Fjörutíu Íslendinga þættir: Formáli

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fjörutíu Íslendinga þættir

Formáli

Þórleifr Jónsson gaf út
Reykjavík, 1904
Útgáfur og aðferð nú:

 1. Auðunar þáttr vestfirzka: 1°. Kanpmannahöfn (= Kh.) 1818, fol. s. I-II og (= &) 1-8 (Byrgir prófessor Thorlacius). — 2°, Kh. 1881 í Fornmannasögur (Fms. = Noregs-konunga-sögur), 8°, VI, síðu (= s.) 297—307 (ɔ: Haralds saga harðráða = Har. s. harðr., kafli (= k.) 72-75). - 3°. Kristiania (= Kria), 1847, 8° í „Oldnordiek Lasebog“, s. 21—24 eftir Morkinskinna (= Msk.) (Peter Andreas Munch & Carl Rikard Unger, prófessorar). — 4°. Kria, 1867, 8° í Msk. s. 61-65 (C. R. Unger). — 5°. Kria, 1868, 8° í Flateyjarbók (= Flb.) III, s. 410—415 (Unger). Hér eru allar framantaldar útgáfur lagðar til grundvallar og hafðar til hliðsjónar.
 2. Brands þáttr örva: 1°. Kh. 1819, fol. s. 1-7 Byrgir próf. Thorlacius). — 2°. Kh. 1881. í Fms. VI, s. 348-350 (Har. s. harðr., k. 96). - 3°. Kria. 1847, í „Oldn. Læsebog“ [sbr. I, 30] s. 25. - 4°. Kria, 1867 í Msk. s. 69-70. - Hér er farið eftir 2° til 4°.
 3. Egils þáttr Síðu-Hallssonar: 1°. Kb. 1830, í Fms. V, s. 321—329 Ólafa saga helga (= Ól. s. h. 2. p.). - 2°. Reykjavík (= Rv.) 1855, 8°, í „Sex söguþættir (= 6 sþ.), s. 1—12 (Dr. phil. Jón rektor Þorkelsson). - 3°. Kria, 1862, í Flb. I. — Hér er lagt til grundvallar: 6 sþ. og Flb. höfð til samanburðar.
 4. Einars þáttr Skúlasonar: 1°. Kh. 1832, í Fms. VII, s. 355-357 (Msk.). - 2°. Kria 1867, í Msk. s. 226—228. — Hér er auðvitað Msk. lögð til grundvallar. Kvæði Einars prests hafa til grv. öll handrit (= hdr.) og útgáfur, er þar til heyra, og oflangt yrði hér upp að telja.
 5. Gisls þáttr Illugasonar: Kb. 1832, í Fms. VII, s. 29-40 (Magn. s. berfœtta, k. 15-19). - Hér þar eftir.
 6. Gull-Ásu-Þórðar þáttr: 1°. Kh. 1832, í Fms. VII, s. 111-118 (Sig. s. Jórsalafara, k. 24-25). - 2°. Rv. 1855, í 6 sþ., s. 72-78. - 3°. Kria 1867, í Msk. s. 170-174. - Hér eftir 2° og 3°.
 7. Gunnars þáttr Þiðranda-bana: 1°. Kh 1826, aftan við> Laxdœlu, s. 364-385. - 2°. Akreyri 1867, aftan við sömu sögu, s, 245—259. — Hér eftir þeim útg.
 8. Halldórs þáttr Snorrasonar: 1°. Kb. 1826, í Fms. III, s. 152-174 (Ól. s. Tr.) og Kh. 1831 í Fms. VI, s. 237-251 (Har. s. harðr. k. 42-46). - 2°. Kria, 1860 & 1868 í Flb. I, s. 506-511 og í Flb. III, s. 428-431. - 3°. Kria, 1867 í Msk. s. 46-51 (brot). — Hér eru allar þessar útg. viðhafðar og samanbornar.
 9. Hrafns þáttr Hrútfirðings: Kh. 1831 í Fms. VI, s. 102-119 (Magn. s. g., k. 46-51). - Hér er farið þar eftir.
 10. Hreiðars þáttr heimska: 1°. Kh. 1831 í Fms. VI, s. 200-218 (Har. s. harðr. k. 26-29). - 2°. Kria, 1867, í Msk. s. 35-44. - Hér þar eftir.
 11. Hrómundar þáttr halta: 1°. Kh. 1827, í Fms. III, s. 142—151 (sérstakr aftan við Ól. s. Tr.). — 2°. Kria 1860, í Flb. I, s. 409-414. - Hér eftir báðum.
 12. Íslendings þáttr sögufróða. (Titill tilbúinn): Kh. 1831 í Fms. VI, s. 354-356 (Har. s. harðr. k. 99). Sbr. Msk. Kria 1867, s. 72-83. - Hér þar eftir.
 13. Ívars þáttr Ingimundarsonar: 1°. Kb. 1839 í Fms. VII, s. 102-106 (Sig. s. Jórsalafara, k. 19), og s. bók, s. 327—333 (Msk.), að því er kvæðið (ɔ: Sigurðarbálk) snertir. — 2°. Kria 1867, í Msk. s. 167-168. - Hér þar eftir.
 14. Jökuls þáttr Bárðarsonar: Kh. 1830, í Fms V, s. 28-30 (Ól. s. h. k. 173). — Hér þar eftir.
