Þrymlur I-III

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif
Original.gif


Fernir forníslenskir rímnaflokkar


er
Finnur Jónsson
gaf út 1896


Þrymlur
Am 604 g, 4º


I.
 
1.
. . . . og enn frægi Ullr,
er feingu bráðir hrafni;
Loki er sagður lymsku-fullr
en Loptur öðru nafni.
 
2.
Fenrisúlfrinn (1) frændi hans,
frægr er hann af Gleipni;
margur hefr það mælt til sanns,
að móðir sé hann að Sleipni.
 
3.
Eigi kom það Óðni vel,
Að (2) efldu stóra (3) pretta;
dóttir Loka mun heitin (4) Hel;
harka (5)-börn eru þetta.
 
4.
Loki er sagður lángr og mjor,
og lék þó flest með slægðum:
Óðins son var Ásaþór
efldur stórum frægðum.
 
5.
Harðan rýðr hann hjalta-kólf
Herjans burr með listum,
hann var átta álna og tólf
upp á höfuð af ristum.
 
6.
Eitra dverg er Atli lét (6),
ágætt færið smíða,
Mjöllnir frá eg að hamarinn hét,
hann bar kappinn víða.
 
7.
Þegar hann gekk með heipt í höll
Herjans burr enn júngi,
meiddist bæði menn.og trölI,
er Mjöllnir reið að þúngi (7).
 
8.
Gjarðir á hann, sem greint var mér
gripirnir finnast fleiri,
þegar hann spennir þeim að sér,
þá er hann tröllum meiri.
 
9.
Undra-digr er örva Þundr,
ekki blíðr í máli,
glófa átti Grímnis kundr,
gjörðir vóru af stáli.
 
10.
Glófar vinna görpum mein,
greyptir hauka foldu,
hrífr hann með þeim harðan stein,
sem hendur væri í moldu.
 
11.
Heimboð veitti halrinn stór
hölda sveit með sigri,
sá hét Þrymr, er þángað fór,
þussa gramrinn digri.
 
12.
Brögðin taka að birtast stór,
er bragnar vóru í svefni,
hamarinn Mjöllnir hvarf frá Þór;
hér eru brögð í efni.
 
13.
Hvergi fengu hamri náð,
hvar sem ýtar fóru;
eingi hittir jötna láð,
allir þrotnir vóru.
 
14.
Upp í fagran Freyju garð
fyst nam Þór að gánga,
segir hann hvað að sorgum varð
og sína mæði stránga.
 
15.
»Freyja, ljá mér fjaðrham þinn
- fljúga vilda eg láta,
henta aptur hamarinn minn« -
hun tók sárt að gráta.
 
16.
»Fjaðrham taktu furðu-brátt
- fljóðið talar hið teita -
ef þú hamarinn hitta mátt;
hverr skal eptir leita?«.
 
17.
»Loki er jafnan leitum vanr,
leikr hann þrátt um beima,
hann skal fara sem fuglinn svanr
og fljúga í undirheima«.
 
18.
Gumnum þótti granda fæst
garpnum bragða-drjúga;
fjaðrham hafði Loptur læst,
Loki tók hátt að fljúga.
 
19.
Flýgr hann út yfir Ásagarð
Einn veg láð (8) sem geima;
kalli ilt í kryppu varð,
hann kemr í jötna heima.
 
20.
Fjölnis þjón kom furðu-dæl
framm að landa baugi ;
úti stóð fyr Óðins þræl
jötuninn (9) Þrymr á haugi.
 
21.
Ljótur talar í lyndi veill -
leiðaði orðum sléttum -
»Lóður kom þú híngað heill,
hvað hefr kall í fréttum?«.
 
22.
Segir hann alt sem fréttin fór,
fyst tók Loki að inna:
»hamarinn Mjöllnir hvarf frá Þór
og hvergi megum hann finna«.
 
23.
»Drjúg-mjög eruð (10) þar duldir til sanns,
- Dofri talar af galdri -
eg hef fólgið hamarinn hans,
hann mun finnast aldri.
 
24.
Nema þér Freyju færið mér,
að fegri (11) er hverju vífi;
þá mun hamarinn hittasti hér -
og hjálp svó þínu lífi.
 
25.
Þar mun rammlig ráðagjörð
Rögnis vera í höllu;
níu feta (12) niðr í jörð
nú er hann geymdr með öllu.
 
26.
Æðir heim sá ilsku tér (13)
allur reiði bólginn.
»Hefr þú nokkuð hamarinn hér?
hvar er hann Mjöllnir fólginn?«.
 
27.
»Hamarinn færi eg hvergi þér
- heyri dróttir prúðar -
nema þú Freyju færir mér.
og fáir mér hana til brúðar«.
 
28.
Reiðan gjörði Rögnis kund
rétt í þenna tíma.
Þór gekk upp á Freyju fund. -
Falli þann veg ríma.
 
II.
 
