Um Skíðarímu

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Arkiv for nordisk filologi

ved
Finnur Jónsson

Andet bind, s. 136-148
Christiania 1885.


Um Skíðarímu


Til elztu og merkustu rímna íslenzkra er Skíðaríma jafnaðarlega talin. Hún hefir tvisvar verið prentuð; fyrst gaf dr. Konráð Maurer hana út í "Abhandlungen d. k. bayer. Akademie d. W. I. Gl. XII Bd. I. Abth." 1869, og í annað sinn Th. Wisén i "Carmina Norrœna". (*1) Maurer hefir svo skýrt og greinilega sagt frá efni rímunnar, hver tilgangur skáldsins hafi verið, hver muni hafa ort hana og á hvaða tíma hann hafi lifað, að jeg hefi þar engu við að auka, en leyfi mjer að vísa öllum til þess, er rannsaka vilja það mál.
   Maurer hefir prentað rímuna eptir handriti, er hann fjekk hjá hr. Guðbrandi Vigfússsyni; þetta handrit er að sögn ritað eptir öðru, er á var ritaður nökkur orðamunur milli línanna. Eptir hverju handriti hr. Wisén hefir farið, er mjer ókunnugt, því að annar hluti af Carmm. norr. er enn óútkominn, en meginmálið og erindaskipun er þar alveg sem hjá Maurer, nema fáein orð eru öðruvísi.
   Það er auðvitað, að útgáfur af Skiðarimu geta ekki verið eða aldrei orðið fullkomnar, þar eð öll þau handrit af henni, sem kunn eru, eru eigi eldri en frá þessari öld eða síðara hluta fyrri aldar. Fyrir því hygg jeg, að það sje fyrirhafnarinnar vert, að birta á prenti allt það, sem leitt getur til leiðrjettingar og umbóta á máli rímunnar, skipun erindanna og öðru. Jeg vil því nú leyfa mjer að skýra hjer frá orðamun við Skiðarimu, sem er í handriti, er jeg hefi sjálfur skrifað, þegar jeg var barn, eptir öðru handriti sem jeg nú man ekkert um, hvorki um aldur þess nje hönd. Þetta handrit er í mjög mörgu frá brugðið rímunni, eins og hun er prentuð, eigi að eins að því, er tekur til einstakra orða, heldur og vísuorða og jafnvel heilla erinda, eins og síðar mun sjá mega. Reyndar er margt af þeim afbrigðum, sem í handritinu eru, þýðingarlaust, af því að þau eru auðsjáanlega tilraunir ritarans til að fá rím, þar sem það vantaði eptir hans framburði, eða þar sem hann sýnist ekki að hafa getað lesið frumritið. Þannig hljóðar 5. erindi (í bok Wiséns) svo í mínu handriti:

Látum heldur leika taum
af litlum efnum fróðum
þó kunnáttan sje næsta naum
hjá nýtum gullhlaðs tróðum.

Hjer hefir ritarinn að líkindum ekki getað lesið orðið "tenn" öðruvísi en "taum", og breytt svo eptir því hinu. En þó að það sje nú að tölunni til ekki svo fátt, sem þess kyns er, þá ber þó enga orsök til þess, að álíta allt handritið eptir því, eða að öll afbrigðin sje breytingar ritarans sjálfs. Það sem ritarinn eptir hyggju minni hefir sjálfur á þá leið breytt, mun jeg eigi taka hjer með. Aptur á mót ætla jeg að rita hjer allan orðamun, þann er mál greinir, og þar að auk ýmislegt, sem jeg veit eigi hvort rjettara er, en getur þó verið merkilegt. Jeg ætla að merkja útgáfu Maurers með M, Wiséns með W og handrit mitt með F.
   Í F er ríman kölluð: Ríma af Skíða göngumanni ort af Sigurði fostra.
   1,3 þykkir (rjettara: þikkir) MW sýnist F; hvort hjer sje rjettara og upphaflegra verður eigi með vissu sagt, og svo er að segja um margt annað þessu líkt.
   2,3 frœðin MW fljóðin F (og M neðan máls); hvernig "frœðin" eigi að skiljast og setningin eptir því veit jeg eigi vel; þar á móti skil jeg mjög vel hitt: "fljóðin feta ekki þar úr", konurnar komast ekki aptur þar út úr dvs. aldingarðinum, ef þær eru komnar inn í hann, og það er það "sem má leiða af því gamni" (1,3-4) þ. e. af mansöngvum.
   3. erindi er svo í F:

Komi upp nökkur kvæðin fín
af kátum silkihrundum
kalla þær það sje kveðið til sín
af kærleiks elskufundum.

Eins og erindið er hjer, álít jeg það upphaflegra, en eins og það er í MW; "fín" er betra en "þá", sem er nokkuð svo dauft; "af" finnst mjer rjettara en "hjá" frá skilningarinnar hálfu, og einkum er "til sín" betra en "sig á"; "sig" eða "sín" á auðsjáanlega að hafa þá stöðu í vísuorðinu, er áherzla liggur á, en það er eigi í MW.
   Á eptir 4 er. standa í F tvö er., sem jeg set hjer, þó að jeg ætli að þau sje frá seinni tímum; þau hljóða svo:

Komi eg svo nokkuð konunum nær
um kviðinn þeirra strjúki
þá er sem eldurinn ösli um þær
í öllum þeirra búki.

