Völsungarímur I-VI

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif


Fernir forníslenskir rímnaflokkar


er
Finnur Jónsson
gaf út 1896


Völsungarímur
Rímur frá Völsungi hinum óborna
Am 604 g, 4º


I.

1.
Blanda skal eg fyr börnin glöð,
er beiða í fysta sinni,
Sónar foss og Suptúngs mjöð
saman og Asa minni.

2.
Óðin vissa eg (1), arfa Bors,
Ásía (2) veldi ráða,
jafnan vakti hann vigra fors,
val fekk örn til bráða.

3.
Gramr er bæði fagr og fríðr
og furðu vænn að öllu,
orðin slétt, og einkar blíðr,
örr af greipar mjöllu.

4.
Vísir reiknast vitr og hægr,
var það gjört að orði,
hér með var hann sterkr og slægr,
stóð honum eingi á sporði.

5.
Spektar grein og spáleik prýddr,
sparði aldri seima;
kýngin mörg, sú kóngr er skrýddr (2a),
er kunn um alla heima.

6.
Óðinn seldi auga sítt
annað bauga runni,
með því jókst honum manvit frítt (3)
og Mímis (4) drakk hann af brunni.

7.
Hilmir kunni hverja list,
honum varð alt að ráði,
gramr hefr öngrar mentar mist,
mildr af grettis láði (5).

8.
Ásgarður hét ágæt höll (6),
er Óðinn átti að stýra,
glóar hun öll með greipar mjöll (7)
og græðis eld enn dýra.

9.
Það er en væna þeingils höll,
þökt var silfri hvíta,
því var líkust innan öll
jafnt sem gull að líta.

10.
Bókin vill af borgar stærð
birta fólki ríku;
nú er það komið í mína mærð,
megi þér ráða af slíku.

11.
Dyrnar vóru á hurða hjört
hundrað fimm og fjórir
tigir (8) - hafa slíkt Tyrkvir gjört
traustir frændur vórir.

12.
Vissa eg ei í veröldu fyrr
væri stærri halla,
jafnfram geingu í einar dyrr
átta hundruð kalla.

13.
Í Óðins höll varð aldri húmt,
alskyns er þar (9) mæti,
flestum var þar fyrðum rúmt,
feingu allir sæti.

14.
Skatna liði var skjöldúngs höll
skipuð í millum gátta,
stillis hirðin stór sem tröll,
styrkri var einn en átta.

15.
Gramr var bæði sterkr og stór,
slægð bar hann af öllum;
öflgastur var Ásaþór
af Óðins köppum snjöllum.

16.
Óðinn setti í landi lög,
hvé lýðir skyldu hegða;
vandar um það vísir mjög,
ef vill því nokkur bregða.

17.
Döglíng skipaði dreingjum tólf
að dæma um málin vöndu;
þiljað var hilmis hallargólf
harðri fræníngs ströndu.

18.
Fylkir lagði fornar spár,
forsögu vissi hann alda;
fylgdi þar með friðr og ár,
flestir trúðu hann valda.

19.
Trúði (10) á stillir Tyrkja drótt,
tel eg það margan pretta (11);
óska fjöld og aura gnótt -
Óðinn gaf þeim þetta.

20.
Margur trúði á málma Freyr
mildíng galdra lista,
sér vænti hverr er af vópnum deyr,
Valhöll muni þeir gista.

21.
Letrið gjörir það ljóst fyr mér,
þá lýðir vóru í nauðum,
þeir báðu Óðin bjarga sér
bæði lífs og dauðum.

22.
Evrópá og Ásíaheim
Óðinn átti að stýra,
í þriðjúngum (12) var (13) þessum tveim
þegna sveitin dýra.

23.
Villan hefr sjá vorðið stór,
virðar hugðu báða
Óðin kóng og Ásaþór
öllum heimi að ráða.

24.
Sjá lést gramr af sinni spekt,
- sú er af fítóns anda -
eyðast mundi öll hans mekt,
en Jésú vegr mun standa.

25.
Óðinn bjó með allri list
aura gnótt og beima,
fylkir vill svó forðast Krist
og flýði norðr í heima.

26.
Yfir Ásgarð setti Vila og Vé
vísir bræður sína;
skjöldúng frá eg að skorti ei fé,
skötnum má eg það tína.

27.
Nefna mun eg þá Njörð og Frey,
af niflúngs vóru hendi;
gramr sat meðan í Óðins-ey,
en ambátt sína sendi.

28.
Gramr helt fyst í Garða austr,
girntist þaðan til Saxa;
kærliga lét þá kóngrinn traustr
kynslóð sína vaxa.

29.
Sá hefr heitið Gylfir gramr,
er galdra kunni fjölda;
Sviðþjóð stýrði siklíng framr,
sína gladdi hölda.

30.
Gefjon heitir hrínga Hlín,
hun var Ásía ættar,
skjöldúng veitti hun skemtan sín,
að skröksögur urðu gættar.

31.
Plógland gaf fyr skemtan skjótt,
- skili það pallar vórir -,
drógu það bæði dag og nótt
döglíngs uxar fjórir.

32.
Snótin hefr á galdra í gnóg
gjört með vælum slíkum,
sonuna hefur sér fyr (14) plóg
samið í uxa líkum.

33.
Landið slíkt, er Gefjon gaf
Gylfi að kvæðis-launum,
yxnin (15) drógu út í haf;
auðlíng komst að raunum.

34.
Leystu þeir upp landið alt,
Lögrinn var þá eptir;
sannliga mun með Svíum á valt
sýnast slíkir greptir.

35.
Segi eg það helst í Sviptúngs fund,
að synirnir galdra Freyju
þeir settu þessa grænu grund
gagnvart Óðins eyju.

36.
Gefjon ræður grundu um aldr
og gjörði mart að starfa,
svanninn átti síðan Baldr
sannan Óðins arfa.

37.
Liggja víkr í Leginum svá,
lýðum vil eg það inna,
þar mega ýtar Sæland sjá
svinnir, þeir er finna.

38.
Sér það glögt á sínum hag
svænskra manna ræsir,
að myklu hefr hann minna lag
á menta fjöld en Æsir.

39.
Óðinn sótti auðlíng heim
með alla sína dreingi,
bæði lönd og brendan seim
bauð hann honum með meingi.

