dregizt allt sumarid verit og haustid. Haralldr konungr ueitte þeim uidrtoku geck ꜳ land og fylgti ꜳ arbackanum sialfum so ath þeir mattu eigi aullu megin ath þeim ganga. let annan armenn horfa ath ꜳnne en annar horfdi ad diki einu so at þat var diuft og fullt af vatne. Þeir jallarnir letu siga fylkingar sinar medr ỏllum muginum med ꜳnne ofan. konungsmerkit var nær anne. þar var þyckuzt konungsfylkingin en þynzst uid dikit og þar uar og lidid otraustazt. Og er at uar sott þꜳ uiknade sꜳ fyrirarmuren. en Einglismenn sottu fast ofan med anne og so ath dikinu og hugdu nu sannliga at Nordmenn villdu flyia. Haralldr konungr med sina fylking suarade nu til atgongu og giorde so harda orostu ath allt stock fra tueggia vegna. og giordezt þa flotti j landhernum og viku þangath vndan sem eigi voru vopnin fyrir en þat uar vt ꜳ fenit. Maurukare jall hafde farit med þui merkinu er nær uar dikinu. en Valþiofr jall hiellt orostu uid konung meir til arinnar og flyde hann vpp medr anne. og annat komzt eigi undan vtan þat er honum fylgde. Maurukare jall fiell og so mart lid vm hann ad dikit var fullt af daudum monnum þar sem hinn mesti flottinn hafde til komit. þuiat eingin komz lifs vr dikenu sem ofan j for. Voru þar sumir felldir ꜳ vt en sumir stangadir spiotum er ꜳ vt hliopu dikith. og var þat fullt af likum sem Steirn Herdisarson segir.


Þiod forst morg j modu
menn drucknudu sokner
dreingr lꜳ ar vm vngan
ofár Maurukara.
Fila drottinn rak flotta
framr tok her ꜳ ramer
ras fyrir roskum visa
riklundar veik vndan.


Þessa visu edr drapu orte hann vm Olaf son Haralldz konunga er sia visa er jnne. Þetta munda vera Matheusmesso aptan enn hann stod þa ꜳ miduikudag. Og[182] eptir þessa orostu. geck vndir Haralld konung lid allt vm hin næstu hierod. en sumir flydu sem her segir.


Vngr uili let Vsu
allnær buendr falla
settiz herr þar er hætti
hertraudr konungr lifi.
þeim mun þangathkuoma
þeingils vera leingi
enn sem eptir renne
iflaust er þꜳ lifdu.


Ogh enn kuad hann visu.


Fiellu vitt vm vaullu
vargr nade þar biargazth
benia regn en bragna
blod vikingar odu.


Þess getr og Arnor jallaskalld huersu mikil og agæt þesse orosta vard.


Þung raud jarn ꜳ Einglum
eirlaust ne kemr meira
visi vel uær Vsu
valfall vm her sniallann.


Og enn kuad hann.


Fiell ath funde stilles
fram odu ue moda
ott flo griot ꜳ gauta
glodheit ofau sueite.
þiod hygt þadra nada
þusundum tang fusa
spiot flugu lif ath lati
laus j gumna hausum.


Gagn feck giafuinr Sygna
geck hilldr ath mun villdra
hinn er ꜳ hæl fyrir monnum
hreinskialldar for alldri.
dundu jallar vndan
eir feckath lid þeirra
mannkyn hefir ath minnum
morgun þann til borgar.