Fínlega gefa mjer fljóðin mat
svo fullvel má eg af leifa
en um þeirra undirfat
aldrei fæ eg að þreifa.

6,2 hefir F "á" fyrir "í" (óðar ranni); "á" á betur við "flaut", "í" á betur við "ranni"; hvort upphaflegra sje, læt jeg ósagt.
   7,2 hár MW hraðr F; ungum WM unga F og í 4. vo.: skráð MW skrifað F. "Hraðr" finnst mjer hjer betur eiga við; með því er sagt, að snemma hafi borið á umrenningsnáttúru Skíða, eða, eins og máltœkið íslenzka segir, að "snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill"; þar að auk er í næsta erindi einmitt talað um hæð Skíða: "manna hæstur".
   9,2 kinnar beinum MW kinna beinum F, og hygg jeg að það sje rjettara. 3.vo: dándismenn W dánumenn F sem M; 4.vo: drengrinn MW drjúgum F, sem sýnist eiga einkar vel við.
   10,3: þar með enn sem innt er mjer MW og í henni innt skal mjer F.
   ll,1 á MW átti F: í 10,1 stendur: "Skreppu átti" osfrv; eptir því ætti betur við að lesa hjer "átti"; 3.er.: mattar W matar F sem M, og það mun efalaust rjettara; þar með er sagt, að Skíði hafi aldrei um annað getað talað, en um mat og þær viðtökur, sem hann hafi fengið þar og þar, og styrkist það af samtali Óðins og Skíða (t. a. m. 94. er.: frjettalaust er í ferðum mín) smb. og 18.-19. er.; þar á móti er orðið "máttarskraf" nokkuð undarlegt og þess konar samsetningar ótíðir.
   12,3 fann MW rjeð F; 4.er.: neyta MW reita F. það kann að sýnast svo í fyrstu, sem orðin í MW reki sig á það, að Skíði lofar mjög Þorgils á Staðarhóli, en hann miðar lofið við aðra, og svo segir hann og sjálfur rjett á eptir: "Ei er eg vanur ... í orðum menn að gylla"; orðin í MW munu því rjettari, þess heldur sem hendingar verða eptir F "þreyta : reita", þó að jeg annars vegar álíti, að slíkt gæti staðið og líkt eigi sjer stað fáeinum sinnum í Skíðarímu sjálfri, eptir þeim handritum, sem til eru nú.
   13,i heldur MW harla F, sem mjer þætti að minnsta kosti jafnupphaflegt.
   (Jeg skýt því hjer inn, að þar sem Maurer getur þess til neðan máls, að 14,1 eigi að lesa "skrín" fyrir svín, þá held jeg að það sje misgát; einmitt af því að "hirzlan" er lík "svíni", er í svínsmynd (sbr. "penge grise") heitir hún og "Smjörsvín").
   16,1 hörð MW herð F; 3. vo. aptur kominn yfir um fjörð MW þá er hann kominn úr þeirri ferð F; í 4. vo. hefir F "þar sem" fyrir "og þar" í MW. Hjer hygg jeg að orðin, sem í F standa, sjeu í öllu rjettari; "herð" (partic. perf. pass.) á miklu betur við "kappi" en "hörð" (adj.); í 29. er. stendur að vísu og "kappi hörð", rímað við "Skörð", en jeg hygg og að þar eigi að lesa: "herð : Skörð"; þvílíkar skothendingar koma stundum fyrir. Auk þess að í Filpórímum stendur (7,15) œddr : glœðr, má og finna í Herburtsrímum 4,31 hrotta : átta; í Konráðsr. 5,3: Fornjóts börn; þat : hátt sama staðar 32, og í sjálfri Skíðar. (120): teygja : eiga; 62: þikki : ekki; (óvíst er: sættust : ættumst í 116. er.); "þar sem" í 4. vo. er miklu betra en "ok þar", og það bendir aptur á, að 3. vo. er rjettara eins og það er í F. Að vísu er o (í "ok") haft sem stuðull í 44,s án þess að það láti illa í eyrum, að minnsta kosti mínum; en þar á móti er í Ski. aldrei o (í ok) haft sem höfuðstafur, og á þessum stað lætur það afleitlega í eyrum.
   19,2 seggi vestr um fjörðu MW seggi um vesturfjörðu F; og það kynni að vera upphaflegra, sbr. "vestursveitir" í 16,2.
   20.1 tekr MW rekr F. 4. vo. er í F svo: at morni þá vill hann strjúka.
   23.2 skólaust MW skólaus F. "skólaus" er hjer eitt rjett, hitt hefir, held jeg, aldrei verið sagt; sbr. að ganga berfættur, haltur, klæðlaus osfrv. 3. vo. er í F svo: "þess hefir margur mikla þörf" og í 4. vo.: "hefir í" fyrir "treystir" í MW. Upprunalega hefir 3. vo.: að líkindum hljóðað svo: "þess hefir margur meiri þörf"; að hendingar sje hjer sama orðið í 1. og 3. vo. er fátítt, en á sjer þó stöku sinnum stað; svo að jeg hygg að hjer sje engrar leiðrjettingar þörf; þannig er í Skí. 109: sín : sín ("vín" í 1. vo. er rangt að ætlun minni) 128 þá : þá í F.
   24,1 úr skarpri MW af skorpinni F; 4. vo.: "at lífi" MW á lífi F; svo er nú í hversdagslegu máli jafnaðarlega sagt, eins og í F stendur; en "á" er líklega ekki annað en rangur framburður á "að" í þessu orði.
