Blóð-Egils þáttr

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif


Noen spesialtegn vises ikke på iPhone/iPad.


Flateyjarbók


(Þattr Bloðegils)


71.[1] Ragnar hiet madr og uar ættadr sudr ꜳ Jotlandi. hann uar rikr madr og atti bu þar sem heita Ragnarsstadir. þath er j Ripa byskupsdæmi. þar er og uatn þat er heitir Ragnarssiar. Ragnar hafdi uerit kiær uin Sueins konungs Vlfssonar medan þeir lifdu badir. Eigell hiet son Ragnars. hann uar hinn mesti geruimadr hann uar manna mestr og sterkasttr uigr uel og allmikill hermadr. Sꜳ atburdr uard j Danmork ath þar anndadiztt einn rikr madr j Borgundarholmi sꜳ er ꜳki hiet. hann hafdi radit fyrir .xii. konungsbuum. Borgundarholmr liggur austr j haf fra Skaney.[2] þat er mikit riki og liggr undir byskup j Lundi. þar eru .xiiij. kirkiur og .xx. konungsbu. Nu lꜳ þetta riki audtt og haufdingialaust. uoru þꜳ menn sendir ꜳ fund Knutz Sueinssonar er þꜳ uar konungr yfir Danmork og uoru honum saugd þessi tidindi. budu menn þꜳ ath hann feingi annan mann yfir rikit. J þenna tima kom til Knutz konungs Eigell Ragnarsson og bydr honum ath gioraztt hans madr og þiona honum med trunadi. hafa og sligtt starf sem haftt hafa hinir fyrri frændr hans. Konungr suarar. mikell madr ertt þu Eigell og manlegr og ei med aullu giæfusamlegr. enn med þui ath þu ertt mikell madr til framkuæmdar þꜳ mun eg fꜳ þier j hendr Borgundarholm. skallttu skylldr til allra utgiorda og konungs starfs en þo munu nær af taka .iij. buin þau er þar eru. Eigell tekr nu þenna kost[3] og gioriztt nu uallzmadr yfir þessu riki. Hann giordiztt bratt rikur og fiolmennur og hafdi med sier mikla sueit. uar hann aurr af fe og lifdi rikmannlega. |[4] hann uar iafnan j hernadi ꜳ sumrum og aflade mikels fiar og lagdi fyrir menn sina ꜳ uetrum. hann uardi rikmannliga riki sitt og giordiztt af sliku miog ꜳgætr. Og er suo hafdi uerit um stund geck fied miog upp j kostnadi er hann hafdi (m)inni ueizlur af konungi enn þeir mann er þar haufdu fyri uerit og haftt konungs starf. enn hann hafdi meira kostnad. Þetta likadi konungi illa og bad Eigel minka fiolmenni sitt þui hann sagdiztt af hafa tekit hernad þar innanlandz og annan ofrid.


72. Þath uar eitt sinn ath Eigell bioztt or landi med lid sitt og hafdi .xviij. skip. hann for til Uindlandz. og er hann kemr þar heriar hann. Vinndar saufnuduztt saman og feingu ogrynni hers og foru j moti Egli med lid sitt. enn er þeir finnaztt uerdr þar bardagi mikell og fell margtt lid af huorumtueggium. geingr Eigell fram uel og dreingiliga og bardiztt hermannlega. þeir baurduztt ꜳ skipum og lꜳ þath skip næst Eigels skipi er ꜳ uar haufdingi þeirra Uindanna. Og er orostan uar sem oduz og menn þottuztt uarla skilia huersu hniga mundi þꜳ hliop Eigell af skipi sinu og ꜳ Uindasneckiuna og hio til haufdingians og ueitti honum banasꜳr. og þegar iafnskiott hliop Eigell aufugtt apttr ꜳ skip sitt. Epttir þetta brestr flotti ꜳ Uindum. Fær Eigell þar ꜳgiætan sigr og mikit fe. Hann vard suo modr ath hann fiell nidr j ouit. og er hann sat ꜳ skipi sinu þꜳ bad hann suein sinn gefa sier dryck. Sueinninn suarar. vordit hefir hier þath hark j dag ꜳ skipinu ath brottnad hafa verplar aller og allur dryckur er hlaupenn nidr j kiol. Eigell suarar. ei mun eg ath sidr drecka mega. Sueinninn suarar. eigi herra seigir hann þuiath meiri hluti er blods og manna dreyri. Eigell stendr upp og tok hialmenn af haufdi sier og saukuir nidr j kiolinn og (dreckr) .iij. drycki mikla. Epttir þath uendir hann heim apttr ferd sinni med sigri og kemr ath hausti heim j Danmork og fer sidan til Borgundarholms. skorttir nu ei fe vm uetrenn til framflutnings monnum hans. Þetta spyrst uida og kom þetta fyrir Knut konung. lofar hann sem adrir menn afrek Eigels og sigr enn talar fꜳtt um þath er honum var sagtt fra dryckiunne Eigels. Af þessum athburd feck Eigell kenningarnafn og uar kalladr Blodeigell.