40.
Óðinn talar svó orðin snjöll:
»ekki skal því neita«.
Þegar lét stofna þeingill höll
þar er Sigtúnir heita.

41.
Að flestu er þessi en fagra borg
sem fyrr var skrifuð með Tyrkum,
buðlúng (16) skipaði bæi og torg
brögnum sínum styrkum.

42.
Lögmál slíkt og landsins rétt
lofðúng skipar með öllu,
sem Óðinn setti og áðr var frétt
Ásgarðs fólki snjöllu.

43.
Á báli skyldi dauða drótt
drjúgum brenna alla,
þar með bjarta bauga gnótt
og bæði konur og kalla.

44.
Vísan skyldu vegnir menn
Valhöll eiga að gista,
en sædauðir seggir senn
sig (17) til heljar vista (18).

45.
Svó var gramr af gulli örr,
gaf til beggja handa
skötnum sínum skjöld og dörr,
skýfir hjálms (19) og branda.

46.
Frigg var kölluð fylkirs kvón
Fjörguns dóttir væna,
ýtar telja falda frón
á flestar listir kæna.

47.
Var svó Óðinn vífinn gramr,
valla fekkst hans jafni,
marga sonu gat fylkir framr,
fá má merkja nafni.

48.
Niflúngs son skal nefna Skjöld,
nógu gjarn til rómu;
döglíngar yfir danskri öld
dýrir af honum kvómu.

49.
Inga nefni eg Óðins nið,
aldri í sóknum vægir;
ættrif hans er ágætt lið:
Uppsala kóngar frægir.

50.
Sæmíngs get eg að sönnu við,
siklíngs arfa ens snjalla;
jókst nú af þeim auðlíngs nið
ætt Háleygja-jalla.

51.
Sigi var nefndur siklíngs mögr,
sá var vænn að líta,
ennið bjart en augun fögr,
ásjón berr hann hvíta.

52.
Hilmirs son var hár og digr,
hann var sterkr að afli,
mönnum leist hann merkiligr
og mildr af greipar skafli.

53.
Nú réð stofna Njarðar kván (20)
niflúng veislu eina;
Skaði hét sjá (21) skikkju Rán (21)
að skeinkti (22) vínið hreina.

54.
Þegninn átti þrælinn þann
- þjóðum vil eg það skýra -,
Breði hét sá er með virtum vann
og veiddi fjölda dýra.

55.
Refil skal nefna rakka hans,
reyndr að kostum mörgum,
görpum fæ eg greint til sanns
grimliga eyddi hann vörgum.

56.
Sigi var þar (23) með sínum feðr
- segja mun eg það verða -
bað hann að fylgja, því blítt var veðr,
Breða til veiðiferða.

57.
Breði fekk unnið björninn einn,
björt skein sól í heiði,
hilmirs son varð heldur seinn,
hann hrepti öngva veiði.

58.
Ríkum var þá ræsis nið
reiði þyngri (24) byrði;
dáliga helt þá dreingrinn grið,
deyddi hann þræl og myrði.

59.
Breða dró hann í breiðan skafl,
banaði síðan rakka,
ræsis niðr hefr reynt sitt afl,
reiðan gjörir því sprakka.

60.
Sigi kom aptur síð um kveld
og settist þá til drykkju;
mjög var Skaði (25) í máli sneld
mælti af grimmri þykkju:

61.
»Hvar er hann Breði?« kvað bauga (26) Hlín
Bragníng réð að ansa:
»ekki vildi þrællinn þín
þjóna, mér til vansa.

62.
Kafnaðr var hann í kránkri mjöll
kveð eg ei fleira skipta,
ellegar get eg að trúðig tröll
tekið hafí lífi að svipta«.

63.
»Orðin þín eru eigi sönn
- ansar þann veg sprakki -
Breða muntu hafa banað í fönn,
bæði er dautt og rakki«.

64.
Mín skulu þessi (27) ljóðin lögð,
lýk eg Ása minni;
tel eg að reiki bernsku brögð,
bið eg að óði linni.

II.

1.
Blandast dreggin Þriðja þykk
þráins af varra flæði (28)
við Sigmundar sinnu drykk,
sem eg því annað fræði.

2.
Virðum skipaði veiðimanns
víf að leita fjórum;
bragnar fundu búkinn hans
Breða í skafli stórum.

3.
Garpar fundu í gildri þá
gagarinn (29) ræntan lífi,
höldrinn fór þá hverr sem má
heim og sagði vífi.

4.
Virðar gjörðu verkin sönn,
valla líkar sprakka.
Við Breða er kend en breiða fönn
beint og svó við rakka.

5.
Sigi var þá til sektar dæmdr,
og svó lauk þessu hjaldri,
og svó lángt í löndin flæmdr,
hann leit sín óðul aldri.

6.
Óðinn skipaði arfa sín
eina skeið úr landi;
ýtum vakti hann unda vín
og aflar sjóð (30) með brandi.