   27.1 er í F svo: Risti hann ofan af mölum mitt. 2. vo.: síða MW víða (það er: = breiða) F; 3. vo. er í F svo: halda menn það hreint og kvitt, en er líklega óupphaflegra; 4. vo.: aldri MW ekki F.
   30,4 sjálfboðit MW sjálfboðinn F, sem mjer fyndist fullt eins gott og upphaflegt.
   32.2 gœða MW slæða F. slæða þýðir Björn Halldórsson á latínu rjettlega "negligenter projicere", og á það orð einkar vel við á vörum Skíða; gœða "donare" er of einfalt.
   33,2 stóra skreppu ok mjúka MW; hjer er það allkynlegt, að "Stulli" skuli gefa Skíða skreppu; því að hann á eina áður (sbr. 10. er.) og þar að auk á hann "Smjörsvínið" (13. er.); aptur á móti er hjer eigi talað um, að Stulli hafi veitt honum næturgisting, sem hann hefir þó sjálfsagt átt að gera; þetta leiðir til þess að yggja orðin í MW, og álíta, að það sje rjett og upphaflegt, sem í F stendur: "og stórum gerði hjúka", með því líka að hjer stendur auðsjáanlega eldri mynd þessa orðs; nú segjum vjer "hjúkra."
   35,2 byrðum MW, en í M er þess getið neðan máls, að það eigi líklega að vera "birgðum" og svo er það ritað í F; en þó að það væri nú eigi, væri það samt eitt rjett hjer. 3. vo.: þegninn MW þegn eg F.
   37,3: ei liggja á MW mjer lízt ei á F. Í 4. vo. sleppir F "um" og hefir "bykkju" fyrir "þykkju".
   41,4 setr nú at MW, setti það F og það hygg jeg sje rjettara.
   45,1 sofna MW sofa F, og sýnist það vera rjettara; í "sofna" liggur einmitt þetta "fara að"; sbr. og Sn. E. I. 148: "Þórr segir, at þeir munu þá sofa ganga". - Í 3. vo. er "undur" í F.
   46,8 enn illi MW með öllu F ("at öllu" er orðamunur í M), "með öllu" sýnist vera upphaflegu orðin, og þau þýða : fullkomlega (= det var Thor som lyslevende, á dönsku).
   Á eptir 47. er. stendur í F (eins og í M) 50. er.: Kom osfrv; og það mun vera rjettara, af því að þar eru talin rök til þess, að Óðinn sendi Þór til þess að sœkja úrskurðarmann, og svo (48-49,1-2) orsakirnar til þess, að Skíði og enginn annar skuli vera sóttur; í 49,3-4 er svo stuttlega bón Óðins endurtekin.
   48,1 Frétt hefr hann MW Frjettum vjer F. 4. vo.: fríða W prýða MF; skothending gæti hjer verið upprunaleg, en þó vil jeg eigi leggja til, að svo sje lesið. - Jeg læt þess getið, að mjer fyndist "heimsins listir" vera rjettara en "heimsins lystir", "artes" en ekki "voluptates".
   49,4 at sækja MW þú sækir F, sem er engu verra.
   50,1 Kom þar til MW. Hjer vantar "súbjektið" í "kom" og "þar til" svarar ekki til neins hvorki á undan nje eptir, og jeg þekki engan líkan talshátt; af því hygg jeg, að það eitt sje rjett, sem í F er: "Kom upp þras"; "þras" þýðir orðadeilu, þrætu, og hefir að líkindum verið borið fram með löngu a, þrás, sbr. þrási, þræsur, þræsinn, þræsingur; af sama orðstofni sem "þrár", og svo framvegis. 2. vo.: þeir (rjettara væri: er) skyldu MW þá skyldum F, og það finnst mjer bezt. 3. vo.: auð ok seim MW; tvö orð sömu merkingar saman geta vel staðið, en fyllra og rjettara finnst mjer vera "ærinn seim" í F.
   51,1 raumrinn MW rumrinn F. Í 2. vo. sleppir F "ok" og fyrir "þá" í MW hefir það "þó", sem auðsjáanlega er rjettara.
   52,3 frá ek at MW núna F. Annars finnst "frá ek at" í Skíðar. ekki sett með núlegri tíð framsöguháttar (præs. indic.), heldur með núl. tíð viðtengingarháttar (præs. conj.) 188,2; og með lýsingarorði (adj.) þar sem nafnháttur (infin.) er undir skilinn) 55,4; með núl. tíð nafnháttar (præs. infin.) 56,2 með þálegri tíð viðteng. h. (impf, conj.) 40,4, 54,3, sem allt er altítt, en optast með þál. tíð frams. h. (impf, indik.) 17,3; 36,3; 43,1; 44,1; 45,4; 52,1; núl. tíð frams. h. er hjer fremur óþýð, og þar að auk er það nokkuð kynlegt, að "frá ek at" stendur tvisvar í sama erindinu.
   53,1 Arka þeir á jökla austr W þeir á jökla arka (orka í M, prentvilla?) austr MF; j í "jökla" getur eigi verið stuðull hjer,. því að þá yrðu þeir þrír í sama vísuorðinu (á : j : au), og a í "arka" og au í "austr" standa of langt hvort frá öðru; fyrir því eru MF rjettari hjer. 3-4 vo. eru svo í F miður rjett:

leiðsögn hafði liðuga hraustr
listir ei þó prýði.

