Jarðboðar

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi

Íslenskar þjóðsögur og sagnir, hefti VII.
Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon.
Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945.


Jarðboðar


Eins og loft og lögur sýna fyrirfram breytingar veðurfars og árstíða. gerir j-rðin það eigi síður, bæði fyrir sjón og heyrn mann. Vetrakvíða nefna ýmsir menn þráðalýjur þær, er sjást tíðum á sumrum og haustum. þær líkjast því mest, að könguló leggi þræði vefjar síns í láréttar línur yfir foldina, helzt þar sem gras er mikið. Eru þræðirnir á loft og virðast fastir á endum í grasinu. Sjást þeir helzt undir sól, þegar hún hækkar á lofti, og glitra þeir við. Hvað þessir þræðir eru, og af hverju þeir koma, vita bezt þeir lærðu. Þegar mikið er um vetrarkvíðann, segja Skaftfellingar og fleirri, að von sé á hörðum vetri. Þræðir þessir segja menn, að séu strá, en það mun eigi vera.
   Miklir frostdynkir og brestir og belgingur í lækjum boðar hláku ok lin. Falli blóm snemma á haustum, boðar það batnandi tíðarfar og vorgróða mikinn.
   Þá eru ýms hljóð í jörðu, er þykja boða harðar árstíðir og illviðri, svo sem útburðarhljóð á stundum eða oftast (sbr. 3. bindi) of fleirri nafnlaus hljóð í jörðu. Kallast þau, þegar þau heyrast á undan veðurbrigðum, veðurkvíði. Þegar Sigfús Eiríksson, og dótturson Benedikts eldra Ranfssonar (merks manns), að Köllastöðum á Völlum,var eitt sinn, þrem vikum fyrir vetur, að leita tryppa austur í Eyvindardal, hjá svonefndri Valagils á, heyrði hann ægilega hátt, sterkt og skerandi hljóð, svo hann hafði aldrei áður þvílíkt heyrt; var það og engu líkt. Það lét til sín heyra 4 lotur og var í Valagilinu í austurfjallsbrúninni. Sigfús var greindur og harðfær maður. En svo varð honum kynlega við þetta, að hann hraðaði ferð sinni heim og sagði afa sínum. "Voru hljóðin vörg?" spurði hann. "Fjögur," sagði Vigfús. "Þá hefur þú heyrt veðurkvíða og útburðarhljóð", sagði Benedikt, "og skulu þið piltar mínir, hegða ykkur sem þig eigið von á mánaðaráfelli. Er þetta hljóð allra hljóða ljótast." Þeir frændur gættu vel fjárins; enda brást eigi mánaðaráfellið með fannfergju, svo að víða urðu fjárskaðar, nema þar. því að forboðinn hafði aðvarað þá þar, svo að dugði.
   Jarðgjöld. Svo er að sjá sem menn hafi eignað jörðinni ýmsa persónuleika, svo sem þann, að hún vildi jafnan hafa nokkurn þakklætisvott frá mönnum fyrir það, sem hún léti af hendi við þá, ella mundi mönnum hefnast fyrir. Þess vegna skyldi aldrei hirða allt þurrkað hey upp, heldur skilja ávallt - að minnta kosti - fang eftir og gefa jörð aftur; mundi þá vel ganga heyskapurinn. Einkum gilti þetta um síðustu haustihirðingu, og væri þetta rækt, mundi eigi heylaust verða. Hinn merki bóndi, Hallur Einarsson að Rangá í Tungum, hafði þennan sið og brast aldrei hey.