7.
Sigi vann bæði sæmd og dáð,
seggjum má eg það skýra;
einnveg fekk hann ríkis ráð
og rekka sveit að stýra.

8.
Stillis arfar stýrðu tveir
stóru Garðaríki;
svinna áttu systur þeir,
sást ei hennar líki.

9.
Sigi kom þar með sína drótt
systur þeira að biðja;
nifiúngs arfar níttu skjótt;
nú vex élið þriðja.

10.
Sigi vann þar með sæmd og dáð
sigr í miðjan máta;
bragníng fekk svó brúðar náð,
að bræður hennar játa.

11.
Siklíngs arfar sóru grið,
Siga þeir (31) hvergi pretta (32):
»níðíngs tekr sá nafnið við,
ef nokkur geingr á þetta«.

12.
Lúktu allan meyjar mund
mildíngs arfar stilli;
Sigi helt heim með seima Hrund
sæmdum prýddr og snilli.

13.
Sigi réð herja sumarið hvert,
en sat hann heima að hausti,
orðið er þá ýtum bert,
örr (33) var (33) gramr enn hrausti.

14.
Rera (34) skal nefna ræsis kund,
reyndr að frægð og snildi (35),
varð hann kóngs (36) að verja grund,
vandist brandi og skildi.

15.
Mildíngs arfa móðurbræðr
mintust (37) fornra skipta;
föðrinn hans, er ríkjum ræðr,
réðu hann lífi að svipta.

16.
Ýta er það sumra sögn,
svikinn var gramr í trygðum,
reyndi hann áður rómu (38) gögn
í rekka hjarta-bygðum.

17.
Sigi fell þar með sína hirð,
svó skal vísu greiða,
veittu griðin með vélum stirð
og vildu rjúfa eiða.

18.
Reri var ei í rómu staddr,
er ræsir týndi lífi;
af hilmis syni var herrinn kvaddr
hölda (39) að ræna lífi.

19.
Rekkum var til rómu stefnt,
Reri vann mart til dáða;
fullvel hefr hann föður síns hefnt
og feldi hann kónga báða.

20.
Ríkin tvenn og ræsis nafn
Reri tók átta (40) vetra;
trautt fekst annar tiggi jafn
týnir orma setra.

21.
Mildíng vann svó mykla frægð,
mér er seint að telja;
greini eg hitt að göfga mægð
gjörði hann sér að velja.

22.
Íngi hét sá stillir sterkr,
er stýrði svænsku veldi;
rekka sína ræsir merkr
reifði hann flæðar eldi.

23.
Döglíng átti dóttur sér,
dáðum prýdd og mildi;
Íngigerði ýtar mér
auðar nefndu Hildi.

24.
Lauka þöll var ljós og rjóð,
lista kunni hun fjölda
tígin mær var túngufróð,
í tafli vann hun hölda.

25.
Reri kom þar með rekka sín,
ræsis náði hann fundi;
bragníng væna bauga Lín
bað hann að kaupa mundi.

26.
»Kýs eg fyrr - kvað þeingill þá -
[en þín sé (41) silkifreyja,
döglíng, eptir dagana þrjá
darra þíng að heyja«.

27.
Róman varð að ræsis vild,
Reri hjó stórt með brandi,
odda hríð var einkargild,
Íngi hné frá landi.

28.
Auðlíng setti Ínga haug
og ýta hjá honum vegna,
siklíng fekk honum sverð og baug;
svó skal göfga þegna.

29.
Bragníng drakk nú brúðhlaup sitt
bæði og erfi Ínga;
sparði eigi við fólkið frítt
frægíngs dýra bínga.

30.
Siklíng var hann á svænskri láð
og svó yfir Garðaríki,
frægr var hann á fremd og dáð,
fanst hans valla líki.

31.
Þessi gramr, sem greint var mér,
og grundin Friggjar tára
gátu öngvan arfa sér
innan margra ára.

32.
Tiggi prúðr og tvinna Gná
tóku á Frigg að heita,
Óðinn skal þeim arfa fá,
afa sinn bað hann það veita.

33.
Óðinn heyrði bragníngs bæn,
búinn fleira (42) að veita,
svó að ei eyddist ættin væn,
ei mun hann þessu neita.

34.
Óðinn sendi eplið grænt,
að þau skyldu bíta
frændi hans og vífið vænt,
vísir mun því hlíta.

35.
Lét þá Hljóð (43) í lofðúngs knén (44)
lítið epli detta,
bragníng lofaði og brúðrin vén,
blíðr varð hann við þetta.

36.
Leiddi gramr í lítið hús
leggja (45) fanna þrúði,
eplið bitu þau einkar fús,
eldið jókst með brúði.

37.
Leið svó framm um lánga stund
fyr lindi silkiklæða;
mér var sagt, að mildíngs sprund
hun megi ei barnið fæða.

38.
Leiðángur (46) úr landi þá
Lofðúng bjóst að halda;
skildist gramr við skallats Ná,
sköp munu slíku valda.

39.
Býleits tók að bjóða heim:
bróðurdóttur stilli
eptir margan sverða seim,
er siklíng vann með snilli.

40.
Þeingill talaði þessi orð,
- þegnar leggja í minni -:
»heilsa skuli þér hrínga skorð
heim - kvað gramrinn svinni -.

41.
Nú er með barni bauga grund
- kvað býtir (47) Draupnis sveita -
lýðir vil eg að lofðúngs kund
láti Völsúng heita.

42.
Víðfrægr mun sjá vísis kundr
verða af sinni snilli;
Óðins berr sá ættar lundr
afl af hverjum stilli«.

43.
Drottníng sagði döglíngs lát
drótt með slíkum hætti;
drós var heldur döpr en kát,
dró þá hennar mætti.

44.
Var svó fulla vintur þrjá,
vant er slíkt að ræða;
brúðrin svó með burðinn lá,
barn mátti ekkí fæða.

45.
Drottníng sá fyri dauðann sinn
og dreingjum þetta tjáði:
»enn mun halda arfi minn (48)
önd með vóru ráði«.

46.
Djupsett ráð eru dróttníng friðr,
dauðinn sótti að vífi;
fljóðs var skorinn með knífi kviðr,
kóngsson helt svó lífi.

47.
Mildíngs son gat svó móður sín
mæta leyst með knífi;
svanninn dó með sára pín,
svó hefr frést af vífi.

48.
Vísis son fekk Völsúngs nafn,
varði stjórn og ríki,
honum varð einginn hilmir jafn,
hvergi fanst hans líki.

49.
Skera varð negl og skjöldúngs hár
- skal þar fyst að sinni -
fagrt var það sem Friggjar tár
- fálla (49) Ása minni -.