54,1 af Horni MW á Horn F; hið síðara myndi vera rjettara, því að annars væri "frá landi" í 2. vo. endurtekning, sem hjer væri hortyttur.
   57,3-4 eru í F svo:

hvort sá maðr er með þjer fór
mundi lukku stýra.

59,1 meiri MW mikill F; hvers vegna miðstig (komparativ) standi hjer, get jeg eigi skilið. 2. vo.: yfir MW í F. 4. vo.: ykkrum MW þessum F.
   61 er sleppt í F, sem hefir annað af yngri uppruna í þess stað:

Orðaskvaldur Ølmóður
aptur senda náði,
gerast þorði grimmlegur
garpurinn þar á láði.

62,1 Fljótliga leiddist MW Fljótt nam leiðast F. (Hendingarnar eru hjer í 2. og 4. vo. skothendingar, eptir því sem prentað er, þykki : ekki; en hjer á sjálfsagt að rita "þikki"; sá framburður hefir komið upp um 1200, að því er Konráð Gíslason telur í riti sínu "Om helrim" á 20. síðu; þar segir hann að hjá Kolbeini Tumasyni, sem andaðist 1208, muni hið elzta dœmi þess framburðar finnast; hvort hjer sje aðalhending, þannig, að að "ekki" hafi verið kveðið sem "ikki" (sbr. á dönsku : ikke) þori jeg eigi að segja; svo mikið er víst, að skothendingar eiga sjer stað í Skí. t. á. m. 120,2 og 4 teygja : eiga; hjer má eigi rita "teigja", af því að höfundur Skí. greinir i og y, ei og ey, eptir því sem framast verður sjeð; "teiga" myndi vera enn rengra.
   63,1 datt þá MW rann er F, sem lætur fullt eins vel í eyrum; "renna" (glide) er einmitt haft í þessu orðasambandi, hvort sem maður dettur eða ekki. 4. vo.: harkinu MW harki F; langa MW stränga F; "stranga" þykir mjer rjettara, af því að það er hugsunarrjettara, að Skíði missi hólk sinn af því, hvað harkið var hart en langt.
   65.3 stund MW stundu F; efalaust er "stundu" hjer rjettara, því að ella liggur allt of mikil áherzla á áherzlulausri samstöfu, a í "drukklanga", sem hlýtur að vera   — ¯ ¯, en eigi   — ¯ —, alveg eins og "grimmlega", í 132. er.; þar á að rita "lætur" fyrir "lætr".
   67.4 klassekk W sekkinn M klakksekk F, og svo er orðið ritað í orðabók Bjarnar Halldórssonar og merkir lítinn "sekk" (pose), sem stundum er bundinn, auk baggans, við klakkinn á íslenzkum klyfbera.
   77.1 Geirmundr W Geirmund MF; í þess kyns mannanöfnum er í F sleppt nefnifalls (nominativ) merkinu r. 4. vo. slíkt eru MW og sextán F.
   81,4 ekki MW engir F, sem er sterkara og að ætlun minni upphaflegra.
   82.2 norðri MW norðan F. (Ífra á að rita í 2 orðum af því að áherzlan fellur mest á "frá", en ekki á "í".
   83.3 þekktu MW þekkti F en rengra. (Hjer vil jeg geta þess, að nafnorð (subst.) með greininum (artiklen) í ávarpsfalli (vokativ) án lýsingarorðs stendur annars hvergi í Skíðar. en alstaðar með lýsingarorði (26,4; 79,3; 92,4; 119,2; 127,2 [?]); jeg vil því geta þess til, að hjer hafi upprunalega staðið "garpinn"). 4. vo.: hins W hinn MF (arfa-nn M).
   90,1 því MW þar F; Háva MW háa F; jeg get eigi ætlað, að "háva" komi af "hávi" (= Óðinn), þótt í Hávamálum 111. er. standi: Háva höllu at, Háva höllu í, heldur beinlínis af lýsingarorðinu "hár"; sömuleiðis í 184 er. þar er "höll" þolfall (akkusativ), hvort sem lesið er "inn í" (MW) eða "enn um" (F). 4. vo.: vilja hann MW hann vilja F.
   93,1 mik MW sem F. Hjer er þess að gæta, að stuðlarnir eru skakksettir, það er of stutt á milli þeirra; "mik" hefir enga áherzlu, en hana á það orð að hafa, af því að það byrjar með öðrum stuðlinum; hjer á sjálfsagt að standa "maðr sem mig".
   94,3 hefi MW tek F; hjer er F efalaust rjettara að ætlun minni; í fyrsta lágt er það kynlegt, að Skíði fer að segja frá því í frjettum, að hann sje nú kominn til Óðins, þar sem það einmitt er Óðinn, sem hefir látið sækja hann, og orðin "á náðir þín" sýnast eiga illa við; hins vegar er "tek" mjög gott frá merkingarinnar hálfu og þýðir: "jeg fer, jeg byrja"; Skíði segir: "bráðum fer jeg að nálgast á náðir þínar", þ. e. jeg fer bráðum að koma til þín fyrir fullt og allt, jeg fer bráðum að deyja og kem þá til þín í Valhöll, - því að - nú er jeg sextigi vetra. Að Skíði er í raun og veru kristinn maður, gerir hjer ekkert til.
   96,1 Ísalandi MW íslandi F; Íslandi er efalaust rjettara; Ísalandi í 94,4 stendur að eins kveðandinnar vegna, en hjer þarf þess eigi.
   99,3 gaf MW gaf hann F; 4. vo.: sæmdarfulli W sæmdafulli MF ; í "sœmda"f. er sterkara lof, og mun því rjettara.
   101.1 gef MW gef þú F ; 4. vo.: við MW, í F sem er betra, því að það var eigi við ströndina, heldur beinlínis á ströndinni að Þórr og Skíði hittu Ølmóð.
   Á eptir 102. er. stendur í F eitt erindi, sem er neðan máls í M en sleppt í W.:

Þú skalt Brokkur blåsa í dag
bezt fyrir smíðum (smið- M) vöndum
ef þig brestr (bresti þig M) á belgnum (belgjum M) lag
bana (bani M) áttu (er M) fyrir höndum.