Her liggr konungr vid Jork

53. Nu byriar Haralldr konungr ferd sina ath vinna borgina Jork og logdu hernum uid Stafnfurdu bryggiur. En fyrir þa sok ath Haralldr konungr hafde vnnid mikinn sigr vid stora hofdingia og ofrefli lids þa uar folk allt hrætt ordith og auruæntuzt j moti ath standa. giordu menn borgarennar þat rad fyrir sier at senda bod Haralldi konungi og biodazt j hans valld og so borgina. Ogh sunnudaginn for Haralldr konungr med ollum hernum til borgarinnar Jork og setti hann þing fyrir vtan borgina. og jatudu þꜳ aller hinir rikuztu menn j valld Haralldz konungs borgina og feingu honum gisla tiginna manna sonu. sem Toste jall kunne þat ath skynia fyrir konunge huerir huerigir voru. þuiat honum var allur kunnleike ꜳ huerir tignaztir menn voru j borginne. Þeir foru ofan til skipa vm kuolldit med sialfgiorfum sigri og uoru aller katir og gladir. uar þath radit ath þing skyllde vera eptir vm morguninn j borginne. skyllde Haralldr konungr þa skipa stadinn og setia yfir stadinn rikismenn þa er honum likade og gefa þeim rettu og leni. Og þetta sama kuolld eptir solarsetr kom sunnan at borginne Haralldr konungr Gudnason med ouigan her og reid hann þegar j borgina |[183] med villd og þock manna. voru þꜳ tekin aull borgarhlidin og sett sterk uardhỏlld vm nottina so ath einginn frett skyllde koma Nordmonnum. var og sia her allr j borginne vm nottina. Og manudaginn er Haralldr konungr uar mettr og lid hans ath dogurdarmali þa let hann blasa til landgongu. byr þa lidit og skiptir. segir þꜳ huerir fara skulu med honum eda huerir eptir skulu vera ath skipum. hann skipar ath upp skuli ganga .ij. menn vr huerri sueit þar er .j. vera skyllde eptir sem hefde hann .ij. hlute lids med ser. Tosti jarll byr sig til vppgongu med sinne sueit med Haralldi konunge. en var eptir til skipagæzslu Olafr son hans og Eysteirn orre magr hans son Þorbergs Arnasonar er þa var agætaztr madr og kæraztr vinur Harallds konungs allra lendra manna. þꜳ hafde Haralldr konungr heitid honum Mariu dottur sinne er þeir kæmi aptr. Vedrith var heitt af skine og logdu menn eptir bryniur sinar ꜳ skipum enn geingu vpp med hialmum og skiolldum og kesium og voru gyrdir suerdum. margir hofdu og boga og aunnr skot. þeir voru nu katir miog og hugdu nu til einskis ofridar. Og er þeir sækia j nand borginne sia þeir joreykinn mykla og þui næst j joreykinn fagra skiolldu og huitar bryniur. Sia þeir nu ath þar ridr j moti þeim mikid lid. og þegar stauduar Haralldr konungr Sigurdarson herinn og let kalla Torsta jall og spyr hann huad lide þetta muni vera er ferr j moti þeim. Jarl suarar let meire von ath ofridr munda vera. mꜳ og þat vera segir hann ath se nockrir frændr vorir og mune vilia vikia til vor med vægd og vinattu og bioda oss traust sitt og trunad. Konungr mællti. hallda munu ver fyrst kyrru fyrir med herinn og skynia huad j moti ferr. Þeir gera so. Ogh er lidit æ þui meira er meir nalgazt og þeir sia giorr og allt var ath sia sem ꜳ jsmaul uæri. Þꜳ mællti jarl. herra tokum nu naudkud gott rad og skiott og uitrligt. ecke þarf ath dyliazt uid ath ofridr er og mun herra hier kominn konungr sialfr med herinn. Þa spurdi Haralldr konungr. huert er yduart rad jall. Hann segir. þath er hid fyrsta ath snua aptr til skipa sem huatazt eptir lide voru og vopnum veita sidan vidrnam eptir efnum. en ath ỏdru lata skipin geyma sin er þa þikir eigi færi uera ath beriazt. og eiga riddarar ekke ualld ꜳ oss. Konungr segir. annat rad vilium uer helldr hafa. setia helldr skiotuztu hesta vndir þria uaska menn. ride þeir sidan sem huatazt og segi vorum monnum huar efni j eru. munu þeir þꜳ koma skiott ath veita oss lid og mun þꜳ enn ecke til saka. og fyrr skulu Einglismenn eiga von af oss hardrar orostu enn ver flyium og enn skulu uær beriaz snarpliga vm hrid adr enn berum ver lægra hlut. Jall mællti. þier skulud rada herra þessu sem aullu audru vỏr j mille. og ecke uæri eg so myklu giarnare ath flyia enn eirnhuerr annarra sem eg uard þo ath segia huad mer syndiz radligazt og þath er mu(n) uænna til sigrsens. enn uillde egh vist ath einrhuer rynne fyrre j dag en eg. Haralldr konungr let þꜳ vpp setia merke sin. Sidan skipa þeir lidi sinu vndir merke sin. Merke Haralldz konungs kaullaudu þeir Landeydu. Fridrekr hiet sꜳ madr er merke bar. og j odrum stad let Thorsti jall setia vpp sitt merke. Þꜳ mællte Haralldr konungr. þꜳ er Einglismenn rida ath ydr skiotid nidr spiozholunum j jord. enn setid eigi upp hærre oddana en gegn midium manna. og þeir er fremztir standa hafe og sina spiozodda fyrir briostum hesta þeirra er ath rida en hala j jordu nidri. hofum nu so aller kesiurnar fyrir þeim. en bogmenn vorir veri armana og se þeir ꜳ bak fylkingum. stondum fast og midlum ecke spor vor nema uer þokum fram sagde konungr. So segir Arnor.