73. En er Eigell hafde skamma stund heima uerit þꜳ for hann ꜳ fund Knutz konungs. Knutr konungr tok sæmiliga uid Egli og spyr ath ferdum hans. Eigell seigir sliktt er hann spyr og uar honum lettrætt um þetta. Sidan kalladi kongr hann ꜳ einmæli og spyr ef þath uæri satt er honum uæri sagtt ath hann hefdi druckit manna blod. Eigell segir ath mikit uæri til þess haftt. enn sagdiztt þo litit til þessa huxad hafa fyrri. Hui uard suo illa seigir konungr. Eigell suarar. þorsti kom ath mier suo mikell ath eg þottumzt ei þola mega. enn dryckr uar eingi annar nær. Konungr mælltti. þessi hlutr er hardla þungr uordin og mikit kristnispell og er þath kallad ath uær sieum refsingasamir um smæri hluti. en med þui ath mier likar uel þin þionuztta fyrir margs saker þꜳ munu vær þui ei suo stridan dom ꜳ leggia at sinni sem maurgum mun þikia likligtt. vilium vær þo heilrædi til leggia med þier ath þu bætir uit gud og seg sem fyrst kennimonnum og tak skrifttir fyrir. enn þath sem uor rettr hefir brotin uerit j þessu mali þꜳ uilium uær ydr upp gefa. enn ei syniztt mier þetta minna uera enn þu hafir etit manna holld sodit er þu hefir druckit blod þeirra. Eigell heitr ath hann skal suo giora. dualdiztt hann þar naukrar nætr med konungi. og adr þeir skildu bydr Eigell konungi til ueizlu heim til sin. væntti eg herra seigir hann ath mier sie þath heilla uæntt ath þier komit ath sia yfir hybyli min. Lagdi Eigell þar til maurg ord uid konungenn. Konungr heitir ferdenni er ꜳ lidr uetrinn. Epttir þetta for Eigell heim. sitr hann heim(a) j Borgundarholmi þann uetr.


74. Knutr konungr byriar ferd sina til Borgundarholms. Eigell hafde buit fyrir honum ueizlu dyrlega. sækir konungr til ueizlu med miklu fiolmenni. Þar uar mikel stofa sem konungshaull uæri. hun uar alskipud skiolldum. konungr uar .iij. nætr ath ueizlunni og uar hardla katr. Eigell leiddi konunginn ut med stormannlegum giofum. Konungr mælltti til Eigels. huad er nu Eigell seigir hann hefir þu ath þui gaum gefit er eg mælltta uid þig næstum at hafa sagtt kennimanni til misuerka þins og sættaztt uid gud. Eigell suarar. eigi er þath. gleymtt hefi eg enn þessu. Konungr bad hann ei fresta leingr. Eigell kuad suo uera skylldu. og skiliaztt nu med uinattu. Eigell for j hernad um sumarit og aflar enn mikils fiar. kemur heim ath hausti og fer ecki ꜳ konungs fund.


75. Knutr konungr spyr þetta ath Eigell hafdi uerit j hernadi um sumarit og likar honum þath litt þuiath (hann) bannadi monnum rꜳn |[5] og uspeckttir j sinu riki. Konungr stefndi Egli ꜳ fund sinn vm uetren. Eigell for ꜳ fund Knutz konungs og fagnar honum vel konungren. Þeir konungr og Eigill toku tal med sier og spurdi konungr. hefir þu heriad enn j sumar Eigell seigir konungr. Eigill sagdi ath þath uar. Konungr mælltti. þar tekr þu illtt rꜳd vpp er þu giorir þig ath uikingi. er þath heidinna hꜳttr og uil eg þath banna þier. þath er mier og sagtt ath þu hafir fiolmenni med þier sem konungar og halldir þig ath aullu sem þeirra sidr er til og eyder þar upp nꜳlega fe þinu aullu enn takir þar til annarra eign ef þig skorttir. koma þar margir ꜳ uorn fund er sliktt bera. uil eg þath Eigell seigir konungr. ath þu minkir fiolmenni þitt og gior þig ecki stærra enn þu att ætt til. uil eg ath þu giorir þig hofsmann ef þu uilltt oss leingi þiona. enn huad er nu Eigill seigir konungr um þann hlut[6] sem eg hefir þig naukrum sinnum ꜳ mintt og þu mꜳtt uit kannaztt hefir þu þath til bota borit. Eigill suarar þꜳ helldr reiduglega. þath uænttir eg hera þo ath þier minniztt þess hlutar optt uid mik ath mier sie þo mest umm hugad umm rꜳd mitt. Konungr mælltti. nu er meiri uon ath komi fram er eg sagda j fyrra sinn er eg sꜳ þig ath þu mundir eigi uera med aullu giæfumadr. nu suo miog sem þu orækir naudsyn sialfs þins þꜳ uil eg ei leingr hafa þina þionuzttu og ei skallttu uardueita mina eigu hiedan fra. Þꜳ suarar Eigell. þier munud rꜳda ueizlu uit mik herra. enn þath mun ydr þikia undarligtt seigir hann ef eg helld mig ei orikmannligar þo eg hafi minni kostina. skal eg ei bidia yduarar þionuzttu meir enn ydr likar. Konungr suarar. eigi þarfttu ath giora þig suo storan Eigill seigir hann beygtt hefi eg suira ꜳ feitari bockum enn þu ertt. ættla eg þier þath munu uerr hentta en mier ath ockra uinattu skili. er þath og mitt hugbod seigir konungr ath nauckra h(l)uti hendi þig þꜳ er en eru stæri en þeir er adr eru berer ordnir vm hagi þina. Epttir þetta skilduztt þeir Eigell og konungr med litilli blidu. Epttir þetta setti konungr annan mann yfir rikit j Borgundarholmi en Eigell liet af hendi stiorn rikisins. Eigell sat þꜳ heima ath bui sinu og minkadi þo ecki fiolmenni sitt helldr hafdi hann naukru mannfleira og ath aungu minni rausnn enn adr.