III

1.
Minni vilda (50) eg vella Bil
Vestra bátinn iðja (51);
rausa eg jafnan rímuspil,
ef rekkar nenna að biðja.

2.
Fæ eg það greint, hvé fagrt var skaptr
fleygir nöðru bekkja;
míkill var Óðins kýngi-kraptr,
kann það margan blekkja.

3.
Völsúng var svó vænn og fagr,
vitr og snjallr í máli,
einkar blíðr og orðahagr
örr af greipar báli (52).

4.
Einkum var sá stillir sterkr,
stórt hjó hann með brandi,
rausnarsamur, ríkr og merkr,.
réð fyr hverju landi.

5.
Fylkir hefr þá felda tólf
feingið nöðru (53) galla,
er skeiðum helt á skeljúngs (54) gólf
skerðir fræníngs palla.

6.
Hilmir tók svó strandhögg stór,
stillíng fylgir eingi,
bál var kynt þar bragníng fór,
breytti hann þann veg leingi.

7.
Víkíngarnir víða um lönd
þeir verða háls að beygja,
bragníng galt þeim bana fyr önd,
blámenn lét hann deyja.

8.
Völsúng er svó vaskr og (55) ern,
falla fekst hans líki,
kempan sjá vill kónginn hvern
kúga í burt af ríki.

9.
Þeingill hafði þetta starf
þrettán vetr í rennu;
feginn varð margr, er hilmir hvarf
heim frá geira sennu.

10.
Unnið hafði hann þjóðlönd þrjú
þeingilsson með kneiti;
Völsúngs (56) gjörðist virðum nú
víða kunnigt heiti.

11.
Völsúngs frami (57) er vorðinn kuðr
vestr um heimsins bygðir,
einn veg bæði austr og suðr,
ekki eru það lygðir.

12.
Leingi stýrði landi nú
lestir Fófnis teiga;
leit hann eigi svó fagra frú,
að fýstist hann að eiga.

13.
Óðinn sendi hilmi Hljóð,
honum til eiginbrúðar;
valla hittist vænna fijóð,
var honum það til snúðar.

14.
Trausta syni gat tíginn gramr
tíu (58) og dóttur eina;
Sigmundur hét sveinninn framr,
sá kann rjóða fleina.

15.
Þeingils börn eru Vitr og væn,
víða er dást að slíku;
svó var mærin svinn og kæn,
sem samdi vífi ríku.

16.
Tvíbura nefni eg tiggja börn
tvau fyr yðr enu úngu;
Signý nefndist silki-Hörn,
sú var fróð á túngu.

17.
Öll vóru kurteis kóngsins börn,
kunnigt er það víða,
varma bráð slítr (59) valr og örn,
þar er Völsúngarnir stríða.

18.
Fátt stóð nú við feðgum þeim,
þá firðar þeyttu lúðra;
Völsúngs nafn fór víða um heim
og vísis barna prúðra.

19.
Völsúngarnir (60) víða um land
vildu prófa að herja;
kendi þeim að rjóða rand
reynir Fófnis skerja.

20.
Völsúngs hirð er af víni glödd (61),
var þar alskyns prýði,
[orma dún og Iðja rödd (62)
auðlíng veitti lýði.

21
Völsúng hefr að virðíng jafn
vísir orðið eingi;
taka hans frændur tígnar-nafn,
tállaust var það leingi.

22.
Siggeir réð fyr Gauta grund,
- gjöri eg svó vísu leingja -:
vísir helt á Völsúngs fund
við fimm hundruð dreingja.

23.
Virðar drukku vínið frítt
í Völsúngs dýrri höllu,
bragníng gjörði bónorð sítt
bert fyr fólki snjöllu:

24.
»Er það híngað erindið mítt:
eg vil fá mér brúðar;
mætti verða mægið frítt;
mér er það til snúðar.

25.
Mektug giptist mætust (63) frú (63)
mætum odda hvessi«.
Harðliga sagði hoskri frú
hugr um ráðin þessi.

26.
Brúðlaupstíð var bráðla nefnd,
og boðið til mörgum lýði;
að Völsúngs ríki var veislan stefnd
og vandað alt með prýði.

27.
Nú kom brátt á nefndri tíð
nættíngs (64) allir Gautar;
hverjum var skipuð höllin fríð
hreyti Fófnis lautar.

28.
Þá er um veggi þeíngils höll
þakið með gyltum skjöldum,
gjörvir og slúngnir greipar mjöll,
og grænum silkitjöldum.