Jeg fæ fyrir mitt leyti eigi sjeð neitt á móti því, að þetta erindi hafi upphaflega heyrt til rímunni, og eins og það er í F hygg jeg að það sje rjettara, en það er í M.
   107.2 þat W þat heim MF; 4. vo.: fá W fáðu M fáðú F. Líklega á hjer að rita: fáð' honum þ. e. "fáð" 'onum.
   109,1 vín MW sín F; jeg gat fyrr um, að jeg áliti "vín" rangt; í fyrsta lagi þakkar Skíði Óðni ekki fyrir það, að honum sje gefinn vínsopi (þess er heldur ekki getið beinlínis), heldur fyrir tilboð Óðins um næturgisting (þú skalt hafa hjá mjer dvöl, og hvergi í kveldi ríða); það var tilboð, sem Skíða gat þótt vænt um; þar að auk stendur "herra" út af fyrir sig og alveg óvanalega; fyrir því hygg jeg að "vín" sje rangt, og "sín" sje rjettara; eptir atvikunum er ekkert því til fyrirstöðu, að Skíði kalli Óðinn "herra sinn". Vera má, að hvorugt sje rjett, en mjer hugkvæmist engin lagfæring.
   112.3 önnur sú MW önnur en sú F og það mun rjett vera; orðunum á víst að skipa svo: mjer lízt engin önnur en sú kunna (þannig F, betra en "kunni" í MW) að hófa jafnvel, þ. e. sem hún.
   114.2 hóf svo MW hefur upp F; 3. vo.: lófann þér W lófan (prentvilla fyrir: lófann) á þér M lófa á þjer F, líklega rjettast. 4. vo.: leifir MW leyfir F. Mjer finnst "leifir" (overlader) eiga ekki við; ef það væri Hjeðinn, sem Skíði talaði við, gæti það betur staðið; þar á móti á "leyfir" (tillader) einstaklega vel við, einkum á vörum manns, sem Skíði er; orðatiltakið er ekki neitt sjerlega "fínt".
   116. erindi skil jeg eigi vel eptir prentuðu bókunum og handriti mínu, og jeg efast um, að það sje rjett; auk þess er skothending í 2. og 4. vísuorði, sem gæti reyndar verið, að því er jeg hygg; mjer hefir því dottið í hug, að rita ætti "Heðinn" fyrir "Högni" í 2, vo., og að Skíði segði 2 fyrstu vísuorðin; svo svarar Högni þessu með 2 síðari vísuorðunum, og í staðinn fyrir "vit" á þá að standa "þit"(it), og fyrir "ættumst" "ættust", og þá fengist aðalhending; allt þetta eru litlar sem engar breytingar.
   118.3 sættist W sáttir MF, og ætti það betur við "kvittir". Í síðara hluta þessa erindis er nú öll sátta tilraun Skíða, sem hann var einmitt sóttur til að gera, og má sjá þar af, hve skáldið lætur Skíða jafnan vera sjálfum sjer líkan.
   120.2 teiga MW teygja F. Sjá hjer um við 62. erindi.
   123.3 Asíalönd MW Indíalönd F, og þykir mjer það síðara líklegra vera.
   127.2 held jeg að "fleinalundrinn stælti" sje eigi ávarpsfall (vokativ), heldur nefnifall, og eigi við "hann" í 1. vo.
   128.3 er í F svo: "hendi sló á höfuðið þá"; forsetningin (præpositionen) stendur hjer fyrir framan nafnorð það, er hún stýrir, og "hendi" á að sýna yfirnáttúrlegan krapt Skíða, sem á vel við allt annað í gamanrímu þessari, ró þori jeg eigi að fullyrða, að í F sje hjer upphaflegu orðin. 4. vo.: hann MW svo hinn F, sem mjer þykir og líklegra.
   130.4 lét skella í stæltum hólki MW skella ljet á hólki F, sem er fullt eins gott; að minnsta kosti er "á" betra en "í".
