Íslenska rúnakvæðið

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Íslenska rúnakvæðið
AM 687 d 4°
Íslenskar þjóðvísur og kvæði


Matthías Viðar Sæmundsson
Galdrar á Íslandi 1992.

Íslenska rúnakvæðið


Fé er frænda róg
og flæðar viti
og grafseiðs gata.
aurum fylkir.
 
Úr er skýja grátur
og skara þverrir
og hirðis hatur.
umbri vísi.
 
Þurs er kvenna kvöl
og kletta búi
og varðrúnar ver.
Saturnus þengill.
 
Óss er aldingautur,
og Asgarðs jöfur
og Valhallar vísi.
Júpíter oddviti.
 
Reið er sitjandi sæla
og snúðug ferð
og jórs erfiði.
iter ræsir.
 
Kaun er barna böl
og bardaga för
og holdfúa hús.
flagella konungur.
 
Hagall er kaldakorn
og krapa drífa
og snáka sótt.
grando hildingur.
 
Nauð er þýjar þrá
og þungur kostur
og vássamleg verk.
opera niflungur.
 
Ís er árbörkur
og unnar þak
og feigra manna fár.
glacies jöfur.
 
Ár er gumna góði
og gott sumar
og algróinn akur.
annus allvaldur.
 
Sól er skýja skjöldur
og skínandi röðull
og ísa aldurtregi.
rota siklingur.
 
Týr er einhendur áss
og úlfs leifar
og hófa hilmir.
Mars tiggi.
 
Bjarkan er laufgað lim
og lítið tré
og ungsamlegur viður.
abies buðlungur.
 
Maður er manns gaman
og moldar auki
og skipa skreytir.
homo mildingur.
 
Lögur er vellanda vatn
og víður ketill
og glömmunga grund.
lacus lofðungur.
 
Ýr er bendur bogi
og óbrotgjarnt járn
og fífu fárbauti.
arcus ynglingur.