Vppgongu baud yngui
jtr med helming litinn
sꜳ er sinne ꜳ æfi
sazt alldregi haska.
enn vm Eingland sunnan
auflaugr herr at beriazt
for uid fylke dyrann
funduz þeir af stundu.


Olli ofrausn stillis
orma latrs er mattud
stals j straungu jeli
stridir elli bida.
sꜳ er alldregi alldins
otams vitudr hramma
vigs j vopna gleyse
vardrunar sig sparde.


Ogh j þessum þys og bidum Einglahersins þꜳ kuad Þiodolfr visu.


Skal eg fra þo ath fylkir
falle sialfr til vallar
geingr sem gud vill ungum
grams erfingium huerfa.
skin ꜳ sol ꜳ synne
sniallrads en þꜳ bada
Haralldz eru hauklig gerua
hefnendr konungs efni.


Og er Haralldr konungr hafdi fylkt lidenu þa var ath kominn herr Einglismanna. og stoduadizt oddrinn lidsins og beid þess er eptir for. Haralldr konungr Sigurdarson reid framan fyrir fylking sina ꜳ suaurtum hesti blesottum og foruitnadizt huerso lidit stod og uisade til ef hann villde j nauckurum stad framar vera lata. Og j þessi reid fell hestrinn undir honum og konungr fram af hestinum og mællti. fall er farar heill. Þa mællti Haralldr konungr Gudinason uid Nordmann einn er uar hia honum. huort kendir þu þann hinn mykla mann er þar skaut sier frem af hestinum og hafdi kyrtil blꜳn og fagran hialm. Herra segir hann þar var Haralldr Nordmanna konungr. Þꜳ mællti Haralldr Gudinason. mikill madr og jtarligr og er þo vænna ath þrotinn se ath hamingiunne. Þui næst ridu fram .xx. riddarar af Einglismonnum og fyrir fylking Nordmanna og uoru allir bryniader og so hestarner. Sidan mællti eirn riddarinn. huar er Thorsti jall hier med lidinu. Hann segir. ecke er þui at leyna ath hier megit þer hann hitta. Þa mællti riddarinn. Haralldr konungr brodir þinn sendir ydr kuediu og þau ord þar med ath þier skulid hafa grid og þar med eignaztt |[184] þar med Norbymbraland allt. og helldr enn þu vilir ei til hans hneigiaz þa vill hann gefa ydr þridiung allz rikis vid sig helldr en suo oskapliga fari ath þith beriztt banaspiotum epttir. Tosti jall suarar. bodit er þa naukut annad enn suiuirda ein og ofridr sem j fyrra haust var er vær vrdum ath stockua vr lande fyrir þꜳ sok. og hefde þꜳ þetta verit bodit sem nu er þꜳ væri margr sꜳ vaskr madr ꜳ lifi sem nu hefir mist heimkuomu og betr mundi þa standa riki Einglakonungs en nu. nu taukum uær þenna kost fyrir vora hond huad vill Haralldr brodir minn þa bioda Haralldi Nordmanna konungi fyrir sitt starf og kostnad. Riddarinn suarar. sagtt hefir kongr þar enn naudkud af huers hann vill vnna honum af Einglandi þess sem hann er makligr og hann hefir til vnnid. hann skal hafa .vij. feta rum edr þui leingra sem hann er hærri en flestir menn adrir. Þa mællti Tosti jall. farid nu og seigit suo Haralldi kongi brodur minum ath hann buiztt til orostu. annad skal sett ath segia Nordmonnum en Tosti jall færi fra Haralldi konungi og j flok fiandmanna hans þa er hann skylldi beriaztt j Einglandi til rikis. helldr skulu ver taka allir eitt rad deyia helldr med soma edr vinna Eingland med sigri. Siden ridu þeir aptr riddararnir. Og eptir þat mællti Haralldr konungr Sigurdarson til Tosta jalls. hver var sia riddari hinn vasklegi er so skiallraddadr var er vid ydr taladi og varla hefir eg heyrtt neinn mann tala sniallara. Jarlenn suarar. þar var Haralldr konungr brodir minn Gudnason. Þa suarar Haralldr konungr Sigurdarson. ofleingi uar eg þessu leyndur þuiat komnir voru þeir suo fyrir lid vortt ath eigi mundi nafni minn kunna ath segia fra tid(i)ndum edr bannord vorra manna. Jarl suarar. saum vær þath ath vvarliga var farid þuiligs haufdingia og vel matti þetta vera sem þier seigit. en med þui ath hann villdi bioda mier grid og mikit valld vist væra eg þa sannliga kalladr varri haufdingi en hann ef eg bidi suo elli at eg være banamadr hans. og betre er ath þiggia bana af brodr sinum en veita honum bana. Þa mællti Haralldr konungr Sigurdarson til manna sinna. litill var madr þessi sueinar Einglakonungrenn og þo vaskligr og stod sterkliga j stigreip sin. Þad seigia menn ath Haralldr konungr kuad þa visu þessa.


