Tímatal (Sturlunga saga)

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif Dansk.gif


Sturlunga saga

Tímatal
Eftir dr. Jón Jóhannesson

GUÐNI JÓNSSON

bjó til prentunar


1119. Veizlan á Reykhjahólum.
1120. Hafliði Másson særður á alþingi. Sekt Þorgils Oddasonar.
1121. Sætt Hafliða og Þorgils á alþingi.
1130. Andlát Hafliða.
1151. Andlát Þorgils Oddasonar.
1159. Deila þeirra Hvamm-Sturlu og Einars Þorgilssonar á alþingi. Hvortveggi verður sekur.
1160. Einar brennir bæ í Hvammi.
1163. Brandur Sæmundarson vígður til biskups. Bardagi á alþingi.
1170. Bardagi í Saurbæ með mönnum þeirra Hvamm-Sturlu og Einars.
1171. Drukknun Páls Þórðarsonar í Vatnsfirði. Upphaf Deildartungumála.
1180. Þorbjörg Bjarnardóttir veitir Hvamm-Sturlu áverka.
1181. Jón Loftsson gerir um mál Hvamm-Sturlu og Páls prests Sölvasonar á alþingi, tekur Snorra Sturluson til fósturs um haustið.
1183. Andlát Hvamm-Sturlu.
1187. Helgastaðamál. Guðmundur dýri tekur af Vaðlaþing; skyldi þar eigi sóknarþing heita. [Ekkert skip kom af Noregi til Íslands.]
1188. Guðmundi dýra gefið Fljótamannagoðorð.
1189. Ingimundur prestur Þorgeirsson ferst í Grænlandsóbyggðum.
1195. Vígður Páll Jónsson til biskups.
1196. Laufæsingar særa Ögmund sneis. Rauðsmál og bardagi á alþingi.
1197. Langahlíðarbrenna (7. maí). Kvonfang Sighvats Sturlusonar. Andlát Jóns Loftssonar. Ekkert skip kom fyrir norðan land.
1198. Vígin í Laufási um haustið. Ekkert skip kom fyrir norðan land.
1199. Fæddur Sturla Sighvatsson. Snorri Sturluson fær Herdísar Bersadóttur. Guðmundur dýri hrekur andstæðingana úr héraði.
1200. Deilur þeirra Sigurðar Ormssonar og Sæmundar í Odda.
1201. Andlát Brands biskups. Guðmundur Arason kjörinn til biskups.
1202. Snorri Sturluson fer að búa á Borg. Sigurður Ormsson ræðst til Norðurlands.
1203. Guðmundur Arason vígður til biskups.
1205. Upphaf deilna Guðmundar biskups og Kolbeins Tumasonar.
1206. (h. u. b.) Snorri flyzt að Reykjaholti.
1208. Víðinessbardagi og fall Kolbeins (9. sept.).
1209. Fæddur Gizur Þorvaldsson. Hólabardagi (15. apríl). Guðmundur biskup fer í Reykjaholt.
1211. Erkibiskup boðar höfðingjum á sinn fund. [Utanför Jóns Sigmundssonar.] Guðmundur biskup kemur aftur heim til stóls síns. Andlát Páls biskups.
1212. Andlát Guðmundar dýra. Utanför Arnórs Tumasonar. Víg Halls Kleppjárnssonar.
1213. Víg Hrafns Sveinbjarnarsonar (4. marz). Utanför Þorvalds Gizurarsonar.
1214. Utanfór Guðmundar biskups. [Útkoma Arnórs og Þorvalds.]
1215. Sighvatur flyzt í Eyjafjörð. [Sæmundur í Odda og Þorvaldur Gizurarson lögðu lag á varning Austmanna.]
1216. Magnús Gizurarson vígður til biskups. Bardagi á Mel. Drukknun Páls Sæmundarsonar.
1217. Sæmundur tekur upp fé fyrir Austmönnum á Eyrum.
1218. Víg Orms Jónssonar Breiðdælings. [Vopna upptektir á Eyrum.] Árni óreiða fær Hallberu Snorradóttur. Utanför Snorra Sturlusonar. Útkoma Guðmundar biskups.