29.
Berg eitt stóð í breiðum sal,
botstokk ýtar kalla;
dýrligt var þar dreingja val,
drótt fekk slíka valla.

30.
Apaldurs blóm með eplum stendr
upp á þessu bergi,
lundr er sá með laufum vendr,
líta má slíkan hvergi.

31.
Vísar drukku vín og mjöð,
og virða sveitin snjalla,
en þar sátu inni glöð
átján hundruð kalla.

32.
Maðr gekk ínn í hilmis hall
og helt á slíðrar teini;
berfættr er sá komni kall,
knept er brók að beini.

33.
Gestrinn hafði girskan hatt,
gumna kvaddi hann eingi,
eineygðr var hann og er það satt,
öngum heilsar hann dreingi.

34.
Virðum þótti hann viðbragðs skjótr,
var það eigi í eklu,
ysta hafði bauga-brjótr
bláflekkótta heklu.

35.
Bauga Týr í bergið fal
brandinn upp að hjalti.
»Traustligt er hér tiggja val
- talaði kallinn halti -.

36.
Sverðið gef eg þeim seima lund,
er sjálfur dregr úr bergi«.
Lýðir eptir lítla stund
litu þeir manninn hvergi.

37.
Hverr að öðrum hrannar dags
hreytir gekk að bergi;
þessi enn bitri benja lax
bifast með öllu hvergi.

38.
Hverjum fast var heinar láð
hreyti Draupnis sveita;
Sigmundur gat sverði náð
og segir að Gramr skuli heita.

39.
Siggeir falaði sverðið þá,
Sigmund vill eigi lóga;
ramliga lagði hann reiði á,
því ræsir hafði nóga.

40.
Nú bjóst þegar að nóttin leið
niflúng burt frá veislu;
Signý fylgdi siklíng reið;
Siggeirs reikna eg beislu.

41.
»Völsúng bið eg ef vildi þér
veita bauga lesti,
þér skuluð veislu þiggja af mér
að þrettán vikna fresti«.

42.
»Veiti eg þér - kvað fylkir framr -
fysta þína beislu«.
Sigldi í burtu enn gauski gramr;
gráliga bauð um veislu.

43.
Ræsir bjóst með rekka val
og röskva sína arfa.
Fullgjört hef eg í sinnu sál
Suðra vænan karfa.

IV.

1.
Dýran skeinki eg Durnis bjór
drótt í fjórða sinni. -
Völsúng svó til veislu fór,
að virðar leggi í minni.

2.
Skaut úr landi skeiðum (65) þrimr
skerðir nöðru fitja;
mildíng hugðist mælsku-fimr
mágs og dóttur vitja.

3.
Föður sinn hitti falda laut,
fóru slík orð af (66) vífi,
hilmir biðr hun halda á braut
- »og hjálpir þínu lífi«.

4.
Fljóðið talar við föður og bræðr:
»þér finnið Siggeir aldri;
láti þér, ef lofðúng ræðr,
lífið í vópna hjaldri.

5.
Niflúng hefr um næstu lönd
náliga hverjum manni
safnað beint að rjóða rönd
- réð svó mæla svanni -.

6.
Yðvart (67) líf er ekki falt
oss, en þér munuð hníga;
mildíng hefr þú meingið valt
meir til skrauts en víga«.

7.
Döglíng svaraði dóttur sín:
»dauða skal eigi kvíða;
ef eg er svikinn af mági mín,
mörgum skal þá svíða.

8.
Öngu kvíð þú, ágæt mær,
um óra (68) fundi neina;
hefr þú ei spurt, að hræðunst vær
hvórki eld né fleina.

9.
Hundrað sinnum hefr sá gramr
háða sókn und merkjum;
í Rúscíá varð eg rómu tamr,
reynda eg mig með Serkjum.

10.
Eitt sinn kemr lífs endadægr
öllum lýð um síðir;
sá telst einginn siklíng frægr,
er sínum dauða kvíðir.

11.
Vertu blíð við bóndann þinn,
bana skalt ekki nefna;
drósin mundu dauða minn,
ef döglings mættir hefna«.

12.
»Þúngan kost á vífið vænt
af vísir þeim inum arma,
er slíkan föðr hefr frá mér rænt
og fræga mína barma«.

13.
Drósin skilst við döglíng þá
döpr og sína hlýra;
í tárum flaut, sem telja má,
tvinnaspöng en dýra.

14.
Hilmir talar við hölda blítt:
»hvergi skulum vær, renna,
þó vildara þætti vífið frítt (69)
virðum (70) heima að spenna.

15.
Ef virðar koma í vópna glamm
- Völsúng frá eg svó mælti -
glaðliga skulum vær gánga framm,
þar geirinn sýngr enn stælti«.

16.
Skjöldúng geingur skeiðum frá
skamt á græna völlu,
áðr en mildíng merkin sá,
múgrinn dreif frá höllu.

17.
Sýnn var munr um manna fjöld,
mættust þessir garpar,
ramliga varð ei róman dvöld,
og reyndu eggjar snarpar.

18.
Siggeir hafði múga manns,
má það telja valla,
en í móti mágur hans
með þrjú hundruð kalla.

19.
Völsúng óð í vópna glamm,
virða lét hann hníga;
skjöldúngs arfar skunda framm,
skamt var milli víga.

20.
Stillis gjörði inn gildi (71) fleinn
gumna brjóst að kanna;
taldir eru tólf um einn
traustra fylkis manna.

21.
Svó var þessi inn gamli gramr
grimmr að snarpri hildi,
einginn var svó frækn (72) né framr
að fylkirs bíða vildi.

22.
Stillir reiddi enn bitra brand
báðum hauka ströndum;
seggja klauf hann sinnu land,
svó söng í gyldum röndum.

23.
Rekkum veitti hann ramlig högg;
réðu honum að fylgja
synirnir hans í darra dögg;
djúp varð unda bylgja.

24.
Ruddi hann þeim nú rúma braut,
rufu þeir fylkíng hverja;
margan drap sá málma Gaut
mýgir Fófnis skerja.

25.
Fóru í gegnum feðgar þeir
fylkíng átta sinnum;
margur hné fyr gyltum geir,
get eg það haft í minnum.

26.
Niflúng varð í níunda sinn
nár er bjóst að rjúfa
fylkíng grams, þar er stálin stinn
sterkar randir kljúfa.

27.
Hjuggu (73) stórt með höndum tveim
hilmis arfar gildir;
bönd eru færð að bræðrum þeim
bæði senn og skildir.

28.
Bragnar vóru bundnir fast
báðum sínum höndum;
sveinum helt hið seiga bast,
sviptir gyldum röndum.

29.
Var svó gjölla Völsúngs þjóð
vegin að lifði eingi;
spurði þetta hið fagra fljóð
föður síns lát af meingi.

30.
Þúngan harm bar gullaðs Gná,
gekk þó stilli að finna;
Signý talar við siklíng þá,
seggjum má eg það inna.

