Fornmanna Sögur 7: Formáli

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Sjöunda bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1832


Formáli


Hið sjöunda bindi af Fornmannasögum, sem hér kemr fyrir almenníngs sjónir, hefir inni að halda sex smásögur af Noregs konúngum, frá Magnúsi berfætta ok til Magnúss Erlíngssonar; eru þær í gömlu skinnbókinni að mestu leiti óaðgreindar, en hér aðskildar eptir efninu ok sumparti eptir Heimskrínglu.

Fyrst er Magnússaga berfætta, allt þartil er hann féll á Irlandi.

Þá Sigurðarsaga Jórsalafara ok Eysteins ok Olafs, bræðra hans, allt að dauða Sigurðar konúngs, sem lifði þeirra leingst.

Þarnæst sonar hans Magnúss blinda, eðr heldr Haralds konúngs gilla, sem eiginliga var konúngr í landinu, þángat til hann var myrðr af Sigurði slembidjákni.

Þarnæst sona Haralds ok helzt Inga, sem sigraði bræðr sína Sigurð ok Eystein ok aðra mótstöðumenn, nema Hákon Sigurðarson.

Tekr þá við Saga Hákonar þessa, er kallaðr var herðibreiðr, ok segir frá því helzt, hversu hann felldi þá Gregoríum Dagsson ok Inga konúng; en þá var tekinn til konúngs á móti honum Magnús, son Erlíngs skakka, ok féll hann it fyrsta sinn er þeir mættust í bardaga.

Þá er eptir Saga Magnúss Erlíngssonar; þykir þat eitt rétt at skipta þannig sögum þessum. Heimskríngla hefir aðgreint þær mjög öðruvísi, ok smeygt inn 2 kapítulum um jarteignir Olafs konúngs ens helga, að öllu leiti óviðkomandi Sögu Hákonar herðibreiðs,

í byrjun af 21. kap. (bls. 279, 1. 5) á milli orðanna: „sendi hon þau orð bónda sínum, at hann skyldi aldri trúa þeim“ ok „En er Erlíngr varð þessa vís“; byrjar Heimskríngla þá sögu Magnúss Erlíngssonar á þessum stað, ok hefir þessvegna orðit at umbreyta orðatiltækinu nokkut, sem annars í Á, er lagt er til grundvallar fyrir 3. deild Heimskrínglu, að öllu leiti er samhljóða okkar A. Hinsvegar þykir efnit sjálft útheimta, að Saga Hákonar ljúkist með 29. kap., sem inniheldr lýsíng hans ok auknefnis hans, eptir þat búit er að segja frá dauða hans ok greptrun. Saga Magnúss Erlíngssonar nær ekki til dauða hans, heldr, rétt viðlíka ok Inga konúngs, einúngis þartil er sá hófst ámóti honum, hverjum auðit varð loksins at stíga yfir höfuð honum, en þat var Sverrir konúngr, hvers Saga leseudum mun fyrir sjónir lögð í þeim 2 bindum, er næst koma eptir þttta.

Aptarst er hér viðbætir úr Morkinskinnu, sem seinna mun getit verða.

Nefndar 6 Sögur ásamt viðbætirnum, sem í þessu bindi finnast, eru úr enum sömu þrimr handritum teknar ok hinar í sjötta bindinu, ok er þar í formálanum búit þeim að lýsa; þarf því hér ekki nema fátt eitt at nefna um þessar skinnbækr; þeim mun heldr, sem hérmeð fylgja þrjú eyrgrafin sýnishorn af þeim er hverri lýsíngu betr, sýna sérhverrar rithönd ok annat ásigkomulag.