1.
Höldum færi eg Herjans snekkju, hróðrar barða.
Fyst kom upp í Freyju garða
Fjölnis burr með reiði harða.
 
2.
Þá nam kallsa (14) þessi orð við þellu veiga
»viltu nokkuð jötuninn eiga?,
ýtum gjörir hann kosti seiga«.
 
3.
Hann greinir mál, en gullaðs skorðu gjörir svó hljóða:
»þigg nú málm og menið hið góða«.
Mælti síðan sprundið rjóða:
 
4.
»Fyrr skal eg mér fleygja út í (15) fagran geima,
heldr en fara í jötna heima;
öngvan gjörir eg kost á þeima«.
 
5.
Þór nam gánga þrútinn á burt frá þorna Gefni,
Atla (16) trú eg að einum hefni;.
ángur stendr honum fyrir svefni.
 
6.
Má nú ekki mildíngs sonrinn Mjöllni spenna,
eldar þóttu úr augum brenna,
ygldist Rymr við leikinn þenna.
 
7.
Óðinn lætur efna þíng á Ásavöllum,
rekkar drifu úr Rögnis höllum,
ræðan tókst með goðunum öllum.
 
8.
Heimdæll gaf til hoskligt ráð enn heyrnar-prúði:
»Þór skal nefna þussa brúði -
þeim skal veitast kvenna-skrúði (17)«.
 
9.
»Búníng allan beri (18) þér uppá beyti (19) sára,
þann veg skulum vær þussa dára,
Þór er líki kvenna fára«.
 
10.
Ýtar bjuggu (20) Ásaþór sem eg vil greina,
settu á bríngu breiða steina,
blóðrautt gull og pellið hreina.
 
11.
Ýtar bjuggu Ásaþór með ófnis skíði;
þessi kallinn kampasíði
kemr í stað fyr hrínga-fríði.
 
12.
Heimdæll bjóst og Hænir meður (21) hoskr í ræðum,
Loki var klæddur kvinnuklæðum,
Klókur þótti hann næsta í ræðum.
 
13.
Óðinn átti frábært far er flutti beima;
rann það enn veg rúst og geima,
með reiða gekk það um löguna heima.
 
14.
Goðunum fylgja geysimargar (22) geitr og kálfar,
telst þá ekki tröll og álfar,
töframenn og völvur sjálfar.
 
15.
Fuglar margir fylgja þeima (23) fleina rjóðum (23),
villidýr af veiðislóðum,
varga sveit með úlfum óðum (24).
 
16.
Þegnar koma í þussagarð, er þundar (25) heitir
úti stóðu jötna sveitir,
allir vóru furðu-teitir.
 
17.
»Því kom ekki Ásaþór með yðr til veislu?
honum mun verða gjöf til greislu;
gjört var slíkt að vórri beislu«.
 
18.
Seggrinn talaði sæmdar-gjarn við sína rekka;
»hamarinn veldur hann fær ekka,
heima trú eg hann vili drekka«.
 
19.
Þegnum heilsar þussa gramur Þrymr í kífi,
Grímni þótti gaman að lífi,
glotti þegar og hyggr að vífi.
 
20.
Flagðavinrinn fífla vill til fljóðs í vagni,
eigi skyldi hann yglast magni,
Æsum kom nú brögð að gagni.
 
21.
Kappinn vildi kyssa fljóð enn kynja-skjóti,
rétti hendr enn rammi sóti,
reygðist næsta brúðr í móti.
 
22.
Brúsi sagði brögðin ljót á bauga-þreyju (26):
»því eru öndótt augu Freyju?
ekki líst oss bragð á meyju«.
 
23.
Þetta undrast þegna sveit, hvað Þrymr réð spjalla,
þá sló þögn á þussa alla. -
Þar mun bragrinn verða falla.
 
III.
 
1.
Þar skal brátt en þriðja mærð
þegna sveit af afli færð.
Loptur greiddi lýðum svör -
löngum þótti hann slyngr við för.
 
2.
»Ekki svaf hun (27) um átján dægr
- Óðins talaði þrælinn slægr -
svó var hun híngað Freyja fús -
fari nú menn og tjaldið hús«.
 
3.
Síðan settist brúðr á bekk,
Baugi alt til veislu fekk;
bar hun af flestum brúðum stærð
býsna-digr og allvel hærð.
 
4.
Loptur svaf hjá lauka rein,
leist hun (28) vera sem þernan ein;
tröllin frá eg að tóku upp borð,
talaði brúðrin ekki orð.
 
5.
Allir skipuðust jötnar tólf
öðru megin við hallar gólf,
hlaupa upp með heimsku á bekk,
hefr sá verr að fyr þeim gekk.
 
6.
Þar var Surtur, Haki og Hrymr,
höfðinginn var jötna Þrymr,
Sörkvir, Móði, Geitir og Glámr,
Grímnir, Brúsi, Dofri og Ámr.
 