31.
»Bragníng mínum bræðra flokk
bana þú ei svó snemma;
láttu heldr enn sterka stokk
stillis arfa hremma«.

32.
»Verra er það vöskum segg
- vísir þann veg sagði -
en láta sitt fyr laufa-egg
líf að skömmu bragði«.

33.
»Fornt er það, kvað fljóðið, mér
fyrða mál að sönnu:
unir við meðan uppá sér
augu á bauga Nönnu«.

34.
Vísir lét svó verða það,
sem vífið talar hið mæta;
feldur er þá stokkr í stað
stillis arfa að gæta.

35.
Naktir skyldu, en nótt var myrk,
niflúngs arfar sitja;
ylgrin kom þar einkar styrk
afreksgarpa að vitja.

36.
Bragníngs son fyr bræðra knjám
beit og tók að snæða;
tögg hun hann með tönnum blám,
tröllslig var þá fæða.

37.
Nógu þótti nóttin löng
Nönnu snáka fitja;
sendir álla seima spöng
sinna bræðra að vitja.

38.
Brátt kom aptur sendi-sveinn
og sagði þann veg vífi:
»hlýri þinn er horfinn einn,
en halda aðrir lífi.

39.
Svó eru blíðir barmar þín
sem (74) buðlúng gleddi (75) dreingi,
eða þeir drykki hið dýra vín;
dauða kvíðir eingi«.

40.
Lifði einn sá lofðúngs niðr,
er lángt bar frægð af öllum;
mest ann þessum svanninn sviðr
siklíngs arfa snjöllum.

41.
Sína nótt að sveininn hvern (76)
siklíngs (77) mátti (77) harma,
Sigmundur var svinnr og ern
Signýjar eptir barma.

42.
Sigmund hittir seima strönd
síð á kveldi þessu,
strauk hun fleski um stokksins bönd,
slíkt má tæla skessu.

43.
Hunángi rauð um túngu og tenn
tiggja snót og góma,
fé varð betra fylkir enn
fljóðsins þángað kvóma.

44.
Ylgrin kom sem endranær,
æði hefr hun trölla,
trausta feiti túngan fær
og tannar böndin gjölla.

45.
Túngu lagði en trylda snót
tiggja innan varra,
tönnum frá eg að tók á mót,
traust varð ráðið svarra.

46.
Í stokkinn setti hun sterkar klær,
stökk hann grams af fótum,
úr trölli gekk - sem teljum vær -
túngan öll með rótum.

47.
Æpandi hljóp ylgr í braut (78),
en eptir dvaldist túnga;
álla hitti linda laut
lausan svein enn únga.

48.
Fylgdi hun stilli í foldar rann
fljóð og gekk til skógar;
leitar skjótt að lækna hann
og leit þar undir nógar.

49.
Réð svó skilja ristill örr
við ræsis arfa enn snjalla.
Vitulis læt eg Vestra (79) knörr
vatis þenna falla.

V.

1.
Fara skal enn hin fimta nú
Fjölnis óskabyrði;
hróðrar bundin héld eg nú
henni, ef fundin yrði.

2.
Það skal segja þessu næst
af Þrúði (80) fannar arma,
furðu mjög hefr fljóðið æst
föður síns lát (81) og (81) barma.

3.
Siggeir þóttist sigri gæddr,
Signý fekk (82) það nauða;
vísir hugði og varð ei hræddr
Völsúnga alla dauða.

4.
Sveina þrjá gat siklíng nú
við sínu eiginfljóði;
sendi alla svinna frú
Sigmundi af hljóði.

5.
Síðan tók hann systur mög
sáð úr (83) belg að greiða,
næsta fær þar nógan lög,
ef nennir brauð að breiða.

6.
Völsúngs sonr á veiðar fór
og vitjar heim að kveldi;
vísis arfi vella Þór
vildi brauð að seldi.

7.
»Það er þú fekst mér, frændi vór,
furðu tók eg snemma;
í mjölinu var svó maðkrinn stór;
mátti eg hann ekki kremma«.

8.
Hilmir frá eg þá heinar gólf
heiptar fullr að hrífi;
sveinninn var þá vintra (84) tólf,
er vísir rænti hann lífi.

9.
Svanninn leyfði sínum bræðr
sveina að ræna lífi,
Siggeirs alla, ef Signý ræðr;
sú var grimd á vífi.

10.
Drap hann þá liðið var árið eitt
annan Siggeirs arfa;
hann fær eigi brauðið breitt,
bjóst (85) hann slíkt að starfa.

11.
Völvu hitti vísis sprund,
var það lítil gipta;
lét hun hana um lítla stund
litunum við sig skipta.

12.
Sigmund hitti hið væna víf
og vill sig ekki nefna,
þvíað hun vildi leggja á líf,
að lofðúngs mætti hun hefna.

13.
Eigi kendi systur sín
sviptir gullsins hreina;
svefn hefr hann við silki-Hlín
sæng og blæju eina.

14.
Lítlu síðar listug frú
leyndist burt frá harra;
lautar tók þá linna brú
lit sinn aptr af svarra.

15.
Leið svó framm, sem ljóða eg nú
um lindi ægis bríma;
fæddi blíðust bauga brú
barn í settan tíma.

16.
Sveinbarn átti Signý þá,
Sinfjötli skal heita,
sá mun rjóða brandinn blá
í bragna rauðum sveita.

17.
Feingið hefr hann fimm og þrjár
Fófnis dauða-sóttir;
enn Sinfjötla sínar tjár
sútir Völsúngs dóttir.

18.
Honum (86) tjáði hun handa saum,
harmfull eru þau bæði,
sveinninn gefr að sútum gaum,
saman fór hold og klæði.

19.
Svanninn talar við sveininn sinn,
Signý mintist rauna:
»beint mun þér eigi bróður minn
bleyði þurfa að launa«.

20.
Sér kvað eigi svíða skinn -
»svó munum við nú skilja,
hindra get eg ei hlýra þinn
um (87) hennar slíkan vilja«.

21.
Líneik fylgdi á leyndar-braut
listug arfa sínum;
»sendi eg þig - kvað silkilaut -
svinnum bróður mínum«.

22.
»Þér bað heilsa móðir mín,
mun eg það eigi ljóna;
mig hefr sendan systir þín
sjálfum þér að þjóna«.