Fram gaungu (ver)
j fylkingar
bryniulauser
vnd blar eggiar.
hialmar skina
hefkad eg mina
nu liggr skrud vortt
ꜳ skipum nidri.


Emma hiet brynia hans. hun tok ꜳ mitt bein honum. og suo sterk ath alldri hafdi vopn ꜳ fest. en merki hans hiet Landeyda sem fyr var getid og hafdi þat suo vida farid sem fyr var getid suo sem þat hiet til. Og nu mællti Haralldr konungr. ecke er sia visa vel kueden er vær kuodum. og skulu vær gera adra betri. Þa kuad hann þessa.


Kriupum vær fyrir vopna
valteigs braukun eigi
suo bad hilldr ath hialldr
halldord j hug skialldar.
hitt baud mier þa er mættumztt
menskord bera fordum
hlackar iss og hausar
hialmstall j gny malma.


Nu veita Eingelsmenn harda atreid Nordmonnum og verdr vidrtakan haurd. og voru so settar kesiurnur ath ecki fiekk komiztt med hestana. og beriaztt nu huorirtueggiu med hinu meste magni og hreyste og tektz seintt mannfallid. En suo mikill lidsmunr var ath Eingelsmenn ridludu sueitirnar og kringdu allt vm þa og geingu ath þeim aullu megen. og giordi nu sem dæmi finnaztt til ath ꜳ orttiztt vm mannfallid j huorntueggia stad. losnar nu fylking Nordmanna og ridlaztt og fellur þa margtt lid Haralldz konungs. Og er konungr finnur ath fast er ath sott merkiunum og þeir eru magni borner þa spennir hann badum haundum medalkafla suerdzins og hauggr ꜳ tuær hendr og bidr ecki merkianna og rydr suo stiginn fyrir sier og veitir maurgum monnum bana. Þath segia menn ꜳ eina leid ath eigi hafdi sied dreingiligri vaurn og framgaungu og bada med meiri hugþrydi. Hafdi Haralldr konungr þa badar hendr blodgar og geck suo mille vuina sinna naliga sem hann væri[185] reyk edr vind og syndiztt aullum sem hann hræddiztt ecki huorki elld ne iarn þo ath huorttueggia væri fyrir honum. sem Stufr blindi seigir.


Geck sem vind sa uaski
vardandi fior spardi
geira regn j gegnum
gladr og rostar adrar.
gramr flydi sa sidan
sæm en þess eru dæmi
els vnd eikistoli
elld ne iarn hit fellda.


Og þetta segir Annor jallaskalld j sinu kuædi.


Hafdid briost ne bifdiztt
baud snartt konungs hiartta
j hialm þrimu hilmir
hlitstyggr og þo litit.
þars er þarfar hersa
þat sa menn ath skatna
blodugr hiorr hins bara
beit dauglinga hneitis.


Nu fær Haralldr konungr lag framan j ostinn so ath þegar stod blodbogin vt vm munnen. þetta var hans banasar og þui næst fiell hann til jardar. Og nu er þesse tidende eru ordin þꜳ sækia Eingilsmenn so fram ath nu fellr lidith allt þath er næst hafde stadit konunginum. var þꜳ op mikid af Eingilsmonnum. Ogh er Toste jall verdr uarr ath Haralldr konungr er fallinn þa vikr hann þegar þangath til er merkit var Landeyda og eggiar fast lidit. bidr nu þat sama merke fyrir ser bera. Og uerdr enn snorp orosta fyrir þꜳ sok ath aller Nordmenn eggia þa huerr annan og alldri uilia þeir flyia. Þa let Haralldr konungr Gudnason kalla hatt. bydr þa Tosta brodr sinum grid og aullu lidi þui er eptir var. enn þeir æpttu aller senn vpp ꜳ mothi og saugdu ath alldri uilldu þeir grid hafa kuodoztt vilia sigraztt ꜳ ouinum sinum edr liggia þar aller vm konung sinn. sem Arnor seigir.