1219. Guðmundur biskup tekinn úr valdi Arnórs við Hvítá. Snorri fer til Gautlands. [Ekkert skip kom af Noregi til Íslands.]
1220. Bardagi á Helgastöðum (30. ágúst). Guðmundur biskup fer í Odda og er þar um veturinn. Herför búin til Íslands. Snorri afstýrir henni, gerist lendur maður konungs og fer til Íslands,
1221. Bardagi á Breiðabólstað og fall Bjarnar Þorvaldssonar (17. júni). Utanför Jóns murts, Arnórs Tumasonar og Lofts biskupssonar.
1222. Dráp Tuma Sighvatssonar (4. febr.). Bardagi í Grímsey um vorið. Guðmundur biskup rekinn utan. [Stefnt höfðingjum af Íslandi á fund erkibiskups.) Sekt Arons Hjörleifssonar. Viðureign Jónssona og Þorvalds Vatnsfirðings. Andlát Sæmundar í Odda (7. nóv.).
1223. Sturla Sighvatsson fær Solveigar. Þorvaldur Vatnsfirðingur verður sekur á alþingi. Sætt Þorvalds og Snorra. Utkoma Lofts.
1224. Snorri Sturluson gerir félag við Hallveigu Ormsdóttur. Útkoma Jóns murts og Kolbeins unga. Skilnaður Árna órciðu og Hallberu. Gizur Þorvaldsson fær Ingibjargar Snorradóttur. Þorvaldur Vatnsfirðingur fær Þórdísar Snorradóttur.
1225. Sturla Sighvatsson eignast goðorð Hrafnssona, lætur gera virki í Dölum.
1226. Deilur með Sturlungum á Alþingi um Snorrungagoðorð. Útkoma Guðmundar biskups. [Embætti tekið af Magnúsi biskupi og honum utan stefnt ef erkibiskupi, einnig Þorvaldi Gizurarsyni, Sighvati Sturlusyni og Sturlu, syni hans.] Klaustur sett í Viðey. Jólaveizla í Reykjaholti.
1227. Snorri og Þórður Sturlusynir taka Snorrungagoðorð af Sturlu Sighvatssyni. Sturla fer í Hvamm að Þórði.
1228. Kolbeinn ungi fær Hallberu Snorradóttur. Snorri tekur trúnaðareiða af bændum í Dölum. Þorvaldur Vatnsfirðingur brenndur inni (6. ágúst). [Utan stefnt Magnúsi biskupi, Sighvati og Sturlu, syni hans, líklega af erkibiskupi.]
1229. Sauðafellsför Vatnsfirðinga. Sektir Hrafnssona og Þorvaldssona á alþingi. Utanför Magnúss biskups, Gizurar Þorvaldssonar og Jóns murts. Víg Jóns króks. Kolbeinn skilur við Hallberu. Vatnsfírðingar selja Sturlu sjálfdæmi fyrir Sauðafellsför.
1230. Sturla lýkur upp gerðum í málum þeirra Vatnsfirðinga. Friður góður á Íslandi. [Hákon konungur og Skúli jarl stefndu höfðingjum af Íslandi utan, en kórsbræður í Niðarósi Guðmundi biskupi.]
1231. Víg Jóns murts. Deila Snorra og Orms Svínfellings á alþingi. Andlát Hallberu Snorradóttur. Útkoma Gizurar. Drukknun tveggja Hrafnssona. Guðmundur biskup rekinn frá Hólum.
1232. Víg Vatnsfirðinga Þórðar og Snorra (8. marz). Deila og sætt Snorra og Kolbeins unga á alþingi. Órækja fær Arnbjargar Arnórsdóttur. Guðmundur biskup í varðhaldi. Útkoma Magnúss biskups. Guðmundur biskup sviptur embætti og fer í Höfða. Erkibiskup stefnir utan [Þorvaldi Gizurarsyni], Sighvati og Sturlu, syni hans.