23.
Völsúngs sonr að venju bauð
veiti Fófnis landa:
»sveinninn skal nú semja brauð,
meðan sæki eg eldibranda«.

24.
Mildíng talar, er mjöl var krikt:
»máttu á þessu fæðast?;
fantu ekki, kauðinn, kvikt?
kantu ei orma að hræðast?«.

25.
»Í fysta sinn með fíngri mér
fann eg nokkuð kræla;
vökvann gaf það sjálft af sér
- svein frá eg þetta mæla -.

26.
Maðkinn hef eg mart (88) í sundr,
mjölinu kom eg í dígla;
þikki mér ei - kvað þeingils kundr -
þurfa að hræðast snígla.

27.
Gjörvalt hefr eg brauðið breitt,
bragníng, máttu snæða,
eigi þarftu, auðlíng, neitt
oss við slíkt að hræða.

28.
Nær skal minnast, fylkir framr,
föður þíns (89) dráp við tiggja?;
hér með áttu að hefna, gramr,
hlýra sex og þriggja«.

29.
Svó er þá orðinn bragníng blíðr,
hann brosti hvítum tönnum:
»sannliga hefr þú, sveinninn fríðr,
svipinn af vórum mönnum«.

30.
Seggir fóru síð um kveld
Siggeirs hallar vitja;
þar mun drottníng döpr og hreld
döglíngs inni sitja.

31.
Feingu þeir sér fagran sess,
fýsti þá að dvelja;
garprinn vildi gjöra til þess,
gulls að heyrði selja.

32.
Bauga Týr réð bíta hnot,
bragníng réð það heyra; -
»hér er Völsúngum vistaþrot,
vekja skal þeim dreyra«.

33.
Vífið kvað honum viskuþrot
vorðin (90) mest af öngu,
að »bragnar munu þeir bíta hnot,
er banaðir þú fyr löngu«.

34.
Byrði axlar beit svó skjalt
beygir (91) sterkra randra,
fylkir heyrði og fólkið alt,
frúnni jók það vanda.

35.
Léku að gulli lofðúngs börn
og leita baugsins rauða;
sögðu fylki og seima Hörn,
að sæi þau kalla snauða.

36.
Börnin færði hun bróður sín,
brúðrin réð úr vöndu,
»Sigmund, hafa þau sagt til þín,
þú svipt þau bæði öndu«.

37.
»Bana eg ei fleiri börnum þín«
bragníng svarar enn teiti;
bæði hjó þá syskin sín
Sinfjötli með hneiti.

38.
Svarðar stofn í siklíngs höll;
Sinfjötli lét fljúga;
bragníng kendi brúna fjöll,
beint mun eg ei það ljúga.

39.
Siggeir lét þá sína menn
sækja að þeim báðum;
Völsúngarnir vörðust enn
vel með snild og dáðum.

40.
Hildrin var svó hörð og löng,
hneitir gall í röndum,
bragnar urðu í brodda söng
báðir teknir höndum.

41.
Það er mér greint af þeira snild,
er þikkir trúligt valla,
sæfðu þeir af sinni vild
sex tigu valdra kalla.

42.
Nöktum var þá, en nótt var dimm,
niðr í gröf svó djúpa
síðan steypt, en sæng var grimm
Sölla meiðum hjúpa.

43.
Það héf eg frétt, að steinninn stór
stæði þeira í milli,
sínu megin lá seggrinn hvór;
svó réð gramrinn illi.

44.
Hálmfáng eitt gat fljóðið fært;
frægum sínum arfa;
köppum gat því kæran tært,
og kom (92) til fullra þarfa.

45.
Þar skal Herjans hrosta-tjörn
hvílast fyst að sinni;
því mega Durnis dælu-björn
dreingir leggja í minni.

VI.

1.
Horfið hef eg frá höldum þar,
að hvílast mætti valla,
gramr og sveinn í gröfinni var,
greini eg það er þeir spjalla.

2.
»Hér er í hálmi fleskið feitt
- frá eg það sveininn mæla -
mér hefr jafnvel mækinn greitt
móðir vór en sæla«.

3.
»Þá þarf eigi - kvað fylkir framr -
feigð né sult að kvíða;
jafnt kann minn enn góði Gramr
grjót og mold að sníða«.

4.
Raufa (93) hellu rítar (94) grand
ræsis (95) frá eg að næði;
skáru þeir með bitrum brand
bergið jafnt og klæði.

5.
Grófu síðan grjót og mold,
Gram frá eg allvel bíta,
uns þeir kvómu á fagra fold
og fylkirs höll mega líta.

6.
Virðar báru að vísis höll
viðinn og skíðið þurra;
kveyktu síðan kastar tröll
kátir frændur Burra.

7.
Höldar geymdu (96) hallar dyrr,
hilmir brá þá svefni,
glaðliga brann hinn grimmi hyrr,
gnóg eru til þess efni.

8.
Vísir svarar og varð ei (97) hýr,
víkr hann þann veg máli:
»hverr á ráða randa Týr
reykjar gnótt og báli?«.

9.
»Völsúngs sonr enn ýngsti einn
eldi kann að stýra;
þessi hyrr og Suðra sveinn
skal selja þér hið dýra.

