Þorraþrællinn (Kristján Jónsson)
Hopp til navigering
Hopp til søk
Íslensk kvæði og vísur
Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
---|---|---|---|---|---|---|
Denne teksten finnes på følgende språk ► |
Kristján Jónsson
- Nú er frost á Fróni,
- frýs í æðum blóð;
- kveður kuldaljóð
- Kári í jötunmóð;
- yfir laxalóni
- liggur klakaþil
- hlær við hríðarbil
- hamragil.
- Mararbára blá
- brotnar þung og há
- Unnarsteinum á,
- yggld og grett á brá,
- yfir aflatjóni
- æðrast skipstjórinn,
- harmar hlutinn sinn
- hásetinn.
- Horfir á heyjaforðann
- hryggur búandinn:
- "Minkar stabbinn minn,
- magnast harðindin.
- Nú er hann enn á norðan,
- næðir kuldaél
- yfir móa og mel
- myrkt sem hel."
- Bóndans býli á
- björtum þeytir snjá,
- hjúin döpur hjá
- honum sitja þá.
- Hvítleit hringaskorðan
- huggar manninn trautt,
- brátt er búrið autt
- búið snautt.
- Þögull Þorri heyrir
- þetta harmakvein,
- en gefur grið ei nein,
- glíkur hörðum stein,
- engri skepnu eirir,
- alla fjær og nær
- kuldaklónum slær
- og kalt við hlær:
- "Bóndi minn, þitt bú
- betur stunda þú,
- hugarhrelling sú,
- er hart þér þjakar nú,
- þá mun hverfa, en fleir
- höpp þér falla í skaut,
- senn er sigruð þraut,
- ég svíf á braut."