1233. Órækja flyzt í Vatnsfjörð og gerist höfðingi þar. Utanför Sturlu.
1234. Víg Odds Álasonar. Víg Kálfs Guttormssonar. Fundur Kolbeins og Sighvats í Flatatungu. Rán og herhlaup um sumarið. Sturla fer til Róms, kemur aftur í Noreg um haustið og er með Hákoni konungi um veturinn.
1235. Órækja fer með ránum og ófriði í Vestfirðingafjórðungi. Utanför Kolbeins unga. Andlát Þorvalds Gizurarsonar og Sigurðar Ormssonar. Útkoma Sturlu um haustið með erindum Hákonar konungs. [Órækju utan stefnt.]
1236. Sturla snýr gegn Snorra og leggur undir sig Borgarfjörð. Órækja svikinn og fer utan. Magnús Guðmundarson og Kygri-Björn Hjaltason kosnir til biskupa og fara utan. Útkoma Kolbeins unga.
1237. Andlát Guðmundar biskups og Þórðar Sturlusonar. Bæjarbardagi (28. apríl). [Hákon konungur, Skúli jarl og erkibiskup stefndu goðorðsmönnum á sinn fund.] Utanför Snorra, Þorleifs i Görðum, Þórðar kakala, Óláfs hvítaskálds og [Þórarins Jónssonar]. Andlát Magnúss biskups.
1238. Apavatnsför. Herför Gizurar og Kolbeins í Dali. Örlygsstaðabardagi (21. ág.). Kolbeinn leggur undir sig allan Norðlendingafjórðung. [Norrænir biskupar vígðir til Íslands.]
1239. Útkoma Snorra, Þorleifs og Órækju. Útkoma Sigvarðar og Bótólfs, norrænna biskupa.
1240. Útkoma Árna óreiðu og Eyvindar með konungsbref til Gizurar.
1241. Víg Illuga Þorvaldssonar. Andlát Hallveigar Ormsdóttur og Orms Svínfellings. Víg Snorra og Klængs Bjarnarsonar.
1242. Bardagi í Skálaholti (2. jan.). Órækja og Sturla Þórðarson sviknir við Hvítárbrú. Utanför Gizurar og Órækju. Kolbeinn lætur Vestfirðinga sverja sér trúnaðareiða. Útkoma Þórðar kakala. Kolbeinn eltir Þórð um Borgarfjörð og Mýrar (28. nóv.).
1243. Þórður kakali gerður sekur á alþingi. Herför Kolbeins, Orms Bjarnarsonar og Hjalta biskupssonar í Dali. Vatnsdalsför. Fundur í Stafaholti (29. sept.).
1244. Herhlaup manna Tuma Sighvatssonar norður í Húnavatnsþing. Sættaboð Kolbeins við Þórð. Reykhólaför og víg Tuma (19. apr.). Útkoma Gizurar. Flóabardagi (25. júní). Gizur og Jón Sturluson sættast á að leggja mál sín í konungsdóm.
1245. Þórður og Kolbeinn sættast á að leggja mál sín í konungsdóm. Andlát Órækju (24. júní) og Kolbeins (22. júlí). Brandur Kolbeinsson verður höfðingi í Norðlendingafjórðungi vestan Öxnadalsheiðar, en Þórður austan. [Stórmæli erkibiskups við Norðlendinga.]
1246. Haugsnessbardagi (19. apr.). Þórður leggur undir sig allan Norðlendingafjórðung. Þórður og Gizur fara utan og leggja mál sín í konungsdóm.
1247. Hákon konungur kórónaður. Útkoma Þórðar kakala og Heinreks biskups. Þórður tekur undir sig ríki Snorra í Borgarfirði og Þorleifs í Görðum að boði konungs. Gizur fór til Róms.
1248. Vestfirðingar játa Þórði hlýðni. Hann ræðnr öllu á alþingi. Hefst missætti Ormssona og Ögmundar. Þórður leggur gjöld á þingmenn Gizurar.