10.
Sigmund vill nú sjálfur hér
sinna hefna nauða;
þú hefr áður, þeingill, mér
þrysvar stefnt til dauða.

11.
Niflúng, drapt minn nýtan feðr
og nóga mína barma;
þitt skal brenna búki meðr,
bragníng, ístr og þarma«.

12.
Hilmir talar við systur sín
og segir með slíkum hætti:
»vilda eg að vilja þín
veita það er eg mætti.

13.
Vilir þú gánga úr eldi út,
auðar gátt, af höllu,
hvórki fær þú sorg né sút,
sjálf skalt (98) ráða öllu«.

14.
»Öllu er eg nú yndi svipt
- orma dúns kvað Freyja -
nauðig varð eg niflúng gipt,
nú er eg fús að deyja.

15.
Til dauða hefr mér stefnt og steypt,
stóra fekk eg harma,
fullvel hef eg nú flesta keypt,
föður míns hefnt óg barma.

16.
Sinfjötla ertu að sönnu feðr,
Sigmund« - auðs kvað þilja;
Völsúngs dóttur virða kveðr:
»við munum hljóta að skilja«.

17.
»Fðður hef eg mist í fleina hríð
- fylkir talar af móði -
ber eg hlýri þinn (99) hættligt stríð,
hygg ek aldri af fljóði.

18.
Miklu er þetta meira vert
- mildíng talar hinn svinni -
en það verði brögnum bert,
að brennir þú hér inni«.

19.
Vísir kysti vella Hlín;
vann það arfi skylja:
með mækir sneið hann móður sín,
mun eg þess ekki dylja.

20.
Hyrrinn upp í hallar ræfr
hann hljóp yfir fólki rösku,
tjörgaðan við sem tróð og næfr
tögg hann alt að ösku.

21.
Bæði hefr þar látið líf,
líkligt má það kalla,
Siggeir kóngr og kurteist (100) víf
og kappa sveitin snjalla.

22.
Þeingill hafði þetta starf,
þreytir nöðru fitja,
feingið nógan föður síns arf,
fýstist heim að vitja.

23.
Rak hann í burtu þeingil þann,
er þar var áðr að röngu,
drap þar margan döglíngs mann,
er drjúgum tel eg að öngu.

24.
Völsúngs son tók vísis nafn
yfir víðu Húnalandi
örnum gaf hann (101) og úlfum tafn,
ef auðlíng vó með brandi.

25.
Feðgar þeir um Frakkaland
fóru víða að herja,
báru jafnan blóðga rand
brjótar Fófnis skerja.

26.
Þeingill fekk sér þrifligt sprund
og þar með nöðru teiga;
Brynhildr hét sú bauga grund,
er bragníng gekk að eiga.

27.
Sonuna gat við sinni frú
Sigmund halla dýra,
Hrómundur sem Helga nú -
hratt er kónga að skýra.

28.
Frægr var Helgi - fæ eg það greint -
furðu tel eg (102) hann snjallan
«Sinfjötli hefr segginn beint
samið við herskap allan.

29.
Bæði var sjá stillir sterkr,
stórt hjó hann með bröndum,
tólf vetra var tiggi merkr,
hann tók að (103) stýra röndum.


Fodnoter:

1) v.hdr.
2) og Á. hdr.
2a) skyrdr hdr.
3) sítt hdr.
4) mínníz hdr.
5) sade hdr.
6) borg hdr.
7) torg hdr.
8) menn(!) b. v. hdr.
9) þat hdr.
10) Trvdv hdr.
11) bleckia hdr.
12) -gín hdr.
13) var v. hdr.
14) til hdr.
15) ygxen hdr.
16) budlund hdr.
17) æ hdr.
18) vistar hdr.
19) hialm hdr.
20) kuan hdr.
21) sa ... rann hdr.
22) skenkia hdr.
23) þar v. hdr.
24) þungri hdr.
25) Skada hdr.
26) þorna hdr.
27) ekki hdr.
28) flodi hdr.
29) gagar hdr.
30) þiod hdr.
31) þeir v. hdr.
32) fretta hdr.
33) aurfa hdr.
34) Rerr- hdr. alstaðar.
35) snilli hdr.
36) kongr hdr.
37) neyttu hdr.
38) roma hdr.
39) helldr hdr.
40) les þrettán (xiij lesið sem viij) eða átján?
41) þesse hdr.
42) á eftir veita hdr.
43) svo Bugge í Ark. V. 5, hliott hdr.
44) kne hdr.
45) lægia hdr.
46) Leidangrs hdr.
47) hreytir hdr.
48) þinn hdr.
49) falli hdr.
50) baud hdr.
51) jdra hdr.
52) stali hdr.
53) hædu hdr.
54) skeliung hdr.
55) v. hdr.
56) wolsung hdr.
57) nafn hdr.
58) tigu hdr.
59) slít hdr.
60) Wolsungar hdr.
61) glaud hdr.
62) orosta (mislesið f. ořa) dun eídʷraud hdr.
63) les menja brú?
64) niflungs hdr.
65) skidum hdr.
66) falli burt?
67) Ydart hdr.
68) ōrfa hdr.
69) blitt hdr.
70) virda hdr.
71) gylldi hdr.
72) fræken hdr.
73) Hiugiv hdr.
74) v. hdr.
75) gladdi hdr.
76) huer hdr.
77) sikling mæddi hdr.
78) burtt hdr.
79) uesta hdr. (Möb.)
80) þrvdi af hdr. með flutníngarmerkjum.
81) latit hdr. (Möb.
82) fra eg hdr.
83) ok hdr.
84) uíntrar hdr.
85) baudzt hdr.
86) Hunum hdr.
87) falli burt?
88) mtt hdr.
89) sins hdr.
90) vornden hdr.
91) baugir hdr.
92) koma hdr.
93) Raufar hdr.
94) ytar hdr. (Möb.)
95) ræsir hdr.
96) geymdi hdr.
97) eigi hdr.
98) skal hdr.
99) v. hdr.
100) kurteis hdr.
101) v. hdr.
102) v. hdr.
103) v. hdr.