 15. Mána þáttr Íslendings: Kh. 1834 í Fms. VIII, s. 206—208 (Sverris saga, k. 85). — Hér þar eftir.
 16. Odds þáttr Ófeigssonar: 1. Kh. 1821 (Byrgir próf. Thorlacius), s. 1-8. fol. — 2°. í Fms. VI, s. 377-384 (Har. s. harðr. k. 106-107). - Hér er 2° lagt til grundvallar.
 17. Orms þáttr Stórólfssonar: 1°. Skálholti 1690, 4° í Ól. s. Tr. II, Appendix, s. 5-19. — 2°. Kh. 1827 í Fms. III, s. 204—228 (sérstakr aftan við Ól. s. Tr.). - 3°. Kria 1860, í Flb. I, s. 521-532. - Hér eftir 2° og 3°.
 18. Sighvats þáttr skálds: Kh. 1829 & 1830 í Fms. IV & V (Ól. s, h. k. 62, 86, 119, [ór] 127, 142, 157 og 238 o. s. frv.). — Útgáfu-brot er og til í „Icelandic Reader“, Oxford 1879, enn handónýtt. — Hér er farið eftir Ól. s. h. í Fms. o. m. fl.
 19. Sneglu-Halla þáttr: 1°. Kh. 1831, í Fms. VI, s. 360-377 (Har. s. harðr., k. 101-105). - 2°. Rv. 1855 í 6 sþ. s. 18-43. — 3°. Kria 1867, í Msk. s. 93-101. - 4°. Kria 1868, í Fib. III, s. 415-428. — Hér er 2° lagt til grv. og sbr. við hinar útg.
 20. Stefnis þáttr Þórgilssonar: 1°. Kh. 1825-1827, í Fms. I, s. 276, 283-286; II, s. 118; III, 19-20 Ól. s. Tr. k. 139, 142, 187 og 263). - 2°. Kria 1860 í Flb. I, s. 285-287, 362 og 500. - Hér er þáttrinn gefinn út eftir báðum þeim heimildum.
 21. Steins þáttr Skaftasonar: 1°. Kh. 1829 & 1830, í Fms. IV, s. 287, 313, 314, 316-325; V, 180-181 (Ól. s. h. k. 126, 132, 134 og „viðrauki“ I). - 2°. Kria 1862 í Flb. II, s. 261-262. - Hér eftir þeim útg.
 22. Stúfs þáttr blinda: 1°. Kh. 1831 í Fms VI, s. 389-393 (Har. s. harðr. k. 110). - 2°. Kh. 1860, í „44 Prøver“ (Konráð prófessor Gíslason), s. 489—491. - 3°. Leipzig 1877 í „Analecta norrœna“ 2. útg. (Theódór prófessor Möbius), s. 68-71. - Hér er 3° lagt til grv., sbr. við 1° og 2°.
 23. Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs: 1°. Kh. 1826 í Fms. II, s. 222-228 (Ól. s. Tr. k. 225 og 226. — 2°. Kria 1860 í Flb. I, s. 435-439. - Hér er 2° lagt til grv. og sbr. við 1°.
 24. Þiðranda þáttr ok Þórhalls: 1°. Kh. 1826 í Fms. II, s. 192-196 (Ól. s. Tr. k. 215). - 2°. Kria 1860 
í Flb. I, s. 418-421. - 3°. Oxford 1879 í „Icel. 
Reader“ 102-106. — Hér er 3° 1. t. grv. og sbr. 
við hinar útg.
 25. Þórarins þáttr Nefjólfssonar: 1°. Kb. 1829 & 1830 í Fms. IV, s. 174-178, 263-266 & 280-284 og Fms. V, s. 314-320 (Ól. s. h. k. 82, 114 & 115, 122 & 123, og sérstakr þáttr aftan við söguna. - 2°. Kria 1862 í Flb. I. - Hér eru báðar þessar heimildir notaðar.
 26. Þórarins þáttr stuttfeldar: Kh. 1832 í Fms. VII, s. 152-165 (Sig. s. Jórsalaf. k. 39 & 40). - Hér þar eftir.
 27. Þórgríms þáttr Hallasonar: Kb. 1831 í Fms. VI, s. 30-36 (Magn. s. góða, k. 18-20). - Hér þar eftir.
 28. Þórhalls þáttr knapps: 1°. Kh. 1826 í Fms. II, s. 229-232 (Ól. s. Tr. k. 227). - 2°. Kria 1860 í Flb. 1, s. 438-441. - Hér þar eftir.
 29. Þórleifs þáttr jarlsskálds: 1°. Kh. 1827 í Fms. III, s. 89-104. - 2°. Kria 1860 í Flb. I, s. 207-
215. - 3°. Kh. 1883 í „Ísl. fornsögur“, s. 114-132 (Finnr Jónson). — Hér er 3° lagt til grv. með hliðsjón af hinum útg.
 30. Þórodds þáttr Snorrssonnr: 1°. Kh. 1829 í Fms, IV, s. 332-341 (Ól. s. h. k. 137). - 2°. Kria 1862 í Flb. II. — Hér er farið ettir þeim útg.