76. J þenna tima ried fyrir Noregi Olafr kyrri son Haralldz konungs Sigurda(r) sonar. hann atti Jngiridi dottur Sueins konungs Ulfs sonar systur Knuz konungs og uar uinatta kiær med þeim mꜳgum. Þath uar eitt sumar ath skip bioztt af Noregi mikit og audigtt. þath ꜳttu kaupmenn þeir er fara ættludu j Austrueg. þeir sigldu fyst j Danmork og sidan austr j gegnum Eyrarsund og sidan austr til Borgundarholms. sidan huarf skip þat sua ath ecki spurdiztt til og fanztt af skipi huorki menn nie fe. þetta þotti monnum med miklum bysnum og uoru margar getr ꜳ huad til þessa mundi bera. Olafr konungr or Noregi sendi ord Knuti Danakonungi mꜳgi sinum ath hann leitadi epttir skipi þessu huad af mundi ordit. en Knutr konungr hiet þui.


77. Knutr konungr bio ferd sina til Borgundarholms med naukrum skipum. þar uar med honum Bendickt brodir hans og brædr .ij. hiet annar Sueinn enn annar Astradr. þeir uoru danskir rikir menn og storættadir og uoru kendir uit modur sina og kalladir Þorgunnu synir. Þorgunna modir þeirra uar dottir Uagns Akasonar. þeir brædr uoru frægir menn og kiærir Knuti konungi. þꜳ uoru og j ferd med Knuti konungi haufdingiar þeir er ei uoru nefndir. Knutr konungr sigldi til Borgundarholms med lid sitt þꜳ er honum gaf byrr. Þꜳ sigldu þeir hia eyium nockrum og bad konungr þar ath landi leggia og suo uar gortt. Sidan geck konungr ꜳ land og epttir fiorunni. þar uar storgrytt miog. konungr hugdi ath griotinu og sꜳ ath þath uar rautt miog. konungr spurdi menn sina hui suo mundi uera. Þeir suorudu. þier munud sliktt giorst kunna ath siꜳ herra. Konungr suarar. þath munda eg ættla ath hier hefdi uerit um hrid ellzneyti ærit mikit. mꜳ uera ath nu komi þath fram ath mier sagdi laungu hugr umm. ecki er nu þui ath leyna seigir konungr ath eg hygg ath þetta sie af manna uolldum. enn þath mun bratt reynaztt. munu uær ecki hier leingr dueliaztt ath sinni. Fer konungr nu leidar sinnar. Hann tok ueizlv skamtt fra bæ Blodeigels. Eigell hafde med sier mikit fiolmenni suo ath hann hafdi hird sem konungar fyrir utan þath ath Eigell hætti þꜳ hernadi. enn vndruduztt menn þath er hann mꜳtti fæda lid suo mikit. enn ei lꜳgu suo bryn fefaung fyrir enn þo uard honum fefꜳtt til kostnader fyrir lidit. Margtt ræddu menn umm þetta fyrir konunginum umm sidu þeirra Eigels manna. Þetta sama kuelld liet konungr ueita heimferd ath Egli og fieck þar til haufdingia Bennidicktt brodur sinn og med honum j ferd þeir brædr Sueinn og Astradr. þeir uoru med .c. manna. þeir foru (þar) til er þeir kuomu til bæiar Eigels um nattina. Þat uar hꜳttr þeirra Eigils ath drecka til midrar nætr. enn er þeir Benedicktt kuomu ꜳ bæinn þꜳ geingu þeir ath dryckiustofunni. Þeir Eigill uoru uarir uid ofridinn. þꜳ hlupu menn til uopna sinna og ættludu ath ueriaztt. Benedictt seigir ath sꜳ mundi þeirra kozttr bezttr ath gefaztt upp. Og er Eigell uissi ath þeir |[7] haufdu ofrefli lids. þꜳ geck hann ut j hendr þeim. Sidan uar Eigell tekenn haundum og for Eigell ꜳ fund Knutz konungs. En þeir Þorgunnusynir uoru epttir med suma sueitina. Enn er Eigell kom ꜳ konungs fund þa mælltti konungr. langtt hefir nu uerit j millum funda uorra Eigill seigir konungr. villdi eg ath þessi uæri hinn sidarsti. Eigill suarar. þier munud nu hafa valld ꜳ þui ath sinni herra. vænttir eg þo þess ath eingen kalli ydr ath meira haufdingia nie betra konungr þo ath þier drepit saklausa menn. Þꜳ suarar konungr. ecki mun nu tia at fara med dirfd edr stridlæti þui ath tekit haufum uær þig nu suo j fang oss ath nu mun seigia uerda sligtt er yfir hefir lidit þo ath ei sie fagrtt. munu uær nu ath ganga um epttirleitina. skallttu og seigia um skiphaufn þꜳ er uær hyggium ath þu og þinir menn hafi myrtt og tekit fied. hefir þetta þo ærit leingi leyntt uerid. haufum uær og seigir hann komit j þann stad er uær hugdum ath þetta hafi unnit uerit. Eigill sꜳ þꜳ ath sꜳ einn mundi kostr til ath seigia sem farid hafdi. þui ath hann uissi ath suo uoru margir hans menn samuitandi þessa med honum ath til mundi uerda nauckr af þeim ath seigia ef fast uæri epttir sott. Eigill suaradi þꜳ. ath þath sama skip er þier spurdud epttir hafdi lagtt undir þær saumu eyiar er þier kuomud uid. hielldum uier niosnum til um ferd þeirra. þar er utgruntt. en þath uissu þeir ei Nordmennernir og fiaradi ut undan hafskipinu um nottina. þꜳ foru uær til seigir Eigill og kuomum j nætrellding ath kaupskipinu og toku uær menn alla og bundum enn rænttum fenu aullu er ꜳ uar skipinu. leiddu(m) sidan upp skipit ꜳ hellurnar og brendum upp alltt saman skipit og menn. suo ath þess sꜳ eingi merki nema þath eina ath griotit uar rautt epttir. Enn er Eigill hafdi þetta sagtt þꜳ mælltti konungr. nu for sem mik uardi ath þu ertt olifismadr. litit nu ꜳ storir haufdingiar segir konungr huersu uær skulum refsa slik nidingsuerk. Þar uoru uit staddir margir frændr Eigils þeir er mikels uoru uirdir og budu fe til fridar Egli. Eigi skal þath spyriaztt seigir konungr ath eg nidumztt suo ꜳ tru minni ath taka fe edr naukra mutu edr uinattu manna til þess ath dæma rangtt. eru ei sliktt olifisuerk. og þo uæri suo ef einn madr uæri myrttr enn nu eru margir. enn fædaztt uid þat eina sidan nalega er stolit uar til. Nu uar bædi ath illtt þotti til moti ath mæla ennda þordi eingi j moti konungi ath giora. En epttir þetta uar farid med Eigil til skogar og uar þar reistr gꜳlgi og Eigill þar upp festr. Sidan for konungr til bæiar Eigils er hann hafdi ꜳtt og liet þꜳ sæta refsingum menn hans. suma liet hann drepa edr meida suma og suma rak hann ur landi og aunguan liet hann ohegndan þann er nauckurn hlut hafdi ꜳtt ath þessu mali edr radagiord. eyddi hann suo þeim oalldarflocki. Þetta uard þo miog aufundsamtt þuiat Eigill uar bædi ættstor og frændmargr. Epttir þetta toku haufdingiar ath strida uit konunginn og þar epttir alþydan. þotti þeim konungr rikr og refsingasamr. en þeir uanir sialfrædi og sidleysu. Og lykr þar þessum þætti.[8]
Fotnoter:

  1. (Kapittelnummerering i utgaven fortsetter fortløpende fra Þorsteins þáttr tjaldstœðings.)
  2. Skamey Cd.
  3. kgs Cd.
  4. 841
  5. 842
  6. hlaut Cd.
  7. 843
  8. Her fölge 3½ ubeskrevne Spalter i Codex.