Noregs fornkóngur frægi (Bjarni Gissurarson)
Hopp til navigering
Hopp til søk
Íslensk kvæði og vísur
Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
---|---|---|---|---|---|---|
Denne teksten finnes på følgende språk ► |
Bjarni Gissurarson
Noregs fornkóngur frægi
- Noregs fornkóngur frægi
- frílega ríður Þorri enn,
- skola vill byggð og bæi,
- bændur lika og hýbýlin.
- Skjallarhvítt
- hár um vanga,
- hangir sítt
- skeggið langa,
- furðu lítt
- fellur honum að ganga.
- Viðtektir vill hann hafa
- veglegar rétt sem herramann;
- hvorki þarf söl né safa
- að setja á borðið nú fyrir hann.
- Kjötið feitt
- fellur honum,
- flotið heitt
- eftir vonum,
- spað tilreitt
- sparar hann ei hjá konum.