Eigi vard hins ægia
audligr konungs daudi
hlifdud hlenna sæfi
hoddum reknir broddar.
helldr kioru menn hins millda
milldings enn grid villdi
vm folksnaran fylki
falla lidsmenn aller.


Nu hefzt orosta audru sinni med þui ath Tosti jall var þa fyrir lidenu og geck alluel fram. Og j þessi duaul adr saman sigi fylkingar j audru sinni þa kuad Þorolfr[186] visu þessa.


Aulld hefir afhrod golldit
illt nu quad eg hann stillttan
baud |[187] þessa faur þiodum
þarflaust Haralldr austtan.
suo lauk siklings æfi
sniallz ath uær erum aller
lofdung beid hinn leyfdi
lifs grand j stad vondum.


þessi orosta vard nu haurd og eigi laung og rædr bratt mannfallid og fellu Nordmenn miog. Jallinn bardiztt vaskliga og fylgdi sialfr merkenu. og adr en letti fiell hann þar med mikille hreyste og godum ordstir. Og j þui bili kom Eysteinn orri med þui lidi er ath skipum hafdi verit og uoru þeir aller albryniadir. og uerdr nu orosta hid þridia sinn og fær Eysteinn nad merkinu Landeydu. Þessi orosta var einna snorpuztt af aullum og falla nu miog Eingilsmenn og uar uid sialftt buit ath hinir ennsku mundu flyia. eru þeir Eysteinn og hans menn suo odir ath þeir sækia med akefd. og j annan stad ver(d)a þeir bratt modir er þeir haufdu adr geingit langa leid j hringabryniu. og þess getr Ketell[188] hamarskalld er hann ortte vm Eystein orre. Þeir baurduztt nu vm hrid og laugdu sig suo til ath þeir steypttu af sier bryniunum er vedrid var heitt af skini. og vrdu þeir naliga ofærir fyrir mædi sakir og logduztt nu suo til soknar ath annad tueggia skulu þeir fa bana edr sigr. Sia orosta for sem uon var at þeir hofdu meira hlut sem fiolmennare voru. fiell þar Eysteinn orre j þeirre sokn er sidan er kaullud orra hrid. Þar fiell naliga alltt stormenni Nordmanna og var þa hinn efri hlutr dags. þar voru og eigi aller jafnfeiger.[189] Þa hofdingiarner voru latnir og alltt stormenni nalega vard og sumum audit leingra lifs og kom(u)st af þui undan. Styrkar stallari komst undan og var hann hinn frægaztti madr. med þessum hætti komst hann ꜳ brutt ath madr nockur skaut undir hann hesti og reid hann suo j burtt vm kuelldit og giordiztt ꜳ uindr nockur enn lauk solarhitanum. enn hann var j skyrttu einni klæda og hafdi hialm ꜳ haufdi og bertt suerd j hendi. þa sualadi honum er af tok mædina. Þa kemr j mot honum vagnmadr einn og var j kausungi sidum. þa mællti Styrker. villttu selia mier kausunginn bondi segir hann. Eigi þenna[190] segir bondi þu muntt vera Nordmadr og kenni eg þig af male þinu. Styrkar suarar. ef eg em Nordmadr huad uillttu þa bondi. Hann suarar. eg villda þa drepa þig ef eg mætti. en nu er þo suo illa ordit ath eg ma þath eigi þuiat eg hefir ecki vopn þath ath nytt se. Styrkar mællti. ef þu matt eigi mik drepa bondi þa skal eg freista ef eg ma þig drepa. Reidir til suerdit og setr ꜳ hals honum suo ath af fauk haufudit. tok hann kausunginn og for j. hliop sidan ꜳ hest sinn og for ofan til skipa. Þetta kuad Arni[191] jallaskalld vm þessa orostu er Haralldr konungr hadi efsta sinni.


Vitt for Vaulsungs heiti
vard marglofadr harda
sa er skaut vr Nid nyttla
nordr hafskida bordum.


Og en kuad hann.


Myrgtt er huerr meira orkar
mier allz greppr ne sæi ath
hardr er j heimi ordinn
hrafngrennir þræls jafnan.
aurtt gat oskelfr hiartta
æsinfims uid himne
mest hefir milldingr kaustud
minni huers grams vinnr.


Og enn þetta.