 31. Þórsteins þáttr Austfirðinga (eðr Suðrfara): Rv. 1855 í 6 sþ., s. 18—17. — Hér er þáttrinn gefinn út eftir stórri sögubók í 4°, er eg á, og er hún öll rituð með hendi síra Þórsteins Sveinbjörnssonar að Hesti í Borgarftrði (d. 1815, 85 ára gamall), og hefir síra Þ. Svb. ritað eftir hdr. síra Eyólfs lærða prests á Völlum í Svarfaðardal (d. 1745, 75 ára gamall) Jónssonar; og er hdr. síra Þ. Svb. ágætt hdr. með skýrri snarhendi og fornri stafsetningu. Í bókinni eru alls: 11 sögur og þættir Íslendinga.
 32. Þórsteins þáttr forvitna: 1°. Kv. 1855 í 6 sþ. s. 69-71. — 2°. Kria 1868 í Flb. III, s. 431-432. — Hér eftir sama hdr. og næst undanfarandi þáttr.
 33. Þórsteins þáttr stangarhöggs: Kh. 1848, aftan við Vopnfirðinga söga, — Hér eftir sama hdr. og 31 & 32.
 34. Þórsteins þáttr tjaldstœðings: 1°. Kb. 1860 í „44 Prøver“, s. 1-5. — 2°. Kria 1888 í Fib. III, s. 432—435. — Hér að mestu eftir 1°, enn auðvitað shr. við hina útg.
 35. Þórsteins þáttr uxafóts: 1°. Kh. 1827 í Fms. III, s. 105-134 (aftan við Ól. s. Tr.). - 2°. Kria 1860 í Flb. I. í. 249-263. - Hér eftir 2° sbr. við 1°.
 36. Þórvalds þáttr tasalda: 1°. Kh. 1826 í Fms. II, s. 144-158 (Ól. s. Tr. k. 200). - 2°. Kria 1860 í Flb. I, s. 379-383. - Söm aðferð og við 35.
 37. Þórvalds þáttr víðförla: 1°. Kb. 1778 aftan við „Hungrvöku“, s. 254—339 (Hannes bisk. Finnsson). - 2°. Kh. 1825 í Fms. I, s. 255-276 (Ól. s. Tr. k. 130-138). - 3°. Kh. 1838 í „Biskupasögur“ I, s. 33-50 (Gbr. Vigf.). - 4°. Kria 1860 í Flb. I. - Hér eftir 3° og 4°, sbr. við hinar útg.
 38. Þórvarðs þáttr krákunefs: 1°. Kh. 1831 í Fms. VI, s. 356—360 (Har. s. harðr. k. 100). - 2°. Kria 1867 í Msk. s. 73-75. - 3°. Kria 1868 í Flb. m, s. 367-359. - Hér þar eftir.
 39. Ögmundar þáttr dytts ok Gunnars helmings: 1°. Kh. 1826 í Fms. II, s. 62-78 (Ól. s. Tr. k. 173). — 2°. Kria 1860 í Flb. I, s. 332-339. - Hér eftir 
2°, sbr. við 1°.
 40. Ölkofra þáttr: 1°. Hólum 1756 í „Margfr. sögnþ.
 Íslendinga“ (Björn lögmaðr Markússon), s. 14—37. — 2°. Kh. 1866 aftan við Króka-Refa sögn, s. 65—
76. — 3°. Halle 1879 (Hugo Gering) í „Beitäge zur 
deutschen Philologie“, s. 1—24. — Hér eftir 2° sbr.
við 3°.
Eg hefi gert mér far um að vanda svo vel, sem föng voru á, undirbúning þátta þessarra undir prentun; vona eg, að það hafi tekist fremr vel, og að menn dœmi þessa tilraun mína sanngjarnlega, — annars krefst eg eigi. — Í júni og júlí og ágústmánuðum f. á. ritaði eg handrit mitt til prentunar, þá er mér varð á milli frá prestsstörfum mínum, og lá satt að segja ekki á liði minu þær stundirnar, því að auk mína prestakalls hafði eg og Presthólakalli að þjóna í allt fyrra-sumar. — 22. águst til 3. sept. f. á. var eg í Reykjavík og hamaðist svo sem eg mátti að rita og bera saman úr bókum þeim, er eg hafði eigi heima, og að lokum varð handrit mitt undir prentunina nær 100 örkum rituðum. Var þegar tekið að prenta ór vetrnóttum og verðr nú lokið. Sigurðr bóksali Kristjánsson fekk Benedikt cand. phil. Sveinsson, Húsvíking, til þess, bæði að lesa yfir handrit mitt — og laga það, er mér kynni að hafa yfirsést; — einkum lagaði hann ýmislegt í vísunum, og bœtti & stöku stöðnm vísum inn í, er eg hafði ekki haft tíma til í Rvík í fyrra-sumar að ljúka alveg við, og þakka eg honum kærlega fyrir, — og lesa prófarkir. Að vísu, hefir einstöku prentvilla slœðst inn í þættina, enn það er furðu-lítið, eftir því, er sumar bœkrnar nú á tímum gerast um það far, því að í flestum bókum, útgefnum nú á tímum á landi voru, úir og grúir af prentvillum, — þó að skömm sé frá að segja.