7.
Eigi var þeira flokkrinn fríðr;
Fála kom þar inn og Gríðr,
Hlökk og Syrpa, Gjálp og Greip,
geysiligt var þeira sveip.
 
8.
Kómu á borðið bryttrog stór,
brúðir sátu upp hjá Þór;
jaxlar veittu jötnum lið,
einginn hafði hnífinn við.
 
9.
Börðust þeir með býsnum svá,
blóðið dreif um alla þá,
knútum var þar kastað opt,
kómu stundum hnefar á lopt.
 
10.
Uxa frá eg að æti brúðr,
ekki var þeira leikrinn prúðr,
lagði hun að sér laxa tólf
og lét þó aldri bein á gólf.
 
11.
Undra tók (29) nú jötna sveit,
át og drykk að brúðar leit,
»fljóð er orðið furðu-gert«
flagðið talaði þanninn hvert.
 
12.
Loptur heyrði ljótan kurr,
»leingi - svaraði Nálar (30) burr -
hvað kann verða hverju líkt;
hafi þér skamm er talið um slíkt.
 
13.
Fastað hefr hun fjórtán nætr,
Freyja sjálf og halrinn mætr,
drósin hvórki drakk né át;
drjúg-mjög er hun nú orðinn kát«.
 
14.
»Fáunst vær ei í forsi nú,
furðu-ill er skemtan sú,
- Brúsi talaði bragða-forn -
beri þér inn hið mikla horn«.
 
15.
Kom sá inn, er krásar mat,
og kennir þegar, hvar brúðrin sat,
hafði á sér höfuðin þrjú;
ræddir mundu flestir nú.
 
16.
Furðu var það hornið hátt,
er Hafli tók við einkar brátt;
byrlara þeim, er Baugi gaf,
brúðrin drakk í einu af.
 
17.
Krásar (31) þegar að kómu til,
kenna réð þær menja Bil;
seggir tóku að segja í senn:
»sáld af mjöðinum drakk hun enn«.
 
18.
Kallar Þrymr á kappa sín:
»komi þér framm í hellir mín;
mæli þér að móðir vár
meyju færi Gefnar tár«.
 
19.
Kellíng þessi kemr í höll,
knýtt er hun og bömluð öll,
hafði hun vetr um hundrað þrenn;
hvergi var hun þó bognuð enn.
 
20.
»Syrpa eg vil senda þig,
sækja skaltu hamar fyr mig
niðr í jarðar neðsta part«;
nú mun verða leikið mart.
 
21.
Hvergi gátu hamarinn fært
hundrað manns, þó til sé hrært (32);
Keila setti upp kryppu bein,
kellíng gat þó borið hann ein.
 
22.
Hamarinn kom í höllina stór,
hvórt mun nokkuð gleðjast Þór?
mærin þrífur Mjöllnir viðr; -
margir drápu skeggi niðr.
 
23.
Sundr í miðju borðin brýtr,
brauð og vín um gólfið hrýtr,
jötnum vesnar heldr í hug,
hjartað þeira er komið á flug.
 
24.
Braut hann í sundr í Beslu hrygg,
brúðrin fell þar eigi dygg,
síðan lemr hann tröllin tólf,
tennur hrjóta um hallar gólf.
 
25.
Æsiligr var Ásaþór,
upp mun, reiddur hamarinn stór,
setti hann niðr á Sauðúngs kinn,
sökk hann þegar í hausinn inn.
 
26.
Pústrað hefr hann pilta Rymr,
prettum var leikinn skálkrinn Þrymr,
hann fekk högg það hausinn tók,
höfuðið fast með afli skók.
 
27.
Þrymlur heiti þetta spil;
þann veg gekk um hamarinn til;
eignist sá, sem óðar biðr,
ekki skal þeim kasta niðr.


Fodnoter:

1) ulfen hdr.
2) ok hdr.
3) storra hdr.
4) heít hdr.
5) valla haska hdr.
6) het. let(!) hdr.
7) hjer hefur hdr. vís, sem alls ekki á við: Kappinn frá eg að Heimdæll hét | hann var borinn með nauðum | heyrði hann alt það hærra lét | en hárið spratt á sauðum.
8) logu hdr.
9) iotuns hdr.
10) eru hdr.
11) fegra hdr.
12) fet hdr. (les fóta?, rasta?)
13) bier hdr.
14) kallze hdr.
15) v. hdr.
16) attle hdr.
17) í hdr. er röðin hjer eftir þessi: 10. 12. 13. 11. 9 osfrv., en hún er raung.
18) ber hdr.
19) beití hdr.
20) byggíu hdr.
21) med hdr.
22) marg hdr.
23) þeim af ... rogum hdr.
24) nogum hdr.
25) rángt?
26) svo hdr.
27) ћ hdr.
28) les hann?
29) taca hdr.(?)
30) nala hdr.
31) Krassar hdr.
32) hrætt hdr.