Haralldr vissi sig huerium
hardgedr vndir Midgardi
dauglingr red til dauda
dyrd slikri gram rikra.
hefir afreka hins aurva
ætt styrendum dyrum
hingad hilmir frægri
heilug folld til molldar.


54. Epttir þessi hin miklu tidindi er nu hefir vm hrid uerit fra sagtt giordiztt Olafr son Harallds konungs haufdingi yfir lidinu þui er epttir var og lifs vard audit og biugguztt þa til burtferder sem huatlegezth og leggia þa skipum vt til hafs og þui næst fra landi. sigla vm haustid nordr til Orkneyia og var Olafr þar vm uetrenn. Þath segia menn ath ꜳ þann sama dag er Haralldr konungr fiell ꜳ Einglandi þa andadiztt Maria dottir hans vestr j Orkneyium og ꜳ einni stundu dagsins. og mæla menn ath þau hafi eins mannz fior hafit bædi. Hun var allra kvenna vitruzth og frid synum og vinholl miog hardla. Hid næste vor eptir for Olafr aullu lidinu til Noregs. sem Steinn Herdisarson segir.


Fylkir liet hin fliotu
flaust er leid ath hausti
skaut j haf þar er heitir
Hrafnseyr konungr stafni.
tiadu bord ueg breidan
brims gangr skipa langra
odr fiell siar vm sudir
sik bezttan gram miklu.


Og enn segir hann.


Austr hielltt Eingla þreystir
ot uin skipum sinum
storan braut vm styri
straum sækonungr Rauma.
gladr tok herr þa er hædra
hyrlestir kom vestan
allr vid auflgum stilli
Olafr borinn solu.


Olafr tok þath sumar konungdom j Norege med brodr sinum Magnusi og uoru þeir badir konungar vm hrid adr Magnus konungr fieck banasott. og uer hann adr uanheill og hafdi þess konar mein sem menn kalla reforma. Hann atti eptir son þann er Hakon hiet er fæddr var upp j Gudbrandzdaulum medr Steigarþori. Magnus konungr hafdi att hin nyrdra hlut sudr en Olafr hinn eystra hlut. enn epttir andlat Magnus konungs þa var Olafr einn konungr yfir Noregi. Suo segir Steinn.


Helldr siztt harri folldu
heipttbradr jofur nadi
ætt þreifst Egda drottins
olaust konungs stoli.
mætr hilmir ver malmi
mun eg skiolldungs lof kaulldum
Rauma grund og raundum
riklundadr vndir.


Þa kuomu þeir j Noreg med Olafi konungi Skuli son Tosta jalls Gudnasonar og Ketell krokur nordan af Halogalandi. fiek Olafr konungr honum þar kuonfang gott og gaf honum lendz mannz rett nordr þar og er fra Katli komit margtt stormenni nordr j landi. Skuli uar uitr madr og skaurungr mikell manna fridazttr synum og sniallur j mali. hann giordiztt forstiori j hird konungs og taladi ꜳ þingum og hafdi aull landrad medr kongi og var kalladr konungs fostri. Olafr konungr baud ath gefa Skula fylki eitt j Noregi þat er honum þætti bezt medr aullum tekium og landskylldum þeim er konungr atti. Skule þackade konungi uel bod sitt enn lezt þo uilia helldr beidazt af konungi annarra hluta. fyrir þui ef konunga skipti |[192] verdr segir hann. þa kann vera ath riufiztt giofin. nu vil eg helldr þiggia af ydr eignir nokrar nær kaupstad þeim er þier erud jafnan vanir ath sitia og taka iolaveizlur. Konungr jatadi honum þui og skeytti honum jardir vid Konungahellu og vid Oslo vid Tunsberg og nordr uid Nidaros. og voru þath nalega hinu bezttu eignir j huerium stad og hafa þær eignir haftt sidan hans ættmenn. Son Skula konungs fostra var Asolfr fadir Gulhorms ꜳ Reini faudr Bardar faudr Jnga konungs og Skula jar(l)s. Eigi miklu epttir fall Haralldz for Skuli vestr til Einglandz og beiddiztt ath na liki Haralldz konungs og þath fiek hann auduellega og kom apttr til Noregs og hafdi þar fyrir uirding mikla og sæmdir. og liggr hann ath Elgisetri þuiath þath þotti fallid ath hann fylgdi þeirri kirkiu er hann hafdi sialfr latit gera. en Eysteinn erkibyskup liet hann þangad færa hreinlifismonnum vndir hendr og afladi þar til mikilla eigna og auktti miog stadarens giædi medr þeim eignum er hann sialfr hafdi þangad gefit. Og þa .xii. manadi er Haralldr konungr var vestr og þeir Olafr fedgar þa ried Magnus son hans fyrir Noregi og var hann hinn fridaztti madr.