1249. Sæmundur Ormsson fær Ingunnar Sturludóttur. Þórði kakala stefnt utan. Hann rekur utan Filippus og Harald Sæmundarsonu [og Orm Bjarnarson] og leggur undir sig Sunnlendingafjórðung. Utanför Heinreks biskups.
1250. Aðför Sæmundar að Ögmundi. Ögmundur verður sekur á alþingi. Utanför Þórðar kakala og Sigvarðar biskups.
1251. Drukknun Sæmundarsona. Sætt Þórarinssona og Ormssona.
1252. Víg Ormssona. Útkoma Gizurar, Þorgils skarða, Finnbjarnar Helgasonar og Heinreks biskups. Stafaholtsför. Aðför við Gizur.
1253. Gizur tekur ríki í Skagafirði. Síðumúlaför. Flugumýrarbrenna (22. okt.).
1254. Hefndir Gizurar. Útkoma Sigvarðar biskups. Utanför Gizurar. Oddur Þórarinsson tekur ríki hans í Skagafirði. Bardagi í Grímsey og víg Hrana. Oddur handtekur Heinrek biskup.
1255. Bardagi í Geldingaholti og fall Odds (14. jan.). Bardagi á Þveráreyrum og fall Eyjólfs ofsa (19. júlí). Þorgils gerist höfðingi í Skagafirði, sættist við Hrafn og Heinrek biskup. Hákon konungur sendir Ívar Englason til Íslands.
1256. Mestur þorri bænda í Norðlendingafjórðungi játar að gjalda Hákoni konungi skatt. Þorgilsi skipað ríki norðan Öxnadalsheiðar. Utanför Ívars. Andlát Þórðar kakala.
1257. Steinvör fær Þorvarði Þórarinssyni heimildir á Eyjafirði. Andlát Þorleifs í Görðum.
1258. Víg Þorgils skarða (22. jan.). Gizur gerist jarl og kemur út um haustið. Konungur skipar honum Sunnlendingafjórðung, Norðlendingafjórðung og Borgarfjörð. Gizur kemur sér upp hirð (1. nóv.).
1259. Gizur kaupir Stað í Reyninesi. Þorvarður verður sekur á alþingi. Þórður Andrésson reynir að fá Brandssonu í samsæri gegn Gizuri. Herför Gizurar á Rangárvöllu. Sturla Þórðarson gerist lendur maður Gizurar og fær vilyrði fyrir Borgarfirði.
1260. [Hákon konungur sendir Ívar Arnljótarson og Pál línseymu til Íslands. Skatti neitað á alþingi.] Fundur á Þingskálum. Rangæingar sverja Gizuri jarli og Hákoni konungi trúnaðareiða.
1261. Útkoma Hallvarðs gullskós. Hrafni skipaður Borgarfjörður.
1262. Sætt Þorvarðs og Sighvats Böðvarssonar (3. apríl). Bændur sverja Hákoni konungi trúnaðareiða á Hegranessþingi. Norðlendingar og Sunnlendingar vestan Þjórsár sverja Hákoni konungi skatt og trúnað á alþingi. Gamli sáttmáli gerður. Vestfirðingar og Borgfirðingar sverja konungi skatt og trúnað á Þverárþingi. Sætt Gizurar og Hrafns. Utanför Hallvarðs.
1263. Ófriður með Sturlu Þórðarsyni og Hrafni. Útkoma Hallvarðs gullskós. [Oddaverjar sverja konungi skatt.] Utanför Sturlu Þórðarsonar. Brandur Jónsson vígður til biskups og kemur út. [Þorvarður Þórarinsson sver honum að fara á fund konungs.] Andlát Hákonar konungs (16. des.).
1264. Andlát Brands biskups (26. maí). [Ormur Ormsson sór Noregskonungum skatt á alþingi fyrir Síðumenn. Utanför Hallvarðs og Þorvarðs Þórarinssonar. Þorvarður gefur ríki sitt í vald konungs.] Víg Þórðar Andréssonar.
1268. [Andlát Gizurar jarls og Sigvarðar biskups.]
1284. Andlát Sturlu Þórðarsonar.