Kostnaðarmaðrinn sér sér ekki fœrt, að láta vísna-skýringar fylgja þessu bindi, bæði sökum þess, að það mundi lengja bókina fram ór því, er góðu hófi gegnir, hversu stuttar sem svo skýringarnar yrði, — og af því, að þeir munu vera fáir meðal alþýðu, er útgáfa þessarra Íslendinga-sagna er ætluð, er hafi nokkurt verulegt gaman eðr gagn af lestri vísnanna, — og margar eru erfiðar viðfangs, — og hleypr því yfir vísurnar og þar með skýringarnar.

Eg hefi við þessa útgáfu ekki bundið mig við kaflatölu í þáttunum eftir því, er stóð í frumbókunum, heldr haft kafla-skifti þar, er mér þótti skynsamlegast. Í vísunum eru hafðir ýmsir aðdrættir mjög víða frá, er eigi er unnt hér upp að telja, bæði úr prentuðum og óprentuðum bókum.

Nafnaskrá mun Benedikt Sveinsson semja, þar sem eg fæ því eigi við komið sökum fjarlægðar. Einnig mnnn fylgja leiðréttingar á helztu prentvillum og eru menn beðnir að leiðrétta samkræmt þeim, áðrenn bókin er lesin.

Að því er stafsetning snertir á þáttum þessum, þá er hún nær hin sama, sem fylgt hefir verið á öðrum Íslendingasögum. Þó er ekki fullkomið samrœmi um sumt, enda eru þættirnir með ýmislegri stafsetningu í handritunum og mjög misfornir. Einkennilegum orðmyndum er haldið á sumum stöðum, svo sem gert hefir rerið áður á sögum þessum. Hér er ger greinarmunr á æ og œ, og mun eg reyna að verja það fyrir dómi þeira manna, er kallá slíkt sérvizku.

Að öðru leyti mun eg bera hönd fyrir höfuð mér gegn öllum aðfinnslum, er hógværar eru og rök eru fœrð fyrir.

     Stað í Öxarfirði, á Lambertsmessu 1904.

     Þórleifr Jónsson.