55. Epttir fall Haralldz konungs Sigurdarsonar fystiztt Haralldr konungr Gudnason sudr ꜳ Eingland medr her sinn fyrir þui ath jallinn af Nordmandi var komen sunnan vm sio medr miken (her) og lagdi vndir sig alltt land þar sem hann for. Sia Vilialmr var son Rodberdz langaspioz. Rodbertt var brodir Emu drottningar modur Jatvardar konungs hins goda og taldiztt Vilialmr sæmelegri ath taka arf epttir Jatvard konung hinn goda enn Haralldr Gudnason sa er sig hafdi adr suarid (af rikinu). Enn þannig[193] barst ath vm suardaga þann ath þa er Jatuardur godi var konungr j Einglandi og var madr barnlaus þa sendi hann Rodherth erkibyskup af Kannterabergi til Vilialms frænda sins j Nordmandi og villdi hann giora konung eptir sig. og j annat sinn sendi hann hins sama erindis til Vilhialms og [Haralld Gudnason[194] og Gydu Þorgilsdottur Sprakaleggs. og var Haralldr med Vilhialmi um hrid og mælltu menn ath hann legdi hug ꜳ konu jarls og væri þeirra ast ærid mikil. og nu grunar Vilialm af vmrædum annara manna og uill ath Haralldr færdiztt vndan og bæri af sier. med þui moti ath hann festir sier dottur þeirra og hratt suo þui ꜳmæli er Vilhialmr ber ꜳ hann og ꜳ þat ofan suarde Haralldr eid Vilhialme jarle at skrine hins heilaga Otmarus at hann skyllde alldreiga uera j mote honum. Og eptir þat for Haralldr aptr til Jatuardar konungs og var med honum medan hann lifde og tok sidan konungdom eptir hann. og þui þotte Vilhialma hann nu hafa geingit ꜳ eidana þar sem Jatuardr konungr hafde gefit Vilhialme konungdom eptir sina daga. Og nu er hier til at taka ath Vilialmr er komen sunnan ꜳ Eingland og leggr vndir sig þar sem hann fer. og þat seigia menn ath adr Vilialmr ridi heiman ath kona hans gek hia hestinum og bad hann ei beriaztt vid Haralld Gudnason. Vilialmr suarar styggliga og liet ath henni geingi eigi godr hlutr til þessarar bænar og keyrir hestinn med sporum. og kemr sporinn j haufut henne suo ath þegar fieck bana. og ræddu menn ogrliga vm þenna athburd. Vilialmur suarar. vist er athburdrin ogrlegr sem gud lati mig bætt fꜳ. en vera kann ath epttir makle(glei)kum se og hafi hun suikit mig og ei sidr sialfa sik og hafi þui þann veg til borit. Vilhialmr jarl liet binda vid merki sitt skrin hins helga Otmarus þat sama er Haralldr hafde suarit ath og bad gud og hinn helga[195] Otmarvm ath hann lieti þeim Haralldi ganga epttir malaefnum. Þeir Haralldr konungr og Vilialmr jall attu orostu mikla er þeir funduztt og var þath .xii. manudum epttir fall Haralldz konungs Sigurdarsonar og veitir þungtt orosta. Þa spurdi Haralldr konungr. huad er bundid vit merki Vilhialms. Honum var sagtt ath þath væri skrin hins helga Otmarus med helgum domi hans. Þa kann vera seigir Haralldr konungr ath ei megi vndan komaztt og mun þar vid raman reip ath draga. Þar fiell Haralldr konungr Gudnason og Gyrdr broder hans. Vilialmr vard sidan konungr j Einglandi og var kalladr bastardr. hann vard sottdaudr j Nordmandi. Epttir hann var (konungr) Vilialmr raude son hans .xiii. ꜳr. þa var Henrekr konungr annarr son Vilhialms bastardar. Og lykr hier saugu Haralldz Sigurdarsonar.