   133,2 heita W heyra MF; ynki MW; þetta orð finnst hvergi annars staðar, svo að jeg viti, og jeg get ekki skýrt það; í F er hjer "stynki", sem heldur ekki finnst, en sýnist að koma af "stynkur" mynduðu af "stynur" (støn, suk), eins og "dynkur" af "dynur", og þýða það sama.
   136,4 kratins W krattans M kratans F; jeg veit eigi hvað orð þetta merkir, en skýringin í orðabók þeirra Cleasbýs og Guðbrands sýnist með öngu móti rjett að vera. danga MW ganga F.
   144,1 þá MW þar F; 3. vo.: ekki MW þó ei F, sem er betra. Á eptir þessu erindi stendur í F 150-162; 163 vantar; 164-167; 168 vantar; svo koma 169-70, 172-175, 145-6, 171, 147-149, 177, 176.
   147,1 seim MW sveim F; hvað "seimr" eigi að merkja hjer, veit jeg eigi; "örva sveimr" merkir þar á móti "sagittarum multitudo" á latínu, eða hjer um bil "pilregn" á dönsku, og það ætti hjer ofboð vel við.
   152.1 þótti MW þóttu F, sem jeg hygg að sje rjettara. 3. vo.: hölda MW hal F; vera mætti að hjer ætti einna helzt að standa "halr"; 4. vo.: drepa þar MW drápu F, sem sýnist eiga betur við þálega tímann "klauf" í 3. vo. 153.2 mátti MW má þat F. 4. vo.: réðu MW hlutu að F; hvorttveggja hygg jeg að fari fullt eins vel.
   156.3 þar MW þeim F, sem sjálfsagt er rjettara. Í 4. vo. stendur orðmyndin "öxir" í MW; þessi orðmynd er undarleg og jeg held að hún hafi aldrei verið höfð; nefnifall fleirtölu (nom. pl.) heitir í raun rjettri öxar (ja-stofnsorð); seinna fóru menn að beygja orðið sem það væri af i-stofni, eins og t. a. m. önd, andir, svo að nefnifallið hjet nú "axir" og þessi mynd stendur í F. Hjer á því annaðhvort að vera "öxar" eða "axir".
   160,1 Berserkr einn er MW Berserkur sem F. Þess skal getið að F hefir "Brúni" og "honum" í 4. vo., sem W.
   163 vantar í F, og jeg hygg að erindið sje seinna ort inn í. Starkaðr er nefndur hjer að raunalausu, og án þess sagt sje neitt meira um hann; enn fremur er 2. vo.: "ok stytti næsta hinn bruna" W stillti næsta Bruna M lítt skiljanlegt, einkum í W; "næsta" er undarlegt og hvað "Brúni" "hinn brúni" merki er torsjeð; að það eigi að merkja "Fofni" eða "orm" er mjer óskiljanlegt, enda sýnist Maurer að hafa slengt því saman við orðið "bruna"; það gæti eigi merkt annað en "den mörkladne" á dönsku; enn fremur finnst mjer "bölvat bupp" vera fremur magurt, og "mína" í síðusta vo. nokkurs konar hortyttur. Allt erindið held jeg því að sje seinna ort inn í af fremur óliðlegum hagyrðing. Ofan á allt þetta kemur nú enn, að 164. erindi sýnist falla svo vel við 162. er. að þar sýnist ekkert í vanta. Í 165 er. hverfur Fáfnir burt og Starkaður kemur fyrst fram á vígvöllinn þar á eptir, eptir að hafa hvílt sig eptir viðureignina við Ívar (139. er.).
   167.1 Ei er vón MW Ætlarðu ei F. Upprunalega ímynda jeg mjer að staðið hafi "ætlaðú ei", boðháttur (imperativ).
   168 stendur að eins í fáum handritum, eptir því sem Maurer segir. Í F vantar það, og jeg hygg að það sje frá síðari tímum, einkum af því, að í því er orðið "panna", sem aldrei hefir íslenzka verið í merkingunni "enni"; en í stað þessa erindis hefir F annað, sem jeg og hygg að sje seinna ort inn í, af því að það er í heild sinni dauft og merglaust. Þar að auk fellur 169 mjög vel við 167. 168. er. er í F svo;

