Full Þórs (Björn Magnússon Ólsen)

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Íslensk kvæði og vísur


Björn Magnússon Ólsen

Full Þórs


Á vetrum er svo dautt og dapurt,
Því dimman grúfir yfir þjóð,
Og kuldahretið hryllir napurt
Ið heita blóð.
Þá gægist að eins lágt um ljóra
Í landasuðri hin daufa sól,
Hvenær er heldur þörf að þjóra
En þá, um jól?


Það feður vorir vissu endur
Að vetri miðjum fagna skal,
Já, þá var margur maður kenndur
Af mjöð í sal.
Við Þorrablót var þéttan drukkið,
Er Þjórshornið um bekki fór,
Og þar var ljóta Satans sukkið
Við sumbl og bjór.


Og skjöldum, renndum skíru gulli,
Var skipað kríngum goða sjöt,
Og hitukatlar heilagt fullir
Með hrossakjöt.
Spillíngin var með virðum snjöllum
Svo voðalega geysistór,
Því full var drukkið Ásum öllum
Og áttfaldt Þór.


Því til þess hafði einginn orðið
Við Öku-Þór að reyna drykk;
Hann drakk þá alla undir borðið
Í einum rykk.
Þótt melludólgur væri´ann versti -
Varðveiti Drottin oss frá því -
Því optar hornsjórinn hressti
Inn hrausta tý.


Og vér, sem nú í veikleik reynum
Í vorra feðra að gánga spor,
Vér biðjum Þór af hjörtum hreinum
Um hug og þor.
Að gleri alt er orðið veiku:
Að ítrum speiglum buklin forn,
Katlar að disk með strembnum steikum,
Að staupum horn.
Það er því meir enn þörf að biðja
Um þrótt og huga veikri sjót,
Og heita á þrúðgan Þór að styðja
Vort Þorrablót.
Æ, gef oss, Þór! að þessu sinni!
þjóra jafnmikið og þú!
Vér signum hamri heiðið minni
Í hreinni trú.