Fotnoter:

  1. 755
  2. 756
  3. 757
  4. karl i teksten.
  5. 758
  6. 759
  7. 760
  8. Slik i teksten.
  9. 761
  10. frændalogum Cd.
  11. r. Danarike
  12. 762
  13. suifuazt Cd.
  14. Slik i teksten.
  15. 763
  16. Berfygligs Cd.
  17. bændum Cd.
  18. her Cd.
  19. 764
  20. Slik i teksten.
  21. 765
  22. Hakon Cd.
  23. Hakon Cd.
  24. Hakoni Cd.
  25. Hakon Cd.
  26. Hakon Cd.
  27. Hakonar Cd.
  28. Hakonar Cd.
  29. Hakoni Cd.
  30. 766
  31. flyde Cd.
  32. þa tilf. Cd.
  33. 767
  34. Ragnhilldr Cd.
  35. Slik i teksten.
  36. 768
  37. Slik i teksten.
  38. Slik i teksten.
  39. Slik i teksten.
  40. Slik i teksten.
  41. vel Cd.
  42. bidia Cd.
  43. harmana Cd.
  44. 769
  45. ofarliga Cd.
  46. hertog' tilf. Cd.
  47. Slik i teksten.
  48. 770
  49. Slik i teksten.
  50. 771
  51. Hakon Cd.
  52. Hakon Cd.
  53. Hakonar Cd.
  54. Hordakara Cd.
  55. Hakoni Cd.
  56. 772
  57. Slik i teksten.
  58. annath Cd.
  59. forkuidr Cd.
  60. fylgde Cd.
  61. Slik i teksten.
  62. 773
  63. Halldor Cd.
  64. þꜳ Cd.
  65. retta Cd.
  66. 774
  67. Gyrder Cd.
  68. Gyrder Cd.
  69. Gyrder Cd.
  70. Gyrde Cd.
  71. Harazs Cd.
  72. gudll Cd.
  73. ormgard Cd.
  74. 775
  75. er Cd.
  76. Gyrdir Cd.
  77. 776
  78. Slik i teksten.
  79. letium Cd.
  80. 777
  81. Slik i teksten.
  82. kapp Cd.
  83. sezt Cd.
  84. enn Cd.
  85. nidr tilf. Cd.
  86. 778
  87. þier Cd.
  88. sponum Cd.
  89. 779
  90. r. so litlu jarne.
  91. 780
  92. fiandmenn. Cd.
  93. 781
  94. 782
  95. ath Cd.
  96. Slik i teksten.
  97. 783
  98. 784
  99. r. [taka nu
  100. r. [hyda
  101. Slik i teksten.
  102. 785
  103. þar Cd.
  104. agedlig Cd.
  105. illavollum Cd.
  106. ilavollu Cd.
  107. 786
  108. 787
  109. 788
  110. sied tilf. Cd.
  111. 789
  112. eirn Cd.
  113. spurdu Cd.
  114. Slik i teksten.
  115. 790
  116. bord eiga Cd.
  117. þystir Cd.
  118. 791
  119. Slik i teksten.
  120. hath Cd.
  121. fysumz Cd.
  122. 792
  123. Borgundarþingi Cd.
  124. rettet fra konuugr.
  125. 793
  126. Slik i teksten.
  127. af med Cd.
  128. [r. vsigrsælld
  129. Slik i teksten.
  130. 794
  131. hernath Cd.
  132. Slik i teksten.
  133. r. [nokkurn auvisla
  134. 795
  135. 796
  136. sunnan Cd.
  137. 797
  138. Slik i teksten.
  139. Slik i teksten.
  140. 798
  141. 799
  142. 800
  143. 801
  144. 802
  145. r. sudr
  146. 803
  147. neitad tilf. Cd.
  148. Halogaland Cd.
  149. 804
  150. 805
  151. 806
  152. og er hann kemr heim tilf. Cd.
  153. 807
  154. byggiande Cd.
  155. biodande Cd.
  156. 808
  157. Hiatlandz Cd.
  158. rægt Cd.
  159. rettet fra Gudnasou.
  160. 809
  161. Slik i teksten.
  162. færa tilf. Cd.
  163. 810
  164. 811
  165. var tilf. Cd.
  166. Konrads Cd.
  167. Konrads Cd.
  168. 812
  169. hreinleiki Cd.
  170. 813
  171. 814
  172. [og en Cd.
  173. 815
  174. r. vndir
  175. [At nitianda Cd.
  176. Þ'st' Cd.
  177. og tilf. Cd.
  178. 816
  179. rettet fra konnngr
  180. 817
  181. Slik i teksten.
  182. er tilf. Cd.
  183. 818
  184. 819
  185. vædi i teksten.
  186. r. Þiodolfr
  187. 820
  188. r. Þorkell
  189. r. jafnskeleggir
  190. r. þerna
  191. r. Arnorr
  192. 821
  193. þingit Cd.
  194. [Haralldz Gudnasonar Cd.
  195. helgi Cd.