Ásaþór með æði þá
orðin senda kunni,
hugði Skíða hart að slá
hrökk að baugarunni.

178.2 við MW á F. 3. vo.: þá var mikit þausnar (þusnar M) vess MW þá varð mikið um þusur hess (= hers) F; hið síðara finnst mjer betra en hið fyrra; "þausnar vess" gæti eigi þýtt annað en t. a. m. "tumultus sonitus" á latínu, og væri þannig eigi nein eiginleg orrustukenning; og það má segja, að "þausnar vess" eða "hávaði" hefði átt sjer áður stað, og hefði þá eigi fyrst byrjað. Lesi maður þar á móti "þusur hers" = vehementes exercitus motus, þá væri það betra; áður höfðu einstakir kappar barizt hvorir við aðra, nú þegar æsir hafa skorað á alla, að hrekja Skíða, þá fyrst verður mikið um hlaup og stökk fram og aptur (= þusur) allra þeirra sem í höllinni eru (= hers). 4. vo.: þrjátigi MW þúsund F; það seinna er sjálfsagt rjettara.
   180,3-4 margr um einn manninn W margur einn um manninn MF. Jeg fæ eigi sjeð að hið síðara sje eigi fullt eins rjett sem hið fyrra; "margr einn" er á borð við "fáeinn" og er altítt.
   187.2 atsókn MW sókn F; "sókn" er sjálfsagt rjettara hjer; bæði er það eins rjett frá skilningarinnar hálfu, og svo er "gilda atsókn" afleitlega stirt, hvort sem a í "gilda" er sleppt eða ekki. þar á móti er "gilda sókn" svo liðugt, sem á verður kosið. 3. vo.: tekr MW tók F; frá MWT hjá F; 4. vo.: sendir MW sendi það F.
   188.3 nú er hann heima MW heima var hann F, og það lætur fullt eins vel í eyrum, einkum af því að áherzlan verður þá meiri á "heima", mótsetningunni við hans fyrri dvöl í Valhöll.
   189,1 at MW er F. 2. vo.: trútt at hnjósi MW traust at frjósi F; hvað "hnjósa" eigi að merkja hjer (annað en "hnerra", sem á engan hátt sýnist eiga við) skilst mjer eigi, og jeg efast mjög svo um, að það sje rjett; "frjósa" þar á móti væri auðskilið, einkum úr því að Skíði lá "yzt við gátt", þar var kaldara en innar; krókpallurinn, þar sem Skíði lagðist niður til svefns, sýnist að hafa verið í öðrum innra krók (hjørne) stofunnar, svo hefir hann í svefninum staðið upp, gengið til og frá, og loksins lagzt niður fram við dyrnar og vaknað þar.
   192 vantar í F, og jeg efast eigi um, að það sje síðar ort inn í af einhverjum, sem þótti það vanta í frásögnina, hvernig Skíði hefði fengið nýjan hólk á staf sinn; síðari hluti erindisins er alldaufur og nokkurs konar endurtekning af erindinu á undan. Hins vegar þótti mjer líklegt, að fyrri helmingur 193. erindis væri orð Þorleifs, og að skáldið byrjaði fyrst að lýsa Skíða sjálfum með orðunum: Örkumlaðr osfrv.
   193.4 voru hinir á MW "hinir" er valla málrjett, af því að eigi er talað um "aðra" skó(na) á undan; hjer ætti því að standa: "aðrir", ef rjett skyldi vera; enn fremur er það undarlegt, að eptir að skáldið er búið að lýsa skónum í heilum erindishelmingi, og svo farinn að tala um líkamsástand Skíða í 3. vo., að hann þá (í 4. vo.) skuli hlaupa aptur yfir í lýsingu eins ómerkilegs hlutar, sem skórnir eru í raun rjettri; jeg efast því eigi um, að það sje miklu rjettara sem í F stendur: "upp á höfuð frá ristum", Skíði var sjálfur særður og meiddur frá hvirfli til ilja, og veit jeg eigi hvað betur ætti hjer við, eða svaraði betur til alls efnisins.
   195,3 mikla MW meiri F, sem án efa mun rjettara, af því að það tekur skýrar fram motsetninguna.
   198,3 þeir létu sitt hit leiða fjör MW; hvers vegna líf hundanna sje kallað "leitt" (afskyeligt) skil jeg eigi vel; jeg held því, að "ljetu þeir sitt líf og fjör" í F sje rjettara, enda er það og liðugra.
   199,3 heyra MW vita að F. 4. vo.: seimaþollsins unga MW þessi "ungi seimaþollur" getur eigi verið Skíði; hann er sextugur (94. er.); skáldið sjálft gæti það verið; en um aldur þess veit maður ekkert, og ríman ber það fremur með sjer, að höfundur hennar hafi eigi allungur verið. Jeg efast því eigi um, að hjer eigi að standa, eins og í F er: "seimaþöllin unga". "Nú má hin unga mær, sem hlýðir á kvæðið, vita, að þessi saga er sönn, þegar svona sterkar sannanir, sem 20 marka tönnin, bera vitni, þó að hún kunni að hafa efazt um sannleik sögunnar áður".
   200,1 fagran MW fagurt F. 2. vo.: af MW og F; mjer finnst "af" á engan hátt rjett vera; "grafa af tólum" getur eigi sagzt, annaðhvort verður að segja "grafa ehð með tólum" eða "grafa ehð tólum"; F er því hjer sjálfsagt upphaflegra.

Minni orðamunur.

10,3 þar með enn sem innt er mjer MW, og í henni innt skal mjer F. 18,1 til afreks MW á afrek F. 20,1 tekr MW rekr F. 4. vo. er svo í F: at morni þá vill hann strjúka. 26,4: lundrinn MW þundrinn F. 28,1: senn MW það F. klið MW rykk F. 3. vo.: í frið MW með skikk F. 4. vo.: hann MW jeg F. 34,1: Drattar hann MW Suður drattar F; suðr MW hraðr F. 2. vo.: í honum gerðist illr kuðr (= kurr?) MW, aulinn gerðist ekki glaðr F. 38,3: þat kom rétt MW rjett er það komið F. 42,2 kastar sér MW kastaði hann sjer F. 43,3 hvíldi MW hvíldist F, líklega rjettara. 44,1 frá MW trúi F. 55,1 bröttum sjó MW brimla kró F. 4. vo.: ok ei frá ek MW enginn sá F. 56,3 eflir MW iðkar F. 60,4: dubba MW dusta F. 64,3: hafði MW kunni F. 4. vo.: járnit MW eptir F. 72,3: saga MW sögn F. 73,3: hirð hans MW hirðin F. 4. vo.: hraðr MW hröð F; at FW í M(rangara). 74,3 er i F svo: og Arngrims synir utar í frá, og 4. vo.: sem ekki osfrv. 78,2: sá MW hann F. 79,2: innstr MW innst F. pallinn MW palli F. 3. vo.: kónga W kóngar MF. 84,1: Fríski utar í frá MW frokni er þar hjá F (stendur og neðan máls í M). 85,2: görpum MW kongum, orðamunur í F. 86,3: setr W telr MF. ei hjá W ekki MF. 4. vo.: þykkir (rjettara: þikkir) W þykir M þœttist F (rangt) 87,2: livíta MW gylta F. 3. vo.: vigg MW ygg F. 88,3: fyr þat MW af því F 89,3 ellegar MW ella F. 4. vo.: þriggja MW fárra F. 91,1 Fjölni MW fylki F. 4. vo.: húsi MW húsinu F. 95,1: aptur MW eptir F 98,4 réð at MW náði F. 100,2: at MW þá F. 102,1 Rögnir MW ræsir F. 104,3 bœnin MW bónin F. beint MW bezt F. 106.1 er í F svo: "Loðinn skal fara at láta í". 2. vo.: Loki MW Loki má F. 3. vo.: at W í MF. 110,2 tapast MW týnist F. Alveg eins í 119,3. 117,3 víkið MW vekið F (auðsjáanlega rjettara). 122.2 snjalla MW milda F. 3. vo.: drekka W halda F. 4. vo.: alla MW gilda F. 125,4 fékk MW at fengi F. 131,1 Hljóp MW Hrökk F. 3. vo.: lemdu hann ekki MW, lemjið ekki hann F (hvorttveggja betra í F). 132,4 leon MW ljón F (rjettara hjer). 135,3: þann skal líftjón leggja á MW leggja skal eg þar (rjettara: þann) líftjón á F. 138,2 sterklega MW stórlega F. 139,3; ógurligt MW ógnarlegt F; sag MW slag F. 4. vo,: mátti MW þorði F. 140,2: svo hann mátti MW hann má F. 141,1: Hrókr MW Álfr F. 3. vo.: skýzt MW skauzt F. gefr MW býðr F. 142,2: afbragðskempur MW afrekskempur F (upphaflegra?) 3. vo.: á skoltinn MW með skyndi F. 143,4 í MW það F. 145,2 nefndur MW kenndur F. 148,3: sverði brá MW í sverða þrá F, sem svo sleppir "ok" í næsta vo. 149,1: manaði MW mœddi F. 151,3 heyrði þangat hávan MW heyra mátti harðan F. 154,s: augna- MW auga- F. 4. vo.: ei mun MW ætlaði F. 155,4: með MW fyrir F. 158,4: varð MW hlaut F. 159,3 reif MW rífr F. rak MW rekr F. 161,3: útar MW út F. 162,2: í MW á F (rjettara). 4. vo.: hrjóta W brjóta MF. 164.3 löng var sú hin ljóta pín MW lamast tók hið ljóta trýn F (rangara). 4. vo.: enn MW ei F. 165,3 gerði MW gerði þá F. 166.3 mundu ætla W þú munt ei ætla M Ekki þarftu F (sem mjer finnst bezt). 169,1 hinn máttki MW máttigr F. 3. vo.: hólkrinn MW hólkur F. 171,4 at MW; vantar í F. 172,4 komu MW koma F. 173.4 flestir MW þar flestir F. 174,2: kappann MW kónginn F. 3. vo.: forði MW forði hann F. 4. vo.: Óðni MW hinum F. 175,2: "at" (2) vantar í F. 4. vo.: nefit MW nef F (liðugra) 176,s: "svo" vantar í F. 4. vo.: at rifin MW svo rif hans F. 177,1: réðu MW tóku F (betra). 4. vo.: Hann mun drepa oss alla MW því hann oss drepur alla F. 179,1 "Hann" vantar í F. 4. vo.: tólf MW sjö F. 181,3 sýndr er honum siðrinn vórr MW sýndur var honum sigur stór F. 183,1 Hnykti MW hrakti F. 2. vo.: enn MW ok F. sjálfri MW sjálfur F. 184,1 sjá við 90. er. 185,1 Skjótliga MW Skjótur F. 4. vo.: svínið lást mér MW svín mitt liggur F. 190,1 talar MW hjalar F. 3. vo.: ærst hefir þú í alla nátt MW þú hefir ærzt á allan hátt F. 191,1: Fátækt .... folkit MW Fólkið ... fátækt F; 2. vo.: sárar MW af þjer F. 4. vo.: svo MW en F (sem kynni að vera upphaflegra). 197,4 þat var MW þó F. Asíaveldi MW Ásaveldi F. 203,1 heyrt MW frjett F.

Jeg hefi nú skýrt frá því, er mjer þykir merkast í orðamun handrits míns, og getið ýmsra skýringa, sem mjer finnast betri vera, en þær, sem áður hafa verið. Jeg skal þó sízt neita því, að mart sje það enn í rímu þessari, sem þurfi umbóta, skýringar orða, erindaskipun og ekki sízt ritháttur, en það verður valla til hlítar gert, fyrr en fleiri eða megnið af eldri rímum verður prentað, svo að út úr þeim megi leiða fastari reglur fyrir framburði þeirra tíma, er þær eru ortar á. Rímurnar eru, sem kunnugt er, mjög merkilegar, ekki að eins af því, að þær eru liður í hinni almennu menntunarsögu þjóðarinnar, heldur og af hinu, að þær sýna mjög merkilegan kafla úr sögu íslenzkunnar sjálfrar. Þess væri öll þörf, að flestar eða allar þessar rímur yrði sem fyrst prentaðar með öllum orðamun allra handrita, sem til eru af hverjum.

Kaupmannahöfn í febrúarmánuði 1883.

FINNUR JÓNSSON.
Noter:

* 1) Síðan þetta var ritað, hefir dr. Guðbrandur Vigfússon gefið hana út í Corpus poeticum boreale II, 396-407.