Rauðir fiskar

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Rauðir fiskar


Hljómsveitin Rauðir fiskar er stofnuð einhvertíman í skammdeginu árið 2004. Hún var stofnuð með það metnaðarfulla markmið að komast á sjómannasöngvahátíð í Frakklandi strax næsta sumar.

Poisson Rouge.jpg

Sjómannasöngvahátíð þessi er haldin í sjávarþorpinu Paimpol í Frakklandi sem að er vinabær Grundarfjarðar en þangað rekja liðsmenn sveitarinnar annaðhvort ættir eða reynslu, nema hvorutveggja sé. Eftir undarlegar tilviljanir og sennilega eitthvað baktjaldarmakk fékk sveitin að heyra með sendibréfi frá Frakklandi að þeir væru auðfúsu gestir á þessari miklu hátíð, og að þeir fengju bekki að liggja á og brauð að bíta í fyrir ómakið. Að þessu var gengið enda vel boðið, og vinna hófst við að safna og útsetja efni. Efnistökin voru heldur harmiþrungnir sjósöngvar allra alda aftur til Egils Skallagrímssonar. Eftir nokkurt æfingartímabil var svo búinn til geisladiskur og efnið prufukeyrt í Krákunni í Grundarfirði. Af því var vel látið og sveitin lagði af stað til Frakklands. Þar gékk svo ýmislegt á og flest skemmtilegt og allir komu þeir aftur og ekki eru fiskarnir dauðir enn þó rauðir séu, þeir hafa síðan þá spilað á menningarnótt og á sjávarútvegssýningu auk tónleika í Krákunni.

Rauðir fiskar eiga eitt lag á heimskringla.no, barnagælu Egils Skallagrímssonar; Það mælti mín móðir. Lagið er tekið af geisladiski þeirra Poisson Rouge með góðfúslegu leyfi flytjanda.


Rauðu fiskarnir eru :

Einar Melax, Sigurgeir Finnson, Guðbjartur Þór, Guðmundur Rúnar, Jón Hans, Kristján Guðjónsson, Níels Rúnar, Reynir Freyr

Áhugasamir geta haft samband við hljómsveitina í gegnum þetta netfang: raudirfiskar@this.is

Heimasíðuslóð Rauðra fiska er: this.is/raudirfiskar