Þat var eptir því tekit að Nr. 66 í arkarformi í Arna-Magn. safninu, sem merkt er A, ok hér einsok í undanfaranda bindi er lögð til grundvallar, mjög nákvæmliga hefir ie, allstaðar, jafnvel þó bundit sé orðit, þar sem skrifarinn hefir viljat gefa til kynna hljóðit é, en hvörgi nærri allstaðar, þar sem nú heyrist é í íslenzku tali; þótti þetta sýna, hvörnin framburðrinn hefir verit á hans dögum, þat er á öndverðri 14du öld, ok hefir því nákvæmliga fylgt verit í þessu bindi, er þá eintómt e seinast í einsatkvæðisorðum: fe, féit, fegjafir, femildum, fefaung, dánarfe, lausafe, ránfe, kne, tre, teið, hleborðs, at ek se, þú ser, ver sem, þeir se (l. sint); ek se (video), hann ser, ne; einnig í fyrirnöfnum: mer, ver, her (tibi), þer (vos), ser, bæði í eintali ok margt. ok í her, heðan, heðra, heruð, sneri, reru, líka: með velum, Heðinn, Petr, (ok jafnvel í miklu nýrri skinnbókum: Slesvík). Önnur regla, sem A, ásamt öðrum góðum skinnbókum fylgir, er að hafa ð fyrir t í niðrlagi orða, þar sem t gengr á undan, t. d. lítið, látíð o. s. fr.; líka en fyrir l. 1) sed ok 2) quam; enn fyrir etiam, adhuc; er því einnig fylgt hér í textanum; en öðru sleppt, sem minna þótti áríða, t. d. ft fyrir pt allvíða í: eftir, aftr, skifti, o. þvíl.

Hrokkinskinna, H, er aungum mun betri eðr greiniligri hér en í fyrra bindi, en þó nákvæmliga samanborin ok stöku staðir úr henni uppfylltir. Hefir hon einnig: fee, see, se ek, en hieðan; en, l. qvam.

Morkinskinna, M, er í þessum parti af bókbindaranum mjög misbundin, en annars viðlíka ásigkomin, ok búit er að lýsa henni í formálanum við 6ta bindi. Hon er hér nákvæmliga samanborin, þótt allvíða væri - ógeranda að innfæra allan orðamuninn. Sigurðarsaga slembis er hér aptan við innfærð úr henni til sýnis, sérílagi vegna fjölda vísna, sem vantar í hinar. Líka frásagnir tvær, önnur frá skáldinu Einari Skúlasyni, önnur frá Gregoríó Dagssyni, sem er að öllum líkindum sönn saga, en vantar í hinar báðar.

Heimskríngla Snorra Sturlusonar (Hk) er einnig samanlesin við textann í þessu bindi, en þegar farit var nokkru nær, fannst hennar texti ok sérílagi orðamunr óáreiðanligr; varð þá að gá at handritunum; en af 3ja parti hennar eru einúngis 2 skinnbækr til, önnur Nr. 45 í arkarformi í Arna-Magn. safninu, merkt E í útgáfunni einsok hér; önnur Nr. 47 í arkarformi í téðu safni (Eyrspennill), lögð til grundvallar við 3. p. Hk, ok í athugagreinunum nefnd A. Þetta nafn getr þó hvorki staðizt í Hk , þareð A merkir alla aðra bók í hinum tveimr fyrri pörtunum, hvaðan einnig sá hálærði seinni útgefarí Skúli heitinn Thorlacíus hefir villzt á því (Form. bls. 15), né heldr hér, þar sem A einnig merkir aðra bók, þó í réttritun ok fleiru nokkuð svipaða, er hon því hér einsok annarsstaðar merkt Á, þar eð ekki varð nærri komizt hinu merkinu; þó eru þessar tvær skinnbækr einúngis hér ok hvar hagnýttar einna helzt í vísunum.

Textinn allr í þessu bindi er útskrifaðr úr skinnbókunum af mentuðum Islendíngi, en þarnæst nákvæmliga samanborinn við skinnbækurnar sjálfar ok leiðréttr þareptir af Prófessóri í Austrlanda túngumálum ok bókaverði háskólans R. RASK; sá sami hefir einnig samanborit hann við H, M , Hk, ok hér ok hvar, þegar þurfa þótti, við E, Á, til þess að safna þeim töluverðasta orðamun úr þeim. Registrit er tilbúit af úngum íslenzkum stúdenti.


Kaupmannahöfn þann